Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn flokksstarf Framsóknarfélög Fundir meö stjórnum og trúnaðarm&nnum félaga veröa haldnir sem hérsegir: Norðurland Vestra Hvammstanga í Félagsheimilinu fimmtudaginn 6. febr. kl. 21.00 Blönduósi í Hótel Blönduósi föstudaginn 7. febr. kl. 21.00. Siglufirði í Hótel Höfn laugardaginn 8. febr. kl. 16.00. Sauðárkróki í Framsóknarhúsinu sunnudaginn 9. febr. kl. 14.00. Halldór Ásgrímsson mætir á fundina á Hvammstanga og á Blönduósi, En Guömundur Bjarnason mætir á fundina á Siglufiröi og Sauðárkróki. Finnur Ingólfsson formaöur SUF og Guörún Jóhannsdóttir LFK mæta á alla fundina á Norðurlandi Vestra. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur veröur mánudaginn 10. febrúar kl. 20.30 aö Hótel Hofi Rauð- arárstíg 18. Dagskrá: 1. Formaður Sigrún Magnúsdóttir ræöir félags- og flokksmálin. 2. Gerður Steinþórsdóttir segir okkur frá Nairobi ráðstefnunni 1985. 3. Gestur fundarins er Kristján Benediktsson borgarfulltrúi. Kaffi og bollur. Stjórnin P.S. Mætum vel á þorrablótið 7. febrúar. Þorrablót - Reykjavík Framsóknarfélögin í Reykjavíkefnatil Þorrablótsföstudaginn7. febrú- ar á Hótel Hofi. Halldór E. Sigurðsson fyrrv. ráðherra flytur minni Þorra. Veislustjóri veröur Þráinn Valdimarsson. Miöapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofu flokksins sími 24480. Miðaverð kr. 750.- pr. mann Fulltrúaráðið Konur Seyðisfirði Landssamband framsóknarkvenna heldur nám- skeiö fyrir konur á öllum aldri dagana 7., 8. og 9. febrúar nk. í gamla skólanum á Seyöisfiröi og hefst það kl. 20. Veitt verður leiösögn í styrkingu sjálfstrausts ræðumennsku, fundarsköpun o.fl. Leiðbeinandi verður Inga Þyrí Kjartansdóttir. Þátttaka tilkynnist til Jóhönnu í síma 2232 og Þórdísar í síma 2291. LFK. Akranes Framsóknarfélögin á Akranesi hafa ákveöiö aö efna til prófkjörs vegna framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Fer prófkjöriö fram dagana 22. og 23. febrúar. Framboösfrestur er til miðvikudagsins 12. febrúar. Þeir einir geta verið í framboði sem eru fé- lagar í Framsóknarfélögunum á Akranesi. Framboðum skal koma til Björns Kjartanssonar, Jörundarholti 31 eöa Halldórs Jóhannssonar, Esjubraut 10 fyrir 12. febrúar. Kosninganefndin Ungt fólk með Framsókn Stjórnarmenn úr FUF í Reykjavík veröa til viðtals að Rauöarárstíg 18 alla föstudaga kl. 14.00 - 16.00. Allt áhugafólk hvatt til aö líta inn og spjalla um starfið. Kaffiö á könnunni. Stjórn FUF Borgnesingar - Félagsvist Spiluð veröur félagsvist í Hótel Borgarnesi föstudaginn 7. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. ' Föstudagur 7. febrúar 1986 DAGBÓK Kjartan Bjargmundsson, Sigurður Karlsson og Valgerður Dan í Sex í sama rúmi. Miðnætursýningarí Austurbæjarbíói Sex í sama rúmi Fyrsta miðnaitursýningin á leikritinu Sex í sama rúmi verður annað kvöld (laugard.) kl. 23.30 í Austurbæjarbíói. Vegna mikillar aðsóknar í Iðnó varð að flytja sýningarnar í Austurbæjarbíó, því ekki er rúm fyrir tvær sýningar í gangi í einu í húsinu. Framvegis verður Sexiö því sýnt á laug- ardagskvöldum í Austurbæjarbíói. Leikurinn fjallar um tvo barnabókaút- gefendur sem lenda í klúðri með ástamál- in. Blaðadómar sögðu m.a.: „Gestir á frumsýningu skemmtu sér konunglega...