Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 6
6Tíminn Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Stefna Framsóknarflokksins Frá stofnun Framsóknarflokksins hefur hann verið ráðandi stjórnmálaafl í íslenskri pólitík. Framsóknar- flokkurinn hefur hvað eftir annað verið í forystu ríkis- stjórna eða átt aðild að þeim. Enginn vafi er á að Fram- sóknarflokkurinn hefur haft veruleg áhrif á þróun þess þjóðfélágs sem við lifum í og hann hefur haft forgöngu í ýmsum veigamiklum málaflokkum sem þörf hefur verið fyrir að hrinda í framkvæmd. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið laus við hentistefnur, tekið ábyrgt á málum og hefur ekki hlaup- ið frá vandasömum og umdeildum verkefnum sem á honum hafa hvílt. Það sem greinir Framsóknarflokkinn ekki hvað sfst frá öðrum stjórnmálaflokkum hér á landi er að hann er ekki byggður upp á grundvelli innfluttrar stefnu, hvorki til hægri né vinstri, heldur var stofnaður sem alíslenskur flokkur, byggður á sögulegri félagsmálaþróun í landinu. Því er Framsóknarflokkurinn fyrst og fremst íslenskur flokkur sem vaxið hefur upp úr íslensku þjóðfélagi og stendur þar traustum fótum enda þótt um hann blási vindar og fylgi við hann sveiflist um nokkur prósent. Hann miðar stefnu sína við íslenska menningu, íslensk- ar aðstæður og sérstöðu. Framsóknarflokkurinn vill að framleiðslutæki þjóðfé- lagsins séu í eigu einstaklinga, félaga, einkum samvinnu- félaga og ríkisins. Ríkið eigi þó framleiðslutækin aðeins í undantekningartilfellum t.d. þar sem samkeppni er ekki til staðar á markaðnum eða um tilraunarekstur sé að ræða. Framsóknarmenn vilja þannig að atvinnu- reksturinn sé í höndum frjálsra einstaklinga og félaga þeirra. Fáttur einstaklinga í atvinnulífinu sé sem víðtæk- astur og atvinnulýðræði eflt. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt stutt samvinnu- hreyfinguna sem er lýðræðislegasta rekstrarform sem til er. Samvinnuhreyfingin íslenska hefur marg sannað gildi sitt og fullyrða má að fyrir tilstuðlan hennar hefur verið hrint í framkvæmd ótölulegum fjölda verkefna í þágu fólksins. Ekki síst hefur það átt sér stað á lands- byggðinni og er það í samræmi við þá grundvallarstefnu Framsóknarflokksins að landið allt eigi að byggja. Framsóknarflokkurinn leggur á það áherslu að hag- kvæmni markaðarins sé nýtt með virkri samkeppni og frjálsri samvinnu en ríkið beiti samræmdri áætlanagerð í sem flestum þáttum umsvifa sinna. Þannig áætlanagerð á að beita t.d. í heilbrigðismálum, samgöngumálum, orkumálum og byggðamálum svo dæmi séu nefnd. í riti sínu Framsóknarflokkurinn og stefna hans segir Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra: „Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á íslandi sannkallað frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag efnalega sjálfstæðra manna sem leysa sameiginleg verk- efni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Þjóðfélag þar sem manngildið er metið meira en auð- gildið. og vinnan, þekkingin og framtakið er sett ofar og látið vega meira en auðdýrkun og fésýsla.“ Nú þegarfjöldi flokka keppist við að marka sér bás í ís- lenskum stjórnmálum er rétt að benda á þessi atriði í stefnu Framsóknarflokksins. Að honum er vegið af öll- um flokkum en nú sem áður mun Framsóknarflokkurinn standast þær árásir með heiðarleik og skýra stefnu að vopni. Laugardagur 22. febrúar 1986 IMIIIIIIIIIII* Á ÞINGPALLI IIIIIIIIIIIIIIIIIM^ INNRA ÖRYGGI Á ÍSLANDI Á fundi hjá fclaginu Varðbergi fyrr í þessari viku hélt Matthías Mathiesen utanríkisráðherra ræðu þar sem hann gerði „innra ör- yggi“ íslenska ríkisins að umtals- efni sem þátt í frumkvæði íslend- inga í öryggis- og varnarmálum. Ráðherrann Iagði sérstaklega áherslu á það hversu viðbúnaður gegn hvers kyns starfsemi sem mið- ar að því að grafa undan öryggi og sjálfstæði landsins hefur verið van- ræktur. Á hversdagslegu máli heit- ir slíkt að hérlendis hafi menn ekk- ert að marki leitt hugann að njósna- og undirróðursstarfi er- lendra aðila í landinu. Full ástæða er til að taka undirslík varnaðarorð í þeirri von að fljótlega verði