Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7 VETTVANGUR ll!ll!ll!!ll!ll!l!ll!l!!l!llll!i!!!!l!!ll!lll!!lli!l!!!l!iil!l!!l!llllllil!lll!l!!!!l!l!ll!llllilli!lllllll!l Guðmundur Lárusson, bóndi Stekkjum: Þýðir ekki að láta sem vanda málin séu ekki til staðar Það er þriðjudagur 18. febrúar og með póstinum berst að vanda dagblaðið Tíminn. Við lestur blaðsins rek ég augun í grein sem ber yfirskriftina „Opið bréf til Guðmundar Lárussonar form. Fé- lags kúabænda á Suðurlandi1- frá Ólafi Eggertssyni, Berunesi við Djúpavog. í bréfi þessu sem virðist hafa orð- ið til vegna viðtals undirritaðs við Guðm. Stefánsson hagfr., rang- túlkarÓ.E. skoðanirmínarogsnýr á versta veg, sennilega til að leiða athyglina frá raunveruleikanum. En lítum á málin af skynsemi en ekki með upphrópunum og slag- orðum, sem hingað til hafa ekki orðið bændum til framdráttar í þeirri erfiðu stöðu sem blasir blá- kalt við í dag. Samkv. samningum ríkis og Stéttarsambands bænda um 107 millj. ltr. þetta ár og 106 millj. ltr. það næsta er í raun stefnt að því að neysla innanlands og framleiðsla haldist í hendur, enda í samræmi við stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar og bein afleiðing af hruni markaða fyrir mjólkurvörur erlendis. Því kemur bændum í mjólkurframleiðslu til með að fækka stórlega í kjölfar þessara samninga um undanhald í hefð- bundnum búskap, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Og hvernig á að standa að undanhaldinu? A að skipuleggja það þannig að mjólk verði framleidd þar sem einhver Ieið er að selja hana eða á að láta undanhaldið ráðast af því hverjir fara á hausinn og gefast smám sam- an upp og ganga eignalausir frá ævistarfi sínu. Stjórnvöld eiga sinn stóra þátt í því ástandi sem við stöndum frammi fyrir í dag. Því verða bændasamtökin að gera þá Og hvernig á að standa að undanhaldinu? Á að skipuleggja það þann- ig að mjólk verði fram- leidd þar sem einhver leið er að selja hana eða á að láta undan- haldið ráðast af því hverjir fara á hausinn og gefast smám sam- an upp og ganga eignalausirfrá ævi- starfi sínu. kröfu að þeim bændum sem hætta mjólkurframleiðslu nú verði gert kleift að snúa sér að öðrum grein- um eða hreinlega keyptir frá búum sínum sem þess óska í mun ríkara mæli en felst í fyrirgreiðslu Fram- leiðnisjóðs. Ó.E. segir í bréfi sínu „Sannarlega hefur bændastéttin á undangengnum árum sótt styrk sinn í samstöðu og sterka félags- lega uppbyggingu.“ Þetta er í sjálfu sér fallegt slagorð en hvað á Ö.E. við? Felst t.d. sterk félagsleg upp- bygging í því misrétti bænda í fjöl- mennum sýslum á aðild að Stéttar- sambandsfundi, þar sem vægi at- kvæða er aðeins brot af því sem bændur í fámennari sýslum hafa eða er hér átt við ólýðræðislega kosningu til Búnaðarþings. Við skiptingu fullvirðisréttar einstakra svæða minnkar hlutdeild M.B.F. um 530 þús. ltr. að heildarverð- mæti um kr. 12 millj. eða sem svar- ar 17.000 kr. á hvern framleiðanda. Það tók reiknimeistara Bændahall- arinnar 5 mánuði að komast að jafn slæmri niðurstöðu sem þessari og ala þar með á sundrung og ósætti milli landshluta. Það getur aldrei orðið bændastéttinni til góðs að einstakir bændur sæki styrk sinn í vasa annars bónda og ekki er held- ur lengur hægt að tala um samvinnu þar sem einn er gefandinn en hinn þiggjandinn. Þú segir mér að „skoða tölur yfir þjóðarframleiðslu á mann í hinum ýmsu kjördæmum og sveitarfélög- um“. Kynni þá að vera að fremur ætti að skera annars staðar. Hvað felst í þessum orðum? Er hér gefið í skyn að leggja