Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 16
20 Tíminn Framkvæmdastjórn LFK Næsti fundurverðurmánudaginn 10. marskl. 17.20 að Rauðarárstíg 18. Dagskrá. Námskeið, útgáfumál, miðstjórnarfundur. LFK Landstjórn og framkvæmdastjórn LFK Fundur verður föstudaginn 14. mars kl. 19-20 að Rauðarárstíg 18. LFK Framsóknarkonur á miðstjórnarfundi Hittumst í hádeginu laugardaginn 15. mars að Rauðarárstíg 18 og ræðum málin. LFK Konur ísafirði Landssamband framsóknarkvenna heldur námskeið fyrir konur á öll- um aldri 7. 8. og 9. mars n.k. og hefst föstudaginn 7. mars kl. 20.000. Veitt verður leiðsögn í bættu sjálfstrausti, ræðumennsku, fundarsköp- um og framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinandi verður Drífa Sigfúsdóttir. Þátttaka tilkynnist í síma 92- 3398 eða 92-3767. LSK Grundfirðingar og Ólafsvíkingar Landssamband framsóknarkvenna heldur námskeið í grunnskólan- um á Grundarfirði dagana 7.-9. mars nk. fyrir fólk á öllum aldri og hefst kl. 20.00. Veitt verður tilsögn í sjálfstrausti, ræðumennsku, fundar- sköpum og framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinandi verður Guðrún Jóhannsdóttir. Þátttaka tilkynnist til Lilju Njálsdóttur í síma 93- 8636 eða 93-8889. LSK Skaftfellingar Jón Helgason, ráðherra og Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður verða til viðtals og ræða þjóðmálin í félagsheimilinu Kirkjubæjar- klaustri laugardaginn 8. mars kl. 14. Allir velkomnir. Miðstjórnarfundur Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins 1986 verður haldinn dagana 14.-16. mars n.k. í Hótel Hofi, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16 föstudaginn 14. mars og áætlað að honum Ijúki um kl. 13 sunnudaginn 16. mars. Aðalmenn I miðstjórn, sem sjá sér ekki fært að mæta á fundinn, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það í tíma. Framsóknarvist Spiluð verður framsóknarvist nk. sunnudag kl. 14 að Hótel Hofi, Rauð- arárstíg 18. Allir velkomnir. Stjórnin Skaftfellingar Jón Helgason, ráðherra og Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður verða til viðtals og ræða þjóðmálin í Leikskálum, Vík föstudaginn 7. mars kl. 21. Allir velkomnir. Félagsvist í Digranessókn Félagsvist verður spiluð í safnaðar- heimili Digranessóknar, Bjarnhólastíg 26, Kópavogi, á morgun laugardaginn 8. ntars kl. 14.30. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík stend- ur fyrir félagsvist í Félagsheimilinu Skeif- unni 17 á morgun, laugardaginn 8. mars kl. 14.00. Allt spilafólk velkomið meðan húsrúm leyfir. Kaffiveitingar. Húnvetningafélagið Kökubasar Svarfdælinga Samtök Svarfdælinga í Reykjavík halda árlegan kökubasar sinn í safnaðar- heimili Langholtskirkju sunnudaginn 9. mars og hefst basarinn kl. 15.00. FerðakvóldTerru Ferðaskrifstofan Terra efnir til ferða- kvölds í Súlnasalnum á sunnudagskvöld 8. mars. Ferðir sumarsins verða kynntar, cn meðal skemmtikrafta verður „hinn eini sanni Laddi“. Aðalfundur Ferðafélags íslands Aðalfundur Ferðafélags íslands verður haldinn miðvikud. 