Tíminn - 15.03.1986, Síða 18
18 Tíminn
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Starfsfólk óskast til eftirtalinna starfa:
Hjúkrunarfræðingar á öldrunardeildum, Seli I og
B-deild, lyflækningadeild, handlækningadeild,
skurðdeild og geðdeild. Einnig til afleysinga áöll-
um deildum í sumar.
Sjúkraiiðar frá 1. apríl n.k. og til sumarafleys-
inga.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-
22100.
Forstöðumaður á barnaheimilið Stekk, frá 1.
maí n.k., einnigfóstra í fulltstarffrásamatíma.
Heimilið er opið frá kl. 07.10-19.00 virka daga.
Aldur barna 2-6 ár. Deildaskipting að vissu
marki.
Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður
Stekks, sími 96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
eii LAUSAR STÖÐUR HiÁ
'V REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Hjúkrunarfræðinga á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur á allar vaktir í sumarafleysingar við
heimahjúkrun.
Sjúkraliða á allar vaktir í sumarafleysingar við
heimahjúkrun.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
22400.
Deildarmeinatækni í fullt starf á rannsóknar-
stofu.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu-
gæslustöðva í síma 22400.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð ásér-
stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl.
16:00 mánudaginn 31. mars.
^RARIK
N RAFMAGNSVEUUR RlKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa lausttil umsóknar
starf tæknifulltrúa á svæðisskrifstofu Rafmagns-
veitnanna á Blönduósi. Óskað er eftir rafmagns-
tæknifræðingi eða manni með sambærilega
menntun. Starfiðfelstm.a. í hönnun, áætlanagerð,
eftirliti, uppbyggingu og rekstri rafveitukerfis.
Nánari upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri
Rafmagnsveitnanna á Blönduósi.
Umsóknir er greini menntun aldur og fyrri störf
sendist starfsmannadeild fyrir 10. apríl 1986.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118,
105 Reykjavík
m IAUSARSTÖÐURHJÁ
M REYKJAVIKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Rafmagnsiðnfræðingur óskast til eftirlitsstarfa í
innlagnadeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Upplýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri
Rafmagnsveitu Reykjavíkur í síma 686222.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sér-
stökum umsóknareyðublöðum sem þarfástfyrir kl.
16:00 mánudaginn 31. mars.
Laugardagur 15. mars 1986
SKÁK
iiniiiiiiiiiiiiiii
ÁsmundurÁsgeirsson
skákmeistari 80 ára
Ásmundur Ásgeirsson skákmeist-
ari varð áttræður í gær, 14. mars.
Hann er elstur þeirra sem íslands-
meistaratitil hafa hlotið, en þá nafn-
bót hlaut hann fjórum sinnum og
hélt henni jafnvel enn lengur, því á
þeim árum sem yfirburðir hans yfir
aðra íslenska skákmenn voru hvað
mestir voru veður oft válynd, heims-
stríðið síðara vofði yfir og skall loks
á. Það kom fyrir að keppni í lands-
liðsflokki félli niður. Ásmundur varð
auk þess Skákmeistari Reykjavíkur
þrívegis og margvíslega aðra titla
vann hann. Hann átti um tíma fs-
landsmetið í blindskák, tefldi marg-
oft fyrir íslands hönd, oftast þó á Ól-
jympíumótum og var í hinni frægu
|skáksveit landans sem vann Copa
Argentina á Olympíumótinu þar í
landi 1939.
Ég var farinn að bera mikla virð-
ingu fyrir Ásmundi löngu áður en ég
sá manninn í fyrsta sinn og var hann
fyrir áratugum síðan búinn að draga
sig úr þátttöku í opinberum mótum.
