Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 21
Sunnudagur 11. maí 1986
Að ferðast á
drottinsleiðum
- kristilegt flug til fyrirheitna landsins
Tíminn
Ekki veit Tíminn nein nánari deili á þremenningum þessum, önnur en
að þeir séu gyðingar. Hinsvegar má velta fyrir sér hvort þarna sé kominn
einkennisbúningur flugþjóna um borð í Drottinsleiðum hf.
Félag nýfrelsaðra kristinna
manna hefur sett á stofn nýtt
fyrirtæki til bæna og gróða -
flugfélagið Drottinsleiðir hf.
(The Lord’ s Airlines Inc) -
sem á að halda uppi áætíunar-
ferðum þrisvar sinnum í viku frá
Miami í Bandaríkjunum til fyrir-
heitna iandsins.
Sumir fyrirliðar kristinna hópa
hafa mótmælt nafni flugfélagsins
og kallað það guðlast, en fram-
takssamir kristnir menn, sem
eru sannfærðir um að þeir hafi
tekist á hendur guði þóknanlegt
verkefni, hafa látið gagnrýni
leiðtoganna sem vind um eyrun
þjóta. Það er núna fyrst sem
opinberir leyfisveitendur hafa
gefið samþykki sitt og fyrstu
ferðir flugfélagsins geta hafist,
en vegna deilna um nafnið hefur
framkvæmdum seinkað um
marga mánuði.
Stórt bandarískt flugfélag aug-
lýsti félag sitt sem „vængi
mannsins", en þetta er í fyrsta
sinn sem fyrirtæki sem sér um
farþegaflutninga hefur gengið svo
langt, að segjast „ganga á guðs
vegurn".
„Rússar eiga eigið flugfélag.
Bretar eiga flugfélag. Jafnvel
Playboy á eigið flugfélag. Vegna
hvers ætti ekki guð almáttugur
sjálfur að eiga flugfélag?" spurði
Ari Marshall, 51 árs gamall
framkvæmdastjóri Drottinsleiða
hf.
Félagið mun að sjálfsögðu
höfða fyrst og fremst til kristinna
pílagríma og gyðina og það mun
bjóða þjónustu sem ekki fæst
hjá öðrum flugfélögum. Biblíur
og minnkaðar toruhr koma í
stað flugvélabókmennta og
áfengi verður bannvarningur.
Gospelsöngur og önnur trúar-
leg lög munu hljóma í útvarps-
kerfi flugvélarinnar og í heyrn-
artækjum má hlýða á messur,
samræður um trúarleg efni og
biblíusögur. Kvikmyndir um
borð munu einnig snúast um
trúarleg minni.
Allt þetta sem Marshall hefur
áður séð í hillingum á 30 ára ferli
hans sem sölustjóri hjá Pan
American heimsflugfélaginu, Air
France og flugflota Sovétríkj-
anna, er nú í uppfyllingu.
Hann taldi nokkra hópa frels-
aðra kristinna manna á að fjár-
festa þrjár milljónir dollara í
ævintýrinu sem hann hefur not-
að á síðustu fjórum árum á
meðan hann barðist í gegn um
frumskóg skrifræðisins og sótti
um öll tilskilin leyfi til að hefja
framkvæmdir.
Á síðastliðnu ári festi félagið
kaup á fyrstu og, enn sem komið
er, einu flugvél félagsins, sem er
24 ára gömul DC-8. Hún var
skírð við hátíðlega viðhöfn
„Flaggskip Jerúsalem“ og nafnið
skrifað stóru letri utan á búkinn
og að innan var vélin skreytt
með boðorðunum tíu og ritning-
argreinum.
I nóvember síðastliðnum
komu saman kristnir klerkar og
gyðingar áalþjóðlegum flugvelli
Miami í þéim erindagjörðum að
blessa flugvélina og biðja fyrir
velgengni flugfélagsins.
Til aukinnar tryggingar og
öryggis var vélin skírð úr vatni,
sem flutt hafði verið frá bökkum
Jórdan-ár í fjölda tunna.