“ (Mbl.) „Kvöldskemmtun sem enginn þarf að vera svikinn af...“ (Tíminn), „...mikið af gömlu góðu Iðnóstemmningunni..." (Þjóðv.) o.fl. Með hlutverk í leikritinu fara Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan, Hanna María Karlsdóttir. Kjartan Ragnarsson, Kjartan Bjargmundsson, Margrét Úlafs- dóttir, Lilja Þórisdóttir. Rósa Þórsdóttir og Sigurður Karlsson. Leikmynd og bún- inga gerði Jón Þórisson, lýsingu annaðist Daníel Williamsson en Jón Sigurbjörns- son er leikstjóri. Winný’s við Hlemm opnar eftir endurbætur Winný’s hamborgarastaðurinn við Hlemm tók nýlega stakkaskiplum. Eig- endur. hjónin Óskar Valdemarsson og Eygló Ólafsdóttir, hafa l’átið endurnýja innréttingar í veitingasal og margt annað svo staðurinn hefur fengið stórbrcytt og nýtt útlit. Þau hafa rekið þennan ham- borgarastað s.l. 2 ár. Eigendur sögðu að „víkingasveit" iðn- aðarmanna hefði unnið að breytingunum yfir eina helgi í miðjum janúar og lokið verkinu svo hægt var að opna aftur kl. 10.(K) á þriðjudagsmorgun. Þeir segjast hafa á boðstólum úrvals hamborgara og samlokur, og nú eftir breytinguna, einnig fjölbreytt úrval fiskrétta og pítur. Hjá Winný's er opið alla daga kl. 10.00-22.00 ogásunnud. 11.00-22.00. (Tímamynd Sverrir) Laddi bregður sér í margar persónur á Hótel Sögu. Hér sjáum við hann í einu gervinu - og Halli bróðir cr honum til halds og trausts. Hótel Saga um helgina Á föstudaginn eru einkasamkvæmi bæði í Súlnasal og Átthagasal, en opið verður á Mímisbar til kl. 03.00, þar sem Dúettinn André og Kristján leika fyrir gesti. Opið er í Grillinu og á Astra-Bar, en þar leikur Reynir Jónasson létta og þægilega tónlist fyrir matargesti. Á laugardaginn: Laddi kemur fram á Sögu í Súlnasal á laugardagskvöld og hans „fylgisveinar". Kynnir er Haraldur Sig- urðsson. Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Húsið opnað kl. 19.00 og matur borinn fram frá 19.30. André Bachntann og Kristján Ósk- arsson halda uppi fjörinu á Mímisbar. Grillið er opið til kl. 00.30 og sömuleiðis Astra-Bar og þar leikur Reynir Jónasson fyrir matargesti. ( Átthagasal er einka- samkvæmi á laugardagskvöldið. Sunnudagur: Kynningarfundur Útsýn- ar í Átthagasal vcrður sunnud. 9. febrúar kl. 15.00-17.00. Árshátíð Kvæðamannafélagsins Iðunnar Kvæðamannafélagið Iðunn heldur árs- hátíð í Drangey, Síðumúla 35, föstudag- inn 7. febrúar. Hún hefst kl. 19.00 með þorramat, skemmtiatriðum og dansi. Miðapantanir eru hjá Grími í síma 11953 og hjá Ólafi í síma 681057. Spilakvöld hjá Húnvetningafélaginu Félagsvist verður spiluð á vegum Hún- vetningafélagsins í Reykjavík í félags- heimilinu Skeifunni 17, laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Allt spilafólk velkomið meðan húsrúm leyfir. Kaffiveitingar Húnvetningafélagið. Neskirkja félagsstarf aldraðra Samverustund aldraðra á morgun, laugardag kl. 15.00. Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, Reynir Sigurðsson tónlistar- maður og fleiri koma í heimsókn. Safnaðarfélag Ásprestakalls Safnaðarfélag Ásprestakalls hefur kaffi- sölu eftir messu, sunnud. 9. febr. í Safn- aðarheimili Áskirkju. Aðalfundur Safnaðarfélags Ásprestakalls verður haldinn mánudaginn 10. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, osta- kynning og kaffiveitingar. Aðalfundur Kvenfélags Breiðholts Aðalfundur Kvenfélags Breiðholts verður haldinn í Brciðholtsskóla mánu- daginn 10. febrúar kl. 20.30. Gestur fundarins verður Erla Stefáns- dóttir með erindi: Heimurinn frá sjónar- horni sjáandans. Stjómin. Árshátíð Breiðfirðingafélagsins verður haldin laugardaginn 8. febrúar kl. 19 í Domus Medica. Miðasala verður í dag. fimmtudag, kl. 17.30-20 í Domus Medica. Pallborðsumræður um kristna trú í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30 gengst Kristilegt stúd- entafélag fyrir almennum fundi í Norræna húsinu um kristna trú. Yfirskrift fundar- ins er: „Viðhorf mitt til Krists”. 1 upphafi fundar flytja framsöguerindi ' þau: Árni Bergmann rithöfundur, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Sigurður Páls- son deildarstjóri. Þau munu síðan taka þátt í pallborðsumræðum og svara fyrir- spurnum er fram kunna að koma á fundin- um. Að lokum segir í fréttatilkynningu fé- lagsins: „Spurningin um það hver Jesús Kristur var og hvað hann kenndi í raun og veru er vissulega ein mikilvægasta spurn- ingin er varðar gildi kristinnar trúar í nú- tímanum, þess vegna þarf að ræða hana af fullri alvöru og af tvíefldum áhuga nú þeg- ar sá tími nálgast er við munum minnast 1000 ára kristni í landinu." STÝRT V1ÐHALD VÉtA , TÆKIA oð HANNV1RK3A upplýslngar og leidbeinlngar \\ v . \ riuaKxt«ia«#Mmrwxnnu* Ritfélags málmiðnaðarfyrirtækja: Stýrt viðhald véla, tækja og mannvirkja Eitt stærsta viðfangsefni málmiðnaðarfyr- irtækja hér á landi eru viðgerðir og við- haldskipa, véla, tækjaogmannvirkja. Fé- lag málmiðnaðarfyrirtækja kynnir nú breytt vinnubrögð við slíka vinnu. Hér er um að ræða afrakstur mikils undirbún- ingsstarfs og skipulagningu og miðað að því að auka hið svonefnda „innra eftirlit" sem er forsenda góðs árangurs í stjórnun. í meðfylgjandi riti, sem sent hefurverið til hundraða fyrirtækja og stofnana, er gerð grein fyrir umræddu viðhaldskerfi, sem kallað hefur verið „stýrt viðhald" en slíkt skipulagt eftirlit eykur rekstrar- öryggi og minnkar líkur á óvæntum bilun- um, sem oft verða dýrar. Nú þegar eru nokkur fyrirtæki að taka upp „stýrt viðhald” og hafa þau sent menn á námskeið hjá Félagi málmiðnaðarfyrir- tækja til þess að tileinka sér þær aðferðir sem unniðer eftir. Ágrip af sögu Félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, var stofnuð í febrúar árið 1935 og varð því 50 ára á sl. ári. í því tilefni gefur félagið út rit, sem rekur sögu þess. Páll Björnsson skrifar greinina: Vaka 1935-1985, og segir þar frá bakgrunni og forsögu félagsins. Síðan er rakin stofnun Vöku og stefnumörkun. fyrsti form. félagsins var Jóhann Hafstein, en t ritinu eru myndir af formönnum félagsins í gegnum árin og stjórnum. Haustið 1984 fóru Vökumenn að ræða um að láta rita ágrip af sögu félagsins og varð úr að Páll Björnsson. sagnfræði- nemi, tók það að sér, Ráðgert var að ritið kæmi út í sambandi við afmælishátíða- höld, en ritun sögunnar reyndist tíma- frekari en ráð var fyrir gert. „En hér er rit- ið komið. Það er von okkar að það verði lesendum til fróðleiksogjafnvel skemmt- unar.“ segir í formála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.