5. mars í Risinu. Hverfisgötu 105 og hefst hann kl. 20.30 stundvíslega. Venjuleg aðalfundarstörf. Ath.: Félagar sýni ársskírteini frá árinu 1985 við innganginn. - Stjórnin. Neskirkja: Samverustund aldraðra Á morgun, Iaugardag8. marskl. 15.00, verður samverustund aldraðra í Nes- kirkju. Farið verður í ferð frá kirkjunni kl. 15.00 inn í Bústaðakirkju. Séra Guð- mundur Óskar Ólafsson. Baráttufundur 8. mars í Hlaðvarpanum kl. 14.00 Baráttufundur verður haldinn í Hlað- varpanum kl. 14.00 8. mars. Ræðumenn: Birna Þórðardóttir, skrifstofumaður. Björk Vilhelmsdóttir nemi, Kristín Ólafs- dóttir félagsfræðingur. Sýnt verður atriði úr Rauðhóla Rannsý, Edda Heiðrún Backmann og Edda Björg- vinsdóttir. Þá er frásögn af baráttu fisk- verkakvenna við Granda h.f.: Granda- slagurinn. Margrét Ólafsdóttir og Hanna María Karlsdóttir lesa úr verkum Jakobínu Sig- urðardóttur. Fjöldasöngur verður og upp- ákomur. Kaffiveitingar. Fundarstjóri: Guðrún Jónsdóttir. Konur! Hittumst allar við Hljómskál- ann kl. 13.30oggöngum fylktu liði á fund- arstað. „Laddi á Sögu“ 30 sinnum Hinn óþreytandi Laddi verður cnn í sviðsljósinu á Hótel Sögu um helgina. Sýningin „Laddi á Sögu" hefur nú verið færð upp í Súlnasalnum rúmlega 30 sinn- um og alltaf við húsfylli. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Laddi getur brugð- ið sér í allra kvikinda líki og skiptir um andlit eins og venjulegt fólk um sokka. Hver kannast ekki við Þórð gamla húsvörð, Eirík Fjalar James Bond ogjón spæjó? - eða alla hina? Um þessa helgi kemur Laddi fram með sýningu sína á laugardagskvöld í Súlna- salnum og hann treður einnig upp ferða- kynningu Ferðaskrifstofunnar Terru í Súlnasal á sunnudagskvöld. Á föstud. er opið á Mímisbar til kl. 03.00, þar spilar Dúettinn, en Grillið er opið til kl. 00.30 og þar leikur Reynir Jón- asson. Astra-Bar er opinn jafnlengi og Grillið. Á laugard. er Laddi á Sögu og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og þar er opið til 03.00. Leiðbeiningar um loðdýrarækt í Bændaskólanum á Hólum Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal hef- ur ákveðið að bjóða þeim, sem íhuga að fara út í loðdýrarækt, að dvelja í 5 daga á skólanum og taka þátt í daglegri hirðingu á loðdýrabúi skólans undir leiðsögn. Stefnt er að því að fara í gegnum helstu verkþætti í daglegri hirðingu refa og minka. Þátttakendum verður jafnframt bent á hvar sé að finna ritaðan fróðleik um loðdýrarækt. Námskeiðin eru fyrst og fremst ætluð sem kynningarnámskeið þeim, sem nú velta því fyrir sér hvort þetta séu húsdýr- sem þeir geti fellt sig við og haft að at- vinnu. Gert er ráð fyrir mjög takmörkuð- um fjölda þátttakenda í hvert sinn. Umsjónarmaður og aðalkennari verður Álfheiður Marinósdóttir, kennari í loð- dýrarækt við Hólaskóla. Fjáröflunardagur samtaka aldraðra Fjáröflunardagur Sjúkrasjóðs Samtaka aldraðra verður á morgun, 8. mars. Það eru einlæg tilmæli stjórnarinnar, að borg- arbúar taki sölubörnum okkar vel, þegar þau koma og bjóða þeim happdrættis- miða. Eins og flestum Reykvíkingum er nú kunnugt, vinnur hinn fjölmenni félags- skapur lífeyrisþega, Samtök aldraðra í Reykjavík, að margvíslegum og mikils- veröum verkefnum