Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. febrúar 1986
Tíminn 3
Norræn samvinna:
Þróunarstofnun
og áhættusjóður
- að frumkvæði Gyllenhammarnefndarinnar
Stofnun norrænnar þróunarstofn-
unar hefur nú verið ákveðin í fram-
haldi af störfum Gyllenhammar-
nefndarinnar sem fyrir nokkru skil-
aði áliti um aukið samstarf Norður-
landanna. Stofnunin mun taka til
starfa í apríl n.k. og hafa aðsetur sitt
í Þrándheimi í Noregi. Fyrirtækjum,
bæði stórum og smáum, á Norður-
löndunum verður boðin þátttaka,
svo og launþegasamtökum.
Jafnframt hefur verið ákveðin
stofnun norræns sjóðs er hafi það
hlutverk að veita áhættufjármagni til
framleiðslufyrirtækja til rannsókna
eða þróunar. Fjárveitingar úr sjóðn-
um verða ákveðnar út frá því hve
fyrirhuguð framleiðsla þeirra þykir
áhugaverð, en ekki í hlutfalli við
fjármagn frá hverju landi. Fyrirtækj-
um á Norðurlöndum verður boðin
“aðild að sjöðnum gegn ákveðnu
fjárframlagi en með því gefst þeim
og kostur á að nýta sér hugmyndir og
tækni sem önnur fyrirtæki innan
sjóðsins hafa yfir að ráða.
Framsókn í Kópavogi:
Átján í próf-
kjör á morgun
Kópavogsbúar virðast hafa mikinn áhuga á að taka þátt í stjórnun bæjar-
félagsins. Alls hafa 18 manns gefið kost á sér í prófkjör Framsóknarflokks-
ins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. sem frani fer á morgun, sunnu-
dag:
Ásta Hannesdóttir
Björn Einarsson
Bragi Árnason,
Brynhildur Jónsdóttir
Einar Bollason
Elín Jóhannsdóttir
Guðleifur Guðmundsson
Guðmundur Þorsteinsson
Guðrún Einarsdóttir
Guðrún Gísladóttir
Haukur Þorvaldsson
Ingólfur Steindórsson
Jón Guðlaugur Magnússon
Skúli Sigurgrímsson
Vilhjálmur Einarsson
Þórlaug Stefánsdóttir
Þorsteinn Kr. Björnsson
Þorvaldur R. Guðmundsson
Lagöurgrunnurað
stofnun nýstárlegra
samtaka:
Samtök
óánægðra
ökumanna
- sem telja sig hafa
verið beitta órétti
í rannsókn
umferðarslysa
Grunnurinn hefur verið lagður að
stofnun samtaka bifreiðaeigenda,
sem telja sig hafa farið halloka í sam-
skiptum við lögreglu og tryggingarfé-
lög, vegna rannsóknar og úrskurðar á
bifreiðatjóni í umferðarslysum.
Guðbjörn Jónsson úr Kópavogi,
hefur sent fjölmiðlum skýrslu, þar
sem hann rekur raunir sínar í sam-
skiptum við lögreglu og tryggingarfé-
lög. Telur hann sig hafa verið beittan
órétti og einnig að hann hafi þurft að
gjalda mistaka í starfi lögreglunnar.
í niðurlagi skýrslunnar frá Guð-
birni segir: „Ég hefi hugsað mér að
vinna úr þessu skipuleg gögn sem
nota megi í væntanlegri baráttu fyrir
réttlátri meðferð svona niála."
Guðbjörn segist ekki ætla að gerast
dómsvald í neinu máli. Síðan segir:
„Kannski verðum við það stór hóp-
ur þegar yfir lýkur að við getum feng-
ið málið tekið fyrir í heild á grund-
velli umfcrðarlaga þeirra scm eru til
meðferðar. á Alþingi." Guðbjörn
hvetur fólk, sem telur sig hafa verið
beitt rangindum í árekstrarmálum,
að hafa samband við sig í síma 91-
43426 eftir klukkan 19 eða um
helgar.
-ES
Byggingarvísitalan:
Verðbólgan
í sementi
og steypu
Nýleg 15% verðhækkun á sementi
og steypu veldur 1,4% af alls 2,4%
hækkun sem varð á byggingarvísi-
tölu milli janúar og febrúar, en 1%
er vegna hækkunar annarra bygg-
ingarefna. Öll hækkun byggingar-
vísitölunnar nú er því á cfnisliðunum
þar af töluverður hluti vegna verð-
hækkunar á sandi.
Undanfarna 3 mánuði hefur vísi-
talan hækkað um 4,4%, sem jafn-
gildir 18,9% verðbólgu á heilu ári.
Hækkunin síðustu 12 mánuði var
32,6%.
-HEI
5 GIRA
frá kr.
396.
VERÐSKRÁ:
BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF.
SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SÖLUDEELD: 31236
Hagstæðir
greiðsluskilmálar.
Söludeildin
er opin í dag frá kl. 13—
Varahlutaverslunin opin frá
9-12.
KAPPKOSTUM ÁVALLT AÐ BJÓÐA LADA-VARAHLUTI Á SEM LÆGSTU VERÐI.
Tökum vel með
farnar Lada-bifreiðir
upp í nýjar.
Allir okkar bílar
eru árgerð 1986, ryðvarðir og tiibúnir
til afhendingar strax.
Lada 1200 195.000.-
Lada Safír 230.000.-
Lada 1500 skutb. 4 gíra 248.000.-
Lada Lux 4 gíra 259.000.-
Lada 1500 skutb. 5 gíra 268.000.-
Ryðvörn innifalin í verði