Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 7. mars 1986 llllllll I LANDBUNAÐUR Ililiiiilll iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiii iiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiniii Ég býst við fleirs konum á búnaðarþing „Tveir stórir lagabálkar hafa verið til meðferðar hér á búnaðarþingi. Annarsvegar eru jarðræktarlögin sem menn vilja breyta, og þá sérstak- lega með tilliti til breytts búskapar í landinu. Þær breytingar felast í því að hefðbundnar búgreinar verða ekki styrktar meira en nauðsynlegt er, en hinsvegar verður reynt að mæta í auknum mæli fjárþörf hinna nýju búgreina. Þar má meðal annars nefna loðdýrarækt og skjólbeltarækt. Verið er að sníða jarðræktarlögun- um nýjan stakk miðað við breyttan tíma. Sama máli gegnir um búfjár- ræktarlögin. Þar er verið að taka inn hinar nýju búgreinar eins og loð- dýraræktina. Einnig er unnið að því að fella út þau ákvæði iaganna sem úrelt teljast. Loks má nefna það að verið er að minnka þau verðlaun sem mönnum eru veitt fyrir kynbætur á gripum," sagði Ásgeir Bjarnason forseti búnaðarþings, sem nú er í þann mund að ljúka störfum þetta árið, og lýkur um leið kjörtímabili kjörinna fulltrúa sem setu eiga á þinginu. Ásgeir, sem jafnframt er formaður Búnaðarfélags íslands lýsti því yfir í samtali við Tímann að ýmsar bíikur væru á lofti í málum stjórnar Búnaðarfélagsins og sagði hann ekki óeðlilegt þó að konur myndu í auknum mæli láta til sín taka í málum félagsins á þeirri öld kvenfrelsis og réttlætis sem við nú lif- um á. - Áfram með búfjárræktarlögin. Þið lítið þá ekki svo á að þörf sé á auknum kynbótum á sauðfé með til- liti til fituinnihalds kjöts? „Allar kynbætur eru geysilega flókið mál. Ef sameina á hámarks gæði ullarinnar og hámarks gæði kjöts þá kostar það áratuga kyn- bótastarfsemi. Þriðja atriði sem má nefna t þessu sambandi er frj ósemin. Það verður að segjast eins og er að undanfarin ár hafa tveir þættirnir af þessum þremur tekist mjög vel. Annars vegar hefur tekist mjög vel að auka frjósemina með auknum kynbótum og betri meðferð. Svo vil ég meina að geysi mikið hafi áunnist Ásgeir Bjarnason forseti búnaöarþings líka í því að gera kjötið betra, þó að þar sé við vandamál að etja eins og sumir tala um, að kjötið sé of feitt, og þar af leiðandi verði það ódrjúgt, og því hlutfallslega dýrara fyrir neyt- endur en hænsnakjöt eða svínakjöt. Núna er unnið að því að finna þá leið sem skilar mjög afurðamiklu fé og hóflega feitu. í þribja lagi er verið að reyna að samræma ullargæðin þessu tvennu og það er ekki svo létt verk.“ - Frumvarp til laga um atvinnu- réttindi í landbúnaði var afgreitt frá þinginu. Miklar vangaveltur hafa orðið í gegnum árin vegna frum- varpsins, en nú virðist það komið í höfn. Hvað segir þú um frumvarpið? „Þetta frumvarp hefur verið lengi til meðferðar hjá búnaðarþingi og bændasamtökum. Satt best að segja þá eru menn almennt ekkert hrifnir af því að tekin verði upp atvinnurétt- indi í landbúnaði. Frumvarpið felur í sér að þeir sem ætla að hefja búskap, hafi að minnsta kosti unnið tvö ár við búskap og lokið þriggja mánaða námskeiði í búnaðarfræðum. En æskilegast er náttúrulega að þeir menn sem hefja búskap hafi próf frá búnaðarskóla. Þetta hefur þó verið mjög umdeilt, og