Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 5
Sunnudagur11. maí 1986
Tíminn 5
fræðings, afa Eggerts Haukdal. Þar
hvetur hann Sigurð að koma norður
í skólann, „ekki til þess að þú hafir
hærri tekjur," eins og hann orðar
það.
- Ég er sannfærður um að piltar á
þínum aldri með jafnmiklum hæfi-
leikum geta ekki varið kröftum sín-
um betur á annan hátt, en auka
dálítið þekkingu sína.“ Ennfremur
segir hann: „Menntunin er eins og
hvert annað verk, að hún krefur
fullkomins vilja, ef hún á að verða
að nokkrum notum.“
„Það er sannarlega leiðinlegt að
standa á lftið æðra stigi en dýrin sem
maður sér í kringum sig.“
- Það var ekki þá eins og nú að
menn færu ekki í nám nema hafa vís
námslán og helst örugga atvinnu á
eftir og pabbi segir við Sigurð að
hann geti unnið fyrir sér í kaupa-
vinnu nyrðra, þar séu grasgefnar
engjar og hann geti fengið nóg að
gera við slátt. Meðan faðir minn var
á Möðruvöllum var þar Benedikt
Gröndal skáld. Kenndi hann þar
vetrarpart. Faðir minn bar honum
einkar vel söguna. Segir hann hafa
verið ljúfmannlegan og ejnstaklega
góðan kennara, vísindamann.
Gröndal gaf honum áritaða ritverka-
skrá sína. En illa lét hann í jólafrí-
inu. Hafði þá lent á kenderíi og var
ónæðissamt þá daga í herberginu
þar sem þeir sváfu Gröndal og faðir
minn.
Sigurður búfræðingur kom ekki
að Möðruvöllum. Hann fór, að ráði
föður míns, í búnaðarskólann á
Hólum. Síðar áttu þeir eftir að
keppa um þingsæti í Arnessýslu.
Hlaut Sigurður kosningu með fárra
atkvæða mun. Ekki held ég að úrslit
þau hafi spillt vináttu þeirra. Þeir
voru báðir frá Langholti í Flóa.
Skólaganga
Minn fyrsti skóli var Landakots-
skólinn. Það var góður skóli og þar
ríkti mikill agi, t.d. var gefið fyrir
hegðun, kurteisi. iðni, reglusemi og
stundvísi. Alls fimm einkunnir. Þar
var hæstráðandi Meulenberg biskup.
Hann var mér mjög góður. Vildi að
ég lærði til prests, en ég var þá farinn
að skjóta mig í skólasystrum mínum
svo ég hugsaði með mér: „Það skal
aldrei verða!" Ég ætlaði nú ekki að
afsala mér þeim réttindum. Þarna
fór öll kennsla fram á dönsku öll fög
nema íslenskan. Ég man eftir þeim
systur Delfínu og systur Clementíu,
sem báðar voru ágætir kennarar.
Um systur Delfínu skrifaði ég fáein
minningarorð þegar hún lést fyrir
fáum árum.
Úr Landakotsskólanum lá leiðin í
Barnaskólann og þótt hann væri
góður skóli, þá ber ég hann ekki
saman við Landakotsskólann. Til
dæmis get ég sagt þér að ég skrifa
mjög ógreinilega rithönd. En þegar
ég var í landakotsskólanum skrifaði
ég þessa líka koparstunguskrift, svo
áferðargóða að hún var stundum
notuð sem forskrift. Þá var ég átta
ára. Enn í dag tek ég fram gömlu
stílabækurnar mínar sjálfum mér til
hughreystingar. Þegar ég svo kom í
Barnaskólann komst einhvernveg-
inn los á þetta og það þótt ég hefði
ágætan skriftarkennara, frú Guðr-
únu Pálsdóttur, konu Héðins Vald-
emarssonar. Ég náði gömlu skrift-
inni ekki aftur.
En af okkur systkinunum var það
Tryggvi einn sem fór í langskóla-
nám. Jón elsti bróðir minn var fyrir
heimilinu og taldi sig eiginlega for-
ingja okkar hinna. Hann hafði
snemma farið til sjós og lokið stýri-
mannsprófi, fór í siglingar, en varð
síðan hafnsögumaður. Guðmundur
og Ásgeir fóru á sjóinn, en systurnar
í kaupavinnu. afgreiðslu og skrif-
stofustörf.
Þegar ég var tólf ára tók ég próf
inn í Menntaskólann og tókst að ná
inngöngu, þrátt fyrir fjöldatak-
markanir sem Jónas frá Hriflu hafði
sett. Ég held að ég hafi orðið
sextándi á inntökuprófinu af tuttugu
og fimm sem mátti taka inn. Én
þegar að skólagöngunni kom um
haustið sagði Jón bróðir að það gæti
ekki orðið um slíkt að ræða, ég yrði
að halda áfram að vinna. Ég var þá
sendill í Útvegsbankanum. Ég man
að ég hljóp upp á loft og skældi
Ég gekk í leikfélagið varð hvíslari og
tók síðar að mér ýmis smáhlutverk.
