Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 20
Hálstöflur meðVISA ÞAÐ VAR EKKI DAGUR ÍSLANDS á hm í Svíss í gær. Islendingartöpuðu fyri/Svíum 23-27. Ungverjarunnu hinsvegarKór- eumenn og því munu Islendingarnir spila um 5.-6. sætiö í keppninni. ÞaöþýöirsætiáÓLíSeoulsemer frábær árangur. Betri er flestir þorðu aö vona. Leikurinn í gærvar hinsvegar þannig aö honum er best að gleyma. Guömundur Guömundsson var bestur íslend- inganna. x jr \ 'SMWMSSi Tíminn Föstudagur 7. mars 1986 lceland Seafood Ltd: Söluaukning í Bretlandi - mest í rækju og þorskflökum Mjög vel hefur gengið að selja fiskafurðir íslendinga á erlendum mörkuðunr það sem af er þessu ári. Eins og Tírninn hefur greint frá jókst sala gíf- urlega hjá Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum í janúar og febrúar, og frá sölu- fyrirtæki Sambandsins og Sam- bands frystihúsa í Bretlandi Iceland Seafood Ltd. berast einnig fregnir af mikilli sölu- aukningu. Heildarsalan hjá Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi í janú- ar og febrúar var 4,3 milljónir sterlingspunda, en á sama tíma í fyrra var hún 1,7 milljón sterl- ingspunda. Salan hefur því 2,5 faldast og nemur aukningin 2,6 milljónum punda eða rúmlega 150 milljónum króna. Mestan þátt í þessari aukn- ingu á aukin sala á pillaðri rækju og frystum þorskflökum og nam rækjusalan alls um 1,3 milljónum punda, sem er fjór- földun í verðmæti og þreföldun í magni frá fyrra ári. Iceland Seafood Ltd. verður sex ára á þessu ári en fyrir- tækið var stofnað í árslok 1980 og hóf starfsemi í ársbyrjun 1981. Heildarsalan á fyrsta ár- inu nam 3,5 milljónum punda, en í fyrranam heildarsalan 19,1 milljón punda. - BG Orkukönnun Félags íslenskra iðnrekenda: Raforkan þrefalt dýr ari hér en í Noregi - en dísilolían ódýrust á íslandi Að raforkuverð skyldi vera hátt í þrisvar sinnum hærra á íslandi en á hinum Norður- löndunum, en dt'silolía aftur á móti lang ódýrustu hér á landi þótti skjóta skökku við að mati Félags ísl. iönrekenda - en þetta var meðal niðurstaðna sem fengust út úr orkukönnun sem FÍI gekkst fyrir og hefur nú birt niðurstöður úr. Verð á bensíni var á sama tíma um 23% hærra hér en á Norður- löndununt að meðaltali (15- 45%). Verð er hér miðað við 1. júlí 1984, en forsendur hafa síðan breyst, kannski ckki síst með þeirri lækkun á orkuverði sem hér á sér stað þessa dag- ana. Raforkuverðið í framan- greindum samanburði er með- alverð til iðnfyrirtækja með minnaen 100.000 kWs. notkun á ári (þriðjungur allra fyrir- tækjanna í könnuninni), en þau greiddu orkuna samkvæmt almennum orkutaxta, 3,65 kr. fyrir kílówattsstundina. Sam- svarandi verð var þá 2,01 kr. í Danmörku og 1,17 kr. í Noregi þótt skattar og gjöld af rafork- unni næmu þá 42% af verðinu í öllum þessum þrent löndum. Verð að frádregnum þessum álögum var því 0,82 kr./kws í Noregi en 2,57 kr. hér á landi, eða um þrefalt hærra til ís- lensku fyrirtækjanna. Á sama tíma var verð dísilol- íu aftur á móti 28% hærra að meðaltali á Norðurlöndunum en hér (15% í Svíþjóð til 54% hærra í Finnlandi). Verðið var m.a.s. lægst hér þótt skattar og gjöld væru frádregin, en þau voru frá 11% hér á landi, 18- 19% í Noregi og Svíþjóð og 28- 29% í Danmörku ogFinnlandi. Útsöluverðið var hér 8,90 kr. á lítra en hæst í Finnlandi 13,70 kr. FÍI bendi á í þessu sambandi að fyrri helming síðasta árs jókst olíunotkunin um 10% hér á landi á sama tíma og 4% sam- dráttur varð í raforkusölu. Skattar og