Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur22. febrúar 1986 Búnaðarþing: Jarðræktarlögin eru ef st á baugi Búnaðarþing verður setl á mánu- dag. Samkvæmt venju sækja það 25 fulltrúar og er þetta síðasta þing þcssa kjörtímabils. Að sögn Jónasar Jónssonar bún- aðarmálastjóra munu nokkur mikil- væg mál liggja fyrir þinginu. Þar á meðal má nefna jarðræktarlög, bú- fjárræktarlög, breytingar á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna þ.e. þeim kafla sem á við rann- sóknir í þágu landbúnaðarins og svo loks félagsmálin sem lúta að innra skipulagi. Jónas gat þess að venju- lega kæmu að auki fyrir þingið öll þau mál er liggja fyrir Alþingi og varða landbúnaðinn, en þau væru ekki mörg eða mikil í ár. „Það er ákveðin verkaskipting á milli Búnaðarþings og þings Stétta- sambands bænda og deilurnar um fullvirðisréttinn heyra frekar undir Stéttasambandið. Pað er hins vegar ekkert útilokað að þessi mjólkurmál verði eitthvað rædd,“ sagði búnaðar- málastjóri er hann var spuröur hvort að málefni kúabænda kæmu sérstak- lega til umræðu á þinginu. - SS KEA leigir rekstur KSÞ Miklir rekstrarörðugleikar hafa að undanförnu hrjáð Kaupfélag Suður- Þingeyinga á Svalbarðsströnd. í kjölfar óska KSÞ urn samstarf við Kaupfélag Eyfirðinga var undirrit- aður leigusamningur milli þessara tveggja aðila I. febrúar sl. Leigu- samningurinn kvcður á um að KEA leigi til sex mánaða allar rekstrarein- ingar KSÞ að skrifstofuhaldi og vöruflutningum undanskildum. Hafþór Helgason viðskipta- fræðingur mun hafa yfirumsjón með rekstri KSÞfyrirhönd KEA. Hafþór sagði að um væri að ræða 3 verslanir, kjötvinnslu og kartöfluvcrksmiðju, sem starfræktar yröu áfram. Hins vegar myndi aðalskrifstofa KEA og Bifreiðadeild KEA annast bókhald Bachtónleikar í Dómkirkjunni Áttundu tónleikar í tónleikaröð með öllum orgelverkum J.S. Bach verða haldnir í Dómkirkjunni á mánudag kl. 20.30. Þar verða leikin verkin Prelúdía og Fúga í C-dúr, Partía við „Allein gott in der Höhe sei Ehr“, Sónata nr. I í Es-dúr. Fúga í g-moll, sálmforleikur og loks hin svokallaða dóríska Toccata og fúga. Organleikararnir Guðmundur H. Guðjónsson, Árni Arinbjarnarson og Guðmundur Gilsson leika. Að- gangur er ókeypis. og vöruflutninga. Einnig mun slátur- húsinu á staðnum verða lokað um sinn, og stórgripum slátrað á Akur- eyri vegna betri nýtingar vinnuafls. Varðandi sauðfjárslátrun á hausti komanda er allt óljóst, cnda leigu- tími KEA útrunninn er að því kemur. Ennfremur kont fram að unnið væri að því að tryggja rekstrar- grundvöll kartöfluverksmiðjunnar á staðnum um langa framtíð. Verk- smiðjan hefur verið rekin með tapi undanfarið, og að halda slíku áfram væri óafsakanlegt við félagsmenn KEA. Verksmiðjan hefur yfir mjög fullkomnum vélum að ráða, og Fransmann kartöflurnar standast fyllilega gæðalegan samanburð. Hins vegar er því ekki að leyna, að leyfður er innflutningur á frönskum kartöflum, sem niðurgreiddareru úti í Evrópu, og því við ramman reip að draga með verðsamanburð. Verið er að kanna hvað áður tald- ar rekstrareiningar gefa af sér, og hvaða möguleikar eru fyrir hendi, en endanlegt mat mun ekki liggja fyrir fyrr en í júlí. Hvað gerist þegar leigusamning- urinn rennur út 1. ágúst veit