Tíminn - 20.04.1986, Qupperneq 6

Tíminn - 20.04.1986, Qupperneq 6
6 Tíminn Sunnudagur 20 apríl 1986 - um skömmtun og áfengiseftirlit á Grænlandi Saga Grænlands er saga banna og skömmtunar. Árið 1782, 41 ári eftir að Grænland hafði verið lýst dönsk nýlenda, bannaði nýlendustjórnin alla sölu og neyslu Grænlendinga á áfengum drykkjum, þó svo Dönum hafi verið veitt ríkulega. Bráðlega höfðu þó myndast forréttindahópar hvað þetta mál varðaði, því kristilegirflokkarog Grænlendingar í þjónustu danskra kaupmanna áttu hægt með að útvega sér áfengi, - þó ekki væri í sama magni og Danir. Opinberir starfsmenn voru verðlaunaðir með áfengi fyrir dugnað við að f lensa hvali, ganga eftir vatni eða brjóta kol. 1929 var komið á áfengisskömmtun, en með því jukust forréttindi fyrrgreindra hópa, og loks árið 1953, þegar Grænland prílaði skör hærra í augum danskra og varð hluti konungsríkisins, urðu raddir háværari, sem mótmæltu mismuninni f þjóðfélaginu. Að Grænlendingar eigi við drykkjuvandamál að stríða er engin ný bóla og hefur stjórn þeirra gripið til ýmissa ráða við að kveða niður þann leiða anda. Áfengiskaup og neysla þess var leyfð á Grænlandi 15. desember 1954. en þá hafði áfengið verið heldri manna drykkur allt frá upphafi. En 1978 var enn komið á skömmtunarkerfi, - eitt fyrsta verk heimastjórnarinnar ný- sköpuöu, til að stemma stigu við ofneyslu landans, sem hálflamaði allt athafnalíf í landinu. Frá 1. ágúst 1978 átti hver Græn- lendingur sem orðinn var fullra 18 ára og ekki afplánaði dóm, rétt á 72 stiga skömmtunarseðli í mánuði. ( Bjórinn kostaði þá 1 stig af spjald- inu; sterkur bjór hálfu stigi rneira; 75 cl af léttvíni kostaði 3 stig, (en á því var 6 stiga afsláttur til að koma á suðurevrópskri „vínmenningu"; 75 cl af sterkari vínum var 12 stiga virði, eða jafn mikið og 35 cl af brenndu víni. Glæpir og lögbrot Á þessu kerfi var stór Ijóður. Þrátt fyrir að bannað væri, að gefa öðrum af skömmtunarseðli sínúm, varð lög- brotið að algengri iðju Grænlend- inga. Bindindismenn sáu sér þarna leik á borði að auðgast lítillega á sölu skömmtunarmiða sinna og brátt gengu seðlarnir, Ijóst og leynt, kaup- um og sölum, því að meira að segja var sett upp skilti í kjörbúð um, að þar mætti næla sér í áfengismiða fyrir gjald. Á sínum tíma kostaði 72 stiga skömmtunarörk tæpar 6.000 nýkrónur íslenskar. Þessi galli á kerfinu varð meðal annarra til þess, að skömmtun var lögð niður 1. apríl, 1982. • Samt sem áður hafði skömmtunar- kerfið auðvitað einnig jákvæðar hliðar: - Innflutningur á áfengi og neysla þess minnkaði stórlega. Árið 1978 var heildarneysla hreins vínanda 513.627 lítrar en 1979 406.856 lítrar. Á Grænlandi búa eðeins 50.000 manns, - þar af eru 33.700 18 ára og eldri. Um það bil 80% íbúa eru af grænlensku bergi brotnir en 20% af dönsku. Neysla á heimilum minnkaði stórum. Börnum og unglingunt var sýnd meiri umhyggja; barnaheimili sem áður voru full út úr dyrum nær tæmdust. - Umsóknir um tafarlausa fjár- hagsaðstoð ríkisins urðu nær óþekkt fyrirbæri, en félagsmálastofnun Grænlands hafði átt í nógu að snúast áður. - Með því, að Grænlendingar gátu ekki lengur eytt öllu sínu fé til kaupa á áfengi, varð uppsveifla í öðrum verslunargreinum, svo sem fataverslunum, hljómtækjabúðum og matvöruverslunum. - Glæpir urðu mun færri, - sér- staklega misþyrmingar, morð og til- raunir til slíks voru hverfandi. Þótt að skömmtun hafi í raun ekki hafist fyrr en á miðju ári 1979, fækkaði morðum á því ári um 33%. Kynferð- isafbrotum fækkaði um 19%, úr 93 í 75 á ári, og sjálfsmorð og sjálfs- morðstilraunum fækkaði um 12% úr 42 í 37. Handtökum vegna ölvunar fækkaði um 26% og akstur undir áhrifum varð 17% fátíðari en áður. - Samkvæmt grænlenska glæpa- eftirlitinu (RLR) komu færri vanda- mál upp vegna í'anga með skilorðis- bundinn dóm, meðan á skömmtun- um stóð. Stofnunin losnaði einnig við að fyrirskipa mönnum antabus- inntöku, þar sem hinir dæmdu fengu einfaldlega ekki í hendur skömmt- unarseðla. Þegar liðið var á skömmt- Ógnum ekki framtíðinni með drykkju. unartímabilið tók glæpum þó aftur aö fjölga. Að þessu sinni voru það ekki nauðganir og mis- þyrmi'ngar sem voru lögreglunni miklir þyrnir í augum, heldur mikið frekar rán, þjófnaður og innbrot í þeim tilgangi að útvega skömmtun- arseðla. Hinir neikvæðu þættir skömmtun- arinnar urðu hinum jákvæðu yfir- sterkari og í apríl 1982 féllu menn frá kerfinu og opnuðu takmarka- lausa áfengisverslun. Nú skyldi beita áróðri og upplýsingaherferð til að ná niður ofdrykkju Grænlendinga. Gull í greipar Bakkusar Á skömmtunarárum grænlenskra hafði nýr fjandi hafið innreið sína í landið, sem var eiturlyfin. Þannig réðist nú þursinn tvíefldur gegn stúku og templurum og aftur riðuðu innviðir grænlensks atvinnulífs til falls. Um sömu mundir dró Græn- land sig út úr FS (fjárhagssameining- unni, EG) en styrkir úr henni voru 3,9% af heildartekjum Heimastjórn- arinnar árið 1982. Þar sem Græn- lendingar reiknuðu nú með skorti, hefur frelsun áfengissölunnar ekki

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.