gjöld af bensíni voru hæstir hér, 60% en þó ekki miklu hærri en í Dan- mörku (53%) og Noregi (51%). í Svíþjóð voru skatt- arnir 44% og lægstir 35% í Finnlandi. Verð á lítra var þá 22,30 kr. hér á landi, lægst 15,30 kr. í Svíþjóð en á bilinu 18,70-19,30 kr. í hinum löndunum þrem. - HEI Nýtt íbúðarhúsnæði FEF að Öldugötu 11. Á mvndinni sést húsnefndin: Jóhann Kristjónsdóttir, Marta Jörgensen, Edda Ragnarsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir, Helga Jónsdóttir, Haukur Geirsson. Mvnd:Svcrrir Félag einstæðra foreldra: Öldugata 11 í gagnið Félag einstæðra foreldra hefur tekið húseignina að Öldugötu 11 í notkun sem skammtíma heimili fyrir húsnæðislausa félagsmenn. Um skeið hefur FEF notað Skeljanesó ísamatilgangiog því verða húsin tvö í næstu framtíð. Félagið fékk Öldugötuna afhenta 1. ágúst sl. og mánuði síðar var hafist handa við að lagfæra og breyta í samræmi við fyrirhugaðan rekstur. Nú eru sex íbúar fluttir inn, en tíu fjölskyldur geta búið samtím- is í húsinu og verutími hverr- ar fjölskyldu er sex mánuðir í senn. Húsaleiga er Iág og ekki er krafist fyrirfram- greiðslu, nema að því leyti að hver mánuður er borgaður fyrirfram. Skilyrði fyrir bú- setu í húsnæði FEF er að við- komandi sé einstætt foreldri, ekki í sanibúð, félagsbundið í FEF og skuldlaust við félags- sjóð. Húsnefnd hefur haft um- sjón með breytingunum og fylgist með rekstri hússins. Húsvörður á Öldugötu 11 er Valgerður Þorbjörnsdóttir. Mestu útlán Húsnæðisstofnunar frá upphafi vega: Húsnæðislánin 65-90% meiri en árin 1981 -83 Heildarútlán Húsnæðis- stofnunar ríkisins námu 2.666,2 milljónum króna (um 11 þús. að meðaltali á hvern íslending) árið 1985 og eru það mestu útlán stofnunar- innar frá upphafi vega, að því er segir í fréttabréfi stofnun- arinnar. Farna var um 3,4% raunvirðisaukningu að ræða frá metárinu 1984. Bæði árin 1984 og 1985 urðu útlán Byggingasjóð ríkisins um 65- 90% hærri að raunvirði en þau voru á tímabilinu 1981- 1983. í fréttabréfinu er reiknað með samtals 3.260 milljóna króna útlánum byggingasjóð- anna á yfirstandandi ári - þar af760millj. úrB.V.-sem tal- ið er svipað raunvirði og 1985. En þær tölur munu væntanlega breytast í kjölfar yfirstandandi aðgerða. Hámarkslán sem gilda fyrir 2ja til 4ra manna fjölskyldur á tímabilinu jan.-mars 1986 eru: Nýbyggingarlán 994.000 kr., G-lán til kaupa fyrstu íbúðar 497.000 kr. og við íbúðaskipti 248.000 kr. Fastar ársgreiðslur (af- borgun og vextir) á lánstím- anum, miðað við verðlag í febr. 1986, eru rúmlega 55 þús. af nýbyggingarlánunum, tæp 36 þús. af hærri G-lánun- umog tæplega 18þús. afþeim lægri. Pessar upphæðir skipt- ast nú niður í 4 afborganir á ári, en við þær bætast síðan verðbætur miðaðar við hækk- un vísitölu frá því lánið var veitt til greiðslumánaðar. Þess má geta að fyrsta árið eru aðeins greiddir vextir og því um lægri greiðslur að ræða en hér er getið. Þess má geta að nýbygging- arlán fyrir 2ja til 4ra manna fjölskyldu var 205.000 á miðju ári 1982 (uppreiknað til febrúarvísitölu 1986 væri það um 767 þús. og ársgreiðsla af því um 41 þús. kr.). Ibúðar- verð á fasteignamarkaðinum var þá í kringum 10-11 þús. kr. á fermetra, eða 800-900 þús. fyrir 80 fermetra íbúð. Byrjunarlaun á fiskvinnslu- taxta voru þá 6.205 þús. á mánuði en lögbundin lág- markslaun 6.797 kr. á mán- uði. Pessar tölur getur hver og einn borið saman við nú- verandi lán, laun og verð. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.