Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 19 Föstudagur 7. mars 1986 MINNING llllllllllil Gestur Einarsson bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit Fæddur 21. febrúar 1919 Dáinn 23. febrúar 1986 Haustið 1916 voru ung hjón gefin saman í Reykjahlíðarkirkju, og á laugardaginn var, 1. mars 1986, sem næst sjötíu árum síðar, var sonur þeirra borinn þar til grafar. Þannig á mannfólkið misjöfn erindi, en þó af sömu rót, í kirkju sína í tímans rás. Fjölmenni úr sveit og sýslu var við útför Gests í Álftagerði, séra Örn Friðriksson jarðsöng. Hjónin, sem gefin voru saman 1916, voru Kristjana Jóhannesdótt- ir, Sigurðssonar frá Sultum, og Sess- elju Andrésdóttur frá Fagranesi, hjóna í Laugaseli, og Jónas Einars- son, Friðrikssonar frá Hrappsstaða- seli og Guðrúnar Jónsdóttur frá Baldursheimi, hjóna í Reykjahlíð. Jónas og Kristjana fluttust úr Reykjahlíð, fyrst í Kálfaströnd, en þaðan í Álftagerði, þar sem þau bjuggu síðan á fjórðungi jarðarinn- ar. Álftagerði, sem byggðist upphaf- lega sem hjáleiga frá höfuðbólinu Skútustöðum. er mjög landsmá jörð sem að líkum lætur og túnstæði því nær ekkert. Samt skiptist hjáleigan fljótlega í fjórar bújarðir, þar sem fjórar fjölskyldur hafa unað lífi lengst af á þessari öld. Það réð mikl- um úrslitum um búskap í Álftagerði, hve drjúgan hlut hjáleigan fékk af svonefndum Framengjum Skútu- staða á votlendinu milíi Krákár og Grænavatns. Þar heyjuðu bleikjuna fleiri bændur en þeir sem bjuggu sunnan vatns, og hún var kjarngóð sem taða. Silungsveiðin í vatninu skipti einnig sköpun. Jónas og Kristjana byggðu lítið timburhús í Álftagerði og bjuggu í því, uns börn þeirra, Gestur og Guðrún, voru upp komin. Þá var byggt gott og rúmt steinhús. Jónas í Álftagerði var vaskleikamaður og góðum íþróttum búinn á yngri áruni. Elja hans, ekki síst við veiðiskapinn, aflaði heimilinu þeirrar bjargar sem dugði. Kristjana var vel gefin og fróð kona og stór í umhyggju sinni, ekki aðeins fyrir eigin heimili og börnum, heldur einnig venslaliði og öðrum er njóta þurftu. Kristjana og Jónas eignuðust tvö börn, Gest, er að framan getur og Guðrúnu, fædda 7. febrúar 1924. Hún giftist Ólafi Skaftasyni, Guð- mundssonar frá Þúfnavöllum. Þau hafa búið í Gerði síðan og eiga þrjú uppkomin börn. En Jónas og Kristjana áttu einnig sín fósturbörn sem þau veittu skjól og hlýju af örlátu hjarta. Þess nutu einkunt systkinabörn Kristjönu lengri eða skemmri tíma, þegar áföll urðu í fjölskyldum þeirra. Þess naut ég meðal annarra árlangt í æsku, svo og Snæbjörn og Karl bræður mínir miklu lengur. Sumarbörn urðu fleiri, og fósturbörnin öll bundu við heimil- ið tengsl sem ekki rofnuðu. Kristjana lést 7. maí 1962 og Jón- as 26. nóv. 1970. Gestur sonur þeirra ólst upp í for- eldragarði við önn og elju sveita- heimilis sem þurfti á öllu sínu að halda til lífsbjargar, og lagði snemma sitt til þeirrar baráttu. Hann fylgdi föður sínum fast og nam af honum störf og dugnað. Hann varð snemma þrekmikill og hávaxinn eins og margir frændur hans af Reykjahlíðarkyni og gæddur verklundþeirraogframtakssemi. En jarðnæðið í Álftagerði bauð ekki til stórbúskapar, og Gestur hneigðist snemma að áhugaefnum bílaaldar, eignaðist brátt vörubíl og tók að ann- ast flutninga fyrir sveitunga sína og akstur í vegagerð. Gestur kvæntist Kristínu Þuríði Jónsdóttur frá Stóruvöllum í Bárð- ardal 28. des. 1947, og þau tóku fáum árum síðar við búi í Álftagerði, en Gestur stundaði þó jafnan