Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. mars 1986 Tíminn 3 Lögvernd fer fram á ný lög á mannamáli: Lögmenn og fógetar rétt- hærri en kröf uhafar? „Við gerum þá kröfu að sett verði ný lög um lækkun kostnað- ar vegna fjárnáma og uppboða (bæði kostnaðar lögmanna og fógeta), sem í mörgum tilfellum er hærri en höfuðstóll skuldar- innar“, segir m.a. í bréfi sem Lögvernd hefur sent dómsmála- ráðherra. Bent er á að oft sé það þessi gífurlegi kostnaður sem komi í veg fyrir að kröfuhafi fái skuld sína greidda, þótt hans réttur hljóti að eiga að vera númer eitt en ekki réttur lögmanns og fóg- eta eins og nú sé raunin á. Lögvernd kveðst undanfarnar vikur hafa haldið uppi fyrir- spurnum um hvert sá gífurlegi kostnaður renni sem hlýst af uppboðum og fjárnámum. Þótt ekki hafi tekist að fá nákvæmar upplýsingar í því efni líti út fyrir að umtalsverðar upphæðir renni til starfsmanna borgar- og bæjar- fógetaembætta. „Teljum viðþað í meira lagi óeðlilegt að starfs- mönnum embætta sé gefinn kostur á að hagnast á óhamingju og niðurlægingu samborgar- anna,“ segir í bréfinu. Jafnframt er bent á að lög séu oft óskiljanleg ólöglærðu fólki og því auðvelt fyrir lögfróða að rangtúlka þau. Lög sem ekki séu skiljanleg hverjum manni beri að fella úr gildi og semja önnur ný á mannamáli. Þá er bent á það að alræði- svald ríkissaksóknarageri ísland að lögregluríki. Það sé réttur hvers manns að fá mál sín ítar- lega rannsökuð og því óviðun- andi að ríkissaksóknari geti vís- að frá hvaða málaflokki sem er í stað þess að láta þau ganga tii dómstóla. Algengt sé að saklaust fólk verði fórnarlömb samvisku- lausra fjárglæframanna og á hinn bóginn að fólk sé ákært saklaust. í allt of mörgum tilfell- um sé málum vísað frá án þess að hugað sé að því að fórnarlömbin bíði þess aldrei bætur. -HEI Ellert vaknar til lífsins: 5 millj. í handboltann Sex þingmenn hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fjárstuðning við Handknattleiks- samband íslands. Tillagan gerir ráð fyrir að fjármálaráðherra veiti HSÍ 5 milljónir króna í styrk vegna „frá- bærrar" frammistöðu íslenska landsliðsins í heimsmeistarakeppn- inni í Sviss. Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar er Ellert B. Schram, en aðrir eru þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Stefán Guðmundsson, Steingrímur J. Sigfússon, Friðrik Sophusson og Guðmundur Einarsson. í greinargerð þeirra félaga segir m.a.: „Frammistaða íslenska handknattleikslandsliðsins í heims- meistarakeppninni í Sviss hefur vakið þjóðarhrifningu. Með glæsi- legum leik gegn bestu liðum heims hafa íslensku landsliðsmennirnir unnið hug og hjörtu ungra sem gamalla Islendinga. Hver svo sem endanleg úrslit verða í heimsmeist- arakeppninni hafa handknattleiks- menn okkar sýnt og sannað með fræknum sigrunt og frábærunt leik að íþróttirnar verðskulda stuðning og styrk þings og þjóðar. Afrek íslenska landsliðsins hafa ekki aðeins þýðingu inn á leikvellinum. Þau vekja athygli á landi og þjóð. En umfram allt efla afrek landsliðs- ins þjóðarmetnað, samstöðu og trú þjóðarinnar allrar á eigin getu og hlutverk í samfélagi þjóðanna. ís- lendingar eru stoltir af liði sínu og þjóðerni þegar glæsimörkin birtast á sjónvarpsskjánum." -SS Stjórn félagsins „í Grófinni". Frá vinstri: Wernir Rasmussun, Kolbrún mörgólfsdóttir, Haraldur Theodórsson formaður, Gerður Hjörlcifsdóttir, Þórður Þórisson og lengst til hægri er forvígismaður félagsins Einar Egilsson. (Tiniainynd Róbert) GRÓFARKAUPMENN STOFNA SAMTÖK T uttugu verslanir, fyrirtæki og eig- endur fasteigna