Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7
Föstudagur 7. febrúar 1986
Illllllllllllllllllllllllll VETTVANGUR IIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIllIlllllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi: 1 hluti
Kosningaplagg íhaldsins
Fjárhagsáætlun Reykjavikurborg-
ar fyrir árið 1986 var afgreidd á fundi
borgarstjórnar 16. janúar sl. Margt í
þeirri fjárhagsáætlun bendir til þess
að þau góðæri sem gengu yfir borgar-
sjóð 1984 og framan af ári 1985, séu
að baki. Góðærið stafaði af sílækk-
andi verðbólgu og launum starfs-
manna var haldið niðri á sama tíma
og Davíð Oddsson var krýndur
skattkóngur ársins 1984.
Skv. fjárhagsáætlun síðasta árs
átti lántaka að vera hófleg. „Nú hef-
ur komið í Ijós, eftir að verðbólgan
fór að vaxa að nýju á sl. ári, að borg-
arstjóri og meirihlutinn hafa ekki
gætt sín og misst tökin á fjármálun-
um. Þannig óx skuld borgarsjóðs við
Landsbankann um 150milljóniráár-
inu 1985, úr 18 í 167 milljónir króna.
Þá skuldaði borgarsjóður 13 stofn-
unum, sjóðum og fyrirtækjum á veg-
um borgarinnar samtals um 250
milljónir króna um síðustu áramót.
Ef ekki hefði verið gripið til þess ráðs
að sölsa undir sig allt laust fjármagn
framangreindra aðila er vandséð
hvernig borgarsjóður hefði getað
staðið við þær greiðslur sem hann
þurfti að ynna af hendi fyrir áramót-
in,“ segir í sameiginlegri bókun
Framsóknarflokks, Alþýðubanda-
lags og Alþýðuflokks við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar 1986.
Þrátt fyrir þessa skuldasöfnun víl-
ar Morgunblaðið ekki fyrir sér að
bregða upp glansmynd, með dyggi-
legri aðstoð borgarstjóra og slær upp
fyrirsögn í Mbl. 7. jan: „Staða borg-
arsjóðs góð um áramót" - betri en
oftast áður segir síðan í texta.
í lokakafla ræðu sinnar við fram-
lagningu fjárhagsáætlunar í desemb-
er talaði borgarstjóri fagurlega um
afrek núverandi meirihluta á kostn-
að allra fyrirrennara sinna í embætt-
inu.
Þessi fjárhagsáætlun ber þess
vissulega glögg merki að framundan
eru sveitarstjórnarkosningar. Eða
eins og segir í áðurnefndri bókun
minnihlutans: „Hún er kosninga-
plagg í þess orðs fyllstu merkingu.
Tekjurnar eru að vísu miklar en
eyðslan er einnig í hámarki. Aukin
skuldasöfnun á árinu 1986 er því
óumflýjanleg. Slíkt nefur að vísu
áður skeð á kosningaári .Stærri verður
hún hins vegar í sniðum nú en
nokkru sinni."
Mér þykir rétt að gera lesendum
Tímans grein fyrir flestum þeim
breytingatillögum sem borgarfulltrú-
ar Framsóknarflokksins fluttu við af-
greiðslu þessarar fjárhagsáætlunar,
og ræði fyrst fræðslumálin.
Forsvarsmenn
Vesturbæjarskóla hunsaðir
Við höfum ítrekað flutt tillögu
um aukið fé til byggingar nýs Vestur-
bæjarskóla. Skv. áætlun síðasta árs
átti að verja 8 milljónum króna í
byrjunarframkvæmdir, þrátt fyrir
loforð borgarstjóra að Vesturbæjar-
skólinn skyldi byggjast samhliða
Foldaskóla í Grafarvogi, en fyrsta
áfanga hans er nú lokið og hófst
kennsla þar sl. haust. Þrátt fyrir lof-
orðin lágu 6 milljónir óhreyfðar í
borgarsjóði um síðustu áramót. Því
lögðum við fram tillögu þess efnis að
varið yrði 24 milljónum kr. til Vest-
urbæjarskóla. Sú upphæð er í sam-
ræmi við fyrirhugaða áætlun sem
gerð var fyrir ári. Ennfremur yrði
komið á samvinnu milli hönnunar-
nefndar og forsvarsmanna skólans.
