Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 2
INGAWÓNUSTAN/SÍA
ONSKOL.I
SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR
REYKJAVIK
2 Tíminn
Burtfararpróf
tveggja nemenda
Á þessu vori munu tveir nem-
endur Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar þreyta burtfarar-
próf frá skólanum. Það eru þau
Daníel Þorsteinsson og Jórunn
Þórey Magnúsdóttir sem bæði
hafa lagt stund á píanóleik.
Burtfarartónleikar Daníels
verða n.k. föstudag 9. maí kl.
20.30 á Kjarvalsstöðum. Á efn-
isskrá tónleikanna eru verk eftir
Bach, Beethoven, Berg og
Rachmaninoff.
Tónleikar Jórunnar verða
þriðjudaginn 13. maí kl. 20.30 á
Kjarvalsstöðum. Hún flytur
verk eftir Bach, Schubert, Mess-
iaen, Liszt og Chopin.
Allir eru velkomnir á tónleik-
ana.
sLa
1
&j
m
ru
in
ii
IV
GŒJIRGRIPIR
Þessa veglegu gripi hefur Afmælisnefnd Reykja-
víkur látið framleiða í tilefni 200 ára afmælis Reykja-
víkur.
Minnispeningar í vönduðum gjafaöskjum, slegnir í
sterlingsilfur og kopar. Silfurpeningurinn kostar
2.750 krónur en koparpeningurinn 950 krónur. Ef
keypt er 1 sett í gjafaöskju, kostar það 3.500 krónur.
Um er að ræða takmarkað upplag.
Veggdiskur, framleiddur af Bing & Gröndal postu-
línsverksmiðjunum dönsku. Diskurinn kostar 1.490
krónur.
Bréfapressur, handunnar úr gleri. Framleiðandi er
GLER í Bergvik. Þær kosta 1.090 krónur.
Jafnframt leyfum við okkur að benda á dagatal fyrir
1986 með gömlum Reykjavíkurmyndum.
Á því eru myndir og uppdrættir af Reykjavík allt frá
árinu 1725 og fram til okkar daga. Almanakið fæst í
bókaverslunum.
Afmælisnefnd Reykjavíkur
Sunnudagur 11. maí 1986
Hljómsveitin Shadows, Hank
Marvin, Bruce Welch og Brian
Bennet.
Shadows
✓
a
íslandi
VeITINGAHÚSIÐ Brodway
hefur gengið frá samningum við
hina þekktu hljómsveit The
Shadows, og er hljómsveitin
væntanleg hingað til lands þann
9. júní næstkomandi.
Hingað koma þeir með 7
manna aðstoðarhóp og tveimur
tonnum af hljóðfærum og munu
halda sex tónleika á Broadway,
dagana 12. til 18. júní og verða
tvennir fyrstu tónleikamir hluti af
dagskrá Listahátíðar.
Islenskir aðilar hafa í mörg ár
reynt að ná samningum við þessa
þekktu hljómsveit, en ekki tek-
ist fyrr en nú. Seinna gat það
varla verið, því heyrst hefur að
þetta séu síðustu tónleikar
hljómsveitarinnar, því Hank
Marvin er að flytja búferlum til
Ástralíu og við það mun hljóm-
sveitin leysast upp. En auk
Hanks hafa þeir Bruce Welchs
og Brian Bennet verið í Shadows
frá upphafi og spila þeir á Brod-
way, auk þriggja aðstoðar-
manna.
-Þgg-