Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. mars 1986
ÍÞRÓTTIR
Heimsmeistarakeppnin í handknattleik í Sviss:
Aldrei von um sigur
Einbeitingarleysi, markvarsla Olssons, hörmuleg dómgæsla og varnarmistök hjálpuðu til að gera sigur Svía afar öruggan
Frábær markvarsla Mats Olssons í
marki Svía, hörmuleg nýting á
dauðafærum, slakur varnarleikur og
afar óhagstæð dómgæsla hjá
júgóslavnesku dómurunum, sem
greinilega höfðu fengið nýjar galla-
buxur í gjöf frá Svíunum, gerðu það
að verkum að íslendingar áttu aldrei
möguleika á að vinna Svía á HM í
gær. Lokatölurnar í leiknum urðu
23-27 fyrir Svía eftir að þeir höfðu
haft yfir átta mörk um tíma í síðari
hálfleik. Staðan í hálfleik var 9-15
fyrir Svía og þá þegar Ijóst að fslend-
ingar myndu ekki ógna þeim að
nokkru ráði.
Mats Olsson var sannarlega betri
en enginn í marki Svía og sennilega
væri rétt að krefjast þess að hann
pissaði í glas eftir leikinn. Hann
varði um 20 skot í leiknum. Mörg
þeirra frá Islendingum í dauðafær-
um. Þaö verður þó að segjast eins og
er að mörg skotanna voru ekki uppá
marga fiska hjá íslensku leik-
mönnunum og munaði verulega um
að Kristján var tekinn úr umferð í
leiknum.
Varnarleikurinn hjá íslendingun-
um var slakur. Illa gekk að eiga við
Björn Jilsen svo og hornamennina
sem skoruðu úr hverju skoti í horn-
unum og einnig mörk alla leið fyrir
utan punktalínu. Markvarslan hjá ís-
lenska liðinu var engin. Það verður
að segjast eins og er að það var afar
undarleg ráðstöfun hjá Bogdan að
taka Steinar út úr hópnum. Steinar
hafði staðið sig frábærlega vel í þeim
leikjum sem hann hefur spilar en
Alfreð, sem kom inná fyrir hann,
hafði ekki notað sín tækifæri þannig
að réttlætanlegt væri að skipta á
þeim. Steinar hafði spilað mjög vel í
vörninni í leikjum sínum og sannar-
lega vantaði þann kraft sem Steinar
býr yfir í leik Islands.
Dómararnir í leiknum voru
kapituli útaf fyrir sig. Þeir voru ís-
lendingum afar óhagstæðir í fyrri
hálfleik en reyndu að bæta það upp í
þeim síðari. Þá var skaðinn skeður
og það því aðeins fíflalæti. Til marks
um dómgæsluna þá voru leikmenn
liðanna útaf í samtals 28 mínútur. ís-
lendingar í 14 mínútur og Svíar
einnig í 14 mínútur. Svíar fengu þó
sína brottrekstra flesta í síðari hálf-
leik og síðustu 10 mínúturnar voru
þeir útaf í sex. Júgóslavarnir greini-
lega að reyna að bæta skaðann í
seinni hálfleik - svei þeim.
Annars geta íslendingar betur.
Allt var á móti liðinu. Á lokasekúnd-
um fyrri hálfleiks komst Þorgils í
dauðafæri en skaut í slá og Svíar
skoruðu úr hraðaupphlaupi. Strax í
upphafi seinni hálfleiks átti Atli skot
sem Olsson varði og boltinn var
sendur fram í skyndi og Svíar skor-
uðu aftur úr hraðaupphlaupi. Þarna
var fjögurra marka sveifla. Nánast
öll skot sem Einar varði (og voru
ekki mörg) hrukku íhendurSvía. Þá
fengu Svíar boltann undantekninga-
laust er Olsson varði. Allt þetta
hjálpaðist að til að gera íslendingum
lífið leitt.
Óþarfi er að rekja mikið gang
leiksins. Svíar skoruðu fjögur fyrstu
mörkin og þá var allt búið. Þeir slök-
uðu ekki á fyrr en á lokamínútunum
og þá gerðu íslendingar fjögur síð-
ustu mörkin.
Guðmundur Guðmundsson var
bestur íslendinga ogeini leikmaður-
inn sem sýndi einhvern lit. Aðrir
yoru hreinlega daprir. Kristján gerði
5 mörk þar af þrjú úr vítum, Siggi
Gunn, Atli og Guðmundur skoruðu
4 hver, Bjarni gerði 3, Þorgils 2 og
Páll 1.
Guðmundur Guðmundsson, besti leikmaður fslands, hefur hér komið tuðrunni framhjá besta manni leiksins, Mats Olsson markverði Svía,
Símamynd Tclefoto
Úrslitakeppni Úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik:
UMFN vann fyrstu lotu
- í viðureigninni við Hauka um fsiandsmeistaratitilinn - Stórsigur
Njarðvíkingar unnu öruggan sigur
á Haukum í fyrstu viðureign liðanna
um íslandsmeistaratitilinn í körfu-
Þriðja ársþing íþróttasambands
Fatlaðra verður haldið um helgina.
Þingið verður sett á morgun kl. 12:00
í Hellubíói á Hellu. Mörg mál liggja
fyrir þinginu. Sameiginleg hópferð
verður frá íþróttamiðstöðinni í
Laugardal kl. 9:30 á laugardags-
morgun.