Skákblað Sveins Kristinssonar og
Þóris Ólafssonar sem kom út á árun-
um 1950—’53 kynnti manninn fyrir
mér, en á þeim árum var Ásmundur
farinn að draga nokkuð í land. Hann
tefldi mest á millistríðsárunum þó
einkum á fjórða áratugnum, þegar
segja má að hann hafi ekki átt jafn-
oka hér á landi og áttu íslendingarnir
þó marga frambærilega skákmenn
s.s. Eggert Gilfer, Baldur Möller og
Jón Guðmundsson. Mér er minnis-
stæð lýsing Skákritsins á þessum
heiðursmanni en þeir Sveinn og Þór-
ir skrifuðu gott og kjarnyrt mál eink-
um þó Sveinn og er þó ekki hallað á
Þóri sem sá meira um fjárhagshliðina
og var yngri maður en Sveinn. Þetta
er ritað í desember 1951:
„Mörgum þykja skákir Ásmundar
nokkuð gruggugar og erfitt að eygja
hina rauðu þræði baráttunnar,
a.m.k. þar til út í endatafl er komið.
Eiturefnanámskeið
Dagana 24. og 25. mars n.k. verður haldið nám-
skeið í notkun eiturefna í landbúnaði og garðyrkju
hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldna-
holti. Námskeiðið er einkum ætlað þeim er vilja öðl-
ast leyfisskírteini til að mega kaupa og nota efna-
samsetningar í A-hættuflokki. Þátttaka tilkynnist í
síma 91-10533 og 91-82230 í síðasta lagi 20.
mars. Þátttökugjald kr. 2500.
Eiturefnanefnd
/
Gpps, klaufi varstu
... en þetta gerir svo sem ekkert til
Effco þurrkan gerir hluti sem þessa að smámáli
Enginn sem á Effco þurrku kipp- utan. Það er alltaí öruggara að hafa
ir sér upp við svona smáslys. Enda Effco þurrkuna við hendina, hvort
þurrkar Effco þurrkan upp allt sem sem það er á heimilinu. i sumar-
sullast og hellist niður. Með Effco bústaðnum. bátnum eða bílnum.
þurrkunni er enginn vandi að halda Já. það er fátt sem reynist Effco
eldhúsinu finu. sama hvað gengur þurrkunni ofraun.
á. Hún gerir eldhússtörfin ánægju-
legri en nokkru sinni fyrr. En hún
er ekki bara til að þrífa þess háttar
ósköp. Þú notar hana líka til að
þrífa bilinn - jafnt að innan sem
Effco-þurrkan faest á betri bensínstöðvum
og verslunum.
Helldaala Hðggdoyflr — EFFCO simi 73233
fieffco-Þumcan V-*.
«
Því verður heldur eigi neitað, að
línurnar eru oft ekki sem skýrastar í
skákstíl Ásmundar, og oft er erfitt að
átta sig í fljótu bragði, hvað fyrir
honum vakir. Af þessu leiðir hins--
vegar að því 0ftar sem maður fer
yfir skákir hans, því nær kemst mað-
ur því að skynja hugrenningar vík-
ingsins og fær dýpri skilning á
stílnum.
Ásmundur kemur snemma skák-'
arinnar auga á sín „strategísku" hlut-
verk og vinnur síðan af allri sinni
orku og hæfileikum að framkvæmd
þeirra. En til þess hentar að sjálf-
sögðu ekki ætíð að ganga beint fram- •
an að andstæðingnum án viðeigandi
forleiks. Andstæðingurinn hefur
einnig sín „strategísku” áform á
Umsjón:
Helgi Ólafsson
prjónunum, og það verður að taka
fuilt tillit til þeirra. Það getur verið
hentugt að hylja áform sín reykskýi
flókinnar stöðu og bíða þess að hin
„strategíska" snekkja andstæðings-
ins taki niður á grynningum órökvís-
innar. Þá er hentugur tími til að slá út
í sínum eigin tromplit.
Þar sem Ásmundur hefur lítið lagt
upp úr að læra teóríur er skákstíll
hans að mestu laus við hinn leiða „te- ’
órítíska" blæ sem er yfir stíl margra
skákmeistara og er frumlegri og
persónulegri en ella.
í endataflinu er Ásmundur sér-
staklega traustur og harðvítugur og
kunnur að því að þvinga vinning út
úr „dauðum jafnteflisstöðum“.
