Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Föstudagur 7. febrúar 1986 ÚTLÖND Atak gegn eyðingu París-Reuter Francois Mitterrand forseti Frakklands og Hclmut Kohl kanslari V-Þýskalands fóru fram á í gær að þau ríki Afríku, sem eiga í erfiðleik- um vegna síaukins uppblásturs lands, tái aukna fjárhagsaðstoð. Mitterrand og Kohl héldu báðir ræður á fundi alþjóða skógarráðsins og sögðu þar að meiri háttar vísinda- og efnahagslegt átak væri nauðsyn- legt ef snúa ætti við eyðingu skóga í Afríku. Kohl sagði á fundinum, sem sóttur var af tíu leiðtogum í Evrópu og Afríku sem og ráðherrum frá fimnt- tíu löndum, að eyðing skóga og breyting gróðurlands í eyðimörk væri „ógnun við líf fólks í Afríku". Leiðtogarnir báðir lofuðu auknu fjármagni í aðgerðir gegn þessari þró- un á næstu árum. Skógar heimsbyggðarinnar ntinnka um eina ellefu milljón hekt- ara á ári hverju sem er svipað og allt skógasvæði í Frakklandi. Munu „Cory“ Aquino og varaforsetaefnið Laurel sigra í forsetakosningunum á Filippseyjum sem fram fara í dag eða mun Marcos (innfellda myndin ) halda velli? Marcos eða Aquino? Kosið til forseta á Filippseyjum í dag Nýja Jórvík: Heiðarieiki vandfundinn Kosið verður til forseta á Filipps- eyjum í dag og má búast við miklum sviptingum í þjóðlífi þar í landi hvort sem Marcos forseti verður endur- kjörinn ellegar Corazon „Cory“ Aq- uino nái kjöri. Stjórnvöld á Filippseyjum breyttu um stefnu í gær þegar þau tilkynntu að bandarískum eftirlitsmönnum væri nú frjálst að fylgjast með gangi mála á kosningastöðum landsins. Hin tuttugu manna eftirlitsnefnd undir stjórn þingmannsins Richard Lugar er hins vegar ekki líkleg til afreka í baráttunni gegn hugsanlegu svindli í kosningunum, þar sem tæp- lega níutíu þúsund kosningastaðir eru á við og dreif um landið. Dagblað í Manila birti frétt í vik- unni þar sem sagt var að fimmtíu menn væru að störfum fyrir stjórn Marcosarog hefðust við í kjallara há- skólans þar í borg. Ynnu þeir dag og nótt við að falsa kosningarseðla. Hafði dagblaðið þetta eftir heimild- um innan leyniþjónustu hersins. Að minnsta kosti 51 maður hefur látið lífið í ofbeldisaðgerðum sem tengjast kosningarbaráttunni. Á eynni Mindanao í suðurhluta landsins, þar sem kommúnistar hafa barist af alefli gegn stjórn Marcosar allt frá því hún komst til valda, hefur fólk flúið heimili sín af ótta við enn frekari ofbeldisaðgerðir eftir að kosningunum lýkur. Marcos hefur verið iðinn við að bendla Aquino við kommúnista en hún neitaröllu slíku. Yfirmenn hers- ins hafa ekki tekið beint undir með yfirlýsingum Marcosar þó er óvíst hvort herinn muni styðja Aquino sigri hún i kosningununt. Sin kardin- áli, yfirmaðurkaþólsku kirkjunnará Filippseyjum, hefur hins vegar beint og óbeint lýst yfir stuðningi Guðs við Aquino og gæti það atkvæði vegið þungt á vogarskálunum. (Byggt á Reuter og The Ohscrver) Nýja Jórvík-Reuter Maðurinn sem stjórnaði aðgerð- um gegn útbreiddri spillingu í Nýju Jórvík hefur sagt af sér eftir að hafa sjálfur orðið að mæta fyrir rannsókn- arnefnd vegna meintra mistaka í starfi. Edward Koch borgarstjóri var reiður og vandræðalegur þegar hann tilkynnti fréttamönnum um uppsögn Patricks McGinley en hann hefur ný- lega verið ákærður um að hafa falsað lífeyrisumsókn fyrir einn starfs- ntanna sinna. McGinley, fyrrum dómari í af- brotamálum og aðstoðarmálafærslu- maður í Manhattan, sagði