stofnuðu félagið „í Grófinni" fyrir skömntu og nær fél- agssvæðið yfir Aðalstræti og hluta af Vesturgötu, Tryggvagötu og Hafn- arstræti. Það má segja að mið- punkturinn sé þar sem gamla Grófin var og svæðið nái yfir kjarna kaupstaðarins 1786. Aðalmarkmið félagsins er að - vekja athygli á svæðinu, sögu þcss, menningar- og athafnalífi,- efla mannlífásvæðinu, - stuðla að snyrtilegu og fögru um- hverfi, og - vcrnda hagsmuni fé- lagsmanna. Félagið var stofnað að frumkvæði Einars Egilssonarog hefurverið kos- in fintm manna stjórn. Formaður er Haraldur Theodórsson frá Verzl. Geysi og með Itonum eru Gerður Hjörleifsdóttir frá ísl. heimilisiðn- aði, Kolbrún Björgólfsdóttir frá Koggu, Wernir Rasmusson frá Ingólfsapóteki og Þórður Þórisson frá S.S. Á blaðamannafundi er félagið hélt kom fram að mikill einhugur er með- al félagsmanna um að auka sögulegt gildi hverfisins og hafa margar og margvíslegar hugmyndir komið fram hjá þeint. Ætlar félagið að taka þátt í hátíð- arhöldum vegna 200 ára afmælis Rcykjavíkurborgar. Ekki er alveg Ijóst hvernig, en eins og Einar Egils- son sagði „Afmælisbarnið er raunar hér, það má ckki gleyma að Ingólfur steig á land í Grófinni" Eyjólfur ungur, Bjarni og Steinunn, eða Jakob Þór Einarsson, Sigurður Karls- son og Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverkum sínum í Svartfugli. Leikfélag Reykjavíkur: Sýnir Svartfugl næsta þriðjudag Hjá Leikfélagi Reykjavíkur verð- ur frumsýnd 11. mars ný leikgerð á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson. Svartfugl fjallar sem kunnugt er um morðin á Sjöundá árið 1802. Sjöundá er innsti bær á Rauða- sandi og þar var um aldamótin 1800 tvíbýli. Árferði var um þessar mund- ir mjög hart; hafís, kuldi og hungurs- neyð, féfellir var tíður og jafnvel mannfellir. Á Sjöundá gerðust um veturinn og vorið 1802 þeir atburðir sem nefndir hafa verið eitt frægasta sakamál fslandssögunnar, en þá var Bjarni Bjarnason sakaður um að hafa myrt sambýling sinn Jón Þor- grímsson bónda og sfðar einnig konu sína Guðrúnu Egilsdóttur. Bæði þessi morð átti hann að hafa framið með aðstoð konu Jóns, Steinunnar Sveinsdóttur. Sögumaður er séra Eyjólfur Kol- beinsson kapellán að Saurbæ og gerist leikurinn í hugarheimi hans er hann rifjar upp fyrrgreinda atburði fimmt- án árum seinna. Séra Eyjólfur hafði bein afskipti af málinu og má segja að örlög hans hafi verið samtvinnuð hinum ömurlegu örlögum sem þau Bjarni og Steinunn hlutu. Gunnar Gunnarsson skrifaði skáldsöguna Svartfugl í Danmörku og kom hún út þar árið 1929. Þá hafði hann rækilega kannað öll dómsskjöl varðandi málið og kynnt sér aðstæður og atburðarás. Svart- fugl kom út í íslenskri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar árið 1938 og aftur lítið breytt í þýðingu höfundar 1971. Leikstjóri er Bríet Héðinsdótir, tónlist við leikritið samdi Jón Þórar- insson, Steinþór Sigurðsson gerir leikmynd og búninga en David Walt- ers annast lýsingu. Með helstu hlutverk fara: Jakob Þ. Einarsson, Þorsteinn Gunnars- son, Sigurður Karlsson, Margrét H. Jónannsdóttir, Gísli R. Jónsson, Valgerður Dan, Karl Guðmunds- son, Gísli Halldórsson og Sigrún E. Björnsdóttir. Þ.I. Karl Möller leikur Ijúfa tónlist fyrir matargesti Þríréttuð máltíð 11P Pónik og Einar leika fyrir dansi Kiddi og Óli sjá um DISKÓTEKIÐ OG LJÓSIN 40ÁRA EDDA OG JULLI skemmta af sinni alkunnu snilld. PÁLMI GUNNARSSON á miðnætursviði. Og svo er það NYJA DISKOTEKIÐ Það flottasta í Evrópu Húsið opnað kl. 20, opið til kl. 03. Sími 23333

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.