Eins og nú háttar er Vesturbæjar-
skólinn starfræktur á tveimur stöð-
um í borginni, útibú í Miðbæjarskóla
annað árið í röð. Sú tilhögun var
hugsuð sem algjör bráðabirgðaráð-
stöfun á meðan á byggingu nýs skóla
stæði, en hún hefur vissulega ýmis
óþægindi í för með sér bæði fyrir
nemendur og starfslið skólans. Má
nefna að engin stjórnunaraðstaða er
í Miðbæjarskólanum og eingöngu
hægt að ræða við nemendur í lesveri.
Þá hafa kennarar enga vinnuað-
stöðu, sem er kannski ekki í frásögur
færandi. Enginn samkomusalur er í
gamla Vesturbæjarskólanum sem er
einstætt í skólum borgarinnar. Enn-
fremur má nefna að hjúkrunar-
fræðingur hefur aðstöðu á bókasafni
í Miðbæjarskólanum og aðgang að
skolpvaski á gangi. Þetta er ekki fög-
ur lýsing, en sönn.
Tillaga meirihlutans um byggingu
skóla á Granda og Selási kom á
óvart, en áætlað er að 1. áfangi Selás-
skóla verði tilbúinn í haust og skól-
inn taki til starfa. Þessi hugmynd er
ný af nálinni, en hún kom frá nefnd
sem skipuð var af fræðsluráði í sept-
ember sl. til að endurskoða forsend-
ur hönnunar Vesturbæjarskóla og
undirbúa hönnun skóla á Eiðsgranda
og í S-Selási. Tilefni þess að nefndin
var sett á laggirnar var að Foreldra-
og kennarafélag Vesturbæjarskóla
fór fram á að skipuð yrði bygginga-
nefnd sem fylgdi eftir byggingafram-
kvæmdum skv. þeim teikningum
sem lágu fyrir um Vesturbæjarskól-
ann og búið var að samþykkja í
fræðsluráði.
Ætla má að samvinna milli hönn-
unarnefndar og forsvarsmanna skól-
ans geti flýtt framgangi málsins. Þótt
hönnunarnefndin hafi komið með
forsögn og teikningu að tveimur nýj-
um skólum þá hafa forsvarsmenn
Vesturbæjarskóla aldrei verið kall-
aðir á fund nefndarinnar sem eru
vítaverð vinnubrögð. Ég vil vitna í
bréf dagsett 16. des. sl. til borgarfull-
trúa: „Foreldra- og kennárafélag
Vesturbæjarskóla vill lýsa yfir
áhyggjum sínum með þá þróun, sem
þetta mál virðist vera að taka, og
væntir þess að hæstvirt borgarstjórn
taki mál þetta til ýtarlegrar athugun-
ar og beiti sér fyrir því að áætluð fjár-
veiting til nýbyggingar Vesturbæjar-
skóla verði endurskoðuð þannig að
unnt verði að hefja byggingafram-
kvæmdir við nýjan Vesturbæjar-
skóla við Framnesveg strax á næsta
ári, og framkvæmdum hraðað þann-
ig að skólastarf geti hafist í nýjum
skóla eigi síðar en haustið 1987.“
Tillögu þessari var vísað frá.
Valdagírug
skólaskrifstofa
Við lögðum til að aufeavinna yrði
lækkuð um helming, að í stað 1.4
milljóna kr. kæmi 700 þúsund kr. Á
skólaskrifstofunni vinna sjö manns.
Eins og menn muna voru gerðar um-
deildar skipulagsbreytingar á yfir-
stjórn fræðslumála í Reykjavík sem
fólu í sér skiptingu á gömlu fræðslu-
skrifstofunni í fræðsluskrifstofu
Reykjavíkurumdæmis og skólaskrif-
stofu Reykjavíkur.
Greinin er að
mestu um
breytingatillög-
ur Framsóknar-
flokksins við
afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar
1986
Meginrökin fyrir þessari breytingu
voru að sögn meirihlutans sparnaður
í rekstri. Það kom því áóvart aðfjár-
hagsáætlun skólaskrifstofunnar
hækkaði óeðlilega mikið eftir breyt-
ingunaásl. árium62% ogíárergert
ráð fyrir 52% hækkun. Því virðast
sparnaðarhugmyndirnar hafa rokið
út í vindinn eins og laufblað á hausti.