hafist handa við að bæta þar úr. Grandaleysi og áhugaleysi Þegar alþjóðastjórnmál bcr á góma á íslandi verður oft vart við vanmáttarkennd sem birtist ýmist í grandaleysi eða áhugaleysi gagn- vart umsvifum stórvelda. Þetta á ekki síst við það er lýtur beinlínis að þjóðinni og landinu sjálfu. Við- kvæðið er jafnan að einskis ills sé að vænta eða að hér sé eftir litlu að slæðast. Hvort tveggja er rangt. Sntæð lands og þjóðar gefur ekki tilefni til skilyrðislausrar undirgefni við erlend stórveldi. Það þarf ekki að fjölyrða um þá sjálfsögðu ósk allra íslendinga að fullveldi og sjálfstæði lýðveldisins verði tryggt um ókomna framtíð. Öll óeðlileg afskipti erlendra aðila af innanríkismálum hérlendis hlýtur að vega að þessu fullveldi og sjálf- stæði og því ber að bregðast við slíku af festu og ákveðni. Það hika a.m.k. ekki frændþjóðir okkar á Norðurlöndum við að gera. Stórveldi hafa áhuga á íslending- um og íslandi, á því leikur enginn vafi. Eyríkið er t.d. aðili að ýmsum alþjóðasamtökum, eins og Samein- uðu þjóðunum og Atlantshafs- bandalaginu, og pólitískt vægi þess á alþjóðavettvangi er tiltölulega mikið miðað við fólksfjölda og landfræðilega stærð. Hernaðarlegt mikilvægi landsins er svo öllum kunnugt um. Atlantshafið verður lífæð í hvers kyns stórveldaátökum og sú æð verður auðrofin frá óvörð- um íslandsströndum. Ef tekið er tillit til þess að mikið er að vinna fyrir erlend stórveldi, og hafðar í Ituga þekktar starfsaðferðir þeirra, þá er hreint glapræði að telja það víst að útsendarar þeirra hérlendis haldi í einu og öllu göfugmannlega diplómatíska prótókolla. Það væri einsdæmi í veröldinni ef svo væri. Að greina sauði frá höfrum Þegar útsendarar erlendra stór- velda eru nefndir þá er að sjálf- sögðu fyrst og fremst átt við starfs- menn erlendra sendiráða og stofn- ana tengda þeim. Flestir þeirra eru hreinir og beinir kontóristar sem enginn amast við, en tiltekin fjöldi gegnir störfum sem samrýmast ekki hagsmunum íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. í heild er til- tölulega fjölmennur hópur er- lendra stjórnarerindreka og starfsmanna hérlendis, svo ekki séu taldir íslenskir aðstoðarmenn, og erfitt getur reynst að greina sauðina frá höfrunum við bestu að- stæður. Slíkt má heita næstum ógerlegt miðað við þær aðstæður sem ríkt hafa á íslandi til þessa. Hver getur svarað því hvert þessir fulltrúar er- lendra stórvelda fara, hverja þeir hitta og til hvers? Hægt er að nefna mýmörg dæmi um atburði sem hafa gefið fullt tilefni til nákvæmra spurninga af hálfu íslenskra stjórn- valda, en aldrei hefur verið spurt. Það má fullyrða að íslensk stjórn- völd hafa ekki af eigin rammleik aflað sér upplýsinga um nefnd um- svif á síðastliðnum áratugum og enn hefur ekkert breyst. Það meiðir ef til vill engan þó að t.d. Kleifar- vatn sé notað sem öskuhaugur fyrir úrelt senditæki, en það er ákveðin vísbending og menn gætu þurft að vakna upp við draum á ófriðsælli tímum en þeim sem nú ríkja. Gripiðtil aðgerða Því ber að fagna að yfirvöld viðurkenna vandann. Slíkt er jafnan eðlilegur undanfari þess að gripið sé til einhvers konar aðgerða. Af framansögðu er ljóst að ekki er vanþörf á. í ræðu sinni benti utanríkisráð- herra réttilega á tvennt. Nauðsyn þess að settar verði ákveðnar regl- ur um fjölda og ferðafrelsi erlendra sendimanna og vísindamanna hér innanlands og svo að skýr yfirstjórn verði á innri öryggismálum. En meira þarf ef duga skal. Það er nauðsynlegt að ríkisvald- ið veiti fé til þess að unnt verði að senda erlendis nokkra einstaklinga sem gæti kynnt sér starf og starfs- hætti gagnnjósnaþjónusta t.d. í Danmörku og Noregi. Að því loknu ættu dómsmála- og utanrík- isráðuneyti að geta komið sér sam- an um hvernig eðlilegu eftirlits- starfi yrði best háttað, ef til vill í sérstakri deild innan Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Álit á slíkri nauð- syn byggist ekki á misskildum Jam- es Bond-órum, heldur einfaldri kröfu um að íslendingar geti vitað hvað gerist í eigin landi að undir- lagi erlendra stórvelda. -SS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.