Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 12
14 Tíminn ÍÞRÓTTIR Laugardagur 22. febrúar 1986 Pétur Guðmundsson á ÍR-árum sínum. Hann spilar nú í Bandaríkjunum og gæti orðið löglcgur ineð íslenska landsliðinu á þessu ári. íþróttamaður Reykjavíkur 1985: Sigurður Pétursson Sigurður Pétursson golfmaður úr Golfklúhhi Reykjavíkur var valinn íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 1985. Það er íþróttaráð Reykjavíkur sem stendur að þessu kjöri árlega. Sigurður fékk afhentan verðlauna- grip þann sem fylgir nafnbótinni í hófi í Höfða í gær. Sigurður er vel að þessum titli kominn. Hann varð á síðasta ári ís- landsmeistari, stigameistari og sveitamcistarí. Þá var hann þátttak- andi í HM í golfi sem fram fór í Portúgal. Par lenti sveit GR í fjórða sæti og Sigurður í 3.-4. sæti einstakl- inga. Sigurður var fvrst valinn í landslið íslands aðeins 16 ára og hef- ur spilað flest alla leiki fyrir Islands- hönd síðan 1976. Sigurður er26 ára giftur Guðrúnu Ólafsdóttur og eiga þau 3 syni. Tíminn óskar Sigurði til hamingju með nafnbótina fþróttamaður Reykjavíkur 1985. Sigurður Pétursson tekur við verðlaunagripunum sem fylgja nafnbótinni íþróttamaður Reykjavíkur úr hendi Júlíusar Hafstein forinanns íþróttaráðs Reykjavíkur. Á milli þeirra er Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar. Tímamynd Sverrir Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Njarðvíkingar efstir Frá Leifi Garðarssyni í Keflavík: Njarðvíkingar stungu Keflvíkinga af í leik liðanna í úrvalsdeildinni í körfu er lt'ða tók á seinni hálfleik og sigruðu 103-83. Þar með eru Njarð- víkingar sigurvegarar í Úrvalsdeild- inni áður en úrslitakeppnin hefst. Pað er núna Ijóst að Njarðvíkingar og ÍBK keppa annarsvegar í úr- slitunum og Haukar og Valur hins- vegar. Staðan íleikhlévar51-45fyrir Njarðvík. Jóhannes skoraði 29 stig í gær og Valur 28. Hjá ÍBK skoraði Guðjón24ogSigurðurgerði21. Val- ur skaut mikið í síðari hálfleik en hitti þá úr þremur þriggja stiga skotum. Einar Bollason landsliðsþjálfari í körfuknattleik: „Miklar gleðif réttir“ - Tillaga frá íslendingum og fleirum hlýtur nú hljómgrunn hjá FIBA - Hún er þess eðlis að Pétur Guðmundsson mun fá að spila með íslenska landsliðinu í körfuknattleik „Þetta eru miklar gleðifréttir og enn merkilegri fyrir þá sök að það vorum við íslendingar sem hreyfðum þessu máli á þingi FIBA á Möltu síð- astliðið sumar,“ sagði Einar Bolla- son landsliðsþjálfari íslands í körfu- knattleik er Tíminn færði honuni þær fréttir að tillaga um að leyfa þeim leikmönnum sem spila með at- vinnumannaliðum eða hafa spilað með atvinnumannaliðum í körfu- knattleik að spila með landsliðum sínum í öllu keppnum á veguin FIBA. Þetta þýðir að Pétur Guð- mundsson gæti spilað með íslenska landsliðinu í körfuknattleik. Hingað til hefur hann ekki getað það þar sem |hann var atvinnumaður í NIJA körfuknattleiksdeildinni í Bandaríkj- lunum og síðan á Brctlandi. „Þetta eru í raun stórkostlegar fréttir því ég var flutningsmaður að þcssu máli á Möltu þar sem íslend- ingar ásamt Norðurlandabúum. Skotum og írum stóðu að tillögu þcssa efnis. Það sem síðan hcfur gerst er að V-Þjóðverjar hafa eignast tvo leikmenn sem spila í NBA deild- inni. Formaður laga- og leikreglna- nefndar FIBA er einmitt frá V- Þýskalandi og er ég talaði við liann síöastliðið sumar þá var hann svart- sýnn á að þessum reglum yrði breytt. Nú þegar þetta skiptir Þjóðverjana máli þá er þetta allt annað og ég á von á því að málið renni í gegn á þingi FIBA í Barcelona í sumar," sagði Einar Bollason og var kátur. V-Þjóðverjarnir tveir sem spila í NBA eru Detlef Schrempf og Uwe Blab og spila þeir báðir með Dallas. Þá eiga Búlgarir orðið leikmann í NBA-deiIdinni svo málið er þeim skylt líka. „Ég held að við íslendingar getum verið dálítið upp með okkur af þess- um fréttum en um leið sýnir þetta að þegar málin eru orðin skyld „stóru í gegn. Ég var sjálfur ánægður þegar ég frétti af þessum tveimur Þjóðverj- um í NBA og vissi að það myndi styrkja okkur í baráttunni fyrir því að fá að nota Pétur Guðmundsson í leikjum Islands," sagði Einar að lokum. FIBA mun taka þessa tillögum til umræðu og jafnvel afgreiðslu á þingi sínu í Barcelona í sumar og nú er bara að vona að hún verði samþykkt og þá fáum við stóran og sterkan miðherja í lið okkar. A-Þjóðverjarsterkir Austur-Þjóðverjar sigruðu Portú- gali í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Braga í Portúgal. Leikurinn endaði 3-1 og beittu A- Þjóðverjar mikið skyndisóknum í leiknum með góðum árangri á með- an Portúgölum gekk illa að finna marknetið. Tliom skoraði fyrst fyrir Þjóðverjana og Kirsten bætti öfðu við. Það var svo Ernst sem kom þeim í 3-0 áður en Gomes skoraði úr víti einskonar huggunarmark fyrir Portúgali. Þessir stæðilegu kappar skipa landsliðshóp í kraftlyftingum sem fór í gær til Kalifomíu til að keppa þar gegn heimamönnum. Þetta verður einskonar lands- leikur í kraftlyftingum milli íslands og Kaliforníu. Tímamynd Sverrir Blizzardbikarmót - áskíðumumhelgina-Mjögfjölmennt Bikarmót skíðasambands íslands i 13-14 ára flokki. Um helgina verður Blizzardmótið haldið í Bláfjöllum. Á laugardag verður keppt í svigi stúlkna og stór- svigi drengja. Á sunnudag keppa stúlkurnar í stórsvigi en drengirnir í svigi. Mótið hefst báða dagana kl. 11:00. Um 120 keppendureruskráð- ir á mótið og hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri keppendur í þessum flokki. Greinilegaer mikið líf um þessar mundir á skíðasvæðum landsins, og búast má við hörku- keppni á mótinu. Útilíf í Glæsibæ gefur vegleg verð- laun og styður mótshaldara sem er skíðadeild Ármanns við framkvæmd mótsins. Þá verður einnig í dag fyrsta mótið í íslandsgöngunni svokölluðu. Þetta er Skógargangan sem fram fer á Egilsstöðum. Hún er 25 km og er skráning í gönguna hjá skíðaráðum og í síma 97-1353. Bikarglíma íslands Bikarglíma íslands fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag. Keppnin hefst kl. 14:00 og eru yfir tuttugu keppendur skráðir til leiks í bæði fullorðinsflokki og unglinga- flokki. Þegar að lokinni Bikarglímunni verður stofnfundur Glímudómara- félags íslands haldinn í húsakynnum ÍSÍ í Laugardai. Hefst hann kl. 15:00. Þá verður Glímuþing haldið á sunnudaginn 23. mars á sama stað og verður það nánar auglýst er að því kemur. M0LAR ■ I fyrrinótt voru leikir í NBA körfuknattleiknum í Bandaríkj- unum. Boston tapaði sínum leik naumlega fyrir Nuggets 100-102. Bucks unnu Rockets 120-113 í rosaviðureign. Pistons unnu Cavs 109-107 og Kings unnu Spurs 107- 105. Greinilega jafnir leikir í NBA. ■ Nú eru taldar nokkrar líkur á því að banninu sem hvílt hefur á enskum liðum varðandi þátttöku í Evrópukeppnum í knattspyrnu verði aflétt. Harry Cavan frá N- írlandi sem á sæti í stjórn FIFA sagði við blaðamenn um daginn að Danir hefðu komið með til- lögu þessa efnis á fund hjá FIFA og hún hlotið góðar undirtektir. Annar fundur verður hjá FIFA í apríl og þá mun málið skýrast enn frekar. ■ Heimsbikarkeppninni í frjáls- um íþróttum árið 1989 hefur verið valinn staður í Barcelona á Spáni. Barcelona og Birmingham á Englandi kepptust um að fá leik- ana og hafði spánska sólarborgin vinninginn. ■ Peter Múller sigraði í bruni í heimsbikarkeppninni á skíðum sem fram fór í Áre í Svíþjóð í gær. Hann kom niður á undan Michael Mair frá Ítalíu sem varð annar og Marc Girardelli frá Lúxemborg sem varð þriðji. Þetta er annar sigur Múllers í bruni í heimsbikarkeppninni á þessu ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.