Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 7. febrúar 1986
BÓKMENNTIR
lllll'
llllllllllllll'
IIIIIIIIP1
llllllllllliiiEill
Hörkuvel skrifuð bók
Guðlaugur Arason:
Sóla, Sóla - skáldsaga,
Mál og mennlng, 1985.
Hjálmar Hjálmarsson er ósköp
venjulegur ungur íslendingur nú á
dögum, sem á eins og fleiri í erfið-
leikum með að fóta sig í flóknu og sí-
breytilegu þjóðfélagi samtímans.
Þar að auki mætir hann andstreymi í
einkalífinu. Kona hans er svo upp-
full af jafnréttisbaráttu kvenna að
það kemur í veg fyrir að hún geti að-
lagað sig karlmanni í sambúð og
hjónabandi.
Það er dálítið einkennileg tilviljun
að Sóla, Sóla er ein af þremur meiri
háttar skáldsögum frá því núna fyrir
jólin þar sem sá frásagnarháttur er
hafður á að láta tveim sögúm fara
fram jafnframt. Hinar eru Beygur
Hafliða Vilhelmssonar og Sagan öll
eftir Pétur Gunnarsson.
í Sólu, Sólu rekur Hjálmar Hjálm-
arsson annars vegar sögu sína,
Ásdísar konu sinnar og ófædds barns
þeirra. Það fæðist í bókarlok, og er
þar komin Sólrún sú sem er önnur
Sólan í heiti sögunnar. Hins vegar
segir Hjálmar þar sögu merkilegrar
gamallar konu sem hann hefur upp-
götvað á elliheimili á Akureyri. Hún
heitir Sólrún og er hin Sólan í bókar-
heitinu. Þetta er stórmerk kona, ætt-
uð af Ströndum og gott ef ekki
göldrótt. Sögu hennar rekur hann
allt frá forfeðrum hennar á seytjándu
öld og þar til hún og maður hennar
flýja með ævintýralegum hætti úr
sveitfesti á Ströndum til Siglufjarðar
fyrr á þessari öld.
Mér sýnist augljóst hvað vaki fyrir
höfundi með því að flétta þessar tvær
sögur svona saman. Meginþema
bókarinnar er í raun þjóðfélag okkar
í dagogþeirerfiðleikarsem Hjálmar
aðalpersóna á í með að finna sér fót-
festu innan þess. Um þetta fjallar
höfundur þó ekki beint, heldur
óbeint, í gegnum frásögn Hjálmars.
Að þessu fer hann þannig að hann
stillir Hjálmari upp sem aðalpersónu
andspænis þremur konum. Þar á
milli skapast andstæður og togstreita
í sögunni.
Fyrsta konan er Sólrún á elliheim-
ilinu. Hún er tákn seiglunnar og
hörkunnar í íslensku þjóðinni, sem
hefur gert henni mögulegt að lifa af
ellefu hundruð ára miskunnarlausa
baráltu við ísogeld í harðbýlu landi.
Önnur konan er Ásdís, sambýlis-
kona Hjálmars og dæmigerð nútíma-
kona. Hún hefur mótast af hug-
myndum nútímans um jafnrétti
kynjanna og frelsi kvenna. Vera m?
að afstaða hennar mótist að ein-
hverju leyti af of miklu dekri í æsku,
en þó er ljóst að kynjajafnréttið er
henni -svo mikið stórmál að það
stendur beinlínis í vegi fyrir því að
hún geti fest rætur í langvarandi
hjónabandi, líkt og formæður henn-
ar gerðu um aldir.
Þriðja konan er svo Sólrún litla
Hjálmarsdóttir sem faðir hennar
notar sem viðmælanda í bók sinni.
Við hana ræðir hann hugsanir sínar
og vandamál, en þó er alis óvíst að sá
einn sé tilgangurinn með tilvist henn-
ar í sögunni að koma því efni á fram-
færi. í því, sem Hjálmar lætur þarna
frá sér fara til barnsins ófædda, kem-
ur fram einlæg föðurást hans, sem
sömuleiðis er meginatriði hér.
