Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 16
 Hópur lögreglumannanna er ærið skrautlegur og fjölbreytilegur. „Tálbeitan" Jerry í gervi bankamannsins með gullkeðjuna fyrir miðju. ræningj aveiðum í neðaniarðar \T/, .. brautinni Ný aðferð New York lögregl- unnar við að handsama glæpa- flokka í neðanjarðarbrautinni hefur valdið deilum P etta er skrýtinn hóp- ur sem við leggjum af stað með klukkan tíu að kvöldi í ferðalag með neðanjarðarbraut New York, leið 4, sem ekur rakleitt um Harlem inn í hina illræmdu suður Bronx. Jack er með barðastóran hatt og þrýstir digrum fingrum utan um gildan Havana vindil. Júlíus er svartur með dökk sólgleraugu og í svartri peysu sem vöðvarnir hnyklast undir. Richard er svo hveitiskáldaður pizzubakari með hárband og raular ítalskt sönglag. Jeff er hins vegar greinilega gyðinglegur rabbíni með hina sígildu kollhúfu og í gyðingahempu. Elisabet með rauðu lokkana og hin svart- hærða Carol eru hins vegar stöll- ur og hlusta á rokkglymjanda úr ferðaútvarpi. James er svo dæmigerður rokkgæi í gallabux- um, sem „sjarmerar“ stúlkur á vegi sínum og sýnist til í allt. Það er aðeins Jerry sem ekki passar inn í myndina, því hann er svo ósköp venjulegur, með vandlega skiptingu í hárinu öðr- um megin og spangagleraugu. Armbandsúrið og gráu fötin full- komna myndina. Þó er eitthvað ekki allt eins og það á að vera hjá Jerry. Bindishnúturinn er hálf laus og höfuðið er alltaf að falla niður á bringu. Stundum lokar hann augunum alveg. Það er áfengisþefur af honum. Um hálsinn á honum dinglar digur hálskeðja og yfirleitt lítur hann út eins og hann sé að koma úr góðu kveðjupartíi á vinnustað og hafi fengið sér einum of mikið. Raunin er annars sú að Jerry er ekki bankaþjónn, heldur lög- reglumaður, sem félagarnir hafa skvett yfir bjór. Hann er tál- beita. Gullkeðjan á að freista afbrotamanna sem leggja fyrir sig þann starfa að ræna fólk í neðanjarðarlestum. Hann er í deild hjá „Transit Authority Police“ í New York, sem hefur alveg sérstakt verkefni með höndum: Það á að koma í veg fyrir glæpinn með því að ná aJTarotamanninum áður en hann drýgir skömmina. Þau Jack, Julius, Elisabet, Carol og James eru líka í þessum úrvalshópi, sem dulbýst áður en á vaktina er haldið. Pizzubakar- inn, rabbíninn og stúdínurnar eru með skammbyssur sér við beltisstað. Þau eiga að koma Jerry til hjálpar á stund neyðar- innar. Þau eiga að koma árás- armönnum í opna skjöldu og taka þá fasta. Þau hafa líka tekið að sér að vernda okkur sem með sam- þykki þeirra höfum slegist í för með þeim. „Eru pappírarnir klárir,“ spyr Jack Maple lög- regluforingi og skellir sér á lær af ánægju, þegar hann sér okkur afhenda skjal þess efnis að ef við blaðamenn verðum særðir eða drepnir, þá eigum við enga bóta- kröfu á hendur New York lög- reglunni. Maple stjórnar liðinu. Þetta eru níu karlar og þrjár konur. Meðan hópurinn dreifir sér um hálffulla lestina fylgist Maple með öllu og hefur tálbeituna Jerry alltaf í sjónmáli. Hann er að skýra út fyrir okkur að kunn- ingsskapur stúlknanna tveggja sé bara „blöff“, þegar hann biður okkur skyndilega að hafa hljótt. „Tilbúnir nú!“ hvíslar hann. Við sjáum aðeins fjöktandi skugga rétt hjá, en nú kemst fjör í leikinn. Lögregluforinginn þrífur upp dyrnar á næsta vagni. Við á eftir. Þarna ríkir heilmikið uppnám, óp og stympingar. En skyndilega er allt sem steinfrosið og hljótt. James og Elizabet hafa komið þrem svörtum ung- lingum undir sig. Handjárnin skella. Nú eru aðrir farþegar líka staðnir upp og hafa skilið að lögreglan er á staðnum. Sumir löðrunga þrjótana, aðrir hrækja og sveija: „Drullusokkar, skíthælar! Þetta var ykkur mátu- legt! Liggið nú þarna!“ Það eru nákvæmlega sjö mínútur og fjór- ar stoppistöðvar frá því að að- gerðin hófst. Svört lúka þrýstist enn um gullkeðjuna, sem hún hafði rifið af „fulla“ manninum. Ránsfengurinn kemst nú í réttar hendur. Það er búið að skjalfesta nokkra sjónarvotta handa saksóknaranum. Lög- reglumennirnir eru greinilega sælir með árangurinn. Þeir hlæja, gantast og slá á öxl hver annars, eins og veiðimanna- flokkur, sem unnið hefur til verðlauna. En ekki veldur þetta alls stað- ar jafn mikilli hrifningu, hrifn- ingu líkri þeirri sem ríkir hjá lögreglumönnunum og farþeg- um í lestinni þetta kvöld. Til dæmis segir Richard Emery hjá „Félagi bandarískra borgara- réttinda" að aðferðin sé var- hugaverð. Hann segir að þessi árangursríka aðferð og gagn- semin sé ekki í réttu hlutfalli. „Með tálbeitu nást aðeins allra heimskustu og óreyndustu ná- ungarnir. Atvinnumenn átta sig á hvað um er að vera. Einnig er lögreglumönnunum talið það til tekna hve marga þeir handtaka, því það þýðir stöðuhækkun. Því sé þeim hætt við að ganga of langt. Þetta skeði í Philadelfíu. Hópur dulbúinna lögreglu- manna varð að rnæta fyrir rétti. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa barið saklausa vegfarendur og þvingað þá til að játa á sig ódæði. Þetta áttu þeir að hafa gert til þess að stí^a í áliti. í Lexington í Kentucky var svipað lögreglulið gagnrýnt fyrir að láta sextán ára ungling leika tálbeitu til þess að hafa uppi á kynvilling- um sem leita eftir börnum. „Við höfum lært af mistökum annarra," segir John Dunlap, lögregluforingi, en hann er yfir- maður Maple og hefur verið í þá sex mánuði sem þessi aðgerð hefur staðið. Við hittum hann daginn eftir handtöku þre- menninganna, sem reynist hafa leitt til þess að fleiri ránsmenn voru handteknir og allt skrif- stofukerfið er komið á fulla ferð. Hver handtaka þarf átta skýrsluform. Tölvur eru spurðar um fyrri handtökur og allur framburður er borinn saman við þær upplýsingar. „Ég geri þetta aldrei aftur, því í rauninni er ég besti maður," sagði hinn 17 ára þjófur John H., sem níu sinnum áður hafði verið handtekinn, en reyndi að leyna því. „Ég ætlaði að selja gullið og kaupa mér ný föt, því ég var orðinn þreyttur á að vera alltaf í druslum í skólan- um,“ kvartaði félagi hans 16 ára, sem áður hafði verið tek- inn fastur. „Manhattan makes it, Brooklyn takes it,“ sagði spekingslega tólf ára félagi þeirra, sem hér var í fyrsta sinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.