„Þessi flugvél er verkfæri
guðs. Við erum þjónar hans,“
sagði Marshall.
En margir hafa gerst brúna-
þungir vegna þessa á flugvellin-
um í Miami. Yfirmaður ónefnds
flugfélags sagði: „Þetta er nierki-
legt bragð til þess að ná við-
skiptunum við meðlimi trúar-
hópa.“ En yfirmenn hins nýja
félags segja að viðskipti þeirra
lúti „æðri máttarvöldum“,-þeir
sjái ekkert rangt við að græða á
fíugfélagi Drottins.
Eftir rúmlega árs seinkun bíð-
ur flugfélagið enn eftir leyfi
jarðbundinna máttarvalda til að
mega hefja sig til upphæða fyrsta
sinni.
„Þetta er aðeins fyrsta
skrefið,“ sagði Marshall sem
þegar er farinn að huga að
kaupum á tveimur flugvélum í
viðbót.
Þegar að stækkuninni kemur
vonast Marshall til, að draumur
hans verði að veruleika, að geta
flogið með farþega og pílagríma
til Jerúsalem. Þangað þora
bandarísk stjórnvöld ekki að
hleypa neinu flugfélagi af hættu
við stríðsátök og hryðjuverk.
,.Ég tel að okkur takist að
telja yfirvöld á hugmynd okkar
og við verðum fyrstir með áætl-
unarflug frá Bandaríkjunum til
hinnar heilögu borgar," sagði
Marshall.
En Marshall viðurkennir að
erfitt verði að laða farþega að
þessari nýbreytni sem Drottins-
leiðir hf. eru og einnig af þeim
sökum að bandarískir borgarar,
frelsaðir og ófrelsaðir, hafa snú-
ið ferðalögum sínum í allar aðr-
ar áttir en til austurs í kjölfar
flugrána, sprenginga og annarra
óhæfuverka araba.
„Eins og öll önnur flugfélög á
alþjóðlegum flugleiðum, verð-
um við að tryggja farþegum
okkar algert öryggi," sagði
Marshall.
Hann sagði að lokum, að
jafnvel tækju þeir til þess ráðs ef
annað þýddi ekki, að flytja
vopnaða verða með hverju flugi.
-þb
GULLIBETRI
Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson:
Verður smáliðið stórlið?
Uppgangur enska knattspyrnufélagsinsWimbledon hefur verið mikill á síðustu
árum - Liðið hefur unnið sér rétt til að leika í 1. deild á næsta tímabili
Lítill knattspyrnuvöllursem
rúmar aðeins tólf þúsund
áhorfendur, eigandi sem
keypti knattspyrnufélagið
vegna þess að Chelsea var
ekki til sölu og framkvæmda-
stjóri sem einnig ertrygginga-
miðlari gefur ekki til kynna að
enska knattspyrnufélagið
Wimbledon sé meðal risa þar-
lendra sparkliða.
Margt getur þó breyst á stutt-
um tíma og það sannast sé litið
á árangur Wimbledon sem
tryggt hefur sér sæti í 1. deildinni
ensku á næsta keppnistímabili.
Fyrir aðeins níu árum lék lið
þetta, frá samnefndu úthverfi
Lundúnaborgar, utan deildar og
þótti síður en svo líklegt til
afreka þegar því var boðið að
leika í 4. deildinni árið 1977.
Hver ætli ástæðan sé svo fyrir
góðu gengi Wimbledonliðsins?
Svarið hefur Dave Bassett hinn
41 árs gamli framkvæmdastjóri
liðsins: „Geta leikmannanna,
hvernig allir vinna saman sem
ein heild og sú staðreynd að við
höfum aldrei þurft að standast
mikinn þrýsting heldur einungis
gert okkar besta".
Bassett hefur stjórnað liðinu
síðustu fimm árin en heldur þó
ennþá sínum hlut í trygginga-
fyrirtæki því sem hann yfirgaf
þegar honum bauðst fram-
kvæmdastjórastaðan. Bassett er
Hér er Andy Thorn, einn leik-
manna Wimbledon, á fleygiferð
með knöttinn og til alls líklegur.