Það sem með öðrum orðum er ver-
ið að fjalla um er sá aðalögunarvandi
nútímakarlmanns sem rís af því að
jafnréttisbaráttan hindrar hann í að
njóta samvista við börn sín, og
heimilislífs að hefðbundnum hætti. 1
rauninni er svo að sjá að Hjálmar
sakni Sólu litlu mun meira en Ásdís-
ar, þegar hin síðar nefnda hefur
hlaupið frá honum í bókarlok.
Með því að tefla karlmanninum og
þessum þremur konum fram sem
andstæðum nær höfundur ótvíræð-
um árangri í því að skerpa myndirn-
ar í frásögn sinni. Hann spyr þar í
rauninni spuminga um framtíð hjóna-
bandsins, og svörin, sem sagan gef-
ur lesanda, eru ýmis. Meðal annars
er svo að sjá að Ásdís og hennar lík-
ur séu gefnar upp á bátinn sem von-
lausar. Aftur má sjá töluverðan boð-
skap í Sólu gömlu. Konur eins og
hún sýna það svart á hvítu að í kyn-
stofninum býr harka og seigla. Þess
vegna má vænta þess að kreppa
hjónabandsins í kjölfar jafnréttis-
baráttunnar gangi yfir. Sóla eldri er
þannig tákn um hörku íslenska kyn-
stofnsins, sem vænta má að bíti
þetta áhlaup af sér með tímanum.
Sóla yngri er einnig tákn í bókinni,
en fyrir framtíðina. Væntumþykju
þá, sem Hjálmar hefði að öllu
óbreyttu sýnt konu sinni, yfirfærir
hann á ófædda dótturina, í trausti
þess að hjónabandsörlög hennar
verði önnur þegar þar að kemur.
Niðurstaða bókarinnar er sem sagt
von um að þetta gangi yfir og konur
framtíðarinnar hverfi aftur að forn-
um háttum í. sambúðarmálum. í
rauninni má því líta á bókina sem
harmsögu, en með von um bjartari
tíma framundan í lokin.
Það er í sjálfu sér ekki nýtt að
þjóðfélagsstaða kvenna sé tekin fyrir
í skáldsögu. Það hefur Guðlaugur til
dæmis sjálfur gert áður í Eldhúsmell-
um. Það er heldur ekki nýtt að fjall-
að sé um varnarleysi karlmanns á
móti uppreisn nútímakonu gegn
hefðbundnu hjónabandi. Það hefur
Guðbcrgur Bergsson gert í Hjartað
býr enn í helli sínum.
En hitt er nýtt að staða hjóna-
bandsins sé tengd inn í innlent sögu-
legt samhengi og málið túlkað í ljósi
þess harðræðis sem íslenskir öreigar
hafa mátt búa við um aldir. Slík
þjóðernisrómantík er heldur fátíð nú
um stundir, og raunar er hún frekar
einkenní nítjándu aldar en þeirrar
tuttugustu í bókmenntasögu okkar.
En Guðlaugur Arason fer svo vel
með þetta að allar hugsanlegar ásak-
anir um að bókin sé gamaldags hljóta
að koðna niður. Þetta er hörkuvel
skrifuð bók, og eitt megineinkenni
hennar er hvað hún er öll hlýleg,
mannleg og raunar uppfull af mann-
skilningi og mannelsku. Þetta er
miklu betri bók en svo að hún eigi
skilið að gleymast að jólabókaflóð-
inu afstöðnu. Mál og menning hefur
haft þann háttinn á að gefa hana út í
bókaflokknum Uglur. Þær bækur
eru verðlagðar þannig að venjulegt
launafólk nú um stundir á að geta
ráðið við að kaupa þær, hvað sem
líður efnahagskreppunni í þjóðfé-
laginu. Sóla, Sóla er þeirrar gerðar
að með góðri samvisku er hægt að
mæla með því að menn verði sér úti
um hana til að lesa hana sjálfir. Það
er glettilega margt í hana að sækja.
