Tíminn - 07.03.1986, Síða 10

Tíminn - 07.03.1986, Síða 10
10Tíminn, Föstudagur7. mars 1986 lllllllllllllll 11 llll NEYTENDASÍÐAN II l||||||||||||||||||||||||| lillflllll |||||||||||||||||||| | I IIllllIllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIllllll IllllllllllllllIlllllIIII lllll 11lllill 11111111111 llllIIlilf 1IIIi,II1 lllllllilMlllllillIIIf 11111 - eftir Svanfríði Hagvaag Osta- og laukbaka Það er erfitt að trúa því að fyllingin í þessari böku sé aðeins laukur og ostur. Berið bökuna fram með chilisósu og salati úr niðursöxuðu kínakáli og valhnetum með franskri salatsósu. Hafið svo nýja ávexti í eftirrétt og hér er komin létt máltíð á lauqardaqskvöldi. BÖKUDEIGIÐ: 100 gr hveiti 100 gr heilhveiti 1 tsk salt 50 gr smjör eða smjörlíki 50 gr tólg kalt vatn Látið hveiti og salt í skál og nuddið feitinni saman við þang- að til blandan er eins og gróft rasp. Bætið út í nógu vatni til að deigið verði mjúkt og teygjanlegt. Athugið samt að ofvinna ekki deigið því þá hleypur það saman þegar það er bakað. Setjið plast utan um deigið og kælið í15-30minútur áður en það er notaö. BAKAN: 1 stór laukur í þunnum sneiðum 1 1/4 bolli rifinn ostur salt og pipar Kælið bökudeigið í allt að 2 tíma ef það er hægt. Takið deig- ið síðan úr ísskápnum og skiptið því í tvennt. Breiðið það út og fóðriö bökuform með öðrum helmingnum. Leggið þar yfir lag af lauk, síðan lag af osti og stráið síðan salti og pipar eftir smekk þar yfir (munið að osturinn inniheldur salt í flestum tilfellum). Endurtakið þetta þangað til laukurinn og osturinn er notaður upp. Þetta verður þó nokkur hrúga. Leggið nú hinn helminginn af bökudeginu yfir þannig að það hangi um það bil 1 cm yfir barmana. Vætið brúnina á neðri deigkantinum, rúllið börmun- um saman og reynið að tengja á vel. Skerið rifur í efri deig- helminginn svo gufan geti leitað út. Bakiö í 220 C° heitum ofni í 10 mínútur, minnkið síðan hit- ann í 180 C° og bakið í 20-25 mínútur í viðbót eða þangað til bakan er fallega gulbrún. (Osturinn á að vera bráðnaður en laukurinn aðeinsstökkur). Beriðstraxfram. Þessiskammturer mátulegurfyrirfjóra. Sveppir Það má aldrei leggja sveppi í bleyti þar sem þeir drekka vatnið í sig. Ef þeir eru ekki mjög óhreinir er nóg að hreinsa þá með rökum eldhúspappír. Ef þeir aftur á móti eru mjög óhreinir og óhreinindin nást ekki af með eldhúspappírnum þá getur þurft að hreinsa þá undir rennandi vatni. Spaghetti Þegar verið er að sjóða spaghetti vill vatnið oft sjóða upp úr. Til að verjast þessu er gott að smyrja hluta pottsins að innan með feiti. Það er líka hægt að láta nokkrar matskeiðar af matarolíú út í suðu- vatnið og það mun varna því að vatnið sjóði upp úr og það verður auðveldara að aðskilja spaghettið. Rifinn ostur Það er auðveldara að mæla rifinn ost ef þú veist að það eru um það bil 120 gr af osti í eium bolla af rifnum osti. Sósurog soð Það er hægt að frysta sósur og soð í ísteningabökkum og láta síð- an í plastpoka. Þrír teningar eru um það bil 1 dl. af vökva. Passið uppá að merkja pokana vel. Það er líka mjög gott að frysta soð í ísten- ingum. Þá er hægt að geyma soðið í þeim og klippa síðan af jafnmarga teninga og þarf að nota í það og það skiptið. Það sama gildir hér að merkja pokana