Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 20
HAUKARNIR tóku Keflvíkinga í sannkallaöa kennslustund í
körfuknattleik er liöin áttust viö í Hafnarfirði í gærkvöldi. Leiknum lauk
meö 42 stiga mun 93-51 fyrir Haukana. Varnarleikur Hauka og hraða-
upphlaup voru aðall þeirra í leiknum í gær. Henning, Pálmar, Ólaf-
ur, Kristinn og Webster áttu allir mjög góöan leik en hjá Keflvikingum
voru allir lélegir hreint út sagt. Meö þessu áframhaldi þá veröur gam-
an aö fylgjast með úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar.
Föstudagur 7. febrúar 1986
Námsmenn fjölmenntu:
Enn beðið eftir
tillögum Sverris
Námsmenn gengust fyrir
mjög fjölmennum fundi í
Háskólabíói í gær vegna stöðu
Lánasjóðs íslenskra náms-
manna. Til máls tóku talsmenn
samtaka námsmanna auk
menntamálaráðherra og full-
trúa annarra þingflokka. Að-
sóknin að fundinum, málflutn-
ingur annarra en ráðherra og
undirtektir fundargesta bar
því vitni að allt tal um róttækar
breytingar á LÍN mætir mjög
harðri mótspyrnu.
Það voru SHÍ, BÍSN, SfNE
og Iðnemasamband fslands
sem boðuðu til fundarins.
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra hóf mál sitt með
því að taka fram að hann væri
ekki alveg heill heilsu. „En
flensan í mér batnar öfugt við
þá pest sem hefur herjað á ís-
lenskt efnahagslíf á lýðveldis-
tímanum og er nú orðin ærið
langvinn,“ sagði hann. Síðan
rakti ráðherra í stuttu máli
hvaða ástæður lágu að baki að-
gerðum hans varðandi LÍN og
ítrekaði þar atriði sem hafa
áður komið fram í fjölmiðlum
um þessi mál. Af því leiðir að
Sverrir hefur ekki enn gert op-
inberar tillögur svokallaðrar
endurskoðunarnefndar um
Lánasjóðinn.
Steingrímur J. Sigfússon
mælti á fundinum fyrir hönd
Alþýðubandalagsins, Haraldur
Ólafsson fyrir hönd Framsókn-
arflokksins, Kristín Halldórs-
dóttir fyrir hönd Kvennlistans,
Davíð Þorbjarnarson fyrir
hönd Alþýðuflokksins, og
Guðmundur Einarsson fyrir
hönd Bandalags jafnaðar-
manna. Allir létu síðasttaldir
fulltrúar í ljós efasemdir um
breytingar á núgildandi lögum
um LÍN. Guðmundur Einars-
son tók svo til orða í lok ræðu
sinnar að „það væri ekki nokk-
ur kennari á lífi í Háskóla ís-
lands í dag ef meintar reglur
Sverris um námslán hefðu gilt
hér á árum áður“.
Að loknu ræðuhaldi svöruðu
gestir fundarins skriflegum
spurningum áheyrenda.
-SS
Árnessýsla:
Lögreglan sér
áfram um
sjúkraflutninga
Dómsmálaráðuneytið
hefur breytt ákvörðun sinni,
um að sjúkraflutningar í
Árnessýslu, verði teknir
undan lögregluembættinu.
Fyrri ákvörðun átti að taka
gildi þann 1. júní næstkom-
andi, og var búist við því að
Sjúkrahús Suðurlands
myndi taka við flutningun-
um. Þessi ákvörðun styðst
við lagaákvæði frá 1976,
þar sem ákveðið var að lög-
regla um land allt skyldi
láta af sjúkraflutningum.
Árnessýsla er nú eina sýsl-
an á landinu þar sem
sjúkraflutningar heyra
undir lögreglu.
Jón Helgason dóms-
málaráðherra sagði í sam-
tali við Tímann í gær að
engin endanleg ákvörðun
hefði verið tekin í málinu,
en svo mikið væri þó víst að
sjúkraflutningurinn yrði
á hendi lögreglunnar
eitthvað áfram.