Verður Wimbledon kannski til alls
líklegt á næsta ári?
vel liðinn af leikmönnum sínum
og flestir sem til þekkja segja
hann eiga mikinn þátt í uppgangi
liðsins frá Wimbledonhverfinu,
sem hingað til hefur verið þekkt-
ara fyrir hið árlega tennismót
sem þar er haldið en boltaspark.
Eigandi félagsins á líka þakkir
skildar fyrir dugnað og rausn. Sá
heitir Samir Hamman og er
líbanskur byggingaverktaki.
Hann keypti Wimbledonfélagið
árið 1980 eftir að hafa sýnt
áhuga á öðru stærra og frægara
Lundúnaliði, nefnileg Chelsea,
Stjórnendur Chelsea báðu hins-
vegar Samir að skrifa þeim form-
legt bréf í sambandi við væntan-
leg kaup, því nenti bygginga-
verktakinn ekki og festi þess í
stað kaup á Wimbledon.
Samir hefur ýmislegt í hyggju
í sambandi við uppbyggingu 1.
deildarliðs síns. Þar er helst að
nefna áætlun um byggingu nýs
og stærri vallar í. grennd við
Plough Lane þar sem liðið leikur
nú. Reiknað er með að nýi
völlurinn verði með miklum
bílastæðum í kring og jafnvel
hluti af stórri íþróttamiðstöð í
hverfinu. Samir segist vonast
til þess að fyrirhugaður völlur
eigi eftir að bera sig í aukinni
aðsókn á heimaleiki liðsins.
„Innan tíu ára verður ekki hægt
að bjóða fólki upp á það að
þurfa að leggja bílum sínum í
tveggja mílna fjarlægð og þurfa
að ganga í 25 mínútur í rigningu
til að komast að vellinum. Ef þú
býður ekki upp á góða aðstöðu
færðu ekki fjölskyldufólk á völl-
inn heldur óeirðarseggi,“ segir
eigandinn og vill greinilega gera
hlut Wimbledon stóran á kom-
andi árum.
En hversu sterkt er Wim-
bledonliðið? Getur lið sem að
mestu samanstendur af leik-
mönnum sem aldir eru upp hjá
smáliðinu staðið sig í 1. deildinni
á næsta tímabili? Flestir búast við
að Wimbledon muni eiga í erfið-
leikum með að halda sér uppi í
1. deildinni en tveir eða þrír
góðir leikmenn gætu kannski
gert gæfumuninn fyrir Lundúna-
Dave Bassett framkvæmdastjóri
Wimbledon hefur ástæðu til að
brosa þessa dagana. Lið hans
hefur unnið sér rétt til að leika í 1.
deild á næsta keppnistímabili.
Draumurinn er orðinn að veru-
leika.
liðið. Reyndar keypti félagið
leikmann í síðasta mánuði fyrir
120 þúsund sterlingspund og er
það dýrasti spilari liðsins enn
sem komið er. Sá aðkeypti heitir
John Fashanu og kemur hann
frá öðru Lundúnaliði, Millwall.
Mesti markaskorari Wimble-
donliðsins er hinn 27 ára gamli
Alan Cork sem verið hefur hjá
félaginu síðustu átta árin. Cork
kom til liðsins eftir að hafa reynt
fyrir sér hjá Derby County en
ekki fengið náð fyrir augum
stjórnanda þess. Það eru leik-
menn á borð við Cork sem
hjálpað hafa „smáliðinu" alla
leið upp í 1. deild og bíða með
hvað mestum spenningi eftir að
takast á við stórlið enskrar
knattspyrnu á næsta tímabili.
Það er eins víst að hinir tæp-
lega fimm þúsund tryggu stuðn-
ingsmenn Wimbledon munu
ekki láta sig vanta á völlinn
þegar lið á borð við Liverpool,
Everton, Man. Utd. og Totten-
ham koma í heimsókn á næsta
tímabili.