Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Föstudagur7. mars 1986 ÚTLÖND Þingi sovéskra kommúnista lokið: Bretland: Frændurnir vestan hafs eru óvinsælir Lundúnir-Reuter Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar einnar sem birtist í breska blaðinu Sunday Times, telja margir Bretar að Banda- ríkjamenn séu að minnsta kosti jafnhættulcgir heimsfriðnum og Sovétmenn. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að 20% aðspurðra voru á því að bandarísk stjórnvöld væru hættulcgri héimsfriðnum en sovésk yfirvöld og önnur 34% sáu bæði risaveldin sem jafnmikla ógnun við heimsfriðinn. Könnunin sýndi einnig að Bret- ar líta tortryggum augum á áhrif bandarískra aðila á efnahags- og varnarkcrfi þeirra. Líklegt þykir að niðurstöðurn- ar hafi markast að nokkru leyti af þcim deilum sem nú eru uppi í Bretlandi og tengjast sölu stjérn- valda á hluta af British Leyland bílafyrirtækinu til bandarískra risafyrirtækisins General Motors. Könnunin leiddi í Ijós að 80% aðspurðra voru andsnúin þessari sölu jafnvel þótt það hcfði í för með sér betri efnahag hjá fyrir- tækinu. Reagan Bandaríkjaforseti fór ekki heldur varhluta af litlu áliti Breta á vinum sínum vestan hafs. Aðeins 34% töldu Rcagan hafa fulla dómgreind. Moskva-Reuter í gær var kona í fyrsta skipti í 25 ár kjörin til að gegna ábyrgðarstarfi innan æðsta stjórnvalds sovéska kommúnistaflokksins. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu þó að tím- inn yrði að skera úr um það hvort hér væri á ferðinni breyting til batnaðar fyrir konur í hinu sovéska karl- mannaveldi. Mikhail Gorbachev leiðtogi Sov- étrfkjanna tilkynnti í lokaræðu sinni á 27. þingi kommúnistaflokksins að hin 57 ára gamla Alexandría Bir- yukova hefði verið útnefnd í 11 manna ritaramiðnefnd er tekur við skipunum beint frá æðsta valdi landsins þ.e. framkvæmdastjórn flokksins. Síðasta konan til að gegna jafn þýðingarmiklu ábyrgðarstarfi í Sov- étríkjunum var Yekaterina Furtseva sem reyndar var fullgildur meðlimur framkvæmdástjórnarinnar sjálfrar á árunum 1957-61. Stjórnmálaferill Furtsevu var þó ekki eins glæsilegur eins og fyrirheit gáfu merki um og var það mest sök- um tengsla hennar við Níkita Krúsj- eff og þátttöku í margvíslegum hneykslismálum. Stjórnmálaskýrendur segja þó ekki hið slæma fordæmi Furtsevu hafið ráðið því að ekkert hafi verið um konur í æðstu ábyrgðarstörfum innan flokksins síðustu áratugina heldur sé þar miklu frekar um að kenna íhaldssemi sovésku flokksfor- ystunnar. Hvert starfssvið Biryukovu kemur til með að verða er ekki vitað ná- kvæmlega en sennilega mun það tengjast sautján ára reynslu hennar sem ritari miðnefndar verkalýðs- samtakanna. Gorbachev sagði í Iykilræðu sinni á þinginu í síðustu viku að þörf væri á að konur kæmust til meiri áhrifa í stjórn flokksins sem og í félagslífi al- mennt en tilkynnti þó einnig um ráðagerðir er stuðla ættu að meiri vinnufrístundum fyrir konur til að þær gætu betur sinnt börnum sínum. Aðeins ein breyting varð á skipan framkvæmdastjórnarinnar sjálfrar. Þar kom inn náinn samstarfsmaður Gorbachevs, hinn 63 ára gamli Lev Zaikov sem hefur verið ráðherra yfir þungaiðnaði landsins síðan í júlí á síðasta ári. Gorbachev sagði í lokaræðu sinni á þinginu í gær að kominn væri tími til fyrir hina 5000 þingfulltrúa að hefj- ast handa við „endurbyggingu okkar sósíalíska heimalands". Gorbachev er talinn hafa styrkt stöðu sína veru- lega á þingi þessu. Mikhail Gorbachev styrkti stöðu sína enn meira á 27. þingi sovéska kommúnistaflokksins sem lauk í gær. Kona í áhrifastöðu Sihanouká sjúkrahús