Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 22

Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 22
Tíminn AÐSTOÐ VIÐ PYNTAÐA FLÓTTAMENN Meðferðarstöðvar flóttamanna, sem hafa sætt pyntingum og illri meðferð í heimalandi sínu, hafa verið settar upp á undanförnum árum í Frakklandi, Kanada, Hollandi og í Danmörku og nú nýverið var opnuð stöð í Svíþjóð. Þessar stöðvar eiga annað sammerkt en að hlúa að fórnarlömbum ógnarstjórna og brjálaðra einræðisherra, sem er að ráða í stöður og halda starfsliði. Það virðist vera aðalvandinn, en nóg er af sjúklingum, sem vilja þiggja aðstoð meðferðarstöðvanna. „Suður Ameríkani sem ég þekkti hefur hlotið varanlegan lungnaskaða. Fyrir skömmu varö ástandið mjög alvarlegt og varð ckki komist hjá spítala- vist, en hann vildi ekki í fyrstu láta uppi að á meðan pyntingun- um stóð, hefði honum nærri verið drekkt í svínaflór og mykju.“ Svo segir Elizabeth Gordon, formaður bresku lyfjadeildar Amnesty International, en hún hefur nú í nokkur ár aðstoðað fólk sem hefur verið pyntað. Hún hefur rannsakað fólk frá Suður Ameríku, Asíu og Afr- íku: „Pyntingar eru ægilegar - fullkomnun viðbjóðsins,“ segir hún. „Það vekur manni vanlíðan að lesa skýrslur um pyntingar, en þrátt fyrir það eru þær nauð- synlegar læknum til að skilja hvað urn er að ræða.“ Þess eru dæmi, að 15 til 30% af öllum pólitískum flóttamönn- um frá sama landi hafi verið pyntaðir. Pessar tölur eru samt smámunir, ntiðað við þau hundruð þúsunda pólitískra fanga sent aldrei munu frelsast og segja sína sögu. í höfuðstöðvum Amnesty Int- ernational í London rekst frú Gordon á fjöldann allan af póli- tískum flóttamönnum hvaðan- æva úr heiminum, sem þurfa tafarlausa læknisaðstoð, en hafa enn ekki sótt um hæli í landinu. „Margir hinna pyntuðu telja að ómögulegt sé að gera að sárum og meinum þeirra. Stór hluti þeirra sem koma hingað til Bret- lands vilja ekki annað en venju- lega læknisskoðun,“ bendir frú Gordon á. Hún er skurðlæknir cn ráðfær- ir sig oft og iðulega við aðra sérfræðinga til að sannreyna til- gátur sínar og staðfesta niður- stöður. Margar stjórnir rembast sem rjúpan við að kveða niður þann ,-,orðróm“ sem þær kalla, að þær standi fyrir pyntingum á borgurum. Vanmáttugar til- raunir þeirra hafa fallið í grýttan jarðveg siðmenntaðra þjóða, því að læknisfræðilegar sönnur, skýrslur og ljósmyndir hafa löngu dauðrotað allar slíkar kenningar og hræsnisfullar mót- bárur. Elizabeth Gordon segir: „Starf Amnesty International snýst að verulegu leyti um að sanna tilvist pyntinga. En sam- tökin eru einnig mikilvæg ein- staklingunum. Skýrslur stað- festa reynslu þeirra og þegar þeir hljóta sérfræðilega umönn- un og ráðgjöf fullvissast þeir um, að þeir geti ekki hafa ímyndað sér allan þennan hrylling, - að hann sé í raun og veru til og að það sé verið að berjast gegn honum með öllum tiltækilegum ráðum.