Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 18
Tíminn
Sunnudagur 11. maí 1986
Þrátt fyrir tungumál sem er
einstætt á Norðurlöndum hafa
rannsóknir leitt í ljós að Finnar
eru náskyldir germönskum og
norrænum þjóðum
að þarf varla að fara
mörgum orðum um það hve ger-
samlega óskyld finnsk tunga er
öðrum tungum Norðurlandaþjóða.
Málvísindarannsóknir hafa gef-
ið mönnum tiiefni til að ætla að
Finnar séu upprunnir austan frá
Úralfjöllum og stundum hefur
verið talið að þeir væru af ásísk-
um uppruna. Saga Finna áður
en þeir settust að í því landi sem
nú kallast Finnland en Finnar
kalla Suomi er mistri hulin, og
það hefur sömuleiðis jafnan ver-
ið óljóst hvenær þeir settust þar
að. Nýjar rannsóknir gefa til
kynna að það hafi verið mun
fyrr en áður hefur verið talið eða
um 1500 fyrir Krists burð. En
nýjar blóðflokkarannsóknir
hafa leitt ýmislegt í ljós um
uppruna Finna. Erfðafræðilega
eru þeir skyldari Norðurlanda-
búum og grönnum sínum í balt-
nesku löndunum, jafnvel þeim
sem ekki tala finnsk-úgrísk mál,
þ.e. Lettum og Litháum. Finnar
eru semsagt frændur okkar.
Finnsk-úgrísk mál eru
fjölmörg, en þeir sem þau tala
eru dreifðir víða um Austur-
Evrópu og einkum Sovétríkin
allt austur í Asíu og mörg þeirra
eiga nú mjög í vök að verjast
gagnvart rússneskunni. Þetta
eru mál eins og austjakiska,
voguliska, syrjanska og mord-
vinska ef það segir lesandanum
eitthvað. Þess utan tilheyra eist-
neska og ungverska þessum
flokki tungumála.
Tungumálið varpar
Ijósi á samfélagið
Rannsóknir á tungu Finna
gefa ýmislegt til kynna unt það
hvers konar samfélag Finnar
mynduöu upprunalega. En ekki
hvaðan þeir koma.
A finnsku eru orð yfir fyrir-
bæri eins og skóg, fljót, vatn,
tré, Boga og ör „leifar“ frá
ævagömlu máli, sem öll finnsk-
úgrísku tungumálin hafa þróast
frá. En finnska orðið yfir haf er
á hinn bóginn „meri“ sem er
tökuorð af indóevrópskum
stofni.
Með þetta í huga getum við
dregið þá ályktun að Finnarnir
bjuggu í fjarlægri fortíð í landi
með skógum, vötnum og
fljótum, og að þetta land lá langt
frá sjó, þar sem tungumálið á
ekkert upprunalegt orð yfir
fyrirbærið haf. Þetta land gæti
hafa legið hvar sem vera skal í
Austur-Evrópu eða vestarlega í
Asíu.
Tungumálið segir okkur einn-
ig að fjölskyldan var afar mikil-
væg eining í þessu samfélagi,
þar sem í þessu „frummáli" voru
til orð yfir tengdaföður og
tengdamóður og margs konar
orð yfi.r fjölskyldutengsl.
Það fólk sem talaði þetta
„frummál“ hefur verið flökku-
þjóð, safnarar og veiðimenn.
Landið hefur verið strjálbýlt, til
að fólk gæti lifað af veiðum og
söfnun. Hafa menn áætlað að
ekki megi búa fleiri en einn
maður á hvern fermetra. Fjöl-
skyldurnar hafa verið mjög
hreyfanlegar, alltaf á flakki í leit
að nýjum og nýjum veiðisvæð-
urn. Þess vegna varðveitist
tungumálið á gífurlega stóru
landsvæði, t.d. frá Úralfjöllum
til Finnska flóa. Þetta er ekki
lengra en leiðin frá Hvíta hafi til
Jenisej í Asíu, en frumbyggjar
túndrunnar tala eitt og sama
tungumál í öllu því feiknastóra
svæði.
Á þriðja árþúsundi fyrir Krist
urðu tímamót í sögu Finna. Þeir
kynntust landbúnaði og fóru að
taka sér fasta búsetu. Á þessum
tíma tóku Finnar við Eystrasalt-
ið upp fjölda tökuorða, sem öll
tengdust landbúnaði. Föst bú-
seta þýddi að Finnarnir urðu að
laga sig að nágrönnum sínum,
siðum þeirra og háttum, sem
gekk misjafnlega. Nýr forði
tökuorða, sem kom til sögunnar
á þessum tíma, bendir til átaka
og styrjalda, en jafnframt frið-
samlegra samskipta inn á milli.
Þetta eru orð yfir stríð, þræla-
hald, eiðsvarning, en einnig orð
yfir samvinnu, siði, þjóðflokka
og þar fram eftir götunum.
Fjöldamörg germönsk töku-
orð komu til sögunnar, eftir að
Finnar settust að við Finnska
flóann. Rannsóknir málvísinda-
manna sýna að það hefur gerst
minnst 1000 árum fyrir Krists
burð. Þessar rannsóknir sýna að
þegar þá höfðu þeir mikil sam-
skipti við baltneskar þjóðir og
ulþ.b. 500 árum síðar fer að
gæta slavneskra áhrifa. Mállýsk-
ur í Austur-Finnlandi urðu fyrir
áhrifum af slavneskum málum,
svo sem sjá má af mörgurn
tökuoröum. Að auki hófust nú
samskipti við Svía og sama.
Frumnorræn mál höfðu áhrif á
finnskuna, en hvað varðar sam-
ana varð þróunin öfug, enginn
þekkir upprunalegt mál þeirra,
en með tímanum tóku samar í
Finnlandi að tala finnsku.
Dæmigerð mynd frá Finnlandi, vötn og skógar svo langt sem augað eygir. Nú er talið að Finnar hafi átt
heimkynni þar í 3000-3500 ár.
á. Jafnvel eftir að landið komst
undir yfirráð Rússa árið 1809
hélt sænska áfram að vera hið
opinbera tungumál og sam-
kvæmt tilskipun Alexanders 1.
hins fyrsta drottnara Finna af
rússnesku þjóðerni giltu sænsk
lög áfram í landinu.
Endurreisn finnskunnar
Vegir stjómmálanna eru
órannsakanlegir. Þegar barátta
fyrir endurreisn finnskunnar
hófst um miðja síðustu öld átti
hún ekki rætur að rekja til
sjálfstæðistilburða Finna gagn-
vart Rússum, heldur fremur
hollustu við þá. Hún átti að sýna
Rússum og umheiminum fram á
að Finnar væru ekki ginnkeyptir
fyrirsænskumfagurgala. Meðan
á Krímstríðinu stóð höfðu Svíar,
Bretar og Frakkar nefnilega
fengið þá flugu í höfuðið, að
Finnarnir væru búnir að fá nóg
af rússneskri kúgun og vildu
„frelsast“ undan henni með
sænskri hjálp.
Johan Wilhelm Snellman,
heimspekingur og blaðamaður,
var upphafsmaður og helsti hug-
myndafræðingur í baráttunni
fyrir finnsku sem ríkismáli, en
eins og nafnið gefur til kynna
var hann síður en svo finnskur
og hafði enda sænsku að móður-
máli. En Snellman gekk fleira til
en að sýna andúð á yfirráða-
stefnu grannans í vestri. Hann
gerði sér grein fyrir því að
viðskipti Finna við Rússa voru
afar mikilvæg og máttu ekki líða
undir lok. Finnar keyptu nefni-
lega hráefni af Rússum, unnu úr
þeim fullgerðar vörur og seldu
þær til baka, öfugt við það sem
venjulega gildir í viðskiptum
herraþjóðarognýlendu. Raunar
gildir þetta enn þann dag í dag í
viðskiptum Finna og Sovét-
manna og má Snellman með
réttu kallast upphafsmaður
þeirrar stefnu, gagnvart grann-
anum í austri, sem þeir Paasikivi
og Kekkonen áttu mestan þátt í
að festa í sessi á árunum eftir
seinni heimsstyrjöld.
Sænska, tunga
yfirstéttarinnar
Tungur herraþjóða sigra
gjarna tungur hinna undirok-
uðu. Sænskan sigraði ekki
finnskuna, en hafði mjög sterk
áhrif á hana um aldaraðir af
pólitískum ástæðum. Frá því á
14. öld lutu Finnar sænskum
yfirráðum og Svíar hertu tök sín
eftir því sem á leið. Á 17. öld var
sænska orðin „aðgöngumiði“
að viðurkenningu í þjóðfélag-
inu. Allt fram á síðustu öld var
finnskan mál bænda og lágstétta.
Enginn gat stundað nám við
háskólann í Ábo, eða Turku
nema læra fyrst sænsku, þar sem
hún var það mál sem kennt var
Styttur af gömlum Rússakeisurum eru sjaldséöar i heiminum, innan
Sovétríkjanna sem utan. En í miðborg Helgsinki trónir þessi af
Alexander II., sem árið 1863 löggilti finnsku sem jafnrétthátt mál í
Finnlandi og sænsku.
Finnar eru frændur
okkar