Peking-Reutcr Sihanouk prins leiðtogi sam- taka þeirra er berjast gegn lepp- stjórn Víetnama í Kambódíu hefur verið lagður inn á sjúkra- hús í Peking þar sem líkamlegt ástand hans mun verða gaum- gæfilega athugað. Þetta var haft eftir einum sam- starfsmanna hans sem sagði hinn 62ja ára gamla prins hafa verið lagðan inn fyrir rúmri viku. Sihanouk býr í Peking mestan hluta ársins í boði kínversku stjórnarinnar en ferðast þess á milli víða um heim, hann kom m.a. til íslands síðastliðið haust. Sihanouk varð þó að fresta fyrir- hugaðri heimsókn sinni til Thai- lands vegna heilsubrests sem fel- ur f sér slæma sjón ásamt öðrum kvillum. Prinsinn er forseti bandalags þriggja skæruliðasamtaka sem ráðið er að mestu af „Rauðu Khmerunum“ er stjórnuðu Kambódíu í fjögur ár eða þar til þeim var kollvarpað af hersveit- um Víetnama árið 1979. Skæruliðasamtökin eru studd af kínverskum stjórnvöldum og ráða yfir nokkrum svæðum við landamæri Thailands og Kam- Sihanouk prins (t.v.) er nú sjúk- ur á líkama en heilinn er starf- hæfur og vel það eins og Islend- ingar urðu vitni að síðastliðið haust er prinsinn kom í heim- sókn. bódíu. Þangað fer Sihanouk prins í heimsóknir af og til. Brasilía: Bjartari framtíð fyrir krókódíla Ríó de Janciró-Rcutcr Talsmaður náttúruverndarsani- taka í Brasilíu sagði í gær að lögregl- an þar í landi hefði handtekið tvær Karlremban leynist víða Rcnó, Nevada-Reuter Fyrrverandi starfsstúlku spilavít- is hefur verið neitað um skaðabæt- ur er hljóðuðu upp á sem samsvar- ar einum 400.000 króna. Stúlkan taldi að sér hefði verið neitað um stöðuhækkun vegna þess að hún væri ekki nógu falleg. Lögfræðingar hinnar 37 ára gömlu Nancy Mannikko sögðu stjórnarmenn Harrahs spilavftisins hafa gefið starfsfólki sínu útlits- einkunn frá fjórum til sex og ein- ungis þeim sem hæstu einkunn fengu var úthlutað bestu störfunum í spilavítinu. Dómarinn í málinu sagði hins vegar að stjórnarmenn spilavítisins hefðu ekki brotið gegn stjórnar- skránni með því að neita Mann- ikko „almenningstengslastarfi" vegna útlits hennar. Yfirmaður starfsmannahalds spilavítisins viðurkenndi fyrir rétt- inum að hafa gefið Mannikko eink- unnina „fjórir plús“ er hún var ráðin í apríl 1982. pcrsónur scm reyndu að laumast yfir landamærin til Paraguay með 300 krókódílaskinn. Smyglararnir tveir voru handtekn- ir í Aquidauana sem er í héraðinu Mato Grosso í Vcstur-Brasilíu. Á þessum slóðum er hið svokallaða Pantanalsvæði sem ertvisvarsinnum stærra en Portúgal að flatarmáli og liggur að landantærum Bólivíu og Paraguay. Pantanalsvæðið er að mestum hluta ófært yfirferðar nema notaðar séu flugvélar ellegar bátar og þar cr eitt ósnortnasta dýralíf hér á jörðu niðri. Staðurinn er hinsvegar mikil paradís fyrir veiðiþjófa sem hingað til hafa ekki átt mikið á hættu að vera handteknir. Krókódíladráp hefur verið vinsæl iðja meðal veiðiþjófanna og flestir af þeim ntilljón krókódílum sent drepnir eru á ári hverju í Érasilíu enda einmitt líf sitt á Pantanalsvæð- inu. Nú er hinsvegar í brasilíska þing- inu tillaga þar sem bann er lagt við krókódílaveiðum næstu tíu árin og refsing við slíkum veiðum allt upp í 18 mánaða fangelsisvist. Tillagan hefur reyndar þegar verið samþykkt í efri deild þingsins. Krókódílaskinn má selja fyrirgóð- an pening í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan þar sem þau eru gerð að rándýrum söluvarningi. Oftast er skinnunum smyglað yfir til Paraguay og Bólivíu til að byrja með en oftast enda þau í stórverslunum þeirra ríku í iðnaðarlöndunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.