Eysteinn Sigurðsson
ARNAÐ HEILLA
Magdalena Thoroddsen, sextug
í dag á Magdalena Thoroddsen
sextíu ára afmæli. Ég kynntist henni
fyrst veturinn 1948-’49, en þá unnum
við ásamt Þráni Valdimarssyni hjá
Framsóknarflokknum. Skrifstofur
flokksins voru í Edduhúsinu við
Lindargötu og þar var einnig Tíminn
með blaðamenn sína og annað
starfsfólk. Þarna var raunar ekki
fjölmennt á borð við það sem nú ger-
ist hjá flokkum og blöðum, en þetta
var skemmtilegt dugnaðarfólk á
besta aldri. Magdalena var yngst, en
hún naut strax velvildar samverka-
manna sinna og annarra, sem kynnt-
ust henni.
Hrífandi lífsgleði og fjölþættir
hæfileikar eru henni meðfæddir og
glæsileg kona hefur hún verið frá því
ég sá hana fyrst og fram á þennan
dag.
Snemma á sjötta áratugnum var
Magdalena í nokkur ár við nám í
Stokkhólmi, en gerðist síðan blaða-
maður, fyrst hjá Tímanum, en síðar
hjá Morgunblaðinu.
í ársbyrjun 1958 giftist hún Þor-
varði K. Þorsteinssyni hrl., fulltrúa í
atvinnumálaráðuneytinu og lét hún
þá af störfum við Morgunblaðið, en
var í nokkur ár ritstjóri kvennablaðs-
ins Frúin.
Heimili þeirra var á Miklubraut 74
og þar býr hún enn.
Þau hjón eignuðust tvær dætur:
Ólínu, sem nú er á magisterstigi í ís-
lenskum fræðum, og Halldóru stud.
theol.
Við urðum nágrannar haustið
1961 þegar ég settist að á Miklubraut
60. Þá gafst tækifæri til að efla vin-
áttubönd liðinna ára. Sérstaklega vil
ég geta þess hve miklar vinkonur þær
voru Helga kona mín og Magdalena.
Eins og kunnugt er var Þorvarður
um margra ára skeið bæjarfógeti á
ísafirði og sýslumaður í ísafjarðar-
sýslum, en oft heimsóttu þau hjón
okkur Helgu á því tímabili, þegar
þau áttu erindi til Reykjavíkur.
Svo kom að því að Þorvarður lét af
embætti sínu þar vestra sökum van-
heilsu og settist að á sínu gamla
heimili við Miklubrautina. Þá var
ekki lengur vík á milli vina. Því mið-
ur naut hann ekki langrar hvíldar eft- ,
ir að embættisstörfum hans lauk.
Hann var bráðkvaddur í ágúst 1983.
Það var hörð raun fyrir Magdal-
enu og dætur þeirra. En þrek hennar
bilaði ekki og ennþá er sama
myndarheimilið á Miklubraut 74
eins og áður var.
Ég á Magdalenu margt að þakka
frá liðnum árum en mest og best vil
ég þakka henni þá samúð og vinar-
hug sem hún sýndi mér í sambandi
við veikindi og andlát Helgu konu
minnar.
Innilegar afmæliskveðjur og árn-
aðaróskir frá mér og mínu fólki.
Guðm. Tryggvason.
Haraldur Ásgeirsson,
prentari
Það er erfitt að kveðja góðan vin
hinstu kveðju. Sérstaklega svo lífs-
glaðan mann og fullan athafnasemi
sem Haraldur Ásgeirsson var.
Hugurinn reikar ósjálfrátt aftur
um mörg ár, er við Halli sátum
kvöldstund á Akureyri og ræddum
landsins gagn og nauðsynjar ásamt
tveimur félögum hans í flugáhugan-
um, þeim Jóni Heiðberg Andrasyni
og Lúðvík Karlssyni. Nú eru þeir all-
ir þrír horfnir og allir hafa þeir látist í
flugslysum.