margir sem hrein- lega drekka þetta f sig með móður- mjólkinni. Þá er það líka staðreynd að margir góðir bændur hafa komið úr iðnaðarskóla. Að því er mér finnst þá skilja þeir öðrum betur tæknilegu hlið landbúnaðarins. Megin þáttur, og sá fjárfrekasti á býlum í dag er tæknilegi þátturinn. Nú er frumvarpið komið í það horf, eftir endurskoðun, að lág- markskröfurnar sem gerðar eru, eru viðunandi." - Störf þingsins í ár, hvernig hefur gengið hjá ykkur? „Þingið stendur í hálfan mánuð, og öll mál sem koma fyrir þingið fá mjög nákvæma skoðun, í nefndum. Þessa dagana eru mál að koma úr nefndum. Flestar nefndir ljúkastörf- um í dag eða á morgun. Þetta þing sem situr núna, er síð- asta þing á þessu kjörtímabili, þann- ig að nýkjörnir fulltrúar koma saman á næsta ári. Ég reikna með því að það verði talsverð endurnýjun á næsta þingi, og þá helst á þann veg að konur komi inn í auknum mæli,“ sagði Ásgeir að lokum. -ES Grútlin framleiðslustjórnun „Margir menn hafa skilið búmark sem framleiðslurétt. Ég skil afskap- lega vel þá menn sem núna eru að ljúka við að byggja fjós, og hafa farið í þær framkvæmdir vegna búmarks sem þeir hafa öðlast, en standa nú frammi fyrir því að þeir eru með fjórðungi of stórar byggingar og urn leið óbærilegar klyfjar fjárhagslega séð. Ég skil það afskaplega vel að þeir geti ekki sætt sig við þetta og telji að þjóðfélagið hafi svikið sig" Þetta er staðreynd, þeir líta svona á það. Ég er ekki gáfaðari en það að ég sé ekki annað en að það sé eðlilegt að þeir séu sárir. Síðan eru náttúrlega allslagsmenn sem hafa verið að lcika sér að því að espa þetta upp. Málið er svo erfitt að engin góð lausn cr til.“ Hjalti Gestsson er ráðunautur á Sclfossi og hann mælir svo. - En erum við búin að finna bcstu lausnina? „Ég tel nú að það hafi vcrið af- skaplega vont að niðurgreiðslurnar voru minnkaðar og um leiö kreppti að markaðnum. Þegar fólk í þéttbýl- inu hefur verið að berjast í bökkum fjárhagslega, þá skiljum við það af- skaplega vel að það kaupir ekki dýr- ustu mjólkurafurðirnar eins og smjör og osta. Þetta þrengir þess vegna að markaðnum. Við erum bara hluti af stórri heild í heiminum sem er í vandræðum með offramleiðslu. Hér er þrýst á það að flytja inn ódýrar korntegundir, sem koma þá í beina samkeppni við íslenska fóðurframleiðslu og fram- leiðsla kjúklinga- og svínakjöts þrýstir á okkur á markaðnum. Óhófs- notkun á kjarnfóðri í mjólkurkýr er líka hagstæð fjárhagslega, þannig að í rauninni erum við eins og rekald í öllum þessum málum ef við höfum ekki sterka framleiðslustjórnun, og hún er alveg grútlin. Hún er grútlin, og engin teikn eru á lofti um að verið sé að setja hana á. Engin heilbrigð stjórnun hagar sé svona. Ef við tök- um kjötið sem dæmi. Þar er bara stjórnun á lambakjöti, en allar hinar Hjalti Gestsson ráöunautur á Selfossi tegundirnar eru frjálsar. Þetta geng- ur aldrei að mínu mati.“ - Suðurland með tilliti til nýrra bú- greina? „Við teljum að þar hafi komið þó nokkur árangur í ljós. Þar hafa risið allmörg loðdýrabú og við höfum tek- ið upp hjá Búnaðarsambandinu leið- beiningarþjónustu. Ég hef séð það ajð þeim hefur gengið best að hasla sér völl í jafn nákvæmri bú- grein og loðdýrin eru, sem hafa verið nákvæmastir í hinum almennu bú- greinum.