Tíminn - 05.03.1986, Síða 8

Tíminn - 05.03.1986, Síða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 5. mars 1986 VIDUREIGN VIÐ VERDBÓLGUNA Ræöa Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi 1986 Herra forseti, góðir þingfulltrúar, A undanförnum árum hafa stjórnmál á íslandi einkennst af viðureigninni við verðbólguna og síðustu árin einnig við erlendar skuldir þjóðarinnar. Þegar sú ríkisstjórn sem nú situr kom til valda í maílok 1983, Itafði verðbólga náð 130%. Var íslensku atvinnu- og efnahagslífi með því stefnt í stórkostlega hættu. Gegn þcssari miklu verðbólgu var ráðist með hörðum, lögbundum aðgerð- um. bannig tókst að ná verðbólgu niður á því ári úr 130% í u.þ.b. 2()%-30%. Eftir hógværa kjarasaminga í febrúar 1984 fór verðbólga áfram hægt sígandi. Hins vegar urðu ntjög Itáar launahækkanir í lok þess árs til þess að verðbólga jókst á ný um áramótin 1984-85. Þcssi ár voru jafnframt mjög erf- ið vcgna þess, að mikill samdráttur varð í fiskveiðum okkar. Þjóðar- tekjurnar fcllu af þeim sökum um u.þ.b. 8% frá 1982 til 1984. Þótt afli og þjóðarframleiðsla færi á ný nokkuð vaxandi á s.l. ári, varð það þó að ýmsu leyti íslcnsku efnahagslífi erfitt. Vegna falls Bandaríkjadollars og hækkunar á Evrópu-gjaldmiðlum og japönsku yeni versnuðu viöskiptakjörin ntjög, því að útflutningur okkar ís- lendinga er í ríkum mæli til Banda- ríkjanna, en innflutningur að mestu frá Evrópuþjóðum. Við þcssar aðstæður reyndust þcir kjarasamningar, scm gerðir voru á miðju ári 1985, atvinnuvegunum of crfiðir. Gengi varð því að síga nokkuð. Afleiðingar af þessu urðu þær, að vcrðbólga hefur verið u.þ.b. 30-35% árið sem leið. I byrjun þessa árs urðu miklar breytingar á viðskiptakjörum. Hækkun á fiskvcrði og lækkun á ol- íuverði hefur bætt viðskiptakjörin um u.þ.b. 3%. Sjávarafli hefur sömuleiðis farið vaxandi. Ríkisstjórnin lagði því á það áherslu við aðila vinnumarkaðar- ins, sem staðið hafa í samningunt um kaup og kjör, að þessi bati yrði nýttur til þess að draga nú verulega úr verðbólgu, um leið og kaup- máttur almennings væri styrktur. Eftir miklar viðræður náðist s.l. fimmtud.ag ntjög víðtækt sam- komulag á hinum almenna vinnu- „Á árinu 1983 var ráð- ist gegn verðbólgunni með hörðum lög- bundnum aðgerðum. Þannig tókst að ná verðbólgunni niður á því ári úr 130% í u.þ.b. 20%-30%.“ markaði um kaup og kjör, og sem lögfest var á föstudaginn var á grundvelli víðtækra aðgerða ríkis- stjórnarinnar til lækkunar verölags og til að bæta rekstrargrundvöll út- flutningsatvinnuveganna, á aðgeta leitt til hjöðnunar verðbólgu, þannig áð hún verði um 7-8% lægri í lok ársins. Þetta mikla átak er ríkissjóði kostnaðarsamt. Vegna lækkunar tolla og skatta, lækka tekjur ríkis- sjóðs um u.þ.b. 5%. Það mun leiða til þess, að ríkissjóður verður með rekstrarhalla nú í ár, en með inn- lendri lántöku verður greiðslu- jöfnuði náð. Töluverð kaupmáttaraukning al- mennings mun jafnframt leiða til þess, að viðskiptahalli verður enn á viðskiptum landsins við útlönd. Erlendar skuldir munu því heldur aukast á árinu 1986. Þær eru, eins „Ríkisstjórnin lagöi því á þaö áherslu viö aðila vinnumarkaðarins að þessi bati yröi nýttur til þess aö draga nú veru- lega úr verðbólgu, um leið og kaupmáttur al- mennings væri styrktur.