fyrir félagsmenn sína. Eru byggingamálin þar efst á blaði. Litlar vandaðar þjónustuíbúðir, og verð- ur 66slíkum íbúðum í Bólstaðarhlíð lokið í sumar. í öðru lagi eru samtökin aðili að rekstri tveggja merkra stofnana, ásamt Sam- bandi íslenskra berklasjúklinga og Reykjavíkurdeild Rauðakross Islands. Þetta eru dagvistarheimilin í Múlabæ, Hlíðabæ og Flókagötu 53. Annað hvert ár efnir félagsstjórnin til hapj)drættis til ágóða fyrir Sjúkrasjóð samtakanna, en hann stendur að sínum hluta undir rekstri dagvistarheimilanna. Matthías Johannessen og „Musica Antiqua11 á Föstuvöku í Hafnarf jarðarkirkju Sunnud. 9. mars verður hin árlega Föstuvaka haldin í Hafnarfjarðarkirkju og hefst hún kl. 20.30. Þar mun Matthías Joharinessen skáld og ritstjóri lesa úr ljóð- um sínum og fjalla um þau og tónlistar- hópurinn „Musica Antiqua" flytja tónlist. Ljóð Mathíasar og tónlist „Musica Ant- iqua“ samræmast vel trúarboðskap föst- unnar, sem er sístæður og fjallar um and- stæður mannlegs lífs og þýðingu fórnar og elsku fyrir framtíð og framgang mannlífs. Megi nú sem áður margir eiga góða stund á Föstuvöku í Hafnarfjarðarkirkju. - Gunnþór lngason, sóknarprestur. Upplýsingarum ónæmistæringu Þeir sem vilja fá upplýsingar varðandi ónæmistæringu (alnæmi) geta hringt í síma 622280 og fengið milliliðalaust sam- band við lækni. Fyrirspyrjcndur þurfa ekki að gefa upp nafn. Viðtalstímar eru kl. 13.00-14.00 á þriðjudögum og fimmtu- dögum, enþessámilliersímsvari tengdur við númerið. Stjórnarfundur SUF Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður haldinn laugardaginn 8. mars nk. kl. 10 að Rauðarárstíg 18, Reykjavík. SUF Stjórnmálaskólinn Stjórnmálaskóli SUF og LSK. Stjórnmálaskólinn veröur starfræktur á eftirtöldum dögum: íslensk haglýsing mánud. 6i. mars kl. 20.30 Efnahagsmál mánud. 10. mars kl. 20.30 Stjórnkerfið mánud. 17. mars kl. 20.30 Vinnumarkaðurinn laugard. 22. mars kl. 10.00 Utanríkismál mánud. 24. mars kl. 20.30 Sjávarútvegur þriðjud. 1. aþríl kl. 20.30 Landbúnaður laugard. 5. apríl kl. 10.00 Iðnaður mánud. 7. apríl kl. 20.30 Opinberþjónusta laugard. 12. apríl kl. 10.00 Sveitarstjórnarmál mánud. 14. apríl kl. 20.30 Föstudagur 7. mars 1986 ‘ Sunnudagsferðir F.í. Kl. 13.00 Jósepsdalur - Illákullur. Geng- ið inn í Jósepsdal um Ólafsskarð, með- fram Sauðadalahnúkum á Blákoll. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Farmiðarviðbíl. Fríttfyrirbörnífylgd fullorðinna. Fyrirhugaðar skíðagönguferðir falla niður vegna snjóleysis. Myndakvöld F.í. Miðvikudaginn 12. mars efnir Ferðafé- lag Islands til myndakvölds í Risinu, Hverfisgötu 105, og hefst það kl. 20.30 stundvíslega. (Aðg. 50 kr.) Efni: 1) Jón Gunnarsson segir frá „Heimsreisu Útsýnar s.l. haust" í máli og myndum. 2) Salbjörg Óskarsdóttir sýnir myndir teknar í ferðum Ferðafélagsins s.s. síðustu áramótaferð og öðrum ferðum. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Veitingar í hléi. F.í. Góuferð í Þórsmörk 7.-9. mars Farið verður í Þórsmörk og dvalist þar yfir helgina 7.