bíl- akstur sem aðalvinnu. Kristín Jóns- dóttir er mikilhæf atgerviskona eins og hún á kyn til og hefur tekið heilum huga og höndum á lífsverki sínu. Þau Kristín og Gestur héldu sama sið og foreldrar Gests að veita aðkomnum sumarbörnum vina og venslamanna skjól og ástúð sem sínum eigin börnum, og upp úr því urðu órofa vináttutengsl. Mér er sérstaklega hugstæð sú ræktarsemi sem Örnólfur Örnólfsson, hefur sýnt Gesti og Kristínu, svo að engu er líkara en hann sé sonur þeirra. Vöruflutningar á vegum Þingeyj- arsýslu vetur sem sumar um og eftir 1940 var ekkert hvíldarstarf, og Gestur hlífði sér hvergi, sinnti svo að segja hvaða kalli nágranna um hjálp og aðstoð sem var og lét ekki bíða eftir sér. Hann flutti jafnt fólk, fé og varning eins og sjálfsagt var á þeirri tíð. Þetta var erfiðisstarf sem gekk nærri þreki hans, þótt hann væri átakamaður. Þegar kom fram yfir sextugsaldurinn, sagði þessi atorku- semi og hlífðarleysi til sín. Gestur réðst þá til starfa hjá Kísiliðjunni og starfaði þar nokkur ár, en fyrir hart- nær tveim árum fór hann að finna til sjúkleika í lungum og gekkst undir mikla skurðaðgerð. Hann náði þó allgóðri heilsu og vann fulla vinnu í Kísiliðjunni ás.l. ári, uns hann veikt- ist snögglega og var fluttur í sjúkra- hús á afmælisdegi sínum 21. febrúar s.l. og lést þar skyndilega tveim dög- um síðar. Gestur Jónasson var hávaxinn fríðleiksmaður. geðríkur og heit- lundaður, hreinskilinn í máli og við- móti, gat tekið svo til orða að sviði undan í bili og lá ekki á skoðun sinni, en hlýleiki hans og einlæg hjálpfýsi þíddi jafnan allan þela von bráðar. Snögg tilsvör hans og hnyttileg skeyti lifðu á vörum granna í gamni og al- vöru lífsins. Kristín og Gestur eignuðust tvö börn. Jónas, sem kvæntur er Helgu Kristinsdóttur. Þau búa á Húsavík, þar sem Jónas er húsasmiður, og dótturina Lovísu, sambýlismaður hennar er Hólmgeir Hallgrímsson. Einn son átti Gestur utan hjóna- bands, Jóhann Aðalgeir. Við frænd- ur Gests í Álftagerði þóttumst jafn- an eiga hauk í horni þar sem hann var. Það var ekki aðeins að gott væri aðfinna ættrækni hansog umhyggju, heldur var það jafnan tilhlökkun að líta inn til hans og Kristínar og eiga með þeim glaðlega spjallstund yfir nýjum Mývatnssilungi eða góðum kaffisopa í Álftagerði og fá að horfa út um eldhúsgluggann, þar sem vatn, eyjar og byggðarhringur blöstu við hrifnum augum í samstilltri fegurð undir hnígandi sól. Þegar við Jósteinn hittumst næst þurfum við margs að minnast um Gest frænda okkar í Álftagerði. Andrés KrLstjánsson. LESENDUR SKRIFA íslenskt frumkvæði Þess vildi ég óska, að þær hug- myndir sem komið hafa upp um að setja vopnavörð um helstu fyrir- menn hér á landi, komi ekki til fram- kvæmda. Aðgera slíkt væri að brjóta móti því sem kalla mætti tilganginn með hinni íslensku þjóðfélagstil- raun, eða með öðrum orðum að hætta að vera íslendingar. Saga ís- lensku þjóðarinnar er alveg einstök, ekki aðeins hvað snertir bókmennta- og listhneigð, heldur einnig viðleitni til friðar og mannúðar. Bæði í heiðni og kristni var hér cindregnar stefnt til friðar en í nokkru öðru Evrópu- landi. Það væri uppgjöf, og svik við málstað mannkynsins að hætta þar við hálfnað verk vegna atburða í öðr- um löndum. Líkurnar á því að það sem menn vilja gera að tilefni þessa fari að ger- ast hér, eru a.m.k. svo litlar. að ekki er ástæða til að fórna því sem dýr- mætara er. vegna óttans við þetta. Og varúðarráðstafanirnar verða aldrei