Tíminn - 08.02.1986, Qupperneq 4
4 Tíminn
Laugardagur 8. febrúar 1986
SPEGILL
Aumingja Tootsie!
„Enn þann dag í dag skil ég
ckki konur, þrátt fyrir reynslu
mína af Tootsie,“ segir Dustin
Hoffman. „Ég skil sumt í fari
þeirra, en þær eru og verða mér
alltaf ráðgáta.“
t>ó er ekki hægt að segja að
Dustin hafi ekki lagt sig allan
fram um að setja sig í spor Toots-
ie þegar hann klæddist kven-
mannsgervi í samnefndri
kvikmynd. Þar tókst svo vel upp
að Tootsie var tekin sem fullgild-
ur kvenmaður bæði af konum og
körlum. En þegar Dustin fór á
stúfana í gervi Tootsie og ætlaði
að kanna viðbrögð ókunnugs
fólks varð hann margs vísari um
það sem konur ganga í gegnum.
„Ég varð hvað eftir annað að
bíta í það súra epli að enginn karl-
maður leit á mig tvisvar. Og Jon
Voight, sem ég lék á móti í Mid-
night Cowboy, horfði bara hrein-
lega í gegnum mig þegar ég
reyndi að tala við hann. Steininn
tók þó úr þegar ég var samferða
Jose Ferrer í lyftu og reyndi að
taka hann á löpp. Jose forðaði sér
hið snarasta og spurði viðstadda
hvaða „kerling" þetta væri eigin-
lega!“ segir Dustin.
Hann var farinn að sárvor-
kenna Tootsie, en varð að viður-
kenna þegar hann var búinn að
virða hana fyrir sér í speglinum
góða stund, að sjálfur myndi •
hann ekki hafa áhuga á nánari
kynnum við þessa konu. „Þegar
ég gerði mér Ijóst að það væri
aldrei hægt að gera hana fallega
fann ég virkilega til. Það rannlíka
upp fyrir mér að hún væri senni-
lega of gömul til að eignast börn.
Þá grét ég af meðaumkun með
henni,“ segir Dustin.
Hann segist samt hafa haft gott
af að kynnst Tootsie og hennar
vandamálum svona náið. „Ég er
í eðli mínu frekur og óþolinmóð-
ur, en konan mín segir að ég sé,
miklu umburðarlyndari eftir að
ég kynntist Tootsie.
Aumingja Tootsie átti bágt en
ég hafði gott af að kynnast
henni,“ segir Dustin Hoffman.
Mörgum leist vel á Tootsie í
myndinni, en útkoman varð önn-
ur þegar Dustin Hoffman fór í
gervinu út á meðal fólks!
„Dustin varð umburðarlyndari
eftir að hann kynntist Tootsie,“
segir kona hans, Lisa.
Það var mikið og vel vandað til
þegar Dustin var breytt í konuna
Tootsie.
IIIII llllll III ÚTLÖND II 11111 Illllll 1111II1111 111 lllllll ■ 11
TRÍPÓLÍ — Muammar Gaddafi Líbýuleiötogi sagðist
hafa skipað flugher sínum að fljúga í veg fyrir allar ísraelsk-
ar farþegaflugvélar er hans menn rækjust á yfir Miðjarðar-
hafi og snúa þeim til Líbýu.
MANILA - í sjónvarpi stjórnarinnar á Filippseyjum var
því haldið fram að stórsigur Ferdinands Marcosar forseta
yfir andstæðingi sínum Corazon Aquino væri í uppsiglingu
í forsetakosningunum sem lauk í gær.
HÖFÐABORG - P.W. Botha forseti lýsti yfir afnámi
hættuástands í sjö af þeim 38 héruðum sem búið hafa við
þessi lög. Hann sagði í ræðu á þingi að ástand í mörgum
hlutum Suður-Afríku væri nú að verða eðlilegt eftir miklar
óeiröir síöustu tvö árin sem kostað hafa 1.100 manns lífið.
WASHINGTON — Jean-Claude Duvalier, sjálfskipað-
urforseti Haiti fyrir lífstíð, og fjölskylda hans flúðu þessa ey
í karabíska hafinu í bandarískri herflugvél. í París var haft
eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar að Duvalier kæmi við í
Frakklandi áður en hann færi til staðar sem enn hefur ekki
fengist gefiö upp hver er.
VESTUR-BERLÍN — Hinn aukni undirbúningur undir
njósnaraskiptin milli Austurs og Vesturs hefur vakið upp
umræður milli stjórnarerindreka og telja þeir bandarísk og
sovésk stjórnvöld ætla að notfæra sér skiptin og búa til
dramatískan fjölmiðlaatburð. Bandarískurembættismaður
heimsótti Glienickebrúna sem verið hefur vettvangur
undanfarinna njósnaraskipta.
BEIRUT — Eldflauga- og skotárásir skáru á samgöngur
milli svæða kristinna manna og múslima í Beirút. Á meðan
bárust þær fréttir að herflokkar hefðu tekið sér stöðu á
kristna svæðinu við hina svonefndu grænu línu og tekið þar
við af fámennum herdeildum.
MADRID — Spánski varaflotaforinginn Cristobal Colon
De Carvajal - eða Kristófer Kólumbus - og bílstjóri hans
voru jarðaðir í Madríd og var aðskilnaðarsinnum Baska hót-
að hefndum. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið á bak við
morðin sem framkvæmd voru af byssumönnum í gær.
TRICHUR, Indland — SkuggiféllásigurförJóhann-
esar Páls páfa um aðalsvæði kristinna manna á Indlandi
þegar hrundi og olli dauða eins áhorfanda og særði átján
aðra.
FRETTAYFIRUT
NEWSINBRIEF
TRIPOLI - Libya’s Muammar Gaddafi said today he
had ordered his air force to intercept and divert to Libya and
Israeli civilian airlinerfound flying across the Mediteranne-
an.
MANILA — Philippines government television claimed
President Ferdinand Marcos appeared headed for a lands-
lide win over opposition contender Corazon Aquino in yest-
erday’s presidential election.
CAPE TOWN — President P.W. Botha announced the
lifting of a state of emergency in seven of the 38 districts aff-
ected. He told parliament the situation in various parts of
South Africa was, returning to normal after unrest which
claimed nearly 1.100 lives in the past two years.
WASHINGTON — Haitian President-for-life Jean-
Claude Duvalier and his family left the rebellious Caribbean
island in a U.S. air force plane, the U.S. said. In Paris, the
French government said he would come to France first bef-
ore leaving for another as yet undisclosed destination.
WEST BERLIN — Preparationsfor a major East-West
spy swap intensified in West Berlin amid diplomatic specul-
ation that U.S. and Soviet authorities could turn the hand-
over into a dramatic media operation. A. U.S. official visited
the Glienick bridge, scene of past secret handovers.
BEIRUT — Rocket and machinegun clashes cut links
between Christian and moslem-held seoors of Beirut amid
press reports that militiamen had replaced army units on
the Christian side of the Lebanese capital’s „green line“
battlefront.
MADRID — Spanish vice-admiral Christobal Colon de
Carvajal in English, Christopher Coloumbus - and his dri-
ver were buried here amid an outcry against their suspect-
ed Basque separatist killers. Gunmen ambushed them here
yesterday.
TRICHUR, India - Pope John Paul’s triumphal prog-
ress through the Christian heart of India was marred when a
wall collapsed along the papal route, killing one person and
injuring 18.