Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. febrúar 1986 Tíminn 11 ROKKAD FYRIR MUNADARLAUSA Ung-rokkarar halda tónleika og safna fé fyrir munaðarleysingjahæli Hjálparstofnunar kirkjunnar í Eþíópíu Framkvæmdaaðilarnir, hugsjónamennirnir og mannkærleikspostularnir Snorri G. Steingrímsson, Ólafur J. Stefánsson og Snorri Sturluson (ekki sá sem skrifaði Edduna) standa að „rokk-festivali“ til handa munaðarlausum í Arseli í kvöld. Tímamynd: Árni Bjurna Það virðist sem rokkarar sem áður voru þekktir fyrir að rífa niður allt það sem hönd á festir séu búnir að snúa sér alfarið að mannkærleiks- málum. Af erlendum fréttum sem berast hingað upp á Island má ætla að fátt sé auðveldara en að fá popp- ara til að gcfa vinnu sína til einhvers mannúðarmáls. Islenskir rokkarar virðast ekki vera neinir eftirbátar erlendra; þeir gerðu sína „Live-aid“ plötu fyrir jól- in ognú ætla þeirsem ekki höfðu ald- ur til að taka þátt í því ævintýri að halda tónleika til styrktar sama mál- efni. Það eru þrír ungir cldhugar sem hafa haft veg og vanda af skipulagn- ingu tónleikanna; Snorri Sturluson (ekki sagnaritarinn), Ólafur J. Ste- fánsson. og Snorri G. Steingríms- son. Þegar þeir komu upp á ritstjórn Tímans til að kynna tónleikana sagð- ist Snorri Sturluson hafa fengið hug- mynd að þessum tónleikum í sumar en síðan heföu þeir dregist von úr viti þar til ekki var til setunnar boðið og þeir voru niðurnegldir í Árseli með dagsetninguna 22. febrúar (sem er í dag). Á tónleikunum spila hljómsveitir skipaðar ungum hljómlistarmönn- um, elsti spilarinn er 24 ára söngvari í Gypsy. Á tónleikunum spilarblóm- inn úr ung-rokksveitum landsins; Gypsy, The Voice, No Time, Svart- hvítur draumur, Out of order, Win- ston light orchestra, Ofris, J.S. Group og Dí Kúl. Þeir sem ekki þekkja ofangreindar hljómsveitir þurfa ekki að skammast sín því þær hafa haft fá tækifæri til að koma fram opinberlega og sumar þeirra vart skriðnar úr bílskúrnum. Þetta var ein af ástæðunum fyrir tón- leikunum; gefa ung-rokkurum tæki- færi á að koma fram og trylla hlustir jafnaldra sinna. Á tónleikunum mun hver hljóm- sveit hafa um hálfan klukkutíma til umráða og á milli hafa rótararnir fimm mínútur til umráða til að skipta um hljóðfæri á sviðinu. Það verður róið að því öllum árum að láta tón- leikana líða áfram eins og svarthvít- an draum, „sándtékk" klárað um daginn og engar tafir leyfðar. Það verður sem sagt uppskeruhá- tíð bílskúrs-hljómsveita í Árseli í kvöld. Þær hljómsveitir sem voru lokaðar inní bílskúrunum þegar „pönk"-bylgjan fjaraði út munu brjótast úr með Jeanie-bílskúrs- hurðaopnarann að vopni. Allar gefa hljómsveitirnar vinnu sína og sama má segja um fram- kvæmdaaðila, hljóðblandara og aðra sem koma nálægt þessu fyrirtæki. Ung-rokkarar ætla að slá tvær ef ekki fleiri flugur í einu höggi og þenja hljóðfærin jafnframt sem þeir ætla að styrkja Hjálparstofnun kirkjunn- ar til þess að hjálpa munaðarlausum í Eþíópíu. Og inngangurinn fæst fyrir þrjú hundruð kall. Ekki mikið fyrir rokk og hreint hjarta. Psoriasis- sjúklingar Ákveðin er ferð fyrir Psoriasis-sjúklinga 16. apríl n.k. til eyjarinnar Lanzaroste, á heilsugæslustöð- ina Panorama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð, snúi sér til húð- sjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim, sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingarstofnunar ríkisins, Laugavegi 114, þriðju hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 10. mars. Tryggingarstofnun ríkisins nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLÆNDS Efna(verk)fræðingur Matvæla(verk)fræðingur Iðntæknistofnun íslands vill ráðatvo sérfræðinga, ann- ars vegar efnaverkfræðing eða efnafræðing og hins vegar matvælafræðing eða matvælaverkfræðing, vegna aukinna verkefna fyrir íslensk fyrirtæki í efna- og matvælaiðnaði. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf. Verkefnin eru m.a. fólgin í vöru- og ferlisþróun, prófunum og gæða- eftirliti, námskeiðahaldi og ráðgjöf ásamt hagnýtum langtímarannsóknum á efnum og ferlum. Leitað er eftir dugmiklum og áhugasömumstarfsmönn- um, sem geta unnið sjálfstætt. Reynsla af störfum í iðn- fyrirtækjum æskileg. Umsóknum skal skilað til Iðntæknistofnunar íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík, fyrir 10. mars nk. á umsókn- areyðublöðum, sem fást hjá stofnuninni. - Upplýsingar veitir Rögnvaldur S. Gíslason yfirverkfræðingur í síma (91)68-7000. Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með því að veita einstökum greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórnun- armála, og stuðla að hagkvæmari nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaðar. s Spurningaleikur Utsýnar Á undanförnum árum hefur Ferðaskrifstofan ÚTSÝN efnt til skoðanakannana og getrauna fyrir almenning, sem birst hafa í dagblöðunum. Nýmæli á ferðinni Sunnudaginn 23. febrúar hefst röð 6 nýrra auglýsinga frá Útsýn, sem allar snerta áhugasvið almennings, sumarleyfið. í tengslum við birtingu auglýsinganna í ein- um útbreiddasta fjölmiðli landsins efnir Útsýn til spurningaleiks fyrir alla fjöl- skylduna. Leikurinn er vel til þess fallinn að skerpa athyglisgáfu og upplýsandi um lönd og ferðalög. Hér birtist spurningaformið, og er fólk hvatt til að taka þátt í leiknum, hjálpast að við svörin, fylla út viðkomandi línu eftir hverja birtingu og senda úrklippuna til Útsýnar að viku liðinni, merkt „Spurningaleikur Útsýnar“ pósthólf 1418, 121 Reykjavík. _________r Ferðaskrifstofan Útsýn, Austurstræti 17 sími 26611 sumaráætlun Klippið hér Svör Su: - Nafn á nýjum gististað. Svar: ___________________ Má: - Hvaða kynningarverð birtist í auglýsingu? Svar: Þr: - Hvaða stöðuvatn er nefnt í auglýsingu? Svar: ______ Mi: - Á hvaða sögustað endar auglýsingin? Svar: _________ Fö: - Með hvaða flugvél ferðast fólkið? Svar: _________ Lau: - Nafn á grískri eyju, sem nefnd var í auglýsingu. Svar: Nafn: nnr: Heimili: Sími:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.