Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 7. mars 1986
Stjórnarfrumvarp:
Lögverndun húsgagna-
og innanhússarkitekta
Fyrrum Vestfjarðafræðslustjóri:
Dæmdur í fangelsi
fyrir skjalafals
Lagt hefur verið fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um breytingar á
lögum um rétt manna til að kalla
sig verkfræðinga, húsameistara,
tæknifræðinga eða byggingafræð-
inga. Gert er ráð fyrir að þar við
bætist „húsgagna- og innanhúss-
hönnuðir". Engum má veita það
starfsheiti nema þeim sem hafa
stundað nám og lokið fullnaðar-
prófi við listiðnaðarskóla eða aðra
sérskóla sem stéttarfélag hús-
gagna- og innanhússhönnuða
viðurkennir sem fullgildan skóla í
þeirri grein.
f lok greinargerðar sem fylgir
frumvarpinu segir m.a.: „Með
frumvarpi þessu fylgir bréf frá Fé-
lagi húsgagna- og innanhússarki-
tekta, dags 27. apríl 1984, um mál-
efni þetta, en viðræður hafa tarið
fram frá því í febrúar 1984 milli
fulltrúa ráðuneytisins og félagsins
um réttindamál þessa starfshóps.
Telja verður eðlilegt að þcir sem að
húsgagna- og innahússhönnun
starfa fái lögverndað starfsheiti,
svo sem er um sambærilegar
stéttir."
Fyrrverandi fræðslustjóri Vest-
fjarða hefur verið dæmdur í 5 mán-
aða fangelsi og 39 þúsund króna sekt
fyrir fjárdrátt og skjalafals á árunum
1976 til 1982.
Mál þetta kom upp árið 1983 og
var fræðslustjórinn ákærður fyrir að
hafa dregið að sér rúmlega 41 þús-
und kr. með því að falsa leigubíla-
nótur og póstburðargjaldskvittanir.
Fræðslustjóranum var vikið úr starfi
í júlí 1983 þegarákæran vargefin út.
Sakadómur Kópavogs dæmdi í
málinu þar sem fræðslustjórinn átti
lögheimili í Kópavogi. Þar var talið
sannað að fræðslustjórinn hefði
dregið að sér 39 þúsund krónur sem
honum var gert að endurgreiða en að
auki var hann dæmdur til fimm mán-
að fangelsisvistar og gert að greiða
málskostnað. Guðgeir Eyjólfsson
fulltrúi kvað upp dóminn.
Fræðslustjórinn fyrrverandi hefur
áfrýjað dómi þessum til Hæstaréttar
og ríkissaksóknari hefur einnig
áfrýjað dómnum til þyngingar.
- GSH
Fyrirspurnir
Eftirtaldar fyrirspurnir hafa
varið lagðar fram á Alþingi:
Til samgönguráðherra um
framkvæmd þingsályktunar um
öryggisbúnað fiski- og farskipa-
hafna frá Jóni Sveinssyni.
Til iðnaðarráðherra um úrræði
vegna Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar frá Jóni Sveins-
syni.
Til samgönguráðherra um tekj-
ur Ferðamálaráðs frá Steingrími
J. Sigfússyni.
Til dómsmálaráðherra um
endurskoðun laga um fasteigna-
sölu frá Steingrími J. Sigfússyni.
Til samgönguráðherra um fjár-
veitingar úr Ferðamálasjóði frá
Steingrími J. Sigfússyni.
Ýi i
Forsíða bæklings þar sem ferðaskrif-
stofan Útsýn kynnir sumarleyfisfcrð-
ir þær sem boðið er upp á í ár.
Útsýn 1986:
„Aukinn
kaupmáttur
áferðalögum“
- Kjörorð Útsýnar
í sumar
„Aukinn kaupmáttur á ferðalög-
unT' er kjörorð ferðaskrifstofunnar
Útsýnar fyrir 32. sumaráætlunina
sem nú cr verið að kynna, en verð á
ferðum Útsýnar er nærri óbreytt frá
síðasta ári.
Útsýn hefur náð stórum leigu-
samningi við Flugleiðir og flýgur Boe-
ing 727-200 vél félagsins í leiguflugi á
hverjum fimmtudegi til Ítalíu, Portú-
gals og Spánar. Einnig hefur Útsýn
gert sérsamning við Flugleiðir um
lækkuð fargjöld á ýmsum áætlunar-
Ieiðum.
Þá hefur Útsýn tekist að halda
óbreyttu verði á flestum gististöðum
sínum erlendis frá fyrra ári og sum-
staðar náð fram lækkun verðs.
Útsýn býður upp á nýja áfanga-
staði á Ítalíu. t.d. Savoia í heilsu-
lindabænum Abano Terme skammt
frá Feneyjum og Garda við Gardavatn.
Að auki er boðið upp á rótgróna
staði eins og Lignano og Bibione.
Af öðrum ferðamögulcikum Út-
sýnar má nefna Algarve í Portúgal
en þar verður boðið upp á nýja gisti-
staði,Costa del Sol á Spáni. Sumar-
hús í Þýskalandi og Englandi, Ensku
rivieruna, Mallorca og Frönsku rivi-
eruna.
OPIÐ
LAUGARDAG OG SUNNUDAG
. : KL. 14-
NISSAN CHERRY NISSAN SUNNY
. BESTBÚNIR
A BESTA VERÐINU
Eigum enn gott úrval
NISSAN BÍLA
á verði og kjörum
sem enginn stenst
BETRIKAUP BJÓÐAST VARLA
ÞAÐ ER ALLTAF HEITTÁ KÖNNUNNI - VERIÐ VELKOMIN
Tökum flesta
notaða bíla
upp í nýja.
S|| IIMGVAR HELGASON HF,
III Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.