enginn. Hins vegar gæti svo farið að eignir KSÞ yrðu boðnar upp á samnings- tímabilinu, þar sem KEA yfirtók ekki skuldir félagsins. Staðan er því nijög óljós í dag, og mikil óvissa í kringum þetta allt sam- an sagði Hafþór Helgason að lokuni. - Hía Samningamálin: Samningafundir hafa staðið fram á nótt undanfarna daga, en það hefur aftur fengið suma til að velta því fyrir sér hvort niðurfærsluleiðin sé hálfgert myrkraverk! Myndin sýnirf.v. Magnús L. Sveinsson formann Verslunarmanna- félags Reykjavíkur, Magnús Gunnarsson framkv. Vinnuveitendasambandsins, og Björn Þórhallsson varaforseta ASI. (Tímamynd Árni Bjarna) Hvað er niðurfærsluleiðin? Samningar eru nú búnir að vera lausir í um 8 vikur og enn hefur ekki tekist að berja saman ramma- samninga, hvorki hjá BSRB ogrík- inu né á hinum almenna vinnu- markaði. Það sem hæst ber í þessum samn- ingaviðræðum er að deiluaðilar hafa ákveðið að láta reyna á hvort ekki sé hægt að fara hina svoköll- uðu niðurfærsluleið, þar sem samið er um minni hækkun kaups í prós- enturn gegn því að verðlag verði fært niður og kaupmáttur haldist a.m.k. óbreyttur eða aukist eitt- hvað. Þessi leið er talin vera sérstak- lega æskileg nú, vegna þess að horf- ur eru góðar um verulega bætt við- skiptakjör í kjölfar lækkandi olíu- verðs og hækkandi fiskvcrðs. Hug- myndir manna um hversu mikil aukning þjóðartekna mun verða cru nokkuð breytilegar, sumir tala um 6% eða jafnvel meira, cn aðrir eru varkárari og tala um 3-4% aukningu þjóðartekna. Þegar talað er um að greiða nið- ur verðlag er átt við að ýmsum þáttum, sem áhrif hafa á fram- færsluvísitöluna, cr haldið í skefjum. Þessar stærðir, scm hægt er að breyta, s.k. breytistærðir, eru síðan settar inn í reiknimódel um verðbólgu, eða verðbólguforrit, sem reiknar þróun verðlags út árið. Niðurstaðan veltur því á þeim töl- um sem nienn láta breytistærðina hafa. Flest verðbólguforrit hafa þrjár grunn-breytistærðir. en það eru í fyrsta lagi laun að frádreginni framleiðni (sem finnur launakostn- að á framleidda einingu), í öðru lagi innflutningsverð, og í þriðja lagi opinber þáttur, niðurgreiðslur og óbeinir skattar. Af ákvörðunarþáttum um hvort niðurfærsluleiðin sé fær, er það fyrst og fremst launaliðurinn sem aðilar vinnumarkaðarins geta haft áhrif á í þessum samningum, en ríkissjóður og ríkisstjórnin þarf að taka pólitíska ákvörðun um að hafa áhrif á hina þættina. Allir hafa þessir þættir áhrif á útkomuna og því er samstarf aðila vinnumarkað- arins og ríkisstjórnarinnar svo mjög í brennidepli í þessum samn- ingum. Ríkisstjórnin svaraði sem kunn- ugt er þann 11. febrúar erindi aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir varðandi aðra og þriðju breyti- stærðina. Um innflutningsverð hefur ríkis- stjórnin gefið vilyrði fyrir því að gengi krónunnar verði haldið föstu, en það kemur í veg fyrir að verð á innfluttum vörum hækki vegna þess að fleiri krónur þarf til að kaupa vöruna erlendis en hún er seld í erlendum gjaldmiðli. Varðandi niðurgreiðslur og óbeina skatta hefur ríkisstjórnin lýst sig reiðubúna til að beita sér fyrir ákveðnum aðgerðum, s.s. að lækka verð ýmissar opinberrar þjónustu og að áhrifa olíuverðs- lækkunarinnar gæti fyrr hér á iandi en ella