Ég fór snemma að fylgjast með
umræðum og hlakkaði til þess að ná
þeim aldri að fá að taka þátt í
félögum ungra manna. Á hátíðis-
dögum eins og 1. maí var þó öllum
leyfð þátttaka enda lét ég mig ekki
vanta. Ég man eftir kröfugöngu og
útifundi árið 1928. Útifundur var á
Grettisgötuleikvellinum. Þar þrum-
aði Sigurður Jónasson, síðar olíu og
tóbaksfursti, norðanvindurinn
næddi um rauða fána, jafnaðar-
manna og kommúnista. Þá kom ég
auga á Tryggva bróður minn sem
stóð þar staðfastur í hópnum og hélt
á fána með hamri og sigð í annarri
hendi en vindlingi í hinni. Það varð
mér mikið umhugsunarefni, að sjá
hann bera kommúnistafána og
reykja, sama daginn. annars leit ég
mjög upp til Tryggva því hann var
um skeið á varðskipinu Þór og bar
glæstan einkennisbúning.
Ég sagði einhverntíma í ritgerð
um Ölaf Friðriksson sem ég skrifaði
í bókina „Þeir sem settu svip á
öldina'" að í rauninni mætti færa að
því rök að fasismi ætti upptök sín í
Suðurgötunni. Kannske orðaði ég
þetta svona í hálfkæringi, en þeir
atburðir áttu sér stað á undan Róm-
argöngu ítalsku fasistanna og bjór-
kjallarauppreisn Hitlers en svipaði
mjög til aðferða þeirra. Þarna var
vopnaður liðssafnaður, húsrann-
nefndi gjarnan þessa tvo Ólafa sem
oddvita tveggja höfuðfylkinga.
Mælskusnilld Ólafs Friðrikssonar og
hugdirfska, framtíðarsýn ogfórnfúst
starf lifði í minningu þess. Um
persónutöfra Ólafs Thors hefir
margt verið rætt og ritað. Svo undar-
lega vill samt til að það er ekki fyrr
en með samstarfinu við Einar Ol-
geirsson, um nýsköpunarstjórnina
sem ímynd Ólafs Thors breytist í
hugum reykvískrar alþýðu, og verð-
ur viðfelldnari að hennar dómi.
Ólafs Thors verður lengi minnst,
m.a. fyrir hnittin tilsvör. Trúlega
hefði hann eitthvað látið það heita
ef hann hefði mátt líta forystumenn
verkalýðsfélaganna, Ásmund,
Guðmund J. og þá er þeir voru
leiddir, sem blómalfar, inn á gafl í
stofur Ólafs f Garðastræti og hafðir
þar í gíslingu Vinnuveitendasam-
bandsins uns heilaþvottinum lauk og
þeir skrifuðu örmagna undir upp-
gjafarsamninga. „Þjóðarsátt“ um að
plata sveitamanninn og launaþræl-
ana. Mörgum varð hugsað til upp-
gjafarsamninga Frakka í síðustu
heimsstyrjöld. Þeir voru undirritaðir
í gömlum jánbrautarvagni úr fyrra
stríði. Verkalýðssamtökin sem
stofnuð voru til þess að rétta hlut
alþýðu, m.a. kaupa peysu á Guð-
mund kadett, vin Sölku Völku,
sömdu nú um Opel kadett og skatta-
lækkun auðstéttarinnar, en fá-
tækrastyrk alþýðu. Er ekki næsta
skrefið hjá Þresti & Co að Dagsbrún
máli var öllum mælt það sem hver og
einn þurfti. Ef einhver reyndi að
verða sér úti um meira var því eytt.
Nú er hagvöxturinn hlaupinn í allt
og Aron bróðir Mósesar tekinn við
stjórninni, ásamt þeim Seðla-
bankamönnum og Þjóðhagsstofnun.
Ekki þýddi að setja fram slíkar
kenningar þá.
Marx boðar alveg þetta sama
þegar hann segir: „Hver og einn láti
í té eftir getu og beri úr býtum eftir
þörfum." Þetta er sama hugsunin og
hjá Móse.
En þetta þýðir nú ekki að segja
verkaiýðsforystunni. Ég tel að
Vinnuveitendasambandið sé búið að
slá verkalýðshreyfinguna algjörlega
niður. Stæðu menn uppi á palli og
teldu upp að tíu, eins og í hnefa-
leikakeppni, hygg ég að verkalýðs-
hreyfingin deplaði ekki auga. Það er
búið að berja hana svo sundur og
saman að hún rís ekki upp í náinni
framtíð.
Ég hef líka hugsað um þennan
tvískinnung í samtökum opinberra
starfsmanna. Ég tók þátt í andófinu
svonefnda 1979. Þá unnum við sigur
á forystu BSRB. Síðar fengum við
ekki hljómgrunn. Nú er verið að
leggja samtökin í rúst. Kennarar
hafa yfirgefið þau, tæknimenn hafa
yfirgefið þau og lögreglumenn eru
með áform um hið sama. Þessir
aðilar eru eiginlega að refsa BSRB
fyrir slaka frammistöðu. En hvers
vegna eru þeir að því? Hafa þeir
Mér er minnisstæður 17. júní í
fyrra. Við hjónin stóðum þá vestur
við Þjóðminjasafn og biðum eftir
strætó. Svo kemur vagninn sunnan
að með Keili í baksýn og Esjuna í
fang, fánum skreyttur í tilefni
dagsins. Bílstjórinn var ung kona.