vel. S nr verða alltaf jafnari og fara síði. í kekki ef feitin og hveitið Svanfríðar hafa svipaðan hita og vökvinn. Þeytið vel í á meðan vökvanum er blandað saman við. Tómatkraftur Stundum verður afgangur af tómatkrafti. Ef ekki er hægt að nota hann innan 1-2 daga er ágætt ráð að taka hann úr dósinni og láta á plastfilmu og frysta. Þegar tómat- krafturinn er frosinn er honum pakkað inn. Sítrónur Það er hægt að ná meiri safa úr sítrónum ef þær eru mjúkar. Rúllið sítrónunni á borði þangað til hún er mjúk. Ef þetta dugar ekki er hægt að leggja hana í sjóðandi vatn í urn það bil 3 mínútur eða í 180 ° heitan ofn í 5 mínútur. Þetta gildir líka utn appelsínur. Hvítlaukur Auðveld aðferð til að afhýða hvítlauk er að leggja hvern bát á bretti og merja hann aðeins með flötu hnífsblaðinu. Það er auðvelt að fletta hýðinu af,- Góð aðferð til að ná lykt af hvít- lauk af höndum er að nudda þær með sítrónusafa. Laukur Þegar verið er að skera lauk ertir það oft augun. Það rennur minni safi úr lauknum ef hann er geymdur á kölduni stað og eins ef notaður er vel beittur hnífur til að skera hann niður með. Nú er hægt að fá meira rafmagn og heitt vatn fyrir peningana en fyrir lækkunina á þessum orkugjöfum, svo að dæmi sé nefnt um lækkað verðlag. JETLILAUNIN END- IST NÚ BETUR? -ýmsar kjarabætur í nýju samningunum Nú hafa verið gerðir kjarasamn- ingar milli ASl og VSÍ, Vinnumála- sambands samvinnufélaganna og meistarasambands byggingamanna annars vegar og hins vegar á milli BSRB og ríkis og sveitarfélaga hins vegar, sem eru talsvert frábrugðnir þeim sem við höfum átt að venjast á undanförnum áratugum, enda er þeim ekki ætlaður lítill hlutur, sem sagt að lækka verðbólguna niður í 7- 9% á árinu. Þessir samningar hafa að vísu ekki fengið blessun allra aðildarfélaganna á almennum félagsfundum enn þeg- ar þessi orð eru skrifuð, en það þarf að gerast fyrir 12. mars til að samn- ingurinn fái staðfestingu og þá gildir hann frá 26. febrúar sl. En hvaða áhrif hafa þessir kjara- samningar á rekstur heimilanna í landinu, sem hefur hreint ekki verið auðveldur að undanförnu? Það er ekki víst að allir átti sig á því í fljótu bragði, hvort og þá hvernig hentugt væri að haga daglegum rekstri eitt- hvað á annan veg en verið hefur. Daglegur rekstur heimilis byggist nefnilega á ýmsum öðrum atriðum en að rjúka til og kaupa bíl, þó aldrei nema bílar lækki talsvert í verði eins og rækilega hefur komið fram! Orkukostnaður heimilanna lækkar Verð á rafmagni og hita lækkar í samræmi við samkomulagið, en þar var kveðið á um 10% lækkun á raf- magnsverði og 7% lækkun á töxtum Hitaveitu Reykjavíkur. Þá verður fellt niður verðjöfnunargjald á raf- magni og verður niðurstaðan sú hvað Reykvíkinga varðar að hver kíló- wattstund kostar nú 3.30 kr. en kost- aði áður kr. 4.14, lækkunin nemur því 20.2%. Hvert tonn af heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur var áður selt á kr. 20.00, en nú er verðið kr. 18.60., lækkun 7%. Þeim tilmælum er beint til annarra fyrirtækja ríkisins og sveitarstjórna að þau fylgi sömu stefnu. Tollalækkun á heimilistækjum Á ýmsum heimilistækjum eru lækkaðir tollar og kemur það sér vel fyrir þá sem hyggjast festa kaup á þeim nú. Sem dæmi má nefna frysti- skáp sem áður