Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Föstudagur 7. febrúar 1986 lllllllllllllllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP 1 1111111111111111111 llllllWlllllllllinillllllllIlllll lllllllflllllllll lllllllll lllllll lllllll Sjónvarp kl. 22.45: LJÓSÁRAFERÐAR- UNDIRBÚNINGUR Ljósár heitir á íslensku frönsk- svissnesk bíómynd frá 1980, sem er föstudagsmynd Sjónvarpsins í þetta sinn. Sýning hennar hefst ki. 22.45. Jónas er 25 ára stórborgarbarn sem hefur ekki fundið sér neinn fastan sess í tilverunni. Yoshka cr á sjötugsaldri, einrænn einbúi sem nágrannarnir segja ekki vera með öllum mjalla. Yoshka á sér þann draum aðgeta iJotið „Ijósár í burtu" og hefur eytt lífi sínu í undirbúning þess ævintýr- is. Jónas gerir sér strax Ijóst þegar fundum þeirra tveggja ber saman, að örlög hans eru ráðin og hann tekur þátt í undirbúningi Yoshka, sem vegur og metur hæfileika Jón- asar til að meðtaka þá þekkingu sem hann hefur aflað sér. Með aðalhlutverk fara Trevor Howard og Mick Ford. Myndin er nteð enskum texta og þýðandi er Ólöf Pétursdóttir. Ljósár hlaut verðlaun i Cannes árið 1981. Jónas «g Yos- hka undirbúa ferðina miklu. Sjónvarp kl. 21.50: Sherlock Holmes leysir gátuna um dansmennina Ævintýri Sherlocks Holmes standa stöðugt fyrir sínu, þó að aldurinn sé farinn að færast yfir sögurnar. Það sýndi sig sl. föstu- dag, þegar Sjónvarpið sýndi fyrsta þáttinn af sjö, sem sýndir verða jafnmarga föstudaga. í kvöld kl. 21.50 verður sýnd saga nr. 2 og enn gefst tækifæri til að fylgjast með Sherlock Holmes og vini hans Watson lækni leysa dularfullt mál, sem í fyrstu virðist óleysanlegt. Sherlock Holmes er margt til lista lagt. Séra Gunnar Björnsson les eigin þýðingu á bókinni undir sjóngieri eftir C.S. Lewis. Utvarp kl. 11.10: Nýframhaldssaga: „Sorg undir sjóngleri“ eftir C.S. Lewis Kl. 11.10 í dagbyrjar lestur nýrr- ar framhaldssögu í útvarpinu. Pað er sagan Sorg undir sjóngleri eftir C.S. Lewis sem séra Gunnar Björnsson hefur þýtt og les. C.S. Lewis er íslendingum að góðu kunnur. Andrés Björnsson fyrrum útvarpsstjóri þýddi tvær bækur hans, Rétt og rangt og Guð og menn. Fyrir nokkrum árunt kom út ein frægasta bók Lewis, Með kveðju frá Kölska, í þýðingu séra Gunnars Björnssonar. C.S. Lewis var prófessor í ensk- um bókmenntum við háskölann í Oxford á Englandi. Hann lést árið 1963, 65 ára að aldri. Á námsárum sínum var Itann trúleysingi, en hóf síðar á ævi að lífa trúarlífi og rækja kirkjuna. Hann var ritsnillingur og skrifaði inargt og mikið á fræða- sviði sínu. En þekktastur er liann þó fyrir bækur um kristna trú og hafa þær hlotið gífurlegar vinsæld- ir. Bókin Sorg undir sjónglcri var rituð eftir að höfundur missti konu sína að undangenginni erfiðri sjúkralegu. Þetta eru hugleiðingar syrgjanda. Bókin heitir á frumniálinu „A Grief Observed". Föstudagur 7. febrúar 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Emil i Kattholti" eftir Astrid Lindgren. Vilborg Dagbjartsdóttir les þýðingu sina (5). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulurvelurog kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómas- son flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Lesið ur forustugreinum dagblað- anna. 10.40 Sögusteinn" Umsjón: Haraldur I. Haraldsson JFrá Akureyri). 