beri hagfræðilegt Þaö getur aldrei orðiö bændastéttinni til góös að einstakir bændur sæki styrk sinn í vasa annars bónda og ekki er heldur lengur hægt aö tala um samvinnu þar sem einn er gef- andinn en hinn þiggj- andinn. mat á niðurskurð bændastéttarinn- ar, það skyldi þó aldrei blunda í hugskoti þínu óheft afl frjálshyggju og eigin hagsmuna? Hins vegar eru þær tölur sem þú bendir á hæpin viðmiðun og mun réttara að skoða tölur scm snúa beint að mjólkurframleiðslunni t.d. tölur um greiðslur úr verðmiðl- unarsjóði mjólkur, en cins og þér hlýtur að vera kunnugt sem inn- leggjanda á Djúpavogi þá fá þau mjólkursamlög utan 1. verðlags- svæðis sem standa verst rekstrar- lega séð, greiðslur úr þessum sjóði sem námuásl. ári um53.6millj. kr. Þar eru taldar til ýmsar orsakir, t.d. óhagkvæm rekstrareining, stór hluti mjólkur fer í vinnslu á lítt selj- anlegri vóru og margt fleira kemur þar til. Verðmiðlunargjald er nú kr. 1,25 sem leggst ofan á verð til neytenda og á þannig sinn þátt í því að skaða samkeppnisaðstöðu mjólkur gagnvart öðrum drykkjar- vörum á markaði. Erekki kominn tími til aðathuga hvers vegna sum mjólkursamlög þurfa ár eftir ár milljónir úr vösum neytenda til síns reksturs og getum við vænst þess um ókomna framtíð að neytendur sætti sig við að standa undir slíkum rekstri, því við bænd- ur skulum hafa það hugfast að án ánægðra neytenda á íslenskur land- búnaður ekki bjarta framtíð og við skulum líka minnast þess að til eru þau öfl í þjóðfélaginu sem bæði leynt og Ijóst stefna að innflutningi landbúnaðarvara og ef íslcnskir bændur geta ekki sýnt það og sann- að að okkar ágætu vörur standast verðsamanburð munu þessi öfl sækja enn fastar á en nú er þegar orðið með hverskyns innflutningi matvæla sem keppa grimmt um hylli neytenda og hcfur þegar orðið nokkuð ágengt. Að lokum, þær aðgerðir sem framundan cru í hefðbundnum bú- greinum koma til með að valda mikilli röskun á búsetu bænda í framtíðinni og það þýðir því miður ekki að stinga höfðinu í sandinn og láta sem vandamálin séu ekki til staðar, það hefur nógu lengi verið gert og árangurinn blasir blákalt við augum. Guðmundur Lárusson, Stekkum, Sandvíkurhr., Árnessýslu. Þórarinn Þórarinsson: Mesta vandamál landbúnaðar ins er vitlaus vaxtastefna Sá, sem þetta ritar, hefur sem blaðamaður og ritstjóri Tímans, fylgst með landbúnaðarmálum um rúmlega hálfrar aldar skeið. Það hef- ur vissulega verið fróðlegt að fylgjast með þróun landbúnaðarins á þessum tíma. Fyrir rúmlega hálfri öld var landbúnaðurinn í mörgum sveitum í svipuðu horfi og á söguöld. Þegar ég var að alast upp, mun taðkvörnin og kerra hafa verið einu tækin í minni sveit, sem ekki hafa verið til á sögu- öldinni. Að öðru leyti var notast við sömu verkfæri og á söguöldinni, en vafalítið hafa þau tekið ýmsum breytinguni til bóta frá fyrri tíma. Þeir. sem minnast þessara tíma, hljóta að hrífast af þeim umskiptum, sem orðið hafa í sveitum landsins síð- ustu áratugina og það engu síður þeir, sem ólust upp í sveitum, þar sem landbúnaðurinn var lengra kominn en í minni sveit, þarsem sjó- sókn var líka stærri atvinnugrein en landbúnaðurinn. Víða við strendur landsins lifðu menn meira á sjávaraf- urðum en landbúnaðarafurðum. Það þarf ekki að undra þótt byggðin hafi grisjast þar, síðan sjósókn lagðist niður. Hér verður ekki reynt að draga upp mynd af hinum undraverðu um- skiptum, sem orðið hafa í sveitum landsins. Áhrifin af hinni miklu framsókn bændanna hafa orðið marg- vísleg. Þörf er miklu færra fólks við sjálf landbúnaðarstörfin