kostaði 29.300 kr. lækkar í 23.652 kr., - 19% lækkun. Sömu sögu er að segja af ísskápum, þvottavélum og þurrkurum, tollar á þeim lækka á sama hátt. Þessar tolla- lækkanir hafa hins vegar engin áhrif á verð á t.d. eldavélum og saumavél- um sem voru undanþegnar tolli fyrir. Þá má nefna myndbandstæki, sem kostaði 48.000 kr. en fer nú niður í 38.160 kr., það er20.5% lækkun. Bílarogdekk lækka- ekki varahlutir Hjólbarðar njóta líka góðs af þess- um lækkunum og nú kostar t.d. hjól- barði, sem áður var seldur á 4.306 kr., 3.188 kr., 21% lækkun þar. Og bílar lækka talsvert. Algeng tegund af japönskum bíl sem áður kostaði 419 þús. kr. lækkar t.d. nú í 326.820 kr. en það er22% lækkun. Engin slfk verðlækkun mun hins vegar ná til varahluta. Grænmeti, niðursoðnir ávextirog krydd Lækkun verður á tollum á inn- fluttu grænmeti og má nefna sem dæmi gulrætur, sem áður kostuðu kannski 78.00 kr., þær kosta nú kr. 64.00, hvítkál lækkar úr t.d. 43.00 kr. í 35.00 kr. en það er 17.6% lækkun. Niðursoðnir ávextir lækka líka og má nefna sem dæmi að hafi t.d. dósin kostað 74.00 kr. lækkar hún í kr. 69.00 en það er um 7% lækkun. Allt krydd lækkar líka í verði og þar má taka dæmi um krydd sem kostaði 73.00 kr. lækkar í 57.00 kr.,- 22.2% lækkun þar. Þær tölur sem nefndar eru hér að ofan í sambandi við verðbreytingar og tollalækkanir eru fengnar hjá hag- deild Verðlagsstofnunar. Lækkun á afnotagjöldum útvarps og dag vistun Þá lækka afnotagjöld Ríkisút- varpsins um 5% og dagvistargjöld um sömu prósentutölu. Ekkert mun hafa verið minnst á lækkun á gjöldum til Pósts og síma. Landbúnaðarvörur Almenningur hefur átt því að venjast að landbúnaðarvörur tækju verðbreytingum 1. mars. Nú var á- kveðið í samræmi við samninginn að verð á þeim sem þyngst vega í venju- legu heimilishaldi, þ.e. mjólk og lambakjöti, stæði í stað. Unnar mjólkurvörur, s.s. ostar, skyr, rjómi, jógúrt o.s.frv., innmatur og nautakjöt hækkuðu um rúml. 5%. I því sambandi má geta þess að of- framleiðsla hefur verið á nautakjöti og gott verð á því að undanförnu. Smjör hefur lækkað verulega í verði, en það mun vera til að grynnka á miklum birgðum. Þurfumað læraað fylgjast með verðlagi Já vissulega hafa ýmsar vörur lækkað í verði í samræmi við ný- gerða kjarasamninga. En það stoðar lítið ef verðlækkanirnar eru aðeins í orði en ekki á borði. Almenningi hefur hingað til ekki gengið of vel að fylgjast með því hvort vörur eru seld- ar á sanngjörnu verði eða upp- "sprengdu, enda allt verðskyn meira og minna brenglað vegna þeirrar miklu verðbólgu sem við höfum átt að venjast. Takist að koma verð- bólgunni niður á viðráðanlegt stig, eins og ætlunin er skv. samningnum, er von til að íslendingar læri smám saman að átta sig á hvort verð vöru sé í samræmi við gæði hennar. En á þeirri þyrnum stráðu braut felur ríkisstjórnin Verðlagsstofnun að styðja neytendur með því að stór- auka verðgæslu og verðkannanir al- menningi til upplýsingar. Auk fyrrgreindra atriða sem snerta daglegan rekstur heimilanna og vonandi verða þeim til hagsbóta, eru í samningnum ákvæði um lækk- un tekjuskatts,útsvars og vaxta' auk beinna launahækkana, en þessi at- riði látum við liggja milli hluta í þetta skipti.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.