hefði orðið. Auk þessa sagðist ríkisstjórnin mundi lækka beina skatta í samræmi við breyttar forsendur og að hún myndi lækka nafnvexti. Á grundvelli þessa og að gefnu því að launahækkanir verði innan vissra marka telur ríkisstjórnin og reiknimeistarar hennar að verð- bólga geti verið innan við 9% á ár- inu. Þær samningaviðræður sem stað- ið hafa síðustu daga og standa enn þegar þetta er skrifað snúast hins vegar um að ríkið komi enn meir inn í dæmið en gert er ráð fyrir í svörum ríkisstjórnarinnar frá 11. febrúar. Hugmyndir eru uppi um að tollar á hátollavörur sem vega þungt í framfærsluvísitölunni verði lækkaðir, búvöruverð verði lækk- að með því að nota útflutningsbæt- urnar til að greiða niður búvörur sem íslendingar borða í stað þess að greiða niður til útflutnings, að óbeinir skattar verði lækkaðir og fleira. Samhliða þessu komi til auk- in aðstoð í húsnæðismálum með breyttu fyrirkomulagi lífeyrissjóð- anna og opinberu byggingasjóð- anna. Með þessu móti skapast meira svigrúm varðandi launabreyti- stærðina, og þar af leiðandi unnt að semja um kaupmátt eða kaupmátt- araukningu með minni launabreyt- ingum. Um þetta er nú verið að semja og þegar (ef) samningsaðilar hafa komið sér niður á ákveðnar tillögur verður farið með allt heila dæmið til ríkisstjórnarinnar, sem síðan verður að vega og meta (endurreikna) hvort dæmið gengur upp frá þeirra bæjardyrum séð. -BG SAMNINGARNIR OG EFNAHAGSMÁLIN Framsóknarfélag Reykjavíkur efnir til fundar á Hótel Hofi n.k. mánudagskvöld 24. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Samningarnir og efnahagsmálin Frummælandi Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra. Fundurinn er öllum opinn. Framsóknarfélag Reykjavíkur Dómsmálaráðuneytið: Blaðaskrif gefa rangar hugmyndir - um hagræðingartillögurnar Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér athugasemd við blaðaskrif síðustu daga, þar sem fjallað hefur verið um gagnrýni lögregluþjóna í Hafnarfirði og Kópavogi, á breyting- ar sem norskir ráðgjafar IKO grupp- en hafa lagt til. í athugasemdinni segir að um- fjöllunin hafi ekki gefið rétta mynd af tillögunum, þar sem gefið hafi ver- ið í skyn að tillögurnar miði að því að skerða þjónustu og öryggi íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði. „Tillögur IKO gruppen miða þvert á móti við að lögreglan leggi mun meiri áherslu á fyrirbyggjandi störf, með því að þau verði skipu- lögð og stjórnað af meiri festu, en gert er í dag,“ segir orðrétt í athuga- semdinni. Síðastliðið haust var gerð úttekt á því hversu margir komu í heimsókn á lögreglustöðvarnar í Árbæ, Hafnar- firði og Kópavogi, á tímabilinu frá klukkan 12 á miðnætti og fram til klukkan 8 að morgni. Til jafnaðar komu 2,6 menn í Hafnarfirði, 2,8 á Árbæjarstöðina og 4,3 á Kópavogs- stöðina. Loks segir í athugasemdinni að til- laga IKO-gruppen sé að allar lög- reglustöðvar, ncma aðalstöðin í Reykjavík verði lokaðar yfir blá- nóttina. „Þannig eiga t.d lög- reglumenn í Kópavogi ekki að vera bundnir inni á stöðvum um nætur, við að bíða eftir útkalli eða taka á móti gestum, heldur sinna öðrum störfum m.a. með því að halda uppi öflugu eftirliti í Kópavogi.“ - ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.