öruggar. því að stundum verða sjálfir þeir fyrir árásum sem best láta gætasín. Reyndar er líka til aðferð sem er alveg örugg til að koma í veg fyrir atburði af þessu tagi, en hún er sú að hafa góða samvisku og blanda sér ekki um of í þriðja- flokksmál og þriðjaheimsmál, af því tagi sem skilja má á nýjum forsætis- ráðherra Svía að hafi orðið fyrir- rennara hans í embætti að bana. fslendingar gætu orðið og ættu að verða frumkvöðlar að heimsfriði. En það geta þeir þó því aðeins orðið, að þeir noti sér þau hlunnindi og for- réttindi að eiga einir þjóða fullan og greiðan aðgang að friðarheimspeki - hinni einu sem enn hefur náð að koma fram á þessari jörð. Höfundur friðarheimspekinnar gerði mönnum það að skilyrði, að þeir lærðu að virða það sem á íslensku er ritað, - enda þótt mörg önnur tungumál væru honurn í besta lagi tiltæk. Með þessu var reyndar lagt til at- lögu við það afl, sem einna sterkast var hér á landi. en það er íslensk meðalmennska og andlegt hugleysi. Hefur sá kraftur haft hér öll tögl og hagldir allt l'rá því að umrædd tilraun var hafin, og sett mark sitt á andlcgt líf þjóðarinnar, svo að það er að mörgu leyti miklu vesalla nú en með- an þjóðin bjó við kröpp kjör. En þó má sjá þess merki, að þessi gamli níðingur er farinn að lýjast og hönd hans dauð að visna. Þyrfti þá ekki annað en dálítinn röskleika og fersk- leika til að losa tak hans að fullu. Þorsteinn Guðjónsson. H»gt er að vera á hálum i» þótt hált sé ekki á vegl. Drukknum manni er voðl vi* vist á nótt sem degi. \ 5 / BLAÐBERA VANTAR í eftirtaldar götur og hverfi Sólheima og Nökkvavog EINNIG VANTAR BLAÐBERA Á BIÐLISTA ( ÖLL HVERFI Iíniinn Sídumúli 15. Sími 686300 H F býður þér þjónustu sína við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Viö sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum - bæði í vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum í veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá tökum við það að okkur. Hifir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Fífuseli 12 H 109 Reykjavík P sími 91-73747 Bílasími 002-2183 KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN Nám í uppeldisgrein- um fyrir verkmennta- kennara á f ramhalds- skólastigi Nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennslurétt- inda fyrir verkmenntakennara á framhaldsskóla- stigi hefst við Kennaraháskóla íslands haustið 1986. Umsækjendur skulu hafa lokið tilskildu námi í sérgrein sinni. Námið fullnægir ákvæðum laga nr. 51/1978 um embættisgengi kennara og skólastjóra og sam- svarar eins árs námi eða 30 einingum. Náminu verður skipt á tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda námið. Inntaka miðast við 30 nemendur. Námið hefst með námskeiði dagana 26. til 31. ágúst 1986 að báðum dögum meðtöldum og lýkur í lokjúní mánaðar 1988. Umsóknir þurfa að hafa borist til Kennaraháskóla íslands fyrir 1. maí 1986. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Kennaraháskóli íslands 7. mars 1986. Frá menntamálaráðuneytinu: Laus staða Staöa konrektors viö Menntaskólann viö Hamrahlíð er laus til um- sóknar. Ráðiö verður í stöðuna frá 1. ágúst 1986 til fimm ára. Rétt til aö sækja um stööuna hafa fastir kennarar á menntaskólastigi. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf skal senda til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík fyrir 10. apríl 1986. Menntamálaráðuneytið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.