Óbreyttur lögregluþjónn
sem Tíminn ræddi við á
Selfossi í gær sagði það
engan veginn þjóðhagslega
hagkvæmt að færa sjúkra-
flutningana yfir á sjúkra-
húsið, þar sem þá þyrfti að
byggja upp nýja aðstöðu frá
grunni.
-ES
Hðskólabíó var fullt út úr dyrum á baráttufundi námsmanna vegna Lánasjóðs íslenskra námsmanna í gær. Menntamálaráðherra og fulltrúar þingflokka voru viðstaddir.
Mynd-Sverrir.
Samningar:
Ágrein-
ingur um
kaupmátt
Á samningafundi ASÍ, VSÍ
og VMS í gær var rætt um
vinnubrögð og þá stöðu sem
upp er komin eftir að ríkis-
stjórnin svaraði bréfi samn-
ingsaðila.
Ljóst er að bjartsýnistónninn
sem var í flestum samninga-
mönnum eftir fundinn með
Steingrími Hermannssyni og
Þorsteini Pálssyni í fyrradag,
var heldur tekinn að dofna,
enda línur farnar að skýrast aft-
ur varðandi ágreining um
kaupmáttaraukningu og kaup-
tryggingar. í þeim efnum hefur
ekkert þokast það sem af er, og
ber mikið á milli deiluaðila.
Á fundinum í gær var ákveð-
ið að skoða nánar ýmis efnis-
atriði í efnahagsmálanefnd í
dag og um helgina, og jafn-
framt var ákveðið að vinna í
hinum undirnefndunum tveim,
lífeyrismálanefnd og húsnæðis-
málanefnd. Samningafundur
hefur verið boðaður á mánu-
dag og vonast menn þá eftir að
línurnar verði farnar að skýrast
enn frekar.
-BG
Hótel í Reykjavík:
Fullbókuð
Öll stærstu hótelin í Reykja-
vtk eru fullbókuð um helgina
og eru gestirnir aðallega utan af
landi, fólk sem keypt hefur
helgarpakka með Flugleiðum,
þar sem innifalið er hótelgist-
ing, flug fram og til baka og
skemmtun á laugardagskvöldi.
Þessir helgarpakkar eru til-
tölulega ódýrir, t.d. kostar
svona pakki frá Vestmannaeyj-
um 2800 krónur meðan að-
gangur að skemmtun á Hótel
Sögu eða Broadway kostar
einn og sér 12-1600 krónur.
Hótelstjórar voru þó sam-
mála um að hagur væri af þess-
um helgarferðum fyrir hótelin
því þarna væri verið að nýta
herbergi sem annars stæðu
auð. Sömu sögu væri að segja
með flugfarið. í mörgum tilfell-
um væri verið að nýta auð sæti.
Ellefu ára drengur á Hlemmi:
BEfT ISPRENGJU
Ellefu ára drengur
slapp með skrekkinn í
gærdag, þegar hann beit í
heimatilbúna sprengju,
sem sprakk í munni hans.
Drengurinn varstaddur á
Hlemmi, og var þar með
heimatilbúna sprengju,
gerða úr hvellhettu og ein-
angrunarbandi. í ein-
hverju fikti stakk drengur-
inn sprengjunni upp í sig
og beit í. Sprengjan
sprakk með það sama.
Lögregla kom á staðinn og
var drengurinn fluttur á
slysadeild Borgarspítal-
ans. Þar kom í ljós að
, hann var svo til ómeiddur.
Læknir á slysadeild sem
Tíminn ræddi við sagði að
hann hefði sloppið með
skrekkinn, og taldi ástæð-
una vera þá að sprengjan
sprakk út. „Við fáum allt-
af öðru hvoru tilfelli af
þessu taginu. í þessu
ákveðna tilfelli hefði get-
að hlotist af stórskaði“
sagði læknirinn.
Þessa dagana virðist
það vera tískufyrirbrigði
að búa til sprengjur og
hefur Breiðholtið orðið
einna verst úti. Þá hefur
verið talsvert um það að
böm og unglingar hafi hellt
eldfimum vökvum í dyra-
síma og póstkassa og
kveikt í. -ES