íslandsmeistaramótið í bekk-
pressu verður haldið á sunnudaginn í
veitingastaðnum Y í Kópavogi.
Hefst keppnin kl. 22:00 á sunnu-
knattleik. Leikurinn fór fram í
Njarðvíkum og áttu Haukar sér
aldrei viðreisnar von. Sigurinn varð
dagskvöldið. Keppt verður í
þyngdarflokkum karla og kvenna og
er hægt að tilkynna þátttöku í síma
39488 og 46900. Ýmsar uppákomur
verða jafnhliða keppninni.
Meistaramót Reykjavíkur í
badminton verður haldið í Laugar-
dalshöllinni um helgina. Hefst
keppnin kl. 13:00 á laugardag en
úrslitin verða kl. 13:00 á sunnudag. f
tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur-
borgar er boðið hingað fjórum
stór 94-53. Varnarleikur Njarðvík-
inga var mjög góður eins og úrslitin
gefa til kynna. Þeim tókst að halda
skoskum landsliðsmönnum og tólf
grænlenskum badmintonmönnum.
í kvöld verður landsleikur í
badminton milli íslands og
Skotlands. Hefst hann kl. 20:00 í
TBR-húsinu.
fslandsmeistaramót í áhaldafim-
leikum kvenna og karla fer fram í
Laugardalshöll laugardaginn 22.
mars og sunnudaginn 23. mars 1986.
Þátttökutilkynningar ásamt móta-
gjöldum berist til F.S.Í: fyrir 15.
mars.
Pálmari niðri og við það veiktist
Haukaliðið verulega. Njarðvíkingar
náðu undirtökunum fljótlega í þess-
um leik og síðustu mínútur hans
voru bara formsatriði.
Næsti leikur liðanna verður í
Hafnarfirði á morgun og hefst hann
kl. 14:00. Þann leik verða Haukarnir
að vinna ef Njarðvíkingar eiga ekki
að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn
á heimavelli andstæðinganna. Ef
þriðja leikinn þarf þá verður hann á
mánudagskvöldið í Njarðvíkum og
hefstkl. 20:00.
Fyrir viðureignina í gær þá höfðu
Haukarnir unnið þrjár af fjórum sem
þessi lið háðu í vetur.
Um helgina... Um helgina... Um helgina... Um helgina...
Tíminn 15
ÚrslitáHM
Það verða Spánverjar sem spila
gegn íslendingum um 5. sætið á
HM í handknattleik í Sviss. Spán-
verjar komu verulega á óvart í
gær með því að sigra A-Þjóðvera
21-19. A-Þjóðverjar mæta Svíum
um þriðja sætið. Júgóslavar spila
gegn Ungverjum um heimsmeist-
aratitilinn. Þeir unnu V-Þjóð-
verja 19-17 í gær. Þá spila Danir
°g V-Þjóðverjar um sjöunda
sætið. Danir unnu Rúmena 18-
16. Sovétmenn unnu Sviss 24-15
og spila gegn S-Kóreu um níunda
sætið. S-Kórea tapaði fyrir Ung-
verjum í gær 28-34. Loks spila
Svisslendingar og Rúmenar um
ellefta sætið.
Robson frá
Það er líklegt að Bryan Robson
fyrirliði Manchester United verði
frá í fjórar til sex vikur vegna
meiðsla sem hann varð fyrir í leik
United og West Ham í fyrradag.
Robson fór úr axlarlið og eru
þetta ekki fyrstu meiðsli hans á
keppnistímabilinu.
Heimsmet McKoy
Kanadamaðurinn Mark
McKoy setti nýtt heimsmet í 50 m
grindahlaupi á innanhússmóti í
Köbe í Japan ■ fyrrakvöld.
McKoy hljóp á 6,25. Hann bætti
met Bandaríkjamannsins Greg
Foster lítillega. Foster átti tíniann
6,35.
MOLAR
H 1 fyrrakvöld voru fyrri
lcikarnir, eða allavega nokkrir
þeirra, í frönsku bikarkeppninni í
knattspyrnu. Úrslit urðu á þenn-
an veg:
Brest-Auxerre................. 2-4
Chaumont-Bordeaux............. 0-0
Limoges-Lens.................. 3-4
Rouen-Rennes ................. 1-1
Marseilles-Blenod ............ 3-0
Paris SG-Mulhouse ............ 1-0
H Nú eru aliar líkur á því að
Zico missi af keppnisferð Brasi-
líumanna til Evrópu í næstu viku.
Zico meiddist á æfíngu í fyrradag.
Það kemur í Ijós á morgun hvort
hann kemst með eða ekki. Brass-
arnir spila gegn V-Þjóðverjum
þann 12. mars og gegn Ungverj-
um þann 16. mars.
| Kínverjar hafa ákveðið að
velja sér tvö landslið í knatt-
spyrnu. Munu þau síðan spila
hvort gegn öðru við og við til að fá
úr því skorið hvort fær að spila
landsleiki fyrir Kína. Liðin verða
nefnd Rauða og Gula liðið. Kín-
verjar eiga að mæta ítölum í maí á
Ítalíu.
Jóhannes Kristbjörnsson í baráttu
við tvo Hauka.
Tímamynd: Árni Bjarna.