Tíminn - 08.02.1986, Side 14

Tíminn - 08.02.1986, Side 14
18 Tíminn ; Norrænn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Fyrsta úthlutun norrænu ráðherranefndarinnar (mennta- og menningarmálaráðherrarnir) 1986 - á styrkjum til útgáfu á norrænum bókmenntum í þýðingu á Norðurlöndunum - fer fram í maí. Frestur til að skila umsóknum er: 1. apríl 1986. Eyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá Menntamála- ráðuneytinu í Reykjavík. Umsóknirsendist til: NORDISK MINISTERRÁD Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde Snaregade 10 DK-1205 Köbenhavn K Sími: DK 01 -11 -47-11 og þar má einnig fá allar nánari upplýsingar. Norrænn styrkur til þýðinga á bókmenntum nágrannalandanna Ráðherranefnd Norðurlanda mun á næstafundi sínum, sem haldinn verður 14.-16. maí 1986, úthluta styrkjum til þýðinga á árinu 1986. 75.000 danskar krónur eru til umráða og er þeim fyrst og fremst ætlað að renna til þýðinga úr smærri málsvæðum, þ.e. færeysku, græn- lensku, íslensku og samísku yfir á hin stærri, þ.e. dönsku, norsku og sænsku. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 1986. Umsóknareyðublöð fást hjá: NORDISK MINISTERRÁD Nabolandslitteraturkomitéen Snaregade 10 1205 Köbenhavn K Sími: (009-45-1) 11-47-11 m LAUSAR STÖÐUR HJÁ \W\ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólktil eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Sálfræðing í 50% starf, sem ætlað er að þjóna bamadeild heilsuverndarstöðvarinnar og heils- ugæslustöðvum í Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur Halldór Hansen, yfirlæknir barnadeildar í síma 22400, alla virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannhalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9 5. hæð á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00, mánudaginn 10. mars. UMSÓKNIR Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi óskar eftir umsóknum um íbúðir sem koma til úthlutunar á ár- inu 1986. Hér er um að ræða nýjar íbúðir á suður- hlíðarsvæði og eldri íbúðirsem komatil endursölu. Umsóknareyðublöð liggjaframmi á bæjarskrifstofu Kópavogs að Fannborg 2,4. hæð. Umsóknum skal skila á sama stað eigi síðar en 28. febrúar 1986. fVERKAMANNASÚSTAÐIR í KÓPAVOGÍ IflLAUSAR STÖÐUR HJÁ IffiJ REYKJAVIKURBORO Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólktil eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Staða fulltrúa er annarst ráðgjöf á vistheimilum. Félagsráðgjafamenntun og starfsreynsla áskilin. • Staða fulltrúa við eina af hverfisskrifstofum fjöl- skyldudeildar. Félagsráðgjafamenntun eða sam- bærileg starfsmenntun áskilin. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5.hæð á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 24. febrúar 1986. Laugardagur 8. febrúar 1986 BRIDGE Úrslit Reykjavíkurmótsins ■ sveitakeppni verða spiluð nú um helgina. Þessi mynd var tekin af úrslitakeppninni í fyrra og sýnir Val Sigurðsson og Aöalstein Jörgensen sem spila við Örn Arnþórsson og Guðlaug Jóhannsson. Þessir spilarar eru aftur í eldlínunni um helgina. Tímamynd: Arí Bridgesambandið: Ætlar að senda pör á heimsmeistaramótið Bridgesembandið hefur ákveðið að senda landslið á Norðurlandamótið í sumar á báðum flokkum og eins að styrkja a.m.k. tvö pör til farar á heimsmeistaramótið í tvímenning sem haldið verður í haust á Miami í Bandaríkjunum. f samtali við bridgeþáttinn sagði Björn Theódórsson forseti Bridge- sambandsins að ekki væri enn búið að ákveða hvernig staðið verður að vali liðs á Norðurlandamótið en lík- lega yrði pörum eða sveitum gefinn kostur á að sækja um landsliðssæti eins og gert var síðast. Björn sagði síðan að lítið væri enn vitað um heimsmeistaramótið í Mi- ami, og því hefði ekki verið ákveðið hvernig staðið yrði að vali á pörum þangað. Þó yrði sjálfsagt fslands- meisturunum í tvímenning boðið á mótið og einu til tveim pörum öðrum, sem stjórn Bridgesambands- ins myndi velja. ÚrslH Reykjavíkurmótsins Úrslit Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni eru spiluð nú um helg- ina í Gerðubergi en sex efstu sveit- irnar úr undankeppninni taka þar þátt. Þetta eru sveitir Samvinnu- ferða, Delta, Úrvals, Páls Valde- marssonar. Jóns Hjaltasonar og Kristjáns Blöndal. Þessar sveitir spila 16 spila leiki allar við alla en leikirnir úr undan- keppninni gilda sem fyrri hálfleikur 32ja spila leiks. Þetta fyrirkomulag hefur verið nokkuð umdeilt, sérstak- lega vegna þess að það getur ráðið úrslitunum á mótinu hvaða sveitir fóru inn með þeim fjórum „stóru“. Kristján Blöndal