Þau eru mörg árin síðan við Halli
Ásgeirs hittumst í fyrsta skipti. Hann
var þá í foreldrahúsum á efri hæðinni
að Sigurhæðum og bauð mér að gista
í stofunni. Ég var í einhverjum er-
indagjörðum fyrir Iðnnemasamband
íslands og Halli var formaður Iðn-
nemafélags Akureyrar. Ekki spillti
það fyrir að báðir vorum við að læra
prentverk, þannig að sameiginleg
áhugamál vbru næg.
Þessir dagar og nætur að Sigur-
hæðum lögðu grunninn að vináttu
sem haldist hefur síðan. Drjúgur
tími gat liðið milli þess sem við hitt-
umst meðan hann bjó nyrðra, en
hann átti gjarnan leið til Reykjavík-
ur og ég norður og þá var hinn ævin-
lega leitaður uppi. Og alltaf var
eitthvað nýtt að frétta af Halla Ás-
geirs. Allt í einu var hann búinn að
kaupa Prentsmiðju Björns Jónsson-
ar ásamt Svavari Ottesen og stofna
bókaútgáfuna Skjaldborg. Hann var
farinn að stunda siglingar ofan í flug-
ið sem hann hafði iðkað frá því ég
hitti hann fyrst. Og fyrir ári eða svo
hafði hann fullan hug á að fara út í
fallhlífarstökk. Svo var hann farinn
að gefa út „What’s on in Reykjavík"
handa erlendum túristum. Svona var
athafnagleðin.
Það sem hann tók sér fyrir hendur
gerði hann með trukki. Hellti sér út í
bæjarpólitíkina á Akureyri með
•þeim árangri að hann sat þar um
tíma í bæjarstjórn fyrir Álþýðu-
bandalagið. En flutti til Reykjavíkur
áður en kjörtímabilinu lauk.
Eftir að hann sneri sér að sigling-
um gerði hann það að sjálfsögðu
eftirminnilega líka; það svo, að hann
var einn þeirra sem valdir voru til að
sigla heim þeim tveiinur seglskipum
sem Norðmenn gáfu íslensku þjóð-
inni í afmælisgjöf 1974.
Þannig var hann einfaldlega; full-
ur áhuga á því sem hann tók sér fyrir
hendur.
Margs er að minnast eftir liðlega
tuttugu ára vináttu. Sigling um
Skerjafjörðinn á norsku þjóðargjöf-
inni, þar sem Halli stóð í skut og
skipaði okkur alls óvönum skipverj-
um fyrir með þrumuraust; slaka hér,
hífa þar. Þetta var eftirminnilegur
dagur í sól, roki og pusi, og áhöfnin’
örþreytt þegar landi var náð eftir
kruss inn eftir firði.
Kannski er þó skærust endur-
minningin um fyrstu flugferðina sem
hann tók mig í. Það var um páska
norður á Akureyri; snjór yfir öllu en
bjart veðty og heiðskírt. Við vorum
þarna uppi í um það bil 45 mínútur
og ég fékk þann skemmtilegasta
landafræðitíma sem ég hef fengið á
lífsleiðinni. Vélin fannst mér ótta-
Iegt hró þegar hún stóð á flugvellin-
um, en allur uggur gleymdist við hlið
Halla, enda handtökin fumlaus og
einhvern veginn fannst mér ég alveg
vera öruggur svo hátt yfir landi og sjó
með þennan mann við stjórntækin.
Þannig man ég Harald Ásgeirsson
best og þannig mun ég minnast.hans
um ókomna framtíð.
Eftirlifandi sambýliskonu Harald-
ar og dóttur, sendum við hjónin okk-
ar einlægustu samúðarkveðjur og
biðjum þeim blessunar í sárum
harmi.
Haukur Már Haraldsson