-9. mars. Frábær gististaða í Útivistarskálanum í Básum. Gönguferðir á deginum og kvöldvaka á laugardags- kvöldið. Góð fararstjórn. Pottréttur inni- falinn. Ferð fyrir unga sem aldna. Upplýs- ingar og farmiðar á skrifstofunni Lækjar- götu 6a, símar 14606 og 23732. Árshátíð Útivistar 15. mars Pantið tímanlega á árshátíðina. sem haldin verður í félagsheimilinu Hlégarði laugard. 15. mars. Borðhald skemmtiatr- iði og dans. Rútuferðir. Upplýsingar og miðar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, sím- ar14606 og 23732. Laugardagsganga Hana-nú í Kópavogi Vikuleg ganga Frístundahópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugar- daginn 8. mars. Lagt verður af stað frá Digranesi 12 kl. 10.00. AllirKópavogsbú- ar velkomnir í góðan félgsskap í laugar- dagsgöngu frístundahópsins. Páskaferðir Ferðafélags íslands 27.-30. mars (4 dagar): Snæfellsnes. Gengið á Snæfellsjökul og farnar skoðun- arferðir um nesið. Gist í svefnpokaplássi á Arnarstapa. 27-31. mars (5 dagar): Landamannalaug- ar - skíðagönguferð. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan á skíðum til Landmanna- lauga. Snjóbíll flytur allan farangur til og frá Laugum. Skíðagönguferðir og göngu- ferðir á Laugasvæðinu. Gist í sæluhúsi F.í. í Landmannalaugum. Skíðaáhugafólk ætti ekki að láta þessa ferð fram hjá sér fara. 27.-31. mars (5 dagar): Öræfi-Suður- sveit. Dagsferðir m/snjóbíl á Skálar- fellsjökul. Þeir sem hafa áhuga taki skíði með. Gist í svefnpokaplássi á Hrolllaugs- stöðum. 29.-31. mars (3 dagar): Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Pantið tímanlega í páskaferðirnar. það borgar sig. Upplýs- ingar og farmiðar á skrifstofunni Öldug. 3. Nýtt leikhús: Stopp! Leikhús! í janúarmánuði s.l. var stofnað í Reykjavík nýtt leikhús, Stopp! Leikhús! Að leikhúsinu standa leikararnir Ása Svavarsdóttir, Helgi Björnsson og Mar- grét Ákadóttir ásamt Huldu Ólafsdóttur Íeikhúsfræðingi, sem er framkvæmdarstj. leikhússins. Fyrsta verkefni leikhússins er Uppstill- ingin (Still Lifc) eftir Emily Mann. Það var frumsýnt í Chicago 1980. Leikhúsið hefur aðstöðu núna á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9. Rafmagn, vatn, hitaveita Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja í þessi símanúmer: Rafmagn: I Reykjavík, Kópavogi og Seltjarn- arnesi er sími 686230. Akureyri 24414, Keflavík 2039, Hafnarfjöröur 51336, Vestmannaeyjar 1321. Hitaveita: Reykjavík sími 82400, Seltjarnarnes sími 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar í síma 41575, Akureyri 23206, Keflavík 1515, en eftir lokun 1552. Vestmann- aeyjar sími 1088 og 1533, Hafnarfjörður 53445. Sími: Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Ak- ureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í síma05 Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er í síma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er þar við tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfeng- '• isvandamálið, Síðumúla 3-5, sími 82399 kl. 9.00-17.00 Sáluhjálp í viðlögum 81515 (símsvari). Kynningarfundir í Síðumúla' 3-5 fimmtudaga kl. 20.00. Sjúkrast. Vog- ur 81615/84443.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.