Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 4
t m ■ ■ 'WMí ' Ulii Skemmtiatriði hjá svvitinni „Hattifattar' 40 ARA AFMÆLI KÓPA Kristján Guðmundsson bæjarstjóri í Kópavogi afhendir skátafélaginu 100.000,- kr. afmælisgjöf frá bænum. IKOPAVOGI antýsdóttir og Ása Sjöfn Lórens- dóttir. í tilefni 40 ára afmælis félagsins var mikil hátíð sem byrjaði í Kópa- vogskirkju. Við það tækifæri voru eldri skátar og aðrir velunnarar heiðraðir. Síðan var kvöldvaka og skemmtun um kvöldið í Mennta- skólanum í Kópavogi. Á sunnudag var síðan kaffisamsæti í Félags- heimili Kópavogs. Þar var góður gleðskapur, svo sem sjá má af með- fylgjandi myndum. 22. febrúar 1946 var haldinn formlegur stofnfundur Skátafé- lagsins Kópa. Það var jafnframt fyrsta félagið sem stofnað var í Kópavogi. Nú í febrúar var því fé- lagið 40 ára. Árum saman var félagið í nokkr- um húsnæðiskröggum, en 1970 réðst það í að festa kaup a' húsinu Borgarholtsbraut 7 og þar er félag- ið til húsa í dag. Sumarið 1963 var hafist handa um skálabyggingu undir hlíðum Esju í Þverárdal. Tók það verk nokkuð langan tíma og var fyrst lokið í ágúst 1959. Skálinn heitir Þristur og hefur verið notaður mik- ið allt frá því að hann gat talist íveruhæfur. Skátafélagið hefur nú fengið til afnota kjallara undir dagheimilinu við Efstahjalla austast í Kópavogi og eru uppi stór áform um aukið skátastarf í bænum. í dag eru starfandi ljósálfa- og ylfingasveitir, skátasveitir, drótt- skátasveitin Andrómeda og svanna- ogrekkasveitin Atóm,sem er nýstofnuð af 18 ára og eldri fé- lögunt. Mömmusveitin Urturhefur stutt við bakið á félaginu, og einnig á skátafélagið góðan bakhjarl þar scm Lionsklúbburinn Muninn er, en hann var stofnaður af gömlum skátum. Skáti stendur heiðursvörð um íslenska fánann, en hjá honum standa: Stef- án Trjámann Tryggvason aðstoðarfélagsforingi, Hrefna Tynes fyrrverandi skátahöfðingi og María R. Gunnarsdóttir aðstoðarskátahöfðingi. Núverandi stjórn félagsins skipa: Gauti Torfason félagsforingi, Stef- án Tryggvason aðst. félagsforingi, Angantýr Vilhjálmsson, Guðrún A. Björnsdóttir, Guðrún Jónsdótt- ir, Jón Aðalbjörn Jónsson, Katrín Oddsdóttir, Áðalbjörg Ósk Ang- 4 Tíminn Föstudágur7. mars 1986 ÚTLÖND r /FIRLIT FREITA Reu tei r HELSINGJAEYRI - Danska lögreglan handtók í gær tvo Júgóslava í tengslum við morðið á Olof Palme. Þeir komu yfir í ferju frá Svíþjóð og voru handteknir að beiðni sænsku lögreglunnar þar sem annar þeirra var talinn líkjast nokkuð persónunni sem sænska lögreglan birti mynd af og lýst er eftir um allan heim. MANILA — i fréttatilkynn- ingu frá dómsmálaráðuneytinu á Filippseyjum var sagt að mál- ið vegna morðsins á Benigno Aquino, þar sem 26 hinna ákærðu voru sýknaðir, yrði lík- lega tekið upp að nýju ef sann- að yrði að réttarhöldin hefðu verið sett á svið. FRANKFURT — Stjórnvöld í V-Þýskalandi lækkuðu al- menna vexti frá 4% niður í 3,5% í þeirri von að ríkisstjórn- ir Bandaríkjanna og Japans færu að dæmi þeirra. MOSKVA — Mikhail Gor- bachev leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýndi í lokaræðu sinni á 27. þingi kommúnistaflokksins það sem hann kallaði þrá bandarískra stjórnvalda eftir sérstöku öryggi síns eigin lands. Hann sagði Sovétríkin ekki ætla að gefa Bandaríkjun- um tilefni til hernaðaraðgerða. BEIRÚT - Franskirstjórnar- erindrekar reyndu í gær allt hvað þeir gátu til að komast að afdrifum Frakka eins er rænt var í Líbanon. Öfgasinnuð samtök múhameðstrúar- manna tilkynntu í fyrrakvöld um „aftöku" Frakkans. BELGRAD — Kurt Wald- heim fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna fékk heiðursmerki frá nasistum fyrir frækilega framgöngu í hernað- araðgerð gegn júgóslavnesk- um þjóðfrelsissinnum í seinni heimsstyrjöldinni að því er dagblað eitt í Belgrad sagði í grein í gær. Waldheim hefur neitað ásökunum um að hann hafi verið í tengslum við nas- ista. Hann er nú í framboði til næstu forsetakosninga í Aust- urríki sem fram fara í maí. GENF — Bandarískir og sovéskir ráðamenn komu til fundar í gær sem sagt er að fjalli um hugsanlega brottför kúbanskra herja frá Angóla. JÓHANNESARBORG - Skrifstofa samtaka er berjast fyrir frelsun svarta baráttu- mannsins Nelson Mandela eyðilagðist af eldi sem samtök- in sögðu vera að undirlagi stjórnvalda í Suður-Afríku Lögreglan sagðist halda að um íkveikju hefði verið að ræða. LUNDÚNIR — Hin opinbera fréttastofa í Líbýu sagði upp- reisnarmenn í Chad hafa náð á sitt vald tveimur bæjum og sækja nú hratt suður á bóginn. Fréttastofan gaf upp nöfn bæj- anna sem hún sagoi vera Ka- lait og Oum Chalouba. BRUSSEL — Umhverfis- málaráðherrar ríkja Evrópu- bandalagsins hófu fundarhöld í gær þar sem reyna á að kom- ast að samkomulagi um sam- hæfðar aðgerðir gegn iðnaðar- mengun. Stjórnmálaskýrendur telja ólíklegt að af samkomu- lagi verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.