Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. febrúar 1986 Tíminn 5 Ekki brotið á hertog- anum ríka Strassborg-Reuter Mannrétlindadómstóli Evrópu dæmdi í máli cinu í gær og á dómsniðurstaðan vafalaust eftir að koma sér illa fyrir hertogann af Westminister sem fór mcð málið fyrir dómstólinn. Hertoginn, hinn 34 ára ganrli Gcrald Grosvenor, cr stærsti landcigandinn í Brctlandi og fór hann mcð mál sitt fyrir mannrétt- indadónrstólinn þegar hann var neyddur til að sclja 200 íbúðir sínar. Eignir þcssar hefur hann orðið að selja síðan Verkamannaflokk- urinn kom í gegn lögunr árið 1967 cr beindust að því að auðvelda hinum verr settu í þjóðfélaginu að komast yfir eignir. Hertoginn, scm á stærsta hluta húsa þeirra sem standa í fínustu hverfum Lundúnaborgar, Mayfa- ir og Belgravia, tclur að tneð þessum lögum hafi sjálfsögðum mannréttindum hans vcrið ógnað - það telur dómstóllinn Itins vegar ekki. Talsmenn mannréttindadóm- stólsins sögðu sölu cignanna hafa verið í þágu almennings og því hefði ekki verið brotið gegn mannréttindum hertogans ríka. Af cignum þeint sem hertoginn af Westminister á í Lundúnum ntá nefna bandaríska sendiráðið við Grosvenortorg, Connaught hötel- tö og öll húsin við Belgravetorg. Indland: Verðhækkanir á vondum tíma Margt bendir nú til að Rajiv .Gandhi forsætisráðherra Indlands og stjórn hans muni eiga erfitt upp- dráttar á stjórnmálasviðinu þar í landi á næstunni. Þingið á Indlandi varsett að nýju nú í vikunni eftir nokkurt hlé en margir þingmannanna létu ekki sjá sig við opnunina í mótmælaskyni. Gandhi þarf að kljást við mörg vandamál á næstu vikum. Miklar verðhækkanir á nauðsynjavörum eru mest í sviðsljósinu unt þessar nrundir og hafa fjöldamótmæli vegna þeirra verið gífurleg. Þar með er þó ekki allt talið. Of- beldissinnaðir síkhar í Punjabhéraði hafa færst allir í aukana að undan- förnu og valda stjörn Gandhis hinum mestu áhyggjum. Þá hafa skærur milli hindúa og múhameðstrúarmanna í nyrstu héruðum landsins blossað upp af krafti á síðustu dögum. Vinsældir Gandhis hafa annars ver- ið nokkuð miklar á Indlandi síðan hann tók við forsætisráðherra- embættinu síðla ársins 1984 eftir morðið á móður hans Indíru Gandhi. Verðhækkanirnar ollu hins vegar mikilli almennri reiði í landinu og vinsældir forsætisráðherrans fengu verulegt bakslag. Lögregla handtók í vikunni um 10.000 manns, þar á meðal nokkra þingmenn og stjórnmálaleiðtoga, er ætluðu að ganga til þinghússins og mótmæla þar verðhækkunum. Þann sama dag var forseti landsins Zail Singh einmitt að setja þingið. Verðhækkanir á hlutum eins og brauði og eldunarolíu virðast hafa sameinað hina fimmtán stjórnar- andstöðuflokka í baráttunni gcgn stjórn Gandhis. Talsmenn stjórnar- andstöðunnar, sem fram að þessu hefur verið frekar ^undruð, hafa hvatt til allsherjarverkfalls í landinu næstkomandi miðvikudag vegna hinna nýju verðhækkana. Það eru þó ekki aðeins veröhækk- anirnar sem valda stjórnvöldum áhyggjum. Oflieldi rneðal síkha í Punjabhéraði á Norður-Indlandi hefur færst í aukana að nýju og hafa sjó manns verið skotnir þar til bana st'ðan á miðvikudag. Síkhar eru í meirihluta í héraðinu og öfl innan hóps þeirra vinna að stofnun nýs ríkis. Bardagar milli hindúa og múhameðstrúarmanna í hinum vin- sælu ferðantannahéruðum nyrst á Indlandi, Jammu hafa einnig ver- ið hinir hörðustu síðustu daga og lög- reglu er þar fyrirskipað að skjóta á staðnum brjótist ofbeldi út. Það virðist því vera nokkuð erfiðir tímar framundan hjá Rajiv Gandhi og ríkisstjórn hans við að ná sættum milli stríðandi hópa í þessu víðáttu- mikla og fjölmenna landi. Verð- hækkanirnar nýju gætu átt eftir að gera það verk enn erfiðara. (Byggt á Reuter og Newsweek) Rajiv Gandhi þykir hafa staðið sig ágætlega í forsætisráðherrastólnum. Nú erú hins vegar blikur á lofti og Gandhi og stjórn hans þurfa að glíma við mörg vandamálin þ.á m. vaxandi ókyrrð meðal síkha (innfellda myndin) í Punjab- héraði. Sjónvarp í Sovétríkjunum: Leiðinlegur fréttatími IVfosskva-Reuter Dagblaðið í Sovétríkjunum gagnrýndi nýlega fréttaflutning í sjónvarpi þar í landi og kvað hann leiðinlegan og hugmyndasnauð- an. Sagði blaðið kvöldfréttir sjón- varpsins vera svo leiðinlegar að flestir sjónvarpsáhorfendur gengju í burt frá tækjum sínum til að þurfa ekki að horfa á skömm- ina. Dagblaðið Sovietskaya Ross- iya, sem á síðustu mánuðum hef- ur verið fremst í flokki við að benda á það sem aflaga fer í sovésku þjóðfélagi, gagnrýndi sérstaklega flutning innlendra frétta. Blaðið sagði allar tölfræðilegar upplýsingar vera settar fram án nokkurs samanburðar og frétta- skýrendur einatt endurtaka það sem fréttaþulurinn hefði sagt rétt áður. Fólk er dauðleitt á fréttunum „vegna þess að það er mikill mun- urá lífi, skoðunum ogáhuga fólks í landinu og því hvernig þessir hlutir eru túlkaðir í sjónvarps- þáttum okkar,“ sagði í grein Sovietskaya Rossiya. Glæpamenn hankaðir á erfðum Lundúnir-Reuier Taka fingrafara og vafasöm blóðpróf gætu brátt átt eftir að til- heyra fortíðinni hjá rannsóknar- lögreglumönnum um allan heim - breskir vísindamenn eru nefni- lega að þróa tækni þar sem morð- ingjar ellegar nauðgarar, nema hvort tveggja sé, geta þekkst ör- ugglega af blóði eða sæðisbfettum sem þeir skilja eftir sig. Erfðafræðingurinn Alec Jeffreys tilkynnti fyrir sextán mánuðum að hann hefði fundið leið til að einangra og Ijósmynda litningabönd í einstaklingum, sem hver hefur sína einstöku erfðaeiginleika. Á þessari aðferð hafa vísinda- mennirnir David Werett og Peter Gill byggt en þeir aðstoða nú lög- regluyfirvöld við að finna ná- kvæmari leiðir til að hafa upp á misindismönnum. Á síðustu árum hafa blóð- flokkapróf aðallega verið notuð í glæpamálum en þau eru eins og gefur að skilja frekar takmörkuð. Maðurinn sem dat! ofan í hafragraut Durban-Rcutcr Fangavörður í Suður-Afríku lá þungt haldinn í sjúkrahúsi þar í landi í gær eftir að hafa fallið ofan í stóran ketil fullan af hafragraut . Sibusiso Mkhize heitir vörðurinn og er hann þrjátíu ára að aldri. Kappinn var við vörslu í fangelsinu en ekki tókst honum betur til en svo að á gangi sínum um eldhús staðarins féll hann ofan í hafragrautarpott einn mikinn og feitan. Talsmaður fangelsisstjórnarinnar sagði Mikhize hafa farið hálfan í kaf en ekki var haldið að einhver hefði stað- ið að baki dýfingu Mkhize í pottinn. Kohl kanslari er ekki eins vinsæll - eftir að tilkynnt var um rannsókn vegna ákæru á hendur honum Bonn-Reuter Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í gær hafa vinsældir Helmuts Kohl kanslara V-Þýskalands minnkað verulega meðal kjósenda í landinu. Kohl á nú yfir höfði sér dómsmál vegna ákæru um að hann hafi gefið falskan vitnisburð fyrir þingnefnd. Hin virta INFAS stofnuH gaf í gær út niðurstöður könnunar sem hún lét gera um miðjan febrúar og kom þar í ljós að vinsældir kanslar- ans höfðu fallið um 6% frá því í byrjun mánaðarins. Alls sögðust 37% aðspurða vilja Kohl áfram sem kanslara en aftur á móti vildu 51% fá sósíaldemókrat- ann Jóhannes Rau, aðalandstæð- ing Kohls í kanslaraembættið. f byrjun mánaðarins hafði Kohl stuðning 43% en 50% studdu Rau. Almennar kosningar fara fram í landinu í janúar á næsta ári. Sérfræðingar sögðu vinsældir Kohl aðallega hafa minnkað vegna hins einstaka ákærumáls sem hann tengist og einnig væru nú lög um verkfallsrétt og öryggismálefni honum andsnúin. Ríkissaksóknarar í borginni Ko- blenz tilkynntu síðastliðinn mánu- dag að þeir myndu hefja rannsókn á ásökunum um að Kohl hefði bor- ið Ijúgvitni frammi fyrir þingnefnd einni er fékkst við rannsókn á ólög- legum flokksframlögum. Kohl er fyrsti kanslarinn sem verður fyrir opinberri rannsókn fyrir dómi á meðan hann er við störf. Helmut Kohl kanslari V-Þýskalands (fyrir miðju) gæti átt eftir að þurfa að svara fyrir ýmislegt á næstunni,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.