Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 6
6Tíminn Föstudagur 7. febrúar 1986 Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og er undir- búningur þeirra í fullum gangi hjá flokkum og frambjóð- endum. Að undanförnu hafa formaður, varaformaður og rit- ari Framsóknarflokksins ásamt fulltrúum frá Sambandi ungra framsóknarmanna og Landssambandi framsókn- arkvenna farið víða um land og haldið fundi með flokks- félögum, fulltrúaráðum og trúnaðarmönnum. Ráðgert er að fara á yfir fjörutíu staði á landinu. Markmið fundanna er að vekja athygli á komandi sveitarstjórnarkosningum og ræða málefni flokksins, og félagsstarfið. Framsóknarmenn ætla að vinna ötullega að þessum kosningum, mikill baráttuhugur ríkir. Framsóknarflokkurinn hefur ráðherra sveitarstjórn- armála og hann hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um nýskipan þeirra mála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að verði afgreitt. í því frumvarpi er að finna mörg nýmæli m.a. það að kosningaaldurinn verði lækkaður í 18 ár. Ungt fólk hefur verið afskipt á listum flokkanna til þessa og því er fagnaðarefni hve Samband ungra fram- sóknarmanna heldur ákveðið fram þeirra hlut nú. Innan þess fer fram mikið starf sem miðar að því að ungt fólk verði virkara í pólitík og að það fái aukin tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri. Fað sama má segja um Landssamband framsóknar- kvenna. Ekki hefur farið fram hjá neinum hve baráttu- glaðar þær hafa verið og ályktanir þeirra um aukinn fjölda kvenna á listum flokksins hefur vakið athygli. Brautryðjendastarf þeirra hefur haft áhrif í öðrum flokkum og konur þar hafa tekið sér baráttuaðferðir þeirra til fyrirmyndar. Kvennalistakonur hafa ekki ákveðið framboð ennþá og vitað er að þær fylgjast grannt með framboðum annarra flokka og munu meta hvort þær telja málstað kvenna borgið með þeim. Þótt sveitarstjórnarmál og landsmál séu ólík á margan máta verður ekki litið framhjá því að landsmálapólitíkin hefur mikil áhrif á sveitarstjórnarkosningarnar. Mál- efnastaða Framsóknarflokksins er sterk og flokkurinn í sókn ef marka má síðustu skoðanakannanir. Ekki síst er ástæða til að ætla að staða hans í sveitarstjórnarmálefn- um sé góð og má minna á þá sérstöðu flokksins í íslenska flokkakerfinu að hann er ekki byggður upp á grundvelli innfluttrar hugsjónastefnu hvorki til hægri eða vinstri, heldur er hann alíslenskur flokkur byggður á félagslegri þróun í landinu. Því er ekki að neita að staða hans á suð-vesturhorninu er slæm ekki síst í Reykjavík og ber sérstaklega að kanna hvernig efla má flokkinn þar. í Reykjavík hefur Sjálfstæðisflokkurinn tryggt sér yfirburðastöðu og sé litið á skoðanakannanir um fylgi Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosning- um má ætla að hann hljóti þar yfirburðasigur. Fað má þó ekki verða til þess að aðrir flokkar gefist upp baráttulaust og víst er að sjónarmið þeirra komast á framfæri og fjölda góðra mála má rekja til þeirra. Hitt er aftur ljóst að vegna þess hve félagshyggjuflokkarnir eru margir nýtast atkvæði þeirra ekki sem skyldi. M.a. þess vegna, ber þeim flokkum að kanna enn frekari samvinnu á sem flestum sviðum því oft og tíðum er málefnaágrein- ingurinn lítill sem enginn. Dreifing atkvæða þeirra kem- ur Sjálfstæðisflokknum einum að gagni. ORÐÍ TÍMA TÖLUÐ ABYRGDIN ER STJÓRNVALDA Nú hillir undir það að kenn- arar raski enn einu sinni skóla- starfi í landinu, þó röskunin sé lítilvæg miðað við það sem gerðist í BSRB verkfallinu. Fyrir dyrum stendur vinnu- stöðvun í næstu viku þar sem kennsla verður felld niður í tveim fræðsluumdæmum í senn hvern skóladag. Baráttumál kennara að þessu sinni er að fá leiðréttingu á því misræmi sem varð í sumar milli kennara sem eru í KÍ annars vegar og í HÍK hins vegar. Hér er um 5% mun á launum að ræða hjá fólki sem vinnur nákvæmlega sömu störf. Kennarar benda á í mál- flutningi sínum að þeim hafi margoft verið lofað að þetta misræmi yrði leiðrétt, en stjórnvöld hafa ekki séð ást- æðu til að efna þau fyrirheit. Það getur því varla talist óeðlilegt að þeir fylgi þessari sjálfsögðu kröfu eftir með ein- hvers konar aðgerðum. Það sem sjálfsagt er erfitt fyrir stjórnvöld að kyngja er að félagar í KÍ eru 3200 talsins, en það lætur nærri því að vera um 72% af ríkisstarfsmönnum. Fimm prósentahækkun á lín- una er því umtalsverð summa. Við þetta bætist síðan að fyrir dyrum standa almennar launa- hækkanir, sem eflaust draga kjarkinn enn frekar úr stjórn- völdum. En hin hliðin á málinu er sú, að með aðhaldsaðgerðum sín- um og „sparnaði" í launum við kennara almennt og með því að draga á langinn þessa leið- réttingu á launum KÍ kennara, gerir stjórnin ástandið enn verra. „Frustrasjónin“ erorðin það mikil í röðum þessa hóps að tvennt er að gerast samtím- is. Annars vegar verður kenn- arastéttin herskárri og óbil- gjarnari með hverjum deginum sem líður og sem láglaunahóp- ur þjappast þeir sífellt betur saman um kaupkröfur sínar. Hins vegar verður kennara- starfið sem slíkt minna eftir- sóknarvert og hundruðum saman efast kennarar um hvort það taki því að halda áfram störfum sínum. Það að hætta í kennslu er sem sagt orðinn mjög raunverulegur valkostur. Þegar þetta tvennt fer saman, langvarandi „frustra- sjón“ vegna þess að komið er fram við fólk með fullkomnu virðingarleysi og fráleit launa- kjör er ekki von á góðu. Fyrir ríkisstjórn sem byggir allt sitt á því að tryggja vinnu- friðinn og ná samningum sem ekki eru verðbólguhvetjandi, er það ekki góð herkænska að egna upp og þjappa Kennara- sambandinu saman um sjálf- sagðar réttlætiskröfur og gera það herskátt rétt áður en samn- ingar ganga í garð. Þá er vitaskuld ótalið það sem mestu máli skiptir, að með langtíma láglaunastefnu er skólakerfinu stefnt í voða enda sýna tölur að þrátt fyrir að nóg sé til af menntuðum kennurum fást þeir ekki til að starfa við kennslu. Á sumum stöðum á landinu er ástandið orðið svo slæmt, eins og á Vestfjörðum, að annar hver kennari er rétt- indalaus. Afleiðingarnar eru líka farnar að koma í ljós; fjöldauppsagnir dauðuppgef- inna kennara á ísafirði. Vissulega bera kennarar ábyrgð á því að koma nemend- um sínum öllum til nokkurs þroska. Það er ekki heldur neitt launungamál að aðgerðir kennara spilla fyrir námi og bitna fyrst og fremst á þeim sem síst skyldi þ.e. nemend- um. En þessir vesalings kenn- arar bera einnig aðrar byrðar, og kannski nærtækari, sem lúta að því að sjá sér og sínum far- borða. Sú hlýtur að vera þeirra fyrsta skylda, og að gera þeim kleift að sinna þeirri skyldu er ekki nema sjálfsagt sanngirn- ismál. Nútímasamfélag verður ekki rekið með menntakerfi þar sem sjálfboðaliðar annast kennsluna, fyrir hana verður að borga. Þegar Kennarasam- bandið grípur til aðgerða eins og þeirra sem væntanlegar eru í næstu viku er það af illri nauð- syn, en ekki ósanngirni, enda hafa ráðamenn hver á eftir öðr- um sagt að þessi tiltekna krafa eigi fullan rétt á sér. Ábyrgðin á röskun skólastarfsins liggur því hjá fjármálaráðuneytinu en ekki kennurunum. -BG Guðmudur J. Guð- Karvel Pálmason. Davíð Oddsson. Kristín Ólafsdóttir. Bryndís Schram. mundsson. Stjórnmálabarátta með undirleik Þungamiðja stjórnmálabarátt- unnar hefur nú færst inn í skemmti- dagskrá sjónvarpsins, og er kannski ekkert verr komin þar en hvar annars staðar. Par er hver sá frambærilegastur, sem er sætur og huggulegur í nýju fötunum sínum, brosir breitt og er fær um að skemmta. Þar með eru stjórnmálin loks orðin skemmtileg, hvað sem ann- ars má um þau segja. Um síðustu helgi unnu tvær val- kyrjur fræga sigra í prófkosningum til borgarstjórnar. Þær eins og skot í skemmtiþáttinn og gáfu báðar haldgóðar skýringar í velgengni sinni í baráttunni. Flokksbundnir en ópólitískir sjálfstæðismenn veittu annarri þcirra brautargengi og slíkur var áhuginn að koma hinni í tryggt sæti að fyrir helgina tvö- faldaðist félagatala Allaballalags- ins til að tryggja róttæk og lagvís vinnubrögð í þeim flokki. Dægurlagasöngur er æðsta stig pólitískrar velgengni á vorum dögum. í pólitískri umfjöllun sjónvarpsins er dægurlagameðferð frambjóðenda hápunktur allrar umræðunnar, og satt best að segja fer hann þeim oft betur úr hendi en útskýringar á pólitískum stefnu- miðum sínum. í síðasta þætti sem skemmti- kraftar komu fram í gervi stjórn- málamanna söng aðeins annar þeirra vel og lengi, en Bryndís gerði enn betur, sagði hnyttna sögu um næturlífið á heimilinu sínu og léku þá allir á als oddi, enda heyrist það vera með fjörugasta móti. Þarna er komin vonarleið fyrir þá stjórnmálamenn sem eru svo illa af guði gerðir að þeir geta ekki sung- ið fyrir kjósendur sína. Bara að rifja upp það sem skemmtilegast hendir þá í hjónasænginni, eða utan. Davíð borgarstjóri reið á vaðið í dægurlagasamkeppninni og urðu andstæðingar hans gulir og grænir af öfund og ha'rmi þegar hann beitti náðargáfu sinni og söng lag við frumsaminn texta. Næstur í röðinni var Guðmund- ur jaki, laglaus en hress að öðru leyti. Hann varð að láta sér nægja að láta Bubba syngja um sig níðtex- ta og lét því í minni pokann í þetta sinn. Karvel hefur spyrnt við fótum í dauðans dyrum hvað eftir annað síðustumánuði. Þetta er tilvalið skemmtiefni með pólitísku ívafi. Sú lífsreynslufrásögn endaði með dúndrandi söng og miklum fagnað- arlátum viðstaddra. Svona hefur skemmtikröftum þessa lands tekist að lyfta þung- lamalegri og bölsýnni þjóð- málaumræðu yfir á æðra plan og stjórnmálamenn spila á þá strengi sem þjóðinni eru kærastir. Það er tími til kominn að stjórn- málaflokkarnir átti sig á því að tími er til kominn að hætta að velja frambjóðendur sem geta sungið dægurlög, en einbeiti sér að því að gera dægurlagasöngvara að stjórn- málamönnum. Þeir sem ekki geta gaulað í hljóðnema eru vonlausir. O.Ó. Tirmnn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Sveitarstjórnar- kosningar í aðsigi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.