Tíminn - 20.04.1986, Síða 15
Tíminn 15
n/íífí fí'KVJ Ts
Sunnudagur 20. apríl 1986
lækninga. Hann ávann sér virðingu
þorpsbúa eftir að hafa læknað sig
sjálfur og varð fljótlega einskonar
þorpslæknir. 1 því starfi gafst honum
tækifæri á að glíma við hina ólíkustu
sjúkdóma og þreifa sig áfram. Hann
kom fram með margar nýjar aðferðir
sem virkuðu vel; einfalda eða tvö-
falda raka vafninga, vatnsdýfingar,
og hann fann einnig upp það sem við
þekkjum undir nöfnunum sturta eða
steypibað.
Fljótlega barst orðspor þessa
bónda, sem gat gert kraftaverk með
vatni, víða. Hundruð af sjúklingum
úr öllu austurríska-ungverska keis-
aradæminu komu til að leita sér
lækninga hjá honum, og undir hans
stjórn var komið fyrir litlum baðhús-
um við hvert hús í þorpinu Grafen-
berg. Þrátt fyrir að Preissnitz ætti sér
marga fylgjendur þá voru starfandi
læknar ekkert ýkja hrifnir af þessum
keppinaut, og stefndu honum fyrir
skottulækningar. Preissnitz vann
málið. Og hann vann annan sigur
þegar læknir keisarans, Rukeim
baron, heimsótti hann til að fylgjast
með lækningum hans. Turkeim bar
síðan þær fréttir til hirðar keisarans
að aðferðir hans bæri mikinn árang-
ur. Eftir það var Preissnitz undir
vernd krúnunnar og ásóknin eftir
vatnslækningum hans jukust.
Einn af þeim sem heimsóttu hann
var breski læknirinn Dr. Erasmus
Wilson. Hann sagði að Preissnitz
næði svona miklum árangri fyrir þá
sök að hann væri ekki jafn upptekinn
af því sem ekki var hægt, eins og
læknar virtust vera.
Preissnitz ritaði ekki niður aðferð-
ir sínar, heldur voru þær skráðar af
bókmenntamönnum og læknum.
Prátt fyrir þetta höfðu hugmyndir
hans mikil áhrif í Skandinavíu,
Þýskalandi og Englandi, og síðar í
Ameríku í gegnum innflytjendur frá
áðurnefndu löndunum. En það varð
ekki fyrr en að Sebastian Kneipp
kom fram á sjónarsviðið að vatns-
lækningar urðu alþjóðlega þekktar.
Kneipp var fæddur í Bæjaralandi
árið 1821. Hann var pervisinn sem
unglingur og var því ráðlagt að læra
til prests. En tíð veikindi hindruðu
að hann gæti stundað námið og varð
hann því að gefast upp við það. f
einni af sjúkralegum sínum las hann
bók um vatnslækningar. Ekki er
vitað hvort hún var um aðferðir
Preissnitz, eða hvort um var að ræða
gamlar sagnir. En Kneipp vildi allt
til vinna að öðlast þrek til að geta
lifað heilbrigðu lífi. Hann tók til við
að stunda köld böð, og þrátt fyrir að
þá væri hávetur í Bæjaralandi, velti
hann sér upp úr ís. Eftir skamman
tíma jókst kraftur hans og þrek, og
brátt gat hann snúið aftur til náms.
Hann hélt uppteknum hætti, lauk
námi og lifði við hestaheilsu það sem
eftir var ævinnar. Kneipp varð eins-
konar Charles Atlas síns tíma og
frægð hans barst víða. Orðspor hans
náði meðal annars til íslands og fékk
marga til þess að stunda sjóböð,
jafnvel um hávetur. Þekktastur fylg-
ismanna hans hérlendis er sjálfsagt
Þórbergur Þórðarson, sem synti í sjó
til margra ára.
