Tíminn - 08.02.1986, Síða 20

Tíminn - 08.02.1986, Síða 20
SOVETMENN eru slakir á útivelli og það kann að há þeim í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó í sumar. Þeirra árangur á heimavelli er hinsvegar góður og það var fyrst og fremst sá þáttur sem kom þeim í HM. Nú eru Sovétmenn byrjaðir að undirbúa lið sitt fyrir keppnina og þjálfari þess er fullviss um að ekkert standi í vegi fyrir ágætum árangri. En á hvaða menn ætla þeir að treysta? Eiga Sovétmenn eftir að verða stórveldi í knattspyrnuheiminum eða verða þeir bara iðnir púkar á knattspyrnuvellinum sem aldrei vinna stórmót? Tímiiin Laugardagur 8. febrúar 1986 Visa skákkeppnin hefst í dag Það var danskur andi ríkj- andi hjá mönnunum við eitt borðanna í kaffiteríunni á Hótel Loftleiðum þegar blaðamenn bar þar að í eftir- miðdaginn í gær. Bent Larsen sem er lengst til vinstri á myndinni á að tefla við Kavalek í dag og sagði liann Tímanum að honum hefði alltaf gengið vel gegn honum og væri því nokkuð bjartsýnn á sigur. „Það er að segja ef hann er þá kominn til landsins, ég hélt að hér væru samankomnir sterk- ustu skákmenn Norðurlanda og Bandaríkjanna, en hef ekki rekist á nema örfáa enn“, bætti Larsen við bros- andi. Rasmussen sem er lengst til hægri á myndinni á að tefla á 9. borði við Henley, sagðist ekki treysta sér til að spá um sínar skákir. „Ég þekki Henl- ey lítið og ég verð bara að tefla og sjá hvernig gengur." Báðir skákmeistararnir tölu að keppnin yrði spennandi og treystu sér ekki til að spá hvor sveitin bæri sig- ur úr býtum. - BG Tímamvnd: Árni Bjama Menntamálaráðherra: Bað starfs- fólk LIN í yfirlýsingu sem starfs- fólk Lánasjóðs íslenskra námsmanna samþykkti á fundi 4. febrúar s.l. cr greint frá óánægju með „sí- felldar og ósanngjarnar" aðfinnslur ráðherra í garð fólks sem reynir einungis að „sinna störfum sínum af kostgæfni“. í því sambandi er m.a. vísað til ummæla Sverris Hermannssonar á Al- þingi þann 30. janúar s.l. ■ um starfsfólk sjóðsins. í tilefni af þessu ritaði starfsfólk LÍN ráðherra bréf þann31. janúars.l. þar sem borin voru fram mót- mæli og óskað eftir fundi með honum. Þá segir í yfir- lýsingunni: „Okkur starfs- mönnum hefur nú borist bréf ráðherrans, dags. 4. febr. 1986, stílað á fram- kvæmdastjóra sjóðsins, en ætlað okkur til lestrar. í bréfi þessu kveðst hann skiljanlega síður vilja hitta okkur, nema þá einhverja fáa útvalda. En auk þess dregur hann til baka æru- meiðandi ummæli sín um okkur. Við fögnum þessari yfirlýsingu ráðherrans og teljum hann mann að meiri að viðurkenna mistök sín. Jafnframt gleður það okkur að ráðherrann skuli í bréfi þessu lýsa sig sammála okk- ur um að full ástæða sé til að hefja nú rannsókn á ábyrgð stjórnar sjóðsins á fjármál- um hans og rekstri.“. -SS Samnings* Islendingar gætu grætt 2000 milljónir á árinu - á fiskverðshækkun og lækkun á olíuverði erlendis Verðlag á fiski og olíu í jan- úarlok felur í sér viðskipta- kjarabót fyrir íslendinga sem svarar til um 2000 milljóna króna eða 1Ví% af vergri lands- framleiðslu. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðhagsstofnun um breyttar horfur á viðskipta- kjörum fslendinga árið 1986. í fréttinni segir að síðustu vikurnar hafi orð.ð veruleg breyting til hins betra á við- skiptakjörum fslendinga. Verð á freðfiski og saltfiski hefur hækkað og olíuverð lækkað. Miðað við verðlag nú virðast viðskiptakjörin 2-3% hagstæð- ari en í fyrra og 3-4% hagstæð- ari en reiknað var með í síðustu þjóðhagsspá fyrir árið 1986. Á innflutningshlið vegur olíuverðið þungt. Ef það olíuverð sem skráð var í Rott- erdam í janúarlok helst út árið felur það í sér 1000 milljón króna lægri olíureikning fyrir þjóðarbúið. En þar sem óvissa ríkir um verðlagningu gerir þjóðhagsstofnun ráð fyrir 5- 600 milljón króna lækkun. Ef síðan helst hagstætt verðlag á fiskmörkuðum erlendis er gert ráð fyrir 1500 milljón króna hærri útflutningstekjum en í síðustu spá og samanlagt nem- ur því þessi viðskiptakjarabót um 2000 milljónum króna. Sá fyrirvari er á spánni að ís- lensku fisksölufyrirtækin í Bandaríkjunum telja óvíst að hið háa verð á þroskblokk haldist til lengdar. Einnig er gert ráð fyrir að bætt viðskipta- kjör muni hafa í för með sér aukjnn innflutning. Þá er bent á að batinn snerti að svo stöddu fyrst og fremst sjávarútveg en þegar fram í sækir standa þó vonir til aðolíuverðslaékkunin verði til að draga úr verðbólgu erlendis, lækka vexti á alþjóða- lánamarkaði og glæða hagvöxt í iðnríkjum. -GSH Harkalegur árekstur varð á Hólmsárbrú síðdegis í gær. Tveir farþegar á AustinAllegro-hifreiðinni fremst á myndinni voru fluttir á slysavarðstofu en fóru hcim að lokinni rannsókn. réttar- málin á dagskrá - áfundi BSRB og ríkisvaldsins Á sáttafundi fimmtíu- mannanefndar BSRB og fulltrúa ríkisvaldsins í gær, lagði sáttanefnd BSRB fram nýjar tillögur um samningsréttarmálin. Að sögn Kristjáns Thorlacius- ar formanns BSRB felst í þessum tiliögum að öll að- ildarfélög bandalagsins fái fullan og óskoraðan samn- ings- og verkfallsrétt. Kristján sagði að þeir hefðu undirstrikað mikil- vægi þessarar kröfu með því að benda á að fengist hún ekki í gegn myndi BSRB íhuga skipulega bar- áttu með sínum félögum eftir öðrum leiðum, eins og t.d. uppsögnum. Fulltrúar ríkisvaldsins skýrðu á fundinum nánar ýmis atriði í bréfi ríkis- stjórnarinnar frá því fyrr í vikunni um efnahags- og verðlagsmál og lýstu því yfir að þeir myndu vinna að því yfir helgina að útfæra þau atriði með tölum og ákveðnum stærðum. í framhaldi af því sögðu þeir að viðræður um kaupmátt og launakjör gætu hafist fyrir alvöru um miðja vik- una, og í samræmi við það boðaði sáttasemjari til næsta samningafundar kl. 10 á miðvikudag. - BG HeimiKJ P/Oáfiagsslotnun límamynd: Sverrir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.