11.10 „Sorg undir sjóngleri", eftir C.S. Lewis. Séra Gunnar Björnsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 11.20 Morguntónleikar. a. Orgelkonsert í F-dúr op. 4. nr. 4 eftir Georg Friedrich Hándel. Simon Preston leikur með Men- in-hljómsveitinni; Yehudi Menuhin stjórnar. b. Grandenborgarkonsert nr. 5 í G-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Há- tíðarhljómsveitin í Luzern leikur; Rudolf Baumgartner stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Ævintýramaður," - af Jóni Ólafssyni ritstjóra. Gils Guö- mundsson tók saman og les (27). 14.30 Sveiflur - Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akureyri) 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Konsert i a-moll op. 102 fyrir fiðlu, selló og hljómsveit eftir Johannes Brahms. Anne-Sophie Mutter og Antonio Meneses leika með Fílharm- óníusveitnni í Berlín; Herbertvon Karaj- an stjórnar. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.40 Úr atvinnulifinu - Vinnustaðir og verkafólk. Umsjón: Hörður Bergmann. 18.00Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveins- son kynnirSónötu VIII eftir JónasTómas- son. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundasgsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (11) 22.30 Næturljóð eftir Frédéric Chopin. Al- exei Weissenberg leikur á pianó. 22.55 Svipmynd. Þáttur Jónasar Jónasson- ar. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00. 10.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Páll Þor- steinsson og Ásgeir Tómasson. 12.00 Hlé. 14.00 Pósthólfið í umsjá Valdisar Gunn- arsdóttur. 16.00 Léttir sprettir. Jón Ólafsson stjórnar tónlistarþætti með iþróttaívafi. 18.00 Hlé. 20.00 Hljóðdósin. Stjórnandi: Þórarinn Stefánsson, 21.00 Dansrásin. Stjórnandi: Hermann Ragnar Stefánsson. 22.00 Rokkrásin. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00,15.00,16.00 og 17.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. 17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Föstudagur 7. febrúar 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 19.25 Denni (Dennis) Norsk barnamynd um hvolp sem þjálfaður er sem blindrahund- ur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Norska sjónvarpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað 3. Grafík Tónlistarþáttur fyrir táninga. Umsjón: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emilsson. 21.00 Þingsjá Umsjónarmaður Páll Magnússon. 21.15 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 21.50 Ævintýri Sherlock Holmes. Annar þáttur. Breskur myndaflokkur í sjö þátt- um sem gerðir eru eftir smásögum Conan Doyles. Aðalhlutverk: Jeremy Brett og David Burke, í þáttunum eru rakin ævint- ýri frægasta spæjara allra tima, Sherlock Holmes og sambýlismanns hans og sagnaritara, Watsons læknis. Þýðandi Björn Baldursson. 22.40 Seinni fréttir. 22.45 Ljósár (Les annees lumiere) Frönsk- svissnesk biómynd frá 1980. Leikstjóri Alain Tanner. Aðalhlutverk: Trevor How- ard og Mick Ford. Myndin gerist á Bret- landseyjum og er leikin á ensku. Ungur auðnuleysingi kynnist furðulegum draumóra- og uppfinningamanni og nem- ur af honum nýstárlegan lifsskilning. Myndin hlaut verðlaun í Cannes áriö 1981. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 00.35 Dagskrárlok. lllllllllll KVIKMYNDIR — , Aðalpersónur myndarinnar; bíllinn, stelpan, strakurinn og skuggiun af Cliff Robertson. Brummmmmmmm ÆSILEG EFTIRFÖR (Shaker run). Leikendur: Cliff Robertson, Leif Carrett, Lisa Harrow. Pað er alls ekki algilt að leikarar fari með aðalhlutverk í kvikmynd- um. Teiknaðar fígúrur hafa lögum komið í stað þeirra og ýmis dýr hafa líka farið mcð aðalhlutvcrk í kvikmyndum og reyndar einnig sjónvarpsþáttum. Hvcr man ekki eftir Lassý eða Benji eða Kermit froski eða Rikk-Tin-Tin eða hvað þau hétu öll þessi krúttlegu kvik- indi. Síðan vita þeir sem séð hafa japanskar hryilingsmyndir frá sjötta áratugnum að aðalleikarar þeirra mynda voru öllu svakalegri skepnur. En nú á seinni tímum hafa ýmis tæki og tól haldið innreið sína í kvikmyndirnar og sætta sig stund- um ekki við minna en aðalhlut- verkið. Tölvur ýmiskonar hafa orð- ið áberandi í myndum á borð við „Personal Computer," lítil og krúttleg vélmenni í myndum eins og „Star Wars" og „Rocky IV," vélsagir og borvélar í hryllings- myndum sem nýorðinn ritstjóri Tímans bannaði fólki að sjá á sín- um tíma, vélbyssur og rafknúin morðvopn hafa oft skyggt á aðal- leikara hörkuspennandi myndanna og ýmiskonar tækniundur skipta mun meira máli í „Jantes Bond" cn Roger sjálfur Moorc. En það tæki sem oftast hcfur fariö meðaðalhlutverk í kvikmyndum er bifreiðin. Allt frá því „Bullitt" kom á markaðinn hafa „bílaeltinga- leikjamyndir" streymt frá kvik- myndaframleiðendum. Og það er ekki einungis í slíkum niyndum sem bíllinn þykir ómissandi heldur spilar hann stórt hlutverk í banda- rískum gamanmyndum því fátt ku vera fyndnara en þegar bílar keyra hvor á annan og ef þeir springu síðan í loft upp er íullvíst að allir bíógestir skemmti sér konunglega. Kvikmyndin Shaker run er dæmigerð bílamynd. Par má sjá bíl stökkva yfir marga meðbræður sína, skransa í beygjum, rúlla upp malbikinu, snúa við á punktinum eða hvaðþetta heitirallt saman. Ég er nú ekki mikill kunnáttumaður um bíla en ég gat ekki betur séð en bílnum færist þetta vel úr hendi, ef hægt er að segja það um híla. Mun minna mæddi á þeim lcikurum myndarinnar sem voru af holdi og blóði, einkum sökum þess að handrit myndarinnar gaf leikur- unum ekki mörg tækifæri á því að leggja mjög hart að sér við leik. Enda hefði það þá dregiö athygli áhorfenda frá aðalatriði myndar- innar scm var viðureign bleika bíls- ins við alla hina. En mikil ósköp var gaman að sjá Cliff Robertson eftir margra ára hlé. Hann lék bílstjórann í mynd- inni og var sá klárasti í heimi. En þar sem hann liafði Ient í því að drepa sinn besta vin á kapp- akstursbrautinni þurfti hann að afla sér peninga með meðölum sem honum voru vart samboðin. Hvort Cliff hafi drepið sinn besta vin í einhverju kvikmyndaverinu veit ég ekki, en cinhvern veginn hafði égá tilfinningunni að honum þætti þessi mynd sér ekki samboðin. ★STJÖRNUGJÖF TÍMANS HEIÐUFS PRIZZIS (Prizzi’s Honor) ★★★★ ST. ELMOS FIRE ★★★★ ALLT EÐA EKKERT (Plenty) ★★★ BYLTINGIN (Revolution) ★★★ STIGAMENN (Restless Natives) ★★★ AFTUR TIL FRAMTÍÐAR (Back to the Future) ★★ LÖGGULÍF ★★ MAD MAX (The Tunderdome) ★★ ROCKY IV ★★ SILVERADO ★★ SJÁLFBOÐALIÐAR (Volunteers) ★★ UNDRASTEINNINN (Cocoon) ★★ VÍSINDATRUFLUN (Weird Science) ★★ ÞAGNARSKYLDAN (Code of Silence) ÖRVÆNTINGARFULL LEIT AÐ SUSAN ★★ (Desperately Seeking Susan) ★★ BOLERO ★ ÆSILEG EFTIRFÖR (Shaker’s run) ★ D.A.R.Y.L. O LÖGREGLUSKÓLINN (Police Academy II) O ÆTTARGRAFREITURINN (Mausoleum) 0 ÖKUSKÓLINN (Moving Violations) 0 ★★★★★ = Frábær ★★★★ = Ágæt ★★★ = Góð ★★ = Þokkaleg ★ = Slæm O = Afleit

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.