Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 3
Sunnudagur 11. maí 1986 Tíminn 3 Manuela Wiesler, flautuleikari, með 4 plötur sínar. Manuela Wiesler í Iðnó Trúarleg framúrstefnutónlist á vegum Musica Nova Mánudagskvöldið 12. maí kl. 20.30 mun Manuela Wiesler, flautuleikari halda einleikstón- leika í Iðnó á vegum Musica Nova. Þar mun hún spila 5 verk, 3 skandinavísk sem hafa verið samin fyrir hana á undanförnum árum og tvö japönsk eftir Kazuo Fukushima og Toru Takemitsu, frægustu nútímaskáld þar eystra. Þetta er allt saman trúar- leg tónlist - í víðum skilningi þess hugtaks - tónlist sem fjallar um ljós og myrkur, líf og dauða. Norrænu verkin eru eftir sænsku tónskáldin Anders Eliasson og Áke Hermannsson og Norðmanninn Yngve Slett- holm. Verk Slettholms sem heitir LUX (lat: ljós) var samið 1983 og á sér bakgrunn í upphafi Jóhannesar guðspjalls: „... og ljósið skín í myrkrinu og myrkr- ið hefur ekki tekið á móti því.“ Verk Eliasson er frá 1984 og heitir DISEGNO eða munstur. Þetta er tónverk í svart/hvítu þar sem mjög er spilað á and- stæður flautunnar í björtum tón- um og myrkum. Verkið eftir Áke Hermannsson er FLAUTO DEL SOLE frá 1978 en það er eina verkið á efnisskránni sem hefur heyrst hér á opinberum tónleikum áður. Manuela var hér síðast í sept- ember og hélt þá öllum ógleym- anlega tónleika í Kristskirkju. Síðan hefur hún haldið ótal tónleika í Evrópu, auk þess að leika inn á plötur, m.a. verkin eftir Slettholm og Eliasson en einnig klassíska tónlist eins og flautukvartetta Mozarts og h- moll svítu J.S. Bachs fyrir flautu og hljómsveit. Manuela Wiesler er einn fremsti flautuleikari ver- aldar og einn almagnaðasti túlk- andi nútímatónlistar sem um getur. Mönnum gefst því fágætt tækifæri til að hiusta á spennandi efnisskrá í einstæðum flutningi í gamla Iðnó á mánudagskvöldið. - Fréttatilkynning - HOLLUSTUHORNID Svanfríður Hagwaag skrifar Morgunmaturmn er þýðingarmikill Góður morgunmatur er nauðsynlegur til að mæta erli nýs dags. Matur úr heilgrjónum gefur alla þá orku sem með þarf, þannig að ekki er þörf á kaffi og meðlæti á miðjum morgni. Diskur af heituin hafra- eða grjónagraut er góð byrjun á morgninum. Ef þér líkar betur grautur úr öðrum hcilgrjónum eins og til dæmis byggi, sjóðið þau þá í 4-5 hlutum af vökva á móti 1 hluta af grjónum. Það er líka hægt að búa til graut úr völsuðu hveiti eða rúgi. Stráið ristuðum hnetum eða fræjum yfir til tilbreytingar. Gott heilhveitibrauð, smábrauð, skonsur eða flatbrauð er líka gott og gefur tækifæri til að nýta sér mjólkurvörur eins og undanrennuduft út í brauðin. Það má líka bæta brauðin með hveitiklíði, hveitikími og sojamjöli. Allt er þetta auðvelt að útbúa og gefur orku til að byrja daginn. Ef morgunmaturinn ferst fyrir, næst orkan aldrei vel upp, hvað sem hádegismaturinn er góður. Fyrir þá sem ekki vilja eða mega vera að því að búa til graut, er hægt að reyna granóla. Það er hægt að nota það eitt sér með mjólk eða hafa það út á súrmjólk eða jógúrt. Áð minnsta kosti er gaman að búa til granóla, það er hægt að hafa í því mismunandi völsuð grjón, margs konar fræ, hnetur og þurrkaða ávexti. Það er um að gera að prófa sem flest þangað til búið er að finna hvað fjölskyldunni líkar best. Hér á eftir kemur uppskrift af granóla, sem ágætt er að þreifa sig síðan áfram með. GRANÓLA 4 bollar haframjöl 1 bolli möndlur !4t bolli hunang lA bolli matarolía 'A tsk. sjávarsalt x/i tsk. vanilla Blandið öllu saman og látið í ofnskúffu. Bakið í 20-25 mín- útur við 160-170° eða þangað til granólað er byrjað _ að brúnast. Bætið við öðrum hnetum og fræum eftir smekk. Það er líka mjög gott að setja kókósmjöl í granóla. Þegar granólað er orðið mátulega brúnað er þurrkuðum ávöxtum eftir smekk blandað saman við. Kælið vel og geymið í þéttu íláti. AFASÚPA 1 Vi bolli haframjöl Vi bolli undanrennuduft Vi bolli rúsínur 6 bollar vatn sjávarsalt eftir smekk Blandið undanrennuduftinu saman við 1 bolla af vatninu og blandið síðan öllu saman. Lát- ið suðuna koma upp og látið malla við lágan hita í 10-15 mínútur eða þangað til hafra- mjölið er farið að verða límkennt. Berið fram með mjólk og kanelsykri fyrir þá sem það vilja. HRÆRÐ EGG MEÐ SPÍRUM 4-6 egg x/i bolli mjólk 4 saxaðir vorlaukar Vi tsk. sjávarsalt 1 bolli bauna eða alfa-alfaspírur 1 msk. matarolía Þeytið eggin með mjólkinni,, lauknum og saltinu. Hrærið spírunum saman við. Hitið stóra pönnu við meðalhita. Látið olíuna út á og hellið síðan eggjablöndunni þar á. Steikið eggin og hrærið oft í á meðan. Eggin eru mátuleg þegar þau eru rétt hlaupin saman. .Super tilboð Ef þú skiptir yfir í ESS0 SUPER olíuna um leið og þú lætur smyrja bílinn, færðu einn lítra af ESS0 SUPER með þér án endur- gjalds. Petta kynningartilboð gildir út allan maímánuð á eftirtöldum smur- stöðvum ESS0: Smurstöð ESS0 Hafnarstræti 23 Reykjavlk Vörubfla- og tækjaverkst. Höföabakka 9 Reykjavík Daihatsu umboðiö þjónustuverkstæöiö Ármúla 23 Reykjavfk Smurstöö ESS0 Stórahjaíla 2 Kópavogi Smurstöö ESS0 Reykjavtkurvegi 54 Hafnarfiröi Aðalstöðin hf. Smurstöö Keflavík Smurstöðin Smiðjuvöllum 2 Akranesi Bifreiðaþj. Borgarness Borgarnesi Smurstöö ESS0 Fjaröarstræti 20A Isafiröi Bifreiöaverkst. Nonni Þuríöarbraut 11 Bolungarvlk Vélsmiöja Húnvetninga Smurstöð Blönduósi Smurstöö K.S. Sauöárkróki Bifreiöa- og vélaverkst. Naust hf. Varmahllö Smurstöö ESS0 Pórshamar hf. Akureyri Bllaverkstæöi KEA Dalvlk Bifreiöaverkst. Foss hf. Húsavlk Bifreiöaverkstæöi B.K. Húsavlk Bllaverkstæöi Kf. Langnesinga Pórshöfn Vélaverkst. Hraöfrystihúss Fáskrúösfirðinga Fáskrúðsfiröi Bflaverkstæöi Bjama Björnssonar Fáskrúösfiröi Vélsmiðja Hornafjaröar, smurstöö > Höfn * 2 Bllaverkstæði 2 Kf. V-Skaftfellinga Vlk í Smurstöð I Kf. Rangæinga * Hvolsvelli Vélaverkstæði G.G. Flötum 21 Vestmannaeyjum Smurstöö Kf. Árnesinga Selfossi Björgvin Garðarsson Austurmörk 11 Hverageröi Skiptu yfir í rekstraröryggi og sparnað með nýju SUPER olíunni. Skiptu yfir í ESS0 SUPER! Olíufélagið hf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.