“ Það er einnig mikill áhugi hjá okk- ur með aðrar búgreinar, svo sem fiskeldi. Við getum alls ekki fallist á það að það eigi einungis að vera í höndunum á einhverjum stórlöxum. Ég vil minna á að jarðhiti cr víða á Suðurlandi og komið er heitt vatn á þriðja hvern bæ á Suðurlandi “ - Sem ráðunautur, hvernig metur þú stöðu landbúnaðarins í dag. Heldur þú aö það verði veruleg röskun? „Það er mjög hætt við því. Ég hef fylgst með þessu í nágrannalöndun- um. Þeir bændur sem ég þekki per- sónulega t.d. í Danmörku hafa átt í afskaplega miklum erfiðleikum og það hefur orðið gjörbylting í dönsk- um landbúnaði, ekki síst vegna breytinga á markaðnum. Það þýðir ekkert fyrir okkur hér, þó að okkur þyki vænt um okkar skipulag og upp- byggingu alla, þá þýðir ekkert fyrir okkur annað en viðurkenna það að nýir tímar krefjast nýrra klæða og at- hafna.“ - Hvernig myndir þú vilja standa að þessum breytingum? „Ég tel það afskaplega mikilvægt að hvert nýtt starf sem hægt er að taka upp í hinum dreifðu sveitum landsins,' verði nýtt. Það léttir undir með hinum hefðbundnu búgreinum. Þau heimili sem fá tekjur sínar t.d. í gegnum loðdýrarækt, þau þurfa ekki að pressa á með að fá kvóta eins og aðrir í hinum hefðbundnu búgrein- um. Ég horfi á það með fullri stillingu og ró þó ég sjái mörg býli á Suður- landi. þarsem hefðbundinn búskap- ur hcfur verið lagður af.“ -ES Eg vil koma á svæðabúmarki - og þannig stjórna framleiðslunni Heildarskerðing á svæði mjólkur- samlags Vopnafjarðar verður um eitt til tvö prósent, vegna mjólkur- kvótans. Þó að heildarskerðingin segi ekki alla söguna er Ijóst að Vopnfirðingar hafa sloppið tiltölu- lega vel frá þeim málum. Samlags- svæði mjólkursamlags Vopnfirðinga er smátt, nær eingöngu yfir Vopna- fjörð og annast að hluta til dreifingu í Bakkafirði. Sigurjón Friðriksson bóndi YtriiHlíð Vopnafirði er annar fulltrúi Búnaðarsambands Austur- lands á búnaðarþingi. Hann var •spurður álits á skerðingunni. „Eftir er að úthluta 6,5% af full- virðisréttinum, þar af eiga búnað- arsamböndin að deila út fimm prós- entum, á milli manna eftir efnum og ástæðum. Ein milljón lítra mjólkur er hjá Framleiðsluráði sem úthlutað verður til smærri bændabýla. Það er mitt mat, að eðlilegra hefði verið að úthluta búnaðarsambands- stjórnunum 8-10% til að jafna kvót- ann á milli manna. Það hefði skapað sveigjanleika og komið f veg fyrir að um reglustikuaðferð væri að ræða. Enn sem komið er vitum við ekk- ert um sauðfjárkvótann, en vonumst eindregið til þess að fastara form verði komið á svæðaskiptinguna og framleiðslukvótaskiptingu á þessum hefðbundnu búvörum strax í vor, a.m.k. nokkru áður en til slátrunar kemur í haust.“ - Ertu sáttur við hvernig staðið hefur verið að þessum niðurskurði í landbúnaðinum? „Það er erfitt að svara því. Á ýms- an hátt er ég sáttur við það hvernig að honum er staðið, því ég lít svo á að við séum þarna af illri nauðsyn að berjast við að skipta sem réttlátast niður þeirri skerðingu sem verður að vera vegna offramleiðslu mjólkur sem þegar er orðin. Ég er ósáttur við framkvæmdina í smáatriðum og ég er ekki einn um það. Sérstaklega hefur verið bent á það hversu seint á framleiðsluárinu þessar ráðstafanir koma til framkvæmda. Búið er að framleiða mjólk í fimm mánuði á ár- inu þegar reglugerðin er staðfest." - En menn máttu búast við skerð- ingu? „Jú, akkúrat er það. Bændur sem hafa áhuga á því að fylgjast með mál- um máttu vita aö það hlyti að koma einhversstaðar niður þó menn vissu það ekki í smáatriðum. Það er langt síðan samið var um sölu á 107 milljónum lítra af mjólk en vitað var að framleiðslan stefndi í miklu hærri tölu.