Kneipp einfaldaði nokkrar af að-
ferðum Preissnitz og bætti öðrum
við, t.d. köldum fótaböðum og
göngutúrum í kaldri morgundögg.
Kneipp var einnig góður grasa-
læknir og notaði þau fræði oft í
bland við vatnslækningarnar. Hann
mælti með því að fólk baðaði sig upp
úr allskyns seyðum, og eitt af fram-
lögum hans til barnalækninga var
náttskyrta sem vætt hafði verið með
saltvatni.
Uppúr aldamótum komu fram
læknisaðferðir sem skyggðu á vatns-
lækningarnar. Með tímanum þóttu
þær bera of mikinn keim af alþýðu-
speki og hindurvitnum. Vísinda-
menn með sjálfsvirðingu sniðgengu
þær og fengust ekki einu sinni til að
rannsaka hugsanlegan lækningamátt
þeirra. Vatnslækningar féllu því í
gleymsku, þar til á síðustu árum að
fólk hefur aftur fengið áhuga á þess-
um fræðum.
Hvað eru vatnslækningar?
Vatn, öfugt við mörg af þeim
lyfjum sem notuð eru í dag, hjálpar
líkamanum að vinna á sjúkdómum.
Vatn er náttúrulegt efni og hefur því
engar aukaverkanir.
Þó svo lyf sem notuð eru í dag slái
á sjúkdómseinkenni.er ekki víst að
þau séu sú leið sem læknavísindin
eigi að rekja sig eftir. Mörg af þeim
eru úr efnum sem búin eru til á
tilraunastofum og fyrirfinnast ekki í
mannslíkamanum. Margir hafa orð-
ið til að benda á hættu þessu sam-
fara. Dr. Sidney Ross, yfirmaður
líffræðistofnunar barnaspítalans i
Washington, hefur sagt að þegar
fram líða stundir muni okkar dagar
vera álitnir myrkar miðaldir í læknis-
fræði. Hann segir að öll þessi óhóf-
lega lyfjanotkun eigi eftir að skapa
fleiri sjúkdóma en hún læknar.
Það er við þessi skilyrði sem áhugi
manna hefur aukist fyrir náttúrulegri
læknisaðferðum. Vatnslækningar
fylla óvefengilega þann flokk. En
hvernig virka þær?
Vatn getur verið hreinsandi. Þeg-
ar vatn er drukkið, eykst gegnum-
streymi líkamans og hann hreinsast.
Eins geta heit böð verkað á svipaðan
hátt; með svitanum fara ýmisskonar
efni útúr líkamanum.
Vatn getur verið styrkjandi. Allir
kannast við hversu kaldar sturtur
eru hressandi og þegar hefur verið
talað um sjóböð. Köld böð efla
líkamsstarfsemina og örva þá þætti
hennar sem vinna á bakteríum og
öðrum sjúkdómsvöldum.
Vatn vinnur á hita. Kaldir bakstr-
ar draga hita úr líkamanum og vinna
þannig á hitanum.
Vatn er hægt að nota þegar slys
ber að höndum. ís dregur úr sárs-
auka sem myndast þegar fólk brenn-
ir sig og kalt vatn hægir á blóðstreymi
þegar fólk sker sig.
Vatn virkar sem heilsuvernd.
Gufuböð, kaldar sturtur, sjóböð
o.s.frv. styrkja líkamann og gera
hann ómóttækilegri fyrir sjúkdóm-
um.
Það mætti sjálfsagt halda lengi
áfram að telja upp hvernig vatn
getur læknað eða komið í veg fyrir
sjúkdóma, en hér skal látið staðar
numið. Vatnslækningar eru orðnar
mikil og stór fræði, og erfitt að gera
þeim skil í stuttri blaðagrein.
En fyrir þá sem vilja kynna sér
þessi mál frekar skal bent á bók
Dian Dincin Buchman Ph. D.: „The
Complete Book of Water Therapy",
sem bókaútgáfan E.P. Dutton íNew
York gaf út 1979.
-PNU