“ og fyrr segir, eitt megin vandamál í íslensku efnahagslífi, en tekist hef- ur á undanförnum þremur árum að koma í veg fyrir umtalsverða aukn- ingu þeirra. Erlendar skuldir eru nú um 53% af landsfrantleiðslu. Ef nú tekst sem horfir að ráða niðurlög- um verðbólgunnar, verða þau verkefni mikilvægust í íslensku efnahagslífi á næstu árum að koma í veg fyrir nýja verðbólguskriðu Og draga úr erlendum skuldum. í þessu skyni leggur íslenska ríkisstjórnin nú mikla áherslu á ný- sköpun í atvinnulífi. Ætlunin er að auka verulega fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. í þvískyni hefurauknu fjármagní verið veitt til rannsókna og sett á fót þróunarfélag, sem ætl- að er að aðstoða áhættusöm cn álit- leg ný fyrirtæki. í þessu sambandi leggjum við áherslu á aukið samstarf Norður- landanna. Með samvinnu ntilli Norðurlandanna má bæta ntark- aðsstöðu norrænna atvinnuvega í harðri samkeppni á alþjóðamark- aði. Norræn samvinna þarf nú að miða að því að skapa skilyrði íyrir aukinn hagvöxt, en cin forsenda hans er efling útflutnings. Með samstarfi má ná betri stöðu á mörkuðunum, m.a. á sviði útflutn- — „í byrjun þessa árs uröu miklar breytingar á viðskiptakjörum. Hækkun á fiskverði og lækkun á olíuverði hef- ur bætt viðskiptakjörin um u.þ.b. 3%. Sjávar- afli hefur sömuleiöis farið vaxandi.“ ingsverkefna, þar sem ekki síður er flutt út hugvit og þekking en vörur. Efling samstarfsins út á við á þó alls ekki að verða á kostnað hins innra samstarfs. Innri styrkur á sviði ntenningar- og félagsmála er ein- mitt forsenda árangurs út á við í skiptum við aðrar þjóðir, ekki síð- ur en öflugt atvinnulíf. Það er ánægjulegt að verða þess var, að áhugi atvinnulífsins á norr- ænu samstarfi er vaxandi, bæði í orði og verki. Starf Gyldénhamm- er-hópsins ergott dæmi unt þennan áhuga. Hugntyndirnar sem koma fram í skýrslu hópsins eru athygl- isverðar, ekki síst varðandi sam- starf á sviði iðnaðarrannsókna og tækniþróunar. A þessu ári eru tíu ár liðin frá því að Norræni fjárfestingabankinn tók til starfa. Til hans var stofnað að frumkvæði forsætisráöherra Norðurlanda. Á þessum tíu árum hefur bankinn eflst og er nú stærsta stofnun hins opinbera norræna samstarfs. Hinn góði árangur Norræna fjárfestingabankans er ekki síst að þakka Bert Lindström, sem hefur verið bankastjóri hans frá upphafi. Bert Lindström mun láta af starfi sínu hjá Norræna fjárfestingabank- anum í vor. Ég vil nota þetta tæki- færi til að þakka honum vel unnin störf í þágu norrænnar samvinnu. Nordisk handlingsplan, sem samþykkt var á síðasta þingi Norðurlandaráðs, er góður grund- völlur fyrir sameiginlega stefnu- mótun í efnahagsmálum. Nú er nauðsynlegt að fylgja því eftir nteð raunhæfri framkvæmd. Við íslend- ingar minnum á tvennt í þessu sambandi; Við leggjum áherslu á að eiga fulla aðild að UNI-lánum hjá Norræna fjárfestingabankan- um, og við ítrekum enn að styrki til atvinnuvega verður að lækka, ekki síst á sviði iðnaðar og sjávarútvegs, í öllum löndunum. Norðurlöndin eiga að berjast sameiginlega fyrir þessu máli á alþjóðavettvangi. Ég er þeirrar skoðunar, að sam- starf í útllutningsmálum með stofn- un samnorræns útflutingsráðs sé at- hyglisverð hugmynd. Einnig tel ég mikilvægt að tryggja áhættufé til forathugana á arðsemi útflutnings- verkefna, með aðstoð Norræna verkefnaútflutningssjóðsins. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í að auð- velda fyrirtækjum, ekki síst hinum smærri, að kanna ný verkefni. Óvissa og langur undirbúningstími dregur úr áræðni fyrirtækja í þessu efni. jafnvel þótt horfur um arð- semi til lengri tíma séu góðar. Samstarf í alþjóðastofnunum, ekki síst fjármálastofnunum, sem Norðurlöndin eiga aðild að, er mikilvægt. Vert er að athuga hvort hagkvæmt er fyrir Norðurlöndin að eiga sameiginlega aðild að slíkum stofnunum í þeim tilvikum þar sem engin ein þjóð hefur talið hagsmuni sína nægilega til að réttlæta aðild á eigin spýtur. í því efni má t.d. nefna j^róunarbanka og þróunar- sjóði unt heim allan. Ég vil að lokum vekja athygli á tillögu, sem fyrir þessu þingi liggur um norræna rannsóknastofnun á sviði líffræði á íslandi. ísland er að mörgu leyti vel til slíkra rannsókna fallið. Ég er sannfærður um, að samstarf Norðurlandanna, eins og lagt er til í þessari tillögu, mun verða öllum þjóðunum til hags- bóta. Herra forseti. Ég hef kosið að ræða fyrst og fremst efnahagsmálin, enda ofar- lega á baugi í mínu landi. Ég vil þó að lokum leggja áherslu á mikilvægi samstarfs á sviði menningar- og fé- lagsmála. Auk legu landanna er það sameiginleg arfleifð, sent tengir okkur saman. Það ber að styrkja. RIKHARÐUR ÞRIDJI í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Laugardaginn 8. mars frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið um Ríkharð þriðja, eftir William Shakespeare, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, og er það frumflutningur verksins hér á landi og jafnframt í fyrsta skipti sem íslenskum leikhúsgestum gefst kost- ur á að sjá uppfærslu á einum kon- ungaleikja meistarans frá Stratford. Leikstjóri er John Burgess frá breska þjóðleikhúsinu, tónlist ereft- ir Terry Davies, leikmynd eftir Liz da Costa, búningar eftir Hilary Bax- ter og lýsing eftir Ben Ormerod, en þau koma öll frá Bretlandi. Það er Helgi Skúlason sem leikur hið fræga titilhlutverk, hinn kaldrifj- aða kroppinbak Ríkharð, en með önnur stór hiutverk fara Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Flosi Ólafsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Kristbjörg Kjeld. Herdís Þor- valdsdóttir, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Sigurður Skúlason, Erlingur Gíslason, Sigurður Sigurjónsson og Jón S. Gunnarsson auk fjölda annarra, en alls fara utn fjörutíu leikarar með hlutverk í sýningunni. Það er skemmtileg tilviljun að Valur Gíslason fer með hlutverk í sýning- unni, en hann lék sitt fyrsta hlutverk í fyrstu Shakespeare-.uppfærslunni hér á landi er Leikfélag Reykjavíkur sýndi Þrettándakvöld fyrir réttum sextíu árum. Þetta leikrit Shakespeares byggir á sögu Ríkharðs konungs þriðja sem ríkti á Englandi 1483-1485. Stuttur valdaferill hans var viðburðaríkur og fullur af ógn og spillingu. Shakesp- eare hagræðir söguefninu lítillega eftir þörfunt lcikverksins, enda er ekki nauðsynlegt að þekkja blóðug- an feril þessa sögulega kóngs til að njóta leiksins. Þarna er einfaldlega sögð saga valdaráns og harðstjórnar og því lýst hvernig Ríkharður myrðir sér leið í hásætið og heldur völdum af djöfullcgri flærð uns yfir lýkur. Rík- harður leikritsins er hinn dæmigerði einræðisherra og hægt er að líta á hann sem hliðstæðu slíkra manna hvar sem er og hvenær sem er. Æfingar á Ríkharði þriðja hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Þetta fræga leikrit Shakespeares verður frumsýnt i Þjóðleikhúsinu þann 8. mars n.k. Mynd-J.Ó.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.