“ - Ertu sáttur við að ekkert tillit sé tekið til félagslegra þátta, heldur sé notuð ein allsherjar reikniaðferð yfír allt landið? „Þessi mál komast ekki á grund- vallarstig fyrr en báðar búgreinarnar koma inn í þetta mál. Nú er verið að Sigurjón Friðriksson bóndi Ytri-Hlíð berjast við offramleiðslu á mjólk sem orðin er á þessu ári. Hitt er svo óskrifað blað og sem ég hef alltaf haft áhuga á, það er að svæða- búmarki verði komið á, til þess að hægt yrði að stjórna framleiðslunni í gegnum það í þessum tveimur grein- um eftir héruðum, landskostum og öðrum aðstæðum. Þetta er nánast ekki komið til ennþá, og ég hef vissar efasemdir um að nokkurntíma verði þorað að gefa mönnum það í skyn hvaða landsvæði henti til framleiðslu á þessum vörum.“ - Hafíð þið verið nægilega dugleg- ir við að hasla ykkur völl í hinum nýju búgreinum, svo sem loðdýrun- um? „Ég held það sé ekki hægt að segja að við höfum verið nægilega dugleg- ir, en þó er óhætt að segja að á Bún- aðarsambandssvæði Austurlands hafa menn verið duglegir í þessu, því frá byrjun þessarar uppbyggingar, fyrir fjórum til fimm árum, þá fóru Austfirðingar strax af stað með loð- dýrarækt. Hún hefur byggst upp í tveimur kjörnum, og stafar það af landfræðilegri legu. Það er Fljóts- dalshéraðið með allmörg bú sem ris- ið hafa út frá fóðurstöðinni sem verið er að reisa við Lagarfljótsbrú. Annar kjarni er í Vopnafirði. Þar er einnig verið að byggja upp fóðurstöð. í kringum hana eru risin ein tólf bú. Meira en þetta finnst ekki nema ef litið er til Þorsteins á Dalvík sem byggir yfir heilu hektarana í einu.“ - Var ekki eins og slegið væri á puttana á ykkur, þegar verðfallið varð á skinnum á uppboðinu sem haldið hefur verið í ár? „Þetta er nánast reiðarslag. Ef það hefði komið einu til tveimur árum fyrr hefði þetta jafnvelriðið loðdýra- ræktinni að fullu. Ég held við verð- um að reyna að þola það að búa kauplaust eitt ár. Við megum ekki láta þetta eina áfall verða til þess að ntenn gefist upp." -ES Loðdýr- ineru útgöngu- leið - fyrir þá sem eiga í erfiöleikum Vestfirðingar hafa löngum verið þekktir fyrir sína hörku sjómenn, en þeir eiga ekki síður hörku bændur. Einn þeirra er Össur Guðbjartsson bóndi á Lága-Núpi í Rauðasands- hreppi. Hann var fyrst spurður um skerðingu þá sem fyrirsjáanleg er á mjólkursamlagssvæði Patreksfjarð- ar, en ljóst er að það svæði kemur einna verst út úr mjólkurkvótanum. „Við þurfum að draga saman mjólkurframleiðslu að verulegum hluta, ef við fáum ekki leiðréttingu. Líklega verður samdrátturinn um 30% á svæði mjólkursamlags Vest- ur-Barðastrandarsýslu. “ - Hvernig kom niðurskuröur á fé í Barðastrandarsýslu við sláturleyfís- hafa? „Það er Ijóst að þessi niðurskurður hefur valdið kaupfélaginu, eða slát- urleyfishafanum gífurlegum erfið- leikum. Við vorum með nýbyggt sláturhús þarna. Það hefur ekki get-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.