Endatöflin teflir hann að jafnaði
með stærðfræðilegri nákvæmni, en
jafnframt af þeim þrótti og þeirri
óbilgirni sem er honum svo eigin-
leg.“
Höfundur tæpir síðan á þeim erf-
iðleikum sem skákmeistarar landsins
áttu við að stríða á þessum árum og
er það fróðleg lesning. Eins og áður
sagði hafði Ásmundur um þetta leyti
lítið teflt nema í landsliðskeppnum
og að mati höfundar afrækt þjálfun
sína:
„Þetta er að nokkru leyti eðlilegt.
Landið er afskekkt, og er því ís-
lenskum skákmeisturum óhægt um
vik að fá að spreyta sig á sér sterkari
mönnum, er þeir hafa náð hámarks-
styrkleika á íslenskan mælikvarða,
ef þeir vilja halda tryggð við fóstur-
jörðina og yfirgefa ekki þetta
hrjóstruga land fyrir fullt og allt.“
Á þeim tíma er Ásmundur var upp
á sitt besta og tómstundir manna
dreifðust á færri svið áttu fremstu
skákmenn þjóðarinnar því láni að
fagna að verk þeirra voru grand-
skoðuð af áhugamönnum og eru
enn! Ég þvældist á sínum tíma í
gegnum allt Skákritið þeirra Sveins
og Þóris og skákir Ásmundar voru
mér sérstaklega hugstæðar, einkum
þó sú sem hér fer á eftir og var tefld á
Olympíumótinu annálaða, árið
1939:
Hvítt: Ásmundur Ásgeirsson
Svart: Julio Bolbochan.
Nimzoindversk vörn.
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rc3 Bb4
4. Db3
4. Dc2 er algengasti leikur hvíts en
einnig er leikið 4. a3 o.fl.
4. -cS
5. dxc5 Rc6
Annar möguleiki er að leika 5. - Ra6
með hugmyndinni - Da5 og - Rxc5
6. Rf3 Re4
7. Bd2 Rxc5
Þannig lék Nimzowitsch sjálfur
vörnina. Löngu seinna tefldist skák-
in Barczay-Tal í Miskolc 1963 -
svona: 7. - Rxd2 8. Rxd2 Bxc5 9. e3
0-0 10. Be3 b6 11. 0-0 Bb7 12. Re4
Hb8 (!) 13. Hdl f5 14. Rxc5 bxc5 15.
Da3 De7 með nokkuð jöfnu tafli.
8. Dc2f5
9. a3 Bxc3
10. Bxc3 0-0
11. b4 Re4
12. Bb2d6
Annar möguleiki var 12. - b6
13. e3
Einnig kemur 13. g3 til greina.
13. -a5
14. b5
Ef 14. Db3, þá 14. - axb4 15. axb4
Hxal 16. Bxal Dbóo.s.frv.
14. - Re7
15. Bd3 Rc5
Ekki sem verst að eiga slíka holu fyr-
ir riddarann.
16. Hdl Dc7
17. 0-0 e5
18. Rd2
Með þessum leik vinnur Ásmundur
tvennt, hann valdar c-peðið og rýmir
fyrir f-peðinu.
18. - Be6
19. f4 Hae8
20. Hf2
Leikið til þess að geta síðar leikið
Bfl og síðan g3 og Bg2. Til greina
kom 20. Hf3.
20. -b6
21. Be2 Rg6
22. Bf3
Gefur svörtum kost á 22. - exf4.
22. - Rd7?
Hér hefst riddaraflakk svarts sem er
illskiljanlegt ef tekið er tillit til þess
að riddarinn stendur vel á c5
23. g3 He7
24. Bc6 Rb8
25. Bg2 Rd7
26. Bc6 Rb8
27. Bg2
Þráleikið til að vinna tíma.
27. -e4?
Svartur vill ekkert jafntefli en leikur-
inn er í meira lagi vafasamur því
hann opnar línur fyrir biskupinn á b2
og auðveldar hvíti að hefja sóknarað-