en áður, en starfslið við vinnslu afurðanna hcfur hins vegar margfaldast. Það eru því fleiri en bændur, sem eiga afkomu sína og framtíð undir því að blóm- legur landbúnaður haldist í landinu. Þessi mikli árangur hefur náðst, þótt margar og mismunandi plágur hafi sótt landbúnaðinn heim á þess- um tíma, eins og búfjárpestir, mark- aðshrun og verðfall. Bændastéttin hcfur sigrast á þeim. Á síðari árum hefur hins vegar sótt að landbúnað- inum ný plága. Það er enn ekki séð fyrir, hvort bændastéttin sigrast á henni eða hvort hún leggur ekki að- eins útkjálkana, heldur blómlegustu sveitirnar í auðn. Þessi plága er vitlaus vaxtastefna. Landbúnaðurinn hefur þá sér- stöðu, að hann skilarekki fljótfengn- um arði. Svipað gildir um hann og efnalitla íbúðarbyggjendur, að hann þarf að búa við vaxtalág lán til lengri tíma. Þá skilar hann öruggari og var- anlegri arði en flestar atvinnugreinar aðrar. Það var eitt mcginatriði í landbún- aðarstefnu Framsóknarflokksins, þegar hann hóf baráttu sína fyrir við- reisn sveitanna, að landbúnaðinum væru tryggð vaxtalág lán til lengri tíma. Af hliðstæðum ástæðum studdi hann baráttu Alþýðuflokksins fyrir verkamannabústöðum, sem nytu hagstæðra vaxtakjara. Meðan Fram- sóknarflokkurinn réð landbúnaðar- stefnunni, var hún fyrst og fremst byggð á grundvelli hagstæðra vaxta- kjara. Þessi vaxtastefna reyndist einnig hagstæð neytendum. Umræddur vaxtastuðningur við landbúnaðinn átti drjúgan þátt í því að hægt var að halda söluverðinu hóflegu. Meðan þessi vaxtastefna ríkti voru svokall- aðar niðurgreiðslur á útsöluverði næstum óþekktar. Þær komu fyrst verulega til sögu í tíð utanþings- stjórnarinnar 1942-44 í þcim til- gangi að halda dýrtíðarvísitölunni niðri. Hámarki sínu munu þær hafa náö í tíð minnihlutastjórnar Alþýðu- flokksins 1959 í glímu hennar við dýrtíðarvísitöluna. Með tilkomu svonefndrar við- reisnarstjórnar, sem kom til valda fyrir árslok 1959, hófst breyting í vaxtamálum landbúnaðarins. Nýir oddvitar í bankamálum landsins kröfðust þess, að landbúnaðurinn nyti engrar sérstöðu í vaxtamálum. Smátt og smátt hafa þeir þokað stefnu sinni áleiðis. Vaxtakjör land- búnaðarins hafa farið síversnandi. Því vofir nú gjaldbrot yfir hundruð- um ungrabænda. I stað þess að halda vaxtakjörunum í hófi, hafa komið niðurborganir og útflutningsuppbæt- ur. Ef koma á landbúnaðinum á heil- brigðan grundvöll verður að létta af honum þeirri plágu, sem hávaxta- stefnan er. Það er sama og að rétta ungum bændum hengingaról, að bjóða þeim gengistryggð lán með 8% vöxtum. Undir þeim kringum- stæðum veröur seint losnað við vax- andi niðurborganir og útflutnings- bætur í einhverju formi. Alveg sama gildir um þá, sem eru að koma sér upp íbúð í fyrsta sinn. Þeir geta ekki frekar en landbúnað- urinn risið undir sömu vöxtum og at- vinnugreinar, sem gcta skilað fljót- fengnum arði. Stærsta vandamál landbúnaðarins nú er vitlaus stefna í vaxtamálum hans. Hún þrengir að vísu ekki eins að þcim hluta bændastéttarinnar, sem er óháður lánum að ráði. Hún leggst þeim mun þyngra á ungu bændurna, sem hafa ráðist í myndar- legar framkvæmdir, en gjaldþrot vofir nú yfir vegna vaxtakjaranna. Bændur eiga að gera kröfuna um breytta og bætta stefnu í lánamálum landbúnaðarins að meginkröfu sinni. Auknar niðurgreiðslur bæta ekki hlut þeirra bænda, sem mest þurfa á aðstoð að halda. Eigi land- búnaðurinn að búa við óbreytt lána- kjör, leggur það fyrst ungu bænd- urna að velli og síðan landbúnaðinn allan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.