“ UM PÓLITÍSK HÆLI En hvers konar hæli er það flóttamönnum, að vera hleypt inn í framandi land? Ef þeir eru heppnir lenda þeir í landi þar sem til er sérstök miðstöð þeim til hjálpar - sumar hverjar sjá um allskyns vandamál flótta- manna, sumar taka aðeins að sér pyntað fólk. Slíkar stöðvar eru starfandi í Frakklandi og Kanada, í Hollandi og Dan- mörku og í september á síðast- liðnu ári var opnuð stöð í Svíþjóð. Líklegra og algengara er, að flóttámenn lendi í landi, þar Tyrkneskir karlmenn sem voru pyntaðir af tyrkneskum með- bræðrum sínum. sem heilbrigðisráðamenn og heilsugæsla hafa lítinn skilning á þörfum flóttamanna. En ekki er sanngjarnt að kenna læknisþjón- ustunni að öllu leyti um, því að flóttafólk færist undan því að ræða um reynslu sína. Það lítur grunsemdaraugum á alla í valdastöðum. Einnig fælist það lækna af fyrri reynslu, því að ekki er óalgengt að læknar séu viðstaddir pyntingarnar, bæði til þess að fjarlægja um- merki um pyntingarnar og til að láta vita hvenær böðlar eigi að hvíla, svo þeir drepi ekki við- fangsefnið. Þrjú eru aðalvandamál flótta- fólks: sálræns eðlis í sambandi við raunverulegan eða ímyndað- an sársauka, geðrænir erfiðleik- ar og félagslegir. Dr. Brian Fisher, breskur læknir, segir: „Geðrænar truflanir þessa fólks eru geigvænlegar. Það tapar þeirri von að það nokkurn tím- ann geti látið sér líða vel aftur. Einnig er það taugatrekkt eða skammast sín fyrir að hafa skilið fjölskyldumeðlimi eftir heima. Og þar að auki er ekki óalgegnt að þau eigi við erfiðleika að stríða í sambandi við tryggingar eða félagslega þjónustu vegna fátæktar, sem aftur magnar upp einkenni pyntinganna.“ Læknar í Danmörku og í Hollandi sem hafa miklu meiri reynslu en dr. Fisher styðja hann. Hvort til sé sérstakur pyntingarsjúkdómur er enn deilt um, en víst er að til er hegðun- armynstur sem oft kemur upp eftir pyntingar. Þreyta og svefn- leysi, eiginleikinn að einbeita sér horfinn, taugaveiklun, hræðsla, þunglyndi og getuleysi, einangrun og dá eru mjög venju- leg einkenni. Læknar hafa ekki enn lært fyllilega að greina þessi ein- kenni, að taka á vandanum með rólyndi, því að maður sem hefur verið pyntaður þolir til dæmis ekki árásarhneigð og ólæti eigin barna. Hróp þeirra og köll vekja honum ógurlega skelfingu en orsakir hennar má finna í fortíð- inni. Einnig verða læknar að vera meðvitaðir um sálrænt vandamál konunnar, sem var barin á höndina með trékylfu og varð á eftir illa fötluð og drep hljóp í höndina. í hvert sinn sem hún hreyfir höndina minnist hún þess, þegar hún sá kylfuna lemja sundur höndina. ENDURÞJÁLFUNAR" STÖÐVAR Alþjóðlegu endurþjálfunar- og rannsóknarstöðvarnar fyrir fórnarlömb pyntinga í Kaup- mannahöfn er þekktasta mið- stöðin. Þar starfa 15 manns sem geta litið eftir og aðstoðað um 50 flóttamenn og fjölskyldur þeirra á ári. Miðstöðin hefur aðgang að tveimur rúmum í hásköla- sjúkrahúsinu þó að mesta vinn- an fari frarn á eins konar göngu- deild. Tilgangur og markmið dönsku stöðvarinnar er að endurþjálfa fólk senr á við geðrænan vanda að stríða eftir pyntingar. Að- ferðir þeirra byggjast meðal annars á hópmeðferðum í tvo eða þrjá mánuði, og jafnharðan er unnið með einstaklingana eina og sér og tekist á við þeirra persónulegu vandamál. Félags- ráðgjafi aðstoðar fjölskylduna við að skilja og taka þátt í