Tíminn - 20.04.1986, Page 12

Tíminn - 20.04.1986, Page 12
-í 12 Tíminn Sunnudagur 20. apríl 1986 „Lítið eitt um Reykjadalsá Ein af þeiin laxveiðiám, sem hvað minnsta umfjöllun hefur fengið sl. ár er Reykjadalsá í Borgarfirði. Frétta- ritari Tímans heimsótti nýlega for- mann Veiðifélags Reykjadalsár, til að fræðast lítillega um ána og veiði- mál, en það er Sveinn Hannesson bóndi í Ásgarði, sem er formaður veiðifélagsins og hefur verið það sl. áratug. Reykjadalsá er bugðótt dragá og gætir því mikils munar á vatnsmagni eftir veðurfari, sl. ár var áin t.d. mjög vatnslítil og veiddist því frekar lítið í henni. Meðaltalsveiði sl. 12 ára úr ánni er: 140,2 laxar og 16 silungar. Frá 1973 hefur Stangveiðifélag Keflavíkur haft ána í leigu og eru það því mest Suðurnesjamenn sem þekkja ána og veiðistaði hennar, fyrir utan Reykdælinga. En nú hefur orðið breyting á sölu veiðileyfa, þannig að veiðifélagið selur sjálft veiðileyfin. Leyfðar eru 2 stangir í einu. Hvert útselt veiðitímabil er 2 dagar. Leyfð' veiðitæki eru maðkur og fluga. Sala veiðileyfa er nú hafin hjá veiðifélaginu og er veiðitímabilinu skipt í 6 verðflokka þannig: Fjöldi Fjöldi Verðá Frá hádegi Til hádegis daga: stanga stöng: 20/6 30/6 10 2 1.000,- 30/6 10/7 10 2 1.400,- 10/7 17/7 7 2 2.000,- 17/7 24/7 7 2 3.200,- 24/7 31/7 7 2 3.800,- 31/7 11/9 42 2 4.100,- 11/9 20/9 10 2 3.800,- Staðfesta þarf pöntun á veiðileyfi Nú þegar er búið að selja nokkuð með 50% greiðslu og þarf síðari af veiðileyfum en þó eru nokkur greiðsla að berast fyrir 1. júní. leyfi óseld seinni part tímabilsins, en Innifalið í verði veiðileyfa er aðstaða það er einmitt veiðilegastí tíminn, í í veiðihúsinu við Kljáfoss. ágúst og september. Sveinn Hannessun formaður veiðifélags Reykjadalsár. . Ræktun hefur verið mikil s.l. ár, þ.e. helst seiðasleppingar, en þó voru þær litlar árið 1984, en þá var gerð tilraun með að flytja lifandi lax úr Klettsfljótinu, sem er einn besti veiðistaðurinn í ánni og upp fyrir hinn ófiskgenga Giljafoss, en það er efsti veiðistaðurinn í ánni. Kunnugir menn spá vaxandi fisk- gengd í Reykjadalsá næstu árin, samhliða hlýnandi sjó kringum land- ið og aukinni ræktun. Veiðifélag Reykjadalsár á 1,25% í fiskeldisstöð Vesturlands á Laxeyri en stöðin er rekin af hlutafélagi veiðiréttareigenda í héraðinu. Sér Laxeyrarstöðin um uppeldi seiða úr klakfiski árinnar, til sleppingar aftur. I byrjun október 1983 var dregið á ána við Klettsfljót og feng- ust þá 55 laxar á 2 1/2 klukkustund, voru sumir laxarnir kreistir til hrogn- töku, en öðrum var sleppt aftur fyrir ofan Giljafoss. Auk þessara Iaxa hefur mörg þúsund seiðum verið sleppt fyrir ofan Giljafoss undanfar- in ár og verður spennandi að sjá árangur þeirra sleppinga. Ef veiðimenn óska nánari upplýs- inga um Reykjadalsá er upplagt fyrir þá að slá á jrráðinn til Sveins Hann- essonar í Ásgarði og fá upplýsingr hjá honum í síma 5164. MM. Þegar þú greiðir með tékka, fyrir vöru eða þjónustu, og sýnir Bankakortið þitt, jafngildir það ábyrgðarskírteini frá viðskiptabankanum eða spari- sjóðnum þínum, sem ábyrgist innstæðu tékkans að ákveðinni hámarksupphæð og tryggir þannig viðtakandanum innlausn hans. Viðskiptineiga sér þannig stað að um leið og þú afhendir tékkann, sýnirðu Bankakortið og viðtakandinn skráir númer kortsins á hann. Þannig er Bankakortið þitt tákn um trausta viðskiptahætti. Hafðu Bankakortið því ávallt handbært. Bankakortið - nauðsynlegt í nútímaviðskiptum Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir. veitta

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.