Nýskipun fræðslumála var aðeins
yfirvarp, eins og borgarfulltrúar
minnihlutans héldu fram, til að losa
sig við eða einangra fræðslustjóra
sem var íhaldinu ekki þóknanlegur
af pólitískum ástæðum. Skólaskrif-
stofan hefur smám saman verið að
sölsa undir sig flest verkefni fræðslu-
skrifstofunnar, þótt fræðslustjóri sé
samkvæmt lögum framkvæmdastjóri
fræðsluráðs. Jafnvel boð á fundi
fræðsluráðs eru merkt umslögum
skólaskrifstofu. Skipaður fræðslu-
stjóri hefur nú fengið ársleyfi frá
störfum, og segir það sína sögu.
Ágæti
Námsflokka Reykjavíkur
Við endurfluttum tillögu þess efn-
is að ráðinn yrði yfirkennari við
Námsflokkana, en stofnunin gerði
jafnframt tillögu um það. Náms-
flokkarnir eru núna reknir á sjö stöð-
um víðsvegar um borgina, nemend-
ur skólans voru um 1640 á haustönn
og kennarar 64. - Það hlýtur að vera
mikið vandaverk að halda öllum
þráðum svo mikillar og dreifðrar
starfsemi á einni hendi. Forstöðu-
maðurinn hefur aðeins einn skrif-
stofumann sér til aðstoðar svo og
starfsmenn á tímakaupi. Það er
löngu tímabært og í raun óskiljanlegt
að stofnunin skuli ekki hafa fengið
yfirkennara því hér er um algjört
réttlætismál að ræða, svo mikið er
víst.
í vetur hefur verið mjög þrengt að
Námsflokkunum í Miðbæjarskólan-
um vegna tilkomu Tjarnarskóla, svo
mjög að til vandræða er.
Námsflokkar Reykjavíkur hafa
löngu sannað ágæti sitt. Þótt aðrir
skólar hafi risið sem veiti fullorðins-
fræðslu hefur ekki dregið úr aðsókn
að Námsflokkunum. Hannerannars
eðlis. Hann veitir fjölbreytilega
þjónustu og mikla, nt.a. þeint nem-
endum sem hafa dottið út úr skóla-
kerfinu af ýmsum ástæðum. Það er
því mikil félagsleg nauðsyn að
Námsflokkar Reykjavíkur fái að
blómstra. Tillagan var felld.
Borgarstjórnarfundur
unglinga
Við fluttum ályktunartillögu um
að skipuð yrði nefnd til að endur-
skipuleggja unglingavinnuna. Mark-
miðið væri að gera vinnuna fjöl-
breyttari, eftirsóknarverðari og rofin
yrðu hefðbundin kynskipting innan
hennar. Tillaga þessi er samhljóða
tillögu sem flutt var á borgarstjórn-
arfundi unglinga 24. okt. sl.
Vinnuskóli Reykjavíkur varfyrsta
mál á dagskrá athyglisverðs borgar-
stjórnarfundar unglinga. Vinnuskól-
inn hefur vissulega gegnt mikilvægu
hlutverki þar sem hann hefur m.a.
bætt úr atvinnuleysi rnargra ungl-
inga. En unglingarnir sjálfir telja að
vinnan sé of einhæf, hún sé kynbund-
'in, kaupið of lágt og verkstjórn oft
ófullnægjandi.
Af 20 unglingum sem rætt var við
var aðeins einn ánægður með vinn-
una, en þó aðeins að hluta til. Ræðu-
maður spurði: „Hvenær heyrir mað-
ur t.d. ungling hreykja sér af því að
hafa verið í unglingavinnunni?“ Og
svaraði: „Aldrei". Unglingarnirtelja
að í sumum tilvikum geti akkorðs-
vinna aukið afköstin og áhuga ungl-
inganna á vinnunni. Ennfremur kom
fram nauðsyn þess að kenna mörg
störf í stað þess að segja unglingun-
um að gera þetta og gera hitt. Af
þessu má ljóst vera að nauðsynlegt er
að þjálfa verkstjórana betur.
Annar ræðumaður kom inná það
að unglingarnir gætu lagt reiðbrautir
í borginni og aukið með því umferð-
armenningu sem ekki er vanþörf á.
Samþykkt var að vísa þessari tillög
til stjórnar Vinnuskólans.