meðferðinni á þeim meðlimi hennar sem þarf og nýtur að- stoðar við að verða á ný fullvirk- ur þjóðfélagsþegn. Mikillar natni er beitt við að forðast allt sem gæti minnt sjúkl- inga á pyntingaraðferðirnar. Venjulegur hjartalínuritari getur tryllt mann sem hefur verið pyntaður með rafstraum. Að taka blóðprufu getur valdið sumum sem hafa verið pyntaðir með nálum og flísum ægilegu kvalræði. Lögfræðilegur ráðunautur miðstöðvarinnar, Lis Ehmer Ol- esen, segir að of snemmt sé að skrá framfarirnar - stöðin sé aðeins á öðru starfsári - en að þeim hafi tekist að vinna sér góðan orðstír. Miðstöðin hefur samþykkt að taka við öllum vérstu tilfellunum en beiðni um upplýsingar til að setja upp hlið- stæðar stöðvar hafa borist frá einstaklingum, jafnvel í þeim löndum sem eiga langa sakaskrá af pyntingum. Stöð, svipuð þeirri dönsku, var opnuð í Stokkhólmi á vegum Rauða krossins á liðnu ári. Eins og i dönsku stöðinni átti að forðast það í lengstu lög að umhverfið gæti minnt á pynting- arstöðvar, eins og flestir spítalar gera. Judit Horvath-Lindberg telur að sænska stöðin geti veitt 60 manns aðstoð á ári hverju. STARFSMANNAEKLA Aðalvandinn við uppsetningu sænsku stöðvarinnar var að finna starfsfólk: hjúkrunarkon- ur, félagsfræðingar og ráðgjafar og loks sálfræðingar hafa gefið vilyrði fyrir því að aðstoða við starfið, en mikill vandi steðjaði samt að, því fáir sóttu um heilt starf. Tímanum varð ekki auðið að fá nýlegri upplýsingar um ástandið í Svíþjóð. Lis Ehmer Olesen í Dan- mörku telur að það þurfi sér- staka persónuleika í lækna, til að þeir fáist til að vinna slíkt óhugnaðarverk. Lyfjaráðunaut- urinn í Kaupmannahöfn, dr. Inge Kemp Genefke, virðist hafa alla eiginleika til að bera, sem þarf að prýða slíkan lækni, - hún hefur varið 10 árum til aðstoðar við pyntað fólk. En hún er undantekningin frá regl- unni - allir aðrir læknar á stöð- inni í Danmörku taka aðeins rispur á staðnum og vinna ann- að jafnhliða. Dr. André Krumperman, for- stjóri Heilsugæslustöðvar flótta- fólks í Haag, og sennilega einn virtasti læknirinn á þessu sviði, hefur ritað oftsinnis um bæði mótbárur lækna í löndum pynt- inga og um ófullnægjandi læknisaðstoð við flóttafólk í þeim löndum sem veita þeim hæli. Horvath-Lindberg lagði til, í sambandi við slæleg vinnu- brögð lækna: „Aðstoð við þá er sætt hafa pyntingum er for- gangsverkefni -pyntingar koma jafnvel við kaunin á læknum sem þeir síst vilja og þægilegasti kosturinn er, að leiða einkennin hjá sér og láta sem pyntingar eigi sér ekki stað.“ Tölulegar upplýsingar um tíðni pyntinga og hve oft annar gerir á hluta hins eru ekki til. Samt sem áður verða læknar að opna augun fyrir því, að sjúkl- ingar þeirra hafa orðið fyrir pyntingum, og aðeins þannig geta þeir hjálpað þeim. Það sem gerir pyntingar jafnvel enn hræðilegri í dag en á dögum Rannsóknarréttarins eða Nerós keisara, er að læknavísindin eru notuð í því skyni að meiða fólk. Sumar algengustu pyntingarað- ferðirnar væru ekki mögulegar, nema með aðstoð læknavísind- anna. - Þj (Unnid úr Rcfugccs)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.