lenti í 6. sæti, einu stigi fyrir ofan Stefán Pálsson. Þetta skipti t.d. miklu máli fyrir sveit Delta, því í undankeppninni vann hún sveit Kristjáns með 33ja stiga mun en tapaði fyrir sveit Stefáns með 10 impa mun. Sjálfsagt er besta lausnin að hafa aðeins fjórar sveitir í úrslitunum, eins og var hér áður, og láta þær byrja úrslitin á sléttu. Síðan spili 1. og 4. sveit og 2. og 3. sveit útsláttarleiki og sigurvegararnir spila síðan til úrslita. Lokaröðin í Reykjavíkurmótinu varð þessi: Samvinnuferðir/Landsýn 457 Delta 453 Úrval 436 Páll Valdimarsson 426 Jón Hjaltason 411 Kristján Blöndal 406 Stefán Pálsson 405 Hermann Lárusson 398 Magnús Torfason 364 SigurðurB. Þorsteinsson 357 Sigurjón Tryggvason 352 Ester Jakobsdóttir 340 12 efstu sveitirnar unnu sér þátt- tökurétt í íslandsmótinu. Staðan í úrslitunum eftir undan- keppnina er þessi: Samvinnuferðir 91, Delta 86, Úrval 84, Páll 69, Jón 67, Kristján 49. Bridgedeild Breiðfirðinga Staðan eftir 31. umferð mennings félagsins er þessi: Jón Stefánsson - aðaltví- Magnús Oddsson Sveinn Þorvaldsson - 550 Hjálmar Pálsson Helgi Nielsen - 424 Alison Dorosh Sveinn Sigurgeirsson - 414 Baldur Árnason Jóhann Jóhannsson - 403 Kristján Sigurgeirsson 390 Guðmundur Thorsteinsson - Gísli Steingrímsson Albert Þorsteinsson - 353 Sigurður Emilsson Guðmundur Aronsson - 334 Sigurður Ámundason Halldór Jóhannsson - 296 Ingvi Guðjónsson Ingibjörg Halldórsdóttir- 269 Sigvaldi Þorsteinsson 266 Bridgedeild Rangæinga Eftir 5 umferðir í aðalsveita- keppni félagsins er staða efstu sveita þessi: Gunnar Helgason 115 Sigurleifur Guðjónsson 107 Gunnar Alexandersson 85 Bridgedeild Sauðárkróks Frá Ö.Þ. Fljótum: Hjá Bridgefélagi Sauðárkróks stendur yfir aðalsveitakeppni félags- ins með þátttöku 8 sveita og jafn- hliða stendur yfir þriggja kvölda tví- menningskeppni og hafa verið spil- aðar tvær umferðir. Staðan í sveitakeppninni er þessi: Bjarki Tryggvason 98 Margrét Guðvinsdóttir 72 Kristján Sölvason 66 Hrafnhildur Skúladóttir 64 Úrslit í tveggja kvölda tví- menningskeppni urðu þessi: Halldór Tryggvason - Bjarki Tryggvason 335 Hrafnhildur Skúladóttir - Soffía Daníelsdóttir 322 Gunnar Þórðarson - Jón Örn Bender 313 Hjördís Þorgrímsdóttir - Broddi Þorsteinsson 296 Sigurgeir Angantýsson - Páll Þorsteinsson 278 Bæjarkeppni í bridge fór fram milli Blönduóss og Sauðárkróks og unnu Sauðkrækingar nokkuð örugg- lega með 95 stigum gegn 55. Þetta er í fyrsta skipti sem slík keppni fer fram milli þessara bæja. Brídgefélag R jótamanna Tíu sveitir spila í aðalsveitakeppni Bridgefélags Fljótamanna, þar af fjórir frá Siglufirði. Staðan er þessi: Ásgrímur Sigurbjörnsson 115 Ólafur Jónsson 96 Reynir Pálsson 92 Guðlaug Lárusdóttir 75 Haraldur Árnason 73 í sveit Ólafs spilar yngsta kynslóð bridgefjölskyldunnar á Siglufirði, tveir synir Jóns Sigurbjörnssonar og eru þeir aðeins 13 og 14 ára gamlir. Bridgefélag Hvolsvalla Þann 29. desember var haldið ár- legt KR mót í tvímenningi og var þátttakan að þessu sinni 22 pör. Spil- að var með barometerfyrirkomulagi og var keppnisstjóri Brynjólfur Gestsson. Viðar Bjarnason - Sigurjón Pálsson 105 Gyða Thorsteinsson - Guðmundur Thorst. 76 Kjartan Jóhannsson - Örn Hauksson 68 Brynjólfur Jónsson - Haukur Baldvinsson 66 Guðjón Bragason - Daði Björnsson 48 Sigurður Sigurjónsson - Sigurjón Karlsson 36 Magnús Bjarnason - Árni Sigurðsson 28 Torfi Jónsson - Jón Þorkelsson 28 Fyrsta mót nýja ársins var svo 3 kvölda einmenningur samhliða firmakeppni. Þátttakan var 32 spilar- ar og 50 firmu. Það er því uppsveifla í bridgelífi hér í héraði. Þau firmu er tóku þátt í keppninni fá þakkir fyrir að stuðla að styrkari stöðu félagsins. Framundan er sveitakeppni og helgina 7.-9. febr. verður Suður- landsmót í sveitakeppni haldið á Hvolsvelli. Frá Brídgesambandi ísjands íslandsmót kvenna og yngri spil- ara í sveitakeppni, verður haldið fyrstu helgi í mars, dagana 1. og 2. mars í Gerðubergi í Breiðholti. Spilamennska hefst kl. 13 á laugar- deginum, en fyrirkomulag að öðru leyti byggist á þátttöku hverju sinni. Þó er stefnt að því að allir spili v/alla í undanrásum og 4 efstu sveitir úr hvorum flokki komist í úrslit sem verða spiluð næstu helgi á eftir í Drangey v/Síðumúla 35. Skráning er hafin hjá Bridgesam- bandi íslands og lýkur skráningu miðvikudaginn 26. febrúar nk. Þátttökugjaldi verður stillt í hóf að venju, og keppnisstjóri verður Agn- ar Jörgensson. Spilað er um gullstig í þessum mótum, auk verðlauna fyrir efstu sveitir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.