Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn ??' Lausstaðahjá ,H(I Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirtalins starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Gjaldkeri óskast til allra almennra gjaldkera- og innheimtustarfa hjá Reykjavíkurhöfn. Nokkurrar bókhaldskunnáttu er krafist, þar sem gjaldkeri þarf að geta aðstoðað aðalbókara við ým- iskonar bókhaldsstörf. Upplýsingar gefur Bergur Þorleifsson í síma 28211. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þarfastfyrirkl. 16:00 mánudaginn 3. mars n.k. TIMARITIÐ LÍFGEISLAR í nýútkomnu hefti Lífgeisla er meðal annars efnis mjög athyglisverð frásögn hins kunna læknis Úlfs Ragnars- sonar á Akureyri, af merki- legri draumvitrun hans (um samband við geimskipsveru frá öðrum hnetti) og telur þess eðlis að verið gæti fyrir- boði mikilla tíðinda í lífi jarð- arbúa. Gerist áskrifendur. Utanáskrift: Lífgeislar, pósthólf Í1p9, T21'Reykjá'vik. Áskriftasímar 91-40765 og 91-35683 á kVöldW*11*1' Aðalfundur Iðju félags verksmiðjufólks verður haldinn á Hótel Esju 2. hæð þriðju- daginn 25. feb. 1986, kl. 17.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Lýst stjórnarkjöri 3. Heimild til verkfallsboðunar 4. Önnur mál. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju. Frá Ljósmæðraskóla íslands Kennsla hefst I Ljósmæðraskóla íslands mánudaginn 1. september 1986. Inntökuskilyrði eru próf í hjúkrunarfræði. Umsóknir sendist skólastjóra Ljósmæðraskóla íslands, Kvennadeild Landspítalans fyrir 1. júní nk. ásamt prófskírteinum og heilbrigðisvott- orði. Umsóknareyðublöð fást I skólanum. Nánari upplýsingar eru veittar í skólanum á mánudögum frá kl. 9.00 til 16.00 og fimmtudögum frá kl. 13.00 til 16.00 Reykjavík 19. febrúar 1986 Skólastjóri Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Grenivíkurveg um Víkurhóla Helstu magntölur: Lengd 4.5 km Fyllingar 86.000m3 Burðarlag 17.000 m3 Öllu verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. okt. 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Mið- húsavegi 1, 600 Akureyri og Borgartúni 5,105 Reykjavík frá og með 24. febrúar 1986. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 hinn 10. mars 1986. Vegamálastjóri Trilla óskast Vil kaupatrillu 1 1/2-2tonn í góðu standi. (Ekki atvinnutæki) Upplýsingar um stærð, verð, vél og ásigkomulag sendist afgreiðslu blaðs- ins merkt „Trilla 1986.“ Laugardagur 22. febrúar 1986 POPP Umsjón Þorsteinn G. Gunnarsson Ljóð um Duran Duran Það er ekki nóg með að popp- aðir lesendur Æskunnar sendi inn atkvæði sín í vinsældavali blaðsins, heldur flaut með eitt ljóð um stórsveitina Duran Duran. Braginn tökum við traustataki og vonuni bara að henni Djsu sé sama þó kveð- skapurinn birtist íTímanum. John er nllra sætastur alltafhress og kátur. Hann cr mikið kvennagull, stór og lítillátur. Simon, hann er annar gengur í bláum brókum. Að taka mynd hann bannar cn samt við eina tókum. Andy er með fallegt hár og stundum er það svart. En verst hvað hann er voða smár og minnir á svo margt. Roger spiiar á trommur og er aggalítið feiminn. Af vöðvum hefur hann glommu utan um fínu beinin. Nick er alveg ofsa góður. Oft hann fer og syndir. Hann er alltaf óður í ad taka myndir. Herbert Guðmundsson á svo sannar- lega upp á pallborðið hjá lesendum Æskunnar, eins og sjá má á niður- stöðuni vinsældavalsins. Tímamynd: - Sverrir. MR.MISTER^WHITNEY HOUSTON DIONNE AND FRIENDS^BAD BOYS BLUE MODERN TALKING MAGNUS THOR FAR CORPORATION THOMPSON TWINS ^ FIVE STAR BUBBI MORTHENS ^ STUÐMENN ■*. ARETHA FRANKLIN STARSHIP ^ LABAN Tvær nýjar íslenskar Þá er íslenska hljómplötuútgáfan komin í gang aftur eftir stóru bomb- una um jólin. Fyrsta íslenska platan sem út kom á árinu, er reyndar skráð á plötuum- slaginu sem útgefin árið 1985. En þessi plata tafðist í jólaplötuflóðinu og leit sem sagt dagsins ljós nú í vik- unni. Þetta er 4 laga plata með íslensku neðanjarðarhljómsveitinni S.H. Draumur. Hljómsveitina skipa Gunnar Hjálmarsson, rödd og bassi. Guðjón S. Birgis, gítar og Haukur Valdimarsson, trommur. Platan ber heitið „Bensínskrímsl- ið skríður" og var tekin upp í Stúdíó Mjöt í október á síðasta ári. Fyrsta safnplata ársins kom út núna fyrir helgi, en það er platan „Topp sætin", sem gefin er út af Skíf- unni. Á plötunni eru 14 lög og þrjú þeirra íslensk, „Allur lurkum laminn" sem Bubbi syngur, Stuð- manna lagið „Segðu mér satt" og Magnús Þór á þarna lagið „Marilyn Monroe". Af erlendum lögum plötunnar má nefna Mr. Mister með Kyrie, How Will I Know með Witney Houston, gamla Led Zeppelin lagið Stairway to Heaven en nú í flutningi hljóm- sveitarinnar Far Corporation. Five Star syngja þarna System Addict, Bad Boys Blue flytja Pretty Young Girl, svo eitthvað sé nefnt. THCVSIXI SliHl^I IÚ SKHHH H Vinsældaval Æskunnar Barnablaðið Æskan birti fyrir skömmu niðurstöður í vinsældavali ársins 1985. Að sögn Æskunnar voru óvenju margir sem skiptu á milli sín atkvæðum í þetta skipti svo ætla má að breiddin í poppinu sé að aukast. Með leyfi Æskunnar birtir poppsíða Tímans hluta af þessu vinsældavali. ÍSLAND Vinsælasta lagið 1. Can't Walk away ...........Herbert Guðmundsson 2. Waiting for an Answer................Cosa Nostra 3. Into the Burning Moon ................. Rikshaw 4. Tóti tölvukarl ...........................' Laddi 5. This is the Night.....................Mezzoforte Vinsælasta platan 1. Kona........................................ Bubbi 2. Answers without Questions ..........Cosa Nostra 3. Down of the Human Revolution . Herbert Guðmundss. 4. Rikshaw................................... Rikshaw 5. Einn voða vitlaus ......................... Laddi Vinsælasta hljómsveitin 1. Cosa Nostra ............................. 482 stig 2. Stuðmenn ................................ 455 stig 3. Grafík................................... 435 stig 4. Rikshaw.................................. 430 stig 5. Mezzoforte............................... 303 stig Vinsælasta poppstjarnan 1. Bubbi Morthens.......................... 499 stig 2. Herbert Guðmundsson .................... 292 stig 3. Ragnhildur Gísladóttir ................. 255 stig 4. Egill Ólafsson ........................ 196 stig 5. Laddi.................................. 190 stig ÚTLÖND Vinsælasta lagiö 1. Nikita .............................EltonJohn 2. Dansing in the Dark .......... Bruce Springsteen 3. I’myourMan ................................ Wham! 4. Maria Magdalena............................ Sandra 5. We Build this City .......................Starship Vinsælasta platan 1. Like a Virgin.........................Madonna 2. Born in U.S.A................. Bruce Springsteen 3. Brothers in Arms.....................Dire Straits 4. Arena ............................ Duran Duran 5. The Unforgettable Fire ........................ U2 Vinsælasta hljómsveitin 1. Duran Duran............................. 478 stig 2. U2 ...................................... 308 stig 3. Frankie Goes to Hollywood ............... 197 stig 4. Modern Talking......................... 186 stig 5. Wham!.................................. 176 stig Vinsælasta poppstjarnan 1. John Taylor............................. 223 stig 2. Billyldol ............................... 197 stig 3. Madonna ................................. 167 stig 4. Simon Le Bon............................. 159 stig 5. Bruce Springsteen ....................... 144 stig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.