í viðtali við fréttamenn að hann væri saklaus af þessari ákæru: „Ég þekki reglurn- ar betur en llestir aðrir og myndi aldrei brjóta þær“, sagði McGinley. McGinley er annar forstöðumað- ur stjórnardcildar innan borgarinnar sem segir upp á skömmum tíma. Áður hafði Ánthony Ameruso, for- stöðumaður umferðardeildarinnar þurft að hætta störfum vegna hneykslismáls innan hennar. Þar hafa þegar nokkrir starfsmenn verið reknir og málið tekið til ýtarlegrar rannsóknar. Það var einmitt McGinley sem stjórnaði þcirri rannsókn. Kínverjum stendur Afmælisspáin a||s ekki á sama alveg afleit - um lækkun olíuverðs - Bjóðast til að auka ekki framleiðslu sína Lundúnir-Reutcr Breskir veðurfræðingar héldu upp á 125 ára afmæli veðurspáa þar í landi í gær með því að spá verstu veðrum sem komið hafa yfir landið í vetur. Búist er við áframhaldandi snjó- stormum sem hafa reyndar þegar valdið miklum umferðartruflunum og lokað einum stærsta flugvelli landsins. Talsmaður bíleigendasambandsins sagði vegi lokaða allt frá Skotlandi niður til Sussex. Miklarumferðari- truflanir voru á Ml, aðalþjóðvegi þeirra Englendinga, en hann tengir saman Norður-England og Lundúni. Að sögn eins björgunarmannsins mynduðust þar allt upp í 40 kíló- metra langar bílalestir. Mesti snjórinn féll í Austur-Skot- landi, Norður-Englandi og vestur af Lundúnum, allt upp í 15 sentimetra snjólag að sögn veðurfræðinga. Gatwick, annar aðalflugvöllur Lundúnaborgar, lokaðist í fjórar klukkustundir í gær en lestarferðir hafa hingað til gengið að mestu án trafala. Veðurfræðingar spá áframhaldi á óveðrinu. Fyrsta opinbera veðurspá- in í Bretlandi var birt árið 1861 og var þá reyndar einnig varað við mikl- um stormum. UTLOND Umsjón: Heimir Bergsson Pekíng-Reuter Stjórnvöld í Kína hafa lýst stuðn- ingi sínum við allar tilraunir OPEC ríkja til að hækka aftur olíuverð og hafa boðist til að hafa framleiðslu- magn sitt á þessu ári það sama og í fyrra. Hin opinbera fréttastofa Nýja Kína hafði eftir Zheng Dunxun, for- seta fyrirtækis þess sem sér um út- flutning og innflutning á efnaiðnað- arvörum, að þetta boð kínverskra stjórnvalda væri sett fram í því skyni að koma á uppbyggjandi viðræðum milli OPEC ríkjanna og þeirra olíu- útflutningsríkja sem eru utan við OPEC. Kínverjar eru ekki aðilar að OPEC en olíuútllutningur er nú orð- inn þeirrastærstagjaldeyristekjulind og hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Kínverjar fluttu út 21,35 mill- jón tonn af olíu á fyrstu níu mánuð- um síðasta árs en árið áður nam út- flutningurinn á fyrstu níu mánuðun- um 15,4 milljónum tonna. Olíuverð fellur nú stöðugt og fór niður um eina tvo dollara á mörkuð- um í vikunni eftir að fréttist að OPEC ríkin hygðust ekki minnka daglega framleiðslu sína. Vestrænir stjórnarerindrekar segja kínversk stjórnvöld hafa mik- inn áhuga á, að hjálpa til við að náol- íuverði upp á nýjan leik, sérstaklega þar sem viðskiptahalli Kínverja var meiri í fyrra en nokkru sinni áður eða 7,6 milljarðar dollara. Olíuverð lækkar stöðugt og sumir spá að það fari jafnvcl niður í tíu dollara á tunnu áður en langt um líður. o 0RL0FSHUS A SPANI r m m FYRIRTÆKI - STARFSMANNAFELOG Við komum til ykkar og kynnum þennan nýja möguleika. - Upplýsingar á skrifstofunni að Laugavegi 28,2. hæð. - Umboðsskrifstofan - Suomi Sun Spain - Sími 622675.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.