Hún var með Kanaútvarpið á í
tækinu við hliðina á sér. Ég ávarpa
hana og spyr hvort þetta sé í tilefni
dagsins.
„Maður getur nú ekki verið að
hlusta á ræðurnar núna,“ svarar
hún, en Steingrímur Hermannsson
var þá að tala í útvarpinu.
„Þú hefur kannske verið hrædd
um að hann segði: Eigi víkja?, spyr
ég, „og að þú klessukeyrðir á næsta
horni?“
Þennan sama dag vorum við í
heimsókn hjá aldraðri konu á Dval-
arheimili aldraðra. Það var þarna
sími innanhúss - og meðan við
stóðum við var hringt og sagt að það
væri verið að sýna „video“, þar sem
ekkert sjónvarp var þá stundina.
Við fórum að horfa á þetta og áttum
von á að þetta væru cinhverjar
fallegar myndir í tilefni af þjóðhátíð-
ardeginum, - en það var nú ekki
aldeilis. Þetta var klám, nauðganir
og morð uppi um alla veggi, í tilefni
þjóðhátíðardagsins.
Það allra versta er að það er
einmitt gamla ungmennafélagakyn-
sókn, símalokun og rannsókn á skjöl-
um og bókum og loks frelsissvipting
eða fangelsun.
Nei, það væri ekki vandi fyrir
menn með hæfileika til leikritunar
að finna sér efni í íslenskri stjórn-
málasögu í stórbrotið drama.
Ég nefni sem dæmi atburð eins og
þann er Ólafur Thors stendur í
dyrunum á tugthúsinu, þegar þeir
koma með Ólaf Friðriksson og segir
glottandi: „Gakktu í bæinn nafni!“
Alþýða leit á Ólaf Friðriksson sem
einskonar píslarvott er auðstéttin
kappkostaði að koma á kné svo hún
gæti deilt og drottnað og hirt arðinn
af starfi verkalýðs. Við öflun efnis í
þætti um Ólaf Friðriksson varð ljóst
af viðtölum við aldrað fólk að það
og ASÍ gangi í Bílgreinasambandið?
Og hætti þrasi um kjaramál.
Innbyggð Hagsýslu-
stofnun
Ég hef oft borið þá saman Móse
og Karl Marx. Það er margt h'kt með
þeim og báðir voru þeir gyðingar.
1 ritningunni segirfráeyðimerkur-
göngu gyðinga. Þá þurfti nú „að
vinna sig út úr vandanum", eins og
þeir segja í Kastljósi. Móse kallinn
kunni skil á því. Hann sá öllum fyrir
nauðþurftum. Það þýddi ekki að
deila við dómarann. Með Gómer-
ekki allir tekið þátt í að samþykkja
þá samninga sem forystan hefur
ritað undir? Þannig var blekið á
undirskrift forystumanns kennara,
Valgeirs Gestssonar undir samning-
ana varla þornað, þegar kennarar
voru óðfúsir að segja sig úr sömu
samtökum, þeir vildu ekki hlíta
eigin samningsgerð, þótt þeir hefðu
bundið hendur okkar hinna.
Forysta BSRB lék líka tveim
skjöldum. Hún bað menn að sam-
þykkja kjarasamninginn, því það
sem á hann skorti yrði bætt upp í
sérkjarasamningum. En hvað eru
sérkjarasamningarnir? Þeir felast í
því að menn eiga að láta hendur
skipta, skríða upp eftir bakinu á
félögum sínum og klifra þannig upp
í hærri launaflokka sem ekki tókst
að gera í heildarsamningunum.
Við í andófshópnum vildunt að
staðið yrði í ístaðinu á sviði heildar-
samninganna og ekki slakað á með
kaupgjaldsvísitöluna. En þess í stað
var gefið eftir. Upplausn BSRB er
því sorglegri, þegar þess er gætt að
einn helsti frumkvöðullinn að stofn-
un samtakanna var sá merki skóla-
maður Sigurður Thorlacius.
Ég held að hún hafi ekki verið til
góðs, þessi æðri menntun forvígis-
manna . Þeir drekka í sig hugmyndir
yfirstéttarinnar. f brjósti sérhvers
ntanns býr hans eigin hagstofa, hag-
sýslustofnun. Menn vita þetta og
finna. „Þjóðhagsstofnun", Seðl-
abanki og allt slíkt tildur eru verk-
færi yfirstéttarinnar til þess að plata
sveitamanninn og launaþrælana að
snúa Gróttakvörninni.
En því er ver, að auðvaldinu, sem
hefur allt í hendi sér, tekst jafnan að
blekkja fólkið og skelfa með línurit-
um og hrollvekjuspám.
Það var Jónas Haralz sem á si'num
tíma sagði í grein í Vinnunni að
niðurfærsluleiöin væri versta leiðin
