Tíminn - 20.04.1986, Qupperneq 23
Sunnudagur 20. apríl 1986
LATNIR
FÆRA SIG
UM SET
íbúar spánska bæjarins Tortosa
hafa nú lokið við að flytja um 12
þúsund lík úr gamla kirkjugarðinum •
í nýjan sem er um 5 kílómetra
frjarlægð frá þeim gamla. Þessi flutn-
ingur hefur tekið sjö ár. Ástæða þess
er sú að svæðið sem gamli kirkju-
garður var á þótti hentugur undir
íþróttaleikvang. Bæjarbúar segjast
ekki hafa tekið eftir öðru en að hinir
látnu væru ánægðir með nýja heimil-
ið.
GLÖTUÐ
HELGI
Síðasta helgi var slæm fyrir kana-
díska milljónamæringinn Edgar
Bronfman.
Hann hélt stórveislu til að fagna
því að hann hafði fest kaup á
Rauða-rommi, veðhlaupahesti sem
hefur þrívegis unnið Grand-nation-
al, mestu veðhlaupakeppni á Bret-
landi.
En á meðan hann skálaði í kampa-
víni við gesti sína á hóteli kenndu
við prinsinn af Wales, fóru þjófar
ófrjálsum höndum um svefnherbergi
hans. Þeir nánast hreinsuðu það af
öllum verðmætum, stálu skartgrip-
um að andvirði 25 milljóna, gim-
steinum fyrir 13 milljónir og ýmsu
öðru smávægilegu.
Bronfman var að vonum sleginn
þegar honum bárust fréttirnar, en
sárast þótti honum að hafa
glatað trúlofunarhring sínum.
Daginn eftir hljóp Rauði-romm í
fyrsta skipti eftir að Bronfman eign-
aðist hann. Það vará Grand-national
sein hann hafði svo oft sigrað á áður.
Bronfman lagði 2,5 milljónir undir,
en tapaði þeim þegar Rauði-romm
hrasaði sjö metrum frá rásmarkinu.
Stöldrum við andartak og íhugum þd stað- «
reynd, að yfir 70% af öllum bifrelðaórekstrum f þótt-
býli eru .Aftanökeyrslur', .Aðalbrautar- og umferðar- 1
réttur ekki virtur' og ekið er .Afturóbak ó nœsta bíl'. ’
í dreífbýll er algengasta umferðaróhappið .Otafakstur',
Umboðsmenn um land allt.
r ] rr n rr
I
r - j i 1
1
Vegna mikillar eftirspurnar AUKAFERÐ
fyrir
ELDRI
BORGARA
Brottför 6. maí — 3 vikur. Verð frá kr. 29.600,-.
Fararstjóri Rebekka Kristjánsdóttir.
Hjúkrunarfræðingur á staðnum. ____________
dTCfKVm
FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1.
SÍMAR 28388 - 28580