Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 15
Föstudagur 7. febrúar 1986 Tíminn 15 Hugarfarsbreyting og björgun mannkyns H l f býður þér þjónustu sína við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Við sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum - bæði í vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum í veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá tökum við það að okkur. Hífir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Höfðingi sem nær tökum á mikl- um herjum, er verða sigursælir undir stjórn hans, og sem sýna hinum sigr- uðu mikla grimmd, hlýtur að vera djöfulmagnaður, þannig, að hann þiggur magnan sína frá einhverjum höfðingja í víti annars hnattar, þar sem hertækni og samstilling herja er á miklu hærra stigi en hér gerist. Sem dæmi má nefna höfðingja, eins og Djengis Kahn, Karlamagnús keis- ara, Naopóleon, Hitler o.m.fl. Því miður hefur hetjuljóma stafað af nöfnum þvílíkra höfðingja, sem leitt hafa ómælanlegar hörmungar yfir einstaklinga og heilar þjóðir. Heimska mannkyns hefur svo mikil verið, að hinir grimmustu harðstjór- ar hafa hlotið mesta hylli. Ofmat heimsins á þessum grimmdarseggj- um hefur mjög aukið á hörmungar mannlífsins. Og vanmat á bestu og vitrustu mönnum hefur mjög miðað að hinu sama. Heimska mannanna er ein aðalor- sökin fyrir aukningu helstefnunnar á okkar jörð. Ofmat á hinu illa og ósanna og vanmat á hinu góða og sanna hlýtur að leiða til rangstefnu. Rétt mat almennings á þessum þátt- um tilverunnar hlýtur að vera algjör forsenda þess, að hægt verði að breyta um stefnu hér á jörð. Og til þess að slíkt geti orðið rétt verður fjöldinn að geta skilið hið sanna eðli lffsins, gg skilið að frá háþróuðum lífsstöðvum annarra hnatta er þá hjálp að fá, sem ein getur dugað til þess, að hér verði breytt um stefnu. Við verðum að taka upp nánari vit- og lífsambönd við þá, sem góðvild- ina hafa og viljann og máttinn til að Á stjörnum geimsins og hvergi annarsstaðar eru stöðvar lífsins og eins og nauðsyn er á samböndum við lengra komnar lífsstöðvar eins stafar hinn mesti háski af samböndum við staði, þar sem rangstefnan hefur náðað þróast. - Myndin sýnir stjörnuþyrpinguna M-13, en hvergi mun himinsýn fegurri á að líta, en frá einhverri jarðstjörnu á slíkum sólnasæg. hjálpa okkur, en við verðum sjálfir búa, sem svo mikil er þörfin á, og aðhafavitá, aðveraþarmeðíverki. sem ekki má dragast, ef ekki á illa Annars getum við ekki vænst þess, að fara. að sú breyting gerist á högum jarðar- Ingvar Agnarsson Bílasími 002-2183 Fífuseli 12 109 Reykjavík sími91-73747 KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN Allsherjar- 42# atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla vegna kjörs stjórnar og trúnaðarmannaráðs árið 1986 ferfram á skrifstofu félagsins Skólavörðustíg 16, Reykjavík, dagana 14. og 15. febrúar n.k. Kjörfundir eru þannig: Föstudaginn 14. febrúar kl. 14.00-22.00. Laugar- daginn 15. febrúarkl. 10.00-20.00. Boristhafatveir listar: A-listi borinn fram af stjórn og trúnaðar- mannaráði og B-listi borinn fram af Bjarna Jakobs- syni og fleirum. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Iðju frá og með 7. febrúar kl. 12.00. Fullgildir félagsmenn hafa einir kosningarétt. Kærufrestur er til loka kjörfundar. Reykjavík, 7. febrúar 1986. Kjörstjórn Iðju. Vítaverður málflutningur Hr. ritstj., gleðilegt nýtt ár 1986. Nokkur orð á nýbyrjuðu ári. Við verðum öðru hverju að herða okkur upp og birta hugsjónir okkar, því í daglegu lífi vanrækjum við einatt að stemma stigu við hinu kuldalega ranglæti. Það kann að fara eyðingu sinni fram með kyrrð og spekt, og valda samfélaginu óbætanlegum skelfingum og bölvun ef enginn segir neitt. Ég hverf hér örstutt til baka yfir á nýliðið ár til sjónvarpsþátta í des- ember en þeir verða sjálfsagt lengi minnisstæðir öllum þeim sem á þá horfðu, en þar sátu fyrir svörum nokkrir alþingismenn okkar. Umræðuefnið var svívirðilegt hneyksli sem kom upp í einum ríkis- bankanum, Útvegsbanka fslands. Hundruð milljónir króna höfðu runnið þaðan út án þess að ábyrgð væri fyrir hendi og peningarnir því glataðir. Hvernig getur svona átt sér stað? Hversvegna eru þeir ábyrgu ekki teknir fastir? Menn sem er trúað fyrir fjármunum bera ábyrgð á þeim, því verður ekki haggað. f nefndum sjónvarpsþáttum var for- maður bankaráðs Valdimar Indriða- son spurður útí þetta ógnvekjandi spillingarástand og hann svaraði orðrétt. „Það geta alltaf komið fyrir óhöpp“, hugsið ykkur að leggja það á borð frammi fyrir alþjóð að það sé óhapp að spóla hundruðum milljóna út úr höndum sér án ábyrgðar. Nei, þetta flokkast aldrei undir það hugtak, hér er verk unnið af ásettu ráði. Óhapp þjóðarinnar er að Alþingi hafi kosið Valdimar og hans lið í bankaráð. Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að allt starfslið og bankaráð Útvegsbanka fslands verði nú þegar leyst frá störfum, því verður aldrei treyst fyrir peningum framar. í sjónvarpsþáttunum reyndu al- þingismenn að gera sem minnst úr þessari spillingu, sem er ekkert ann- að en glæpastarfsemi. Þeir sögðu að það væri ekkert nýtt að fyrirtæki yrðu gjaldþrota og færu á hausinn, svo þetta væri bara ósköp venjulegt, en j^ar áttu þeir við Hafskip, og bentu á fyrirtæki úti í heimi sem höfðu farið á hausinn, og átti það að réttlæta glæpastarfsemi Utvegsbank- ans. Svona málflutningur er víta- verður af hverjum sem er og þá ekki síst af alþingismönnum, sem ættu að hafa siðferðið í fyrirrúmi. Svona málflutningur er örugglega til þess að losa um siðferði og uppreisnarhug fólksins í landinu. Þó tók út yfir allan þjófabálk þegar sumir alþingismenn í þessum fyrirspurnarþáttum vildu flokka umrædda spillingu og glæpa- starfsemi undir slys. Slys er ekkert það sem er gert með ásettu ráði. Það vita allir, nema þá alþingismenn. Hvað hefur orðið af Rannsóknarlög- reglu ríkisins og lögreglu lands- manna? Hversvegna var ekki þetta mál tekið föstum tökum einsog refsi- varslan gerir ráð fyrir í glæpamálum? Þjóðin neitar því að Alþingi setji lög til þess að fjalla um sín eigin afbrot, þá er réttarríkið búið að vera. Hérna hafa valdhafarnir gripið til stjórnarathafnar í stað refsivörsl- unnar og verður því þessari ríkis- stjórn ekki treyst, hún hlýtur að hafa misst traust þjóðarinnar. Aldrei hef- ur það passað betur en núna að segja, réttlætið fari til fjandans svo stjórnin lifi. Frægur maður sagði eitt sinn, sem er rétt „Ef lögunum er að- eins framfylgt af embættismönnum stjórnarinnar, eru þau úr sögunni." Ég get ekki betur séð en að forráða- menn þjóðarinnar teymi landsmenn til glötunar með því að kynda undir því spillingarástandi sem blómstrar á höfuðborgarsvæðinu. 1 nýútkomnu tímaritinu Time, skrifar Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti grein þar sem hann hvetur til þjóðarsamstöðu um að uppræta glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Reagan segir í greininni „Markmið okkar er einfalt", að uppræta samtök þessara manna, gera eigur þeirra upptækar og loka þá bak við lás og slá, en þar eiga þeir heima. Og hann bætir við „Við skulum ætla okkur sigur gegn þessari starfsemi og þeim mönnum sem henni stjórna. Samn- ingar koma ekki til greina eða mála- miðlun, það gildir engin slökun gagnvart skrílnum," segir Reagan í greininni. Fólkið, sem valdhafarnir ráða yfir óskorað, vill bera virðingu fyrir þeim sem réttlátum drottnurum, og þeir vilja sjálfsagt birtast í því ljósi að fólkið trúi á þá. íslenskir valdhafar í dag birtast ekki í ljósi hinna réttlátu drottnara og verður því vart lagður mikill trúnaður á þá. Ég lýk þessum pistli með því að segja „Allt frá því að hneyksii Út- vegsbankans komst upp, hefur bank- inn leyft sér að dingla gulleplum framan í landsmenn á skjánum, sem kristalia spillingarástand stjórnvalda þessa lands í öndvegis hræsni.“ Magnús Guðmundsson, nn. 6257-7908 Patreksfirði Kjörská v/kosninga um áfengisútsölu í Garðabæ Kjörskrá vegna kosninga um áfengisútsölu í Garðabæ sem fram á að fara 22. febrúar 1986 ligg- ur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu bæjar- sjóðs Sveinatungu á opnunartíma skrifstofunnar frá 7. febrúar 1986. Skriflegar kærur vegna kjör- skrárinnar skulu hafa borist skrifstofu bæjarsjóðs eigi síðar en 18. febrúar nk. Kjörskrá er miðuð við manntal 1/12 1985. Utankjörstaðakosning fer fram á skrifstofu Garðabæjar dagana 12.-21. febrúar 1985 á opnunartíma skrifstofunnar. HÚSAÞJÓNUSTAN SF. Tökum að okkur alla málningarvinnu, utan- sem innanhúss, hvar á landi sem er. Einnig: Sprunguviðgerðir og þéttingar- Háþrýsti- þvott Sílanúðun - Alhliða viðhald fasteigna. Tilboð - Mæling - Tímavinna. Skiptið við ábyrga fagmenn, með áratuga reynslu. Upplysingar í síma 91-61-13-44 Til sölu Gömul málverk og bækur, svo og prjónsuppskriftir af peysum, vettlingum, umferðarhúfum o.fl. Sími 14172.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.