Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 4
4 Tírtíihh'1 tfiéldét SS'UIPSÍJIBPUS-I taugardagur 22. februar 1986 llllllllllllllllllllllllllll SPEGILL FÓRNARLAMB LIVE AID? Síðan Bob Geldof, írski popp- arinn í Boomtown Rats, tók for- ystu í að vekja athygli á hungruð- um börnum í Eþíópíu með öllu því brauki og bramli sem hann þekkir úr poppheiminum og stór- kostlegum árangri, hefur líf hans sjálfs gjörbreyst. Sjálfsagt hefur Bob ekki gert sér grein fyrir þeim afleiðingum sem það kynni að hafa á líf hans sjálfs, þegar hann varð svo miður sín eftir að hafa séð sjónvarpsút- sendingu frá þurrka- og hungur- svæðunum í Eþíópíu að hann hófst sjálfur handa um að bæta hag hinna hrjáðu. Haustið 1984 safnaði hann saman fjölmörgum þekktustu poppurum Bretlands til að gefa sameiginlega út plöt- una „Do They Know It’s Christmas“ sem varð metsölu- plata fyrir jólin það ár. Og komst reyndar líka á vinsældalista fyrir síðustu jól. Með þcssu framtaki Bobs rúll- aði boltinn af stað. Næst voru það Live Aid tónleikarnir frægu í júlí á síðasta ári. Árangurinn af þeim tónleikum er ennþá að skila sér, enda er Bob óþreytandi að fylgj- ast með því að peningarnir sem hafa safnast verði notaðir á þann hátt sem þeim var ætlað. Hann hefur margrekið sig á að það er ekki eins sjálfsagt mál og ætla mætti. Vegna þessara mannúðarstarfa hafa aðdácndur hans gefið honum viðurnefnið „Sankti Bob" sem hann er aldeilis öskureiður yfir. „Það er skelfileg hugmynd, ég kæri mig alls ekki um að vera álitinn „helgur maður". Geisla- baugar eru þungir og ryðga auð- veldlega. Eg get ekki hegðað mér eins og ætlast er til af helgum mönnum,“ segir hann. Hann vill ekki viðurkenna að öll frægðin og viðurkenningin sé of þung að bera. Hins vegar finnst honum óbærileg ábyrgð að allir skuli ætlast til þess af honum und- ir öllum kringumstæðum að hann einn viti best og eigi að taka loka- ákvörðun í hinum ótrúlegustu málum. Honum er það ljóst að margir aðdáenda hans krefjast þess að hann verði sæmdur friðarverð- launum Nóbels, en segir: -Ég er ekki viss um að ég sé sá maður sem þetta fólk heldur að ég sé. Ég get ekki uppfyllt hugmyndir þessa fólks um mig. Bob Geldof hefur verið önnum kafinn við alls kyns góðgerða- starfsemi síðan hann fór að beita sér fyrir að leysa málefni hungr- aðra. School-Aid hefur verið hleypt af stokkunum, Sports-Aid fer af stað í maí nk., hann á í við- ræðum við æðstu menn heilbrigð- ismála um bólusetningar í þriðja heiminum. Alltaf er leitað til iBobs Geldof. Og framundan er ræða hans á Evrópuþinginu og hann á að koma fram á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Þetta er tímafrekt starf og erfitt, svo að honum hefur ekki ■ gefist tími til að stunda músíkina, eins og hann segist þó myndi vilja. Enda segir hann það nú vera sinn draum að taka til við hana á ný, en fyrst verði hann að koma ýmsum málum í lag, þó að ekki líti út fyrir að hungri verði útrýmt í Afríku á næstunni. Bob Geldof lét ekki við það sitja að hafa forgöngu um að safna fé til hungraöra. Hann liefur líka eltir fremstu getu fylgst með því að þei peningar færu til þcirra nota sem þeir voru ætlaðir. Hér er hann í hópi skjólstæðinga sinna. Spennandi kvikmynd í undirbúningi Það hefur heyrst að leikarinn Michael Caine og rithöfundurinn Frederick Forsyth (Sjakalinn o.fl.) hafi byrjað samvinnu um kvik- mynd eftir metsölubók Forsyth „The Fourth Protocol". „Freddie átti í erfiðleikum við að afla fjár til þess að byrja mynda- töku og undirbúningsvinnu að myndinni, einkum vegna þess að Bandaríkjamenn eru orðnir svo- lítið smeykir við framleiðslu mynda um hryðjuverkamenn og ill- virki þeirra“, sagði Caine, sem verður aðalmaður í myndinni og velur leikara. Hann kynnti áætlanir þeirra Forsyth á blaðamannafundi. Þeir hafa stofnað fyrirtæki til að fjármagna og stjórna myndinni, sem áætlað er að kosti 11 milljón dollara. Kvikmyndað verður í Finnlandi og London og byrjar myndataka nú í apríl. Þessi bók Forsyth’s hefur selst í meira en 7 millj. eintökum víða um heim, og er söguþráðurinn um það, að Sovétmenn ætli sér að eyði- leggja vestrænt samstarf með því að styðja til valda öfgafulla vinstri- stjórn - lengst á vinstri kantinum! Forsyth hafði í eitt og hálft ár verið að reyna að afla fjár til þess að kvikmynda bókina, en líklega hefur mönnum ekki litist á sögu- þráðinn og getið sér til að myndin yrði varla vinsæl hjá almenningi. „Þetta var mikill vonbrigðatími hjá mér, og hvað eftir annað þegar ég hélt að nú væri ailt klappað og klárt þá fór allt í vaskinn,“ sagði rit- höfundurinn. Nú hefur hann fengið góðan stuðningsmann þar sem er Michael Caine ræðir við blaða- menn. leikarinn Michael Caine. Upplýst varð á þessum blaða- mannfundi, aðs.l. ár hafi verið eitt- hvert það erfiðasta hjá kvikmynda- framleiðendum um árabil. „Maður opnaði varla svo dagblað, að ekki blasti við frétt af erfiðleikum hjá kvikmyndaiðnaðinum," sögðu þeir félagarnir, en sögðust samt vera bjartsýnir á fyrirtæki sitt. lllllllllllll ÚTLÖND 11 iiiiiiiiii FRÉTTAYFIRLIT R eu tei SEOUL — Landflótta flug- maður frá Kína lenti MIG-19 vél sinni nálægt Seoul. Við- varnarkerfi fór í gang við lend- ingu þess kínverska og yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu um yfirvofandi loftárás. Kínversk stjórnvöld kröfðust framsals flugmannsins. TYRE Líbanon - ísraelskar hersveitir héldu enn áfram að leita tveggja hermanna sinna er rænt var í Suður-Líbanon. Hernaðarsinnar úr hópi mú- hameðstrúarmanna shita birtu Ijósmynd af föngunum tveimur. LUNDÚNIR — Stjórnvöld í íran sögðu heri sína hafa skot- ið niður fimm írakskar her- flugvélar og hafa íranir því skotið alls fimmtíu vélar niður síðan innrás þeirra „Dawn 8“ hófst í Suður-lrak. Hernaðaryf- irvöld í írak sögðu flughersinn hafa farið meira en 200 árásar- ferðir yfir stöðvar írana. MANILA — Ferdinand Mar- cos forseti fór hörðum orðum um „ruddaskap þeirra sem töp- uðu og nútíma heimsvalda- sinna“ sem hann sagði gera lít- ið úr sjálfsvirðingu Filippsey- inga. Mótmæli vegna svika og ofbeldis í kosningunum þann 7. febrúar síðastliðinn héldu áfram að aukast. RÓM — Lífvörður kom í veg fyrir að borgarskæruliðum tæk- ist að myrða embættismann er starfar á skrifstofu Bettino Craxi forsætisráðherra. Líf- vörðurinn skaut konu eina til bana á strætum Rómaborgar en hún var í hópi árásarmann- anna. PARÍS — Bolaji Akinyemi utanríkisráðherra Nígeríu reynir nú að miðla málum í Chad-deilunni og sagði hann í gær aó ríkisstjórn sín ætlaði að reyna að efna til friðarráð- stefnu í þeim tilgangi að binda enda á hið 25 ára gamla borg- arastríð í Chad. BONN — Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra V- Þýskalands lýsti yfir áhyggjum vegna áhugaleysis stjórnvalda í Bonn og NATO á samningum við Sovétstjórn um eyðingu meðaldrægra kjarnorkuflauga. LUNDÚNIR — Fyrrverandi yfirmanni [ bandariska sjó- hernum var í gær enn haldið í varðhaldi að kröfu bresks dómstóls. Maðurinn er sakað- ur um að hafa ætlað að láta óvinum í té upplýsingar er reynst gætu þeim gagnlegar. MOSKVA — Sovésku and- ófsmennirnir Alexei og Olga Lusnikov, sem tilheyra óopin- berum hópi friðarsinna, héldu í gær frá Moskvu til Vínarborgar að sögn móður Alexeis. JÓHANNESARBORG — Stjórnvöld í Suður-Afríku lýstu yfir ánægju með að tekist hefði að ná samkomulagi um endurgreiðsluráskuldumþeim sem hrjáð hafa efnahagslíf landsins. Sérfræðingar búast við betri tímum í efnahagslífi S-Afríku. NÝJA DELHI — Tveirsíkh- ar sem sakaðir eru um morðið á Indíru Gandhi unnu mál gegn einangrunarvistun í dauða- klefa, sem þeir hafa þurft að búa við. Dómstóll í Nýju-Delhi sagði endanlegan dóm yfir þeim enn ekki vera fallinn. Y

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.