Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.02.1986, Blaðsíða 20
. N JARÐVIKINGAR tryggöu sér sigur í fyrri hluta úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik er þeir sigruou nágrannana ÍBK með 103 stigum gegn 83 í S Keflavík í gærkvöldi. Það er nú Ijóst að Njarðvíkingar og ÍBK keppa aftur saman og nú í úrslitakeppninni á meðan Haukar mæta Val. Jóhannes Kristbjörnsson skoraði mest UMFN í gær eða 29 stig en Valur gerði 28. Hjá ÍBK skoraði Guðjón 24 en Sigurður21. . Laugardagur 22. febrúar 1986 Hellissandur fslensk tónverk í London Frá frétturitara Tímans í London, D. Keys: Meira en 300 tónlistarunn- endur komu til að hlýða á frumflutning fjögurra íslenskra þjóðlaga leikin á píanó af breska píanóleikaranum Philip Jenkis, í Wigmore Hall í London síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Þetta var í fyrsta sinn í tæpt ár að íslenskt tón- verk hefur verið aðalefni á dagskrá í einni af stærri tón- leikahöllum Lundúnaborgar. Tónverkin, eða þjóðlögin fjögur, eru eftir Hafliða Hall- grímsson og samin gagngert fyrir Philip Jenkins og þessa ; tónleika. Fyrir þessum tónleikum stóð NORDICON, sem er félag undirstjórn Hafliða Hallgríms- sonar og Philip Jenkins og hef- ur það að meginmarkmiði að kynna íslenska tónlist í Bret- landi. Á tónleikana kom íslenski sendiherrann ásamt fjölda ís- lendinga sem búsettir eru í Englandi. Philip Jenkins er tónlistar- prófessor við London Royal Academy of Music og þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem hann leikur einleik á stórum tónlcik- um íLondon. Eldur í bát og saltgeymslunni Raðsmíðaskipin: Ýfir sextíu tilboð að það tilboð er svipað og t.d. Sigurfari II, sem er stærra skip, seldist á. Þórleifur vildi taka það skýrt frant að tilboðin væru byggð á mjög misjöfnum forsendum, sum miðuðu við að skipið kæmi fullbúið samkvæmt smíðalýsingu og önnur ekki. Par sem nú er miðað við að öll þessi skip verði gerð að rækjuskipum þýðir það að þau muni hafa rækju- frystingu um borð og að þau þyrfti að lengja (hefur þeg- ar verið gert við sum þeirra) og rækjubúnaðurinn er inni í smíðalýsingum skipanna. „Þess vegna er verðið í rauninni ósambærilegt í mörgum tilfellum," sagði Pórleifur enn fremur. Tilboðin í skipin komu alls staðar að af landinu og meðal þeirra sem buðu í skip voru Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga sem voru hæstbjóðendur í Kol- beinsey PH þegar Fisk- veiðasjóður seldi hana en hún fór á endanum aftur til sinnar gömlu heimahafnar á Húsavík. Eins og áður hefur kontið fram í Tímanum hafa þessi skip fengið heimild til rækju- veiða og varúthlutaö 200 tonna þorskkvóta. Skipin eru öll tæpir 40 m á lengd (skv. smíðalýsingu) og um 250-300'tonn. BG Þrír braskarar í gæsluvarðhald Tveir bræður hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald í þrjár vikur, vegna meintra fjár- svika svo milljónum króna skiptir í íbúðarkaupum. í gær- dag var þriðji maðurinn úr- skurðaður í gæsluvarðhald til miðvikudags. Bræðurnir tveir eru ekki nýgræðingar í fjársvikastarf- semi, og sat annar þeirra í gæsluvarðhaldi í fyrra, einmitt vegna fjársvika. Báðir hafa þeir verið starfsmenn á fast- eignasölum og því öllum hnút- um kunnugir. Fjársvikin sem eru umfangs- mikil, voru stunduð með út- gáfu á fölsuðum skuldabréfum og annarri óheiðarlegri starf- semi. -ES Sijjurrtur Snæfell fréttaritari Tímans á Hellissandi: Saltgeymsla Hraðfrysti- húss Hellissands brann til grunna í gærmorgun. Tilfinn- anlegt tjón varð af eldinum, en töluverðar birgðir af skreið, saltfiski og umbúðum um hann skemmdist. Þá kom upp eldur í Rifsnesi SU, þar sem það lá í höfninni. Eldur kom upp í Ijósavél skipsins. Tveir menn sem voru í skip- inu sluppu án nokkurra meiðsla, en skemmdir á skip- inu eru talsverðar. Mikill fjöldi manns tók þátt í slökkvistarfinu jafnt heima- menn sem menn úr nágranna- byggðarlögum. Beinamjöls- verksmiðjan scm stendur við hliðina á saltgeymslunni slapp, og einnig frystihúsið sem brann fyrir tæpum þrem- ur árum. -ES Lögreglumenn funda um sérkröfurnar Formenn allra aðildarfé- félagsins. Myndin var tekin í að mikill hugur er í mönnum laga Landssambands lögreglu- gærdag þegar formennirnir um að ná hagstæðum samn- manna komu saman á fundi í ræddu sín mál. Greinilegt var ingum. gær, til þess að ræða sérkröfur á þeim landsbyggðarmönnum Tímamynd: - Svemr. - í fjögurskip Alls bárust 62 tilboð í raðsmíðaskipin fjögur en tilboðin voru opnuð í gær. Að sögn Þórleifs Jónssonar formanns Félags dráttar- brauta og skipasmiðja eru það þó ekki nema um 27-30 aðilar sem standa að baki þessuni tilboðum því marg- ir buðu í fleiri en eitt skip. Ef tilboðin eru sundurliðuð þá bárust 13 tilboð í skipið í skipasmíðastöðinni Stálvík, 17 tilboð bárust í skipið hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi og hjá Slipp- stöðinni á Akureyri bárust 13 tilboð í fyrra skipið ný- sntíði nr. 66, og 19 tilboð í seinna skipið eða nýsmíði nr. 67. Að sögn Þórleifs Jóns- sonar voru tilboðin mjög misjöfn, en flest voru á bil- inu frá 140 til 160 milljónir og hæsta tilboðið hljóðaði upp á 190 milljónir, en til ’samanburðar má geta þess

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.