Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 14
18 Tíminn Útboð - Loftræsikerfi Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í smíði og uppsetningu á loftræsikerfum fyrir verslanamiðstöð í Kringlumýri í Reykjavík. Tilboð óskast í eftirtalda verkþætti: A. Norðurhús 1. Blikkstokkar um 35.000 kg 2. Loftræsisamstæður, blásarar um 400.000 m% 3. Stýrikerfi fyrir loftræsisamstæður B. Suðurhús 1. Blikkátokkar um 45.000 kg 2. Loftræsisamstæður, blásarar um 400.000 m3/h 3. Stýrikerfi fyrir loftræsisamstæður Heimilt er að bjóða í lið A eða lið B eða báða saman. Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurð- arThoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavíkfrá og með þriðjudeginum 25. febrúar 1986 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjargötu 4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 2. apríl 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup hf., Lækjargötu 4, Reykjavík. Laus staða Staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslumanns Þingeyjarsýslu og bæjarfógeta Húsavíkur er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins Umsóknarfresturertil 20. mars 1986. Húsavík 15. febrúar 1986 Sýslumaður Þingeyjarsýsiu. Bæjarfógeti Húsavíkur. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgaróskareftirtilboðum í eftirfarandi, fyrir Vatnsveitu Reykjavíkurborgar. 1. Ductile Iron pípur, nr. 86017/VVR Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 2. apríl nk. kl. 11.00 2. Ductile Iron fittings, nr. 86018/VVR Tilboðin verða opnuð, miðvikudaginn 2. apríl nk. kl. 14.00. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, og verða opnuð þar, á ofangreindum tíma. INNKAUPASTOFNUN reykjavIkurborgar Fríkirkju«egi 3 — $jmi 25800 t Sambýlismaður minn, faðir okkar og tengdafaðir. Sæmundur Guðbjörn Lárusson bifreiðastjóri Gnoðarvogi 20 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. febrúar kl. 15. Sigríður Geirlaug Kristinsdóttir Hulda Sæmundsdóttir GerhardOlsen Guðlaugur Sæmundsson Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Kristján Sæmundsson Guðrún Einarsdóttir Anna Markrún Sæmundsdóttir Baldur Þórðarson + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jón G. Kjerúlf Laugarnesvegi 80 verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Guðlaug P. Kjerúlf Þórunn K. Ivey David P. Ivey PéturKjerúlf Hafdís Ágústsdóttir Vilborg Kjerúlf Jens Níelsen Ásta Haraldsdóttir HjálmarSveinsson og barnabörn Laugardagur 22. febrúar 1986 IIIIIIIIIIIIIIIB LESENDUR SKRIFA ia'l'!!: 'milHll.i!- :iillllll;l:l' .................. ............. Draumar, er sanna sambönd við íbúa annarra hnatta Myndin sýnir stjörnumerkið Hjarðmanninn, þar sem stórstirnið Arktúrus er aðalstjarnan. Arktúrus er um 38 Ijósár í burtu og er 30 sinnum meiri í þvermál en okkar sól, enda er Ijósmagn hans eitt hundrað sinnum meira en okkar sólar. - í draumum sjást stundum önnur stjörnumerki á himni, en sést geta héðan af jörðu. arienáokkarstjörnuhimni. Skipuðu þær sér í vissar fylkingar eða stjörnu- merki á sumum stöðum þessa draumséða himins, en ekki voru þau merki í neinni líkingu við stjörnu- merki okkar himins. - Vel gæti ég hugsað mér, að hér hefði verið um að ræða draumsamband við íbúa jarð- stjörnu á einhverju því himinsvæði sem miklu er þéttsettara sólstjörn- um, en gerist á okkar geimsvæði. Vitað er, að í kúlulega stjörnu- h\/rr\inmim \/otr<irhr'iiitor nLLor rom Einhver merkilegustu lífsfyrirbæri hvers manns eru draumarnir. Þeir birtast okkur er við sofum. Og er við rifjum upp skýra drauma er við vöknum, þá finnum við ævinlega, að ekki höfðum við alla sömu eiginleika í draumnum, og við vitum okkur hafa eða búa yfir. Bendir þetta ekki til þess að draumarnir eru ekki tengdir okkur sjálfum, okkar eigin lífi eða okkar eigin minningum, eða eigin tilfinningum? Hljóta þeir þá ekki að stafa frá einhverjum öðrum, einhverjum, sem við ekki þekkjum? Einhverjum, seni hefur aðra lífs- reynslu? Dr. Helgi Pjeturs kallaði þann, sem draumurinn stafar frá, draumgjafa, og mun ekki annað nafn geta átt betur við. Vegna sambands við draumgjafann, sem er einhver vakandi maður í einhverri fjarlægð, reynum við í draumi það sem hann lifir í vöku. Svo náið er þetta sam- band að okkur finnst við sjálf vera þessi maður. í draumi erum við ávallt „ég“, en þetta „ég“, okkar er ævinlega „ég“ draumgjafans, því hann hefur sína eigin meðvitund um sjálfan sig, og þessi eigin vitund hans berst okkur fyrir fjargeislan, þegar okkur dreymir, svo að okkur finnst hans vitund vera okkar eigin. Af þessu stafar sá mismunur, sem við ávallt finnum á eigin vitund okkar eða vökuvitund, og á þeirri vitund sem við höfum í draumi. - Þennan mismun vökuvitundar og draumvitundar, var ekki unnt að skilja, fyrr en uppgötvað hafði verið sambandseðli draumanna. II Ég ætla að nefna nokkur dæmi til skýringar á mismun vökuvitundar og vökureynslu annarsvegar og draum- vitundar og draumreynslu hinsveg- ar: 1) Oft hefur mig dreymt að ég ætti ýmsar þær minningar sem ég ekki á í vöku. Mig dreymdi eitt sinn, að ég var ásakaður fyrir að hafa brotið stóran, skrautlegan blómavasa, og krafinn greiðslu fyrir. Og í draumn- um rifjaðist upp fyrir mér löngu lið- inn atburður, sem égmundi vel. Mér hafði verið hrint á þennan vasa, svo að hann brotnaði, og hafði ég því ekki sjálfur átt sök á þessu óhappi,- Þetta var minning sem draumgjafi minn átti úr sínu lífi. En ég á sjálfur enga slíka minningu úr mínu lífi. 2) Mig hefur oft dreymt, að ég hafi í draumi séð landslag, fjöll og berglög, ólíkt öllu því sem ég hef séð í vöku. 3) Mig hefur dreymt, að ég sæi sjálfan mig í spegli, og oftar en einu sinni. Og ætíð var það annað andlit en mitt eigið, og ætíð með sitt útlitið í hvert skipti. Samskonar draum- reynslu hafa margir og er þarna frá- bær sönnun um einhvern ókunnan draumgjafa. Þessi þrjú dæmi, sem hér eru nefnd, gætu öll stafað af sambandi við draumgjafa hér á jörð, en svo þyrfti þó ekki endilega að vera. Og nú ætla ég að nefna nokkur dæmi um drauma, sem vegna eðlis síns geta ekki stafað af sambandi við draumgjafa á okkar jörð, og er þá ekkert eðlilegra, en að gera ráð fyrir draumsamböndum við íbúa annarra hnatta og þá í öðrum sóhverfum. En til slíkra fjarsambanda mun einmitt mega rekja mikinn hluta drauma okkar, þótt mjög ótrúlegt kunni að þykja! 1) Mig hefur mjög oft dreymt, að ég svifi í lofti, stundum lágt yfir jörðu en stundum hátt. í slíkum svifdraum- um hef ég oft þóst finna aðsenda orku streyma um allan líkamann, og ég hef þóst skilja, að án þessarar að- sendu orku gæti ég alls ekki svifið. Ég hef einnig í slíkum draumum orð- ið mjög að beita eigin hugarorku, til Andromeduþokan, M-31, sem er hliðstæða okkar vetrarbrautar að stærð og allri gerð, er talin vera í tveggja milljón Ijósára fjarlægð. - Lífgeislan sú, sem draumar okkar byggjast á, mun ekki vera bundin eingöngu íbúum nálægra stjarna, heldur mun hún einnig ná til marg- falt fjarlægari geimsvæða. að geta þannig svifið í lofti. Oftast fylgir því mikil unaðstilfinning, að svífa. - Mjög marga dreymir svif- drauma, og ævinlega ber þeim í flestu saman um það, sem hér var sagt. - Nú getur enginn maður svifið hér á jörðu. En vel má hugsa sér, að til séu lengra komnar verur á öðrum hnöttum, þar sem hugarorka og samstilling margra er á svo háu stigi, að unnt er að vinna bug á þyngdarafli viðkomandi hnattar um stundar- sakir, og njóta þess unaðar sem felst í því að geta svifið. Ferðalög munu mjög vera stunduð á þennan hátt, hjá lengra komnum mannkynjum ann- arra lífstjarna. í slíkum draumum má því með góðum rökum gera ráð fyrir, að sambandið sé við draum- gjafa, sem heima eigi á einhverjum hnetti, þar sem svif í lofti er iðkað til gagns og ánægju. 2) Dreymt hefur mig, og oftar en einu sinni, að ég sæi menn með öðru útliti en hér gerist. Engir kynþættir manna hér á jörðu hafa slíkt útlit. - Margir geta sagt frá hliðstæðum draumum. - Mun ekki slíka drauma að rekja til sambanda við menn á öðrum jarðstjörnum annarsstaðar í geimi, þar sem útlit manna er að sumu leyti annað en hér? 3) Stjörnuhimin hefur mig dreymt nokkrum sinnum, þar sem útlitið var allt annað en himinn sá, sem blasir við frá okkar jörð. - Dreymdi mig eitt sinn, að ég leit til himins, og sá stjörnugrúa mikinn og fegurri miklu en héðan getur að líta. Voru stjörnur miklu þéttari og margar miklu bjart- margar hverjar samanstanda af 100 þúsundum stjarna og þar yfir, eru sólirnar mjög nálægt hver annarri. Frá einhverri jarðstjörnu í slíkri kúluþyrpingu mundi himininn vera útlits mjög fagur og stjörnurnar ákaflega bjartar, líkt og þær komu mér fyrir sjónir í þessum draumi. - Þekki ég nokkra menn, sem í draum- um sínum hafa séð stjörnum skrýdd- an himin, öðruvísi útlits, en héðan af jörðu að sjá. III Augljóst er að í síðustu þrem dæmunum getur ekki verið um sýnir að ræða héðan af jörð. Og eftir að nú er vitað um eðli draumsambanda, má fyllilega gera ráð fyrir, að í slíkum draumum muni ævinlega vera um að ræða sýn til fjarlægra stjarna fyrir samband við einhvern draumgjafa, sem þar á heima. Skilningurinn á sambandi lífsins í alheimi og þar með skilningurinn á sambandseðli draumanna, gerir það kleift, að kynnast að nokkru lífinu á öðrum jarðstjörnum annarra sól- hverfa. Furðulegur er þessi mikli heimur, sem við lifum og hrærumst í og furðulegir eru möguleikar hvers manns til að kynnast að nokkru þess- um mikla og margbreytta heimi, og því lífi, sem þróast í þessum heimi sólna og vetrarbrauta. Draumarnir eru einn af þeim hæfi- leikum, sem hver maður er búinn, til könnunar fjarlægra staða í alheimi. En því miður hagar ekki svo til hér á okkar jörð, að þessir hæfileikar nýtist, svo sem vera ætti. Almennur skilningur á sambandseðli lífsins þyrfti hér að koma til, Án þess skiln- ings getur ekki orðið um þær fram- farir að ræða, sem leitt gætu til vís- indalegrar könnunar á lífi annarra stjarna fyrir draumasambönd eða önnur hliðstæð sambönd við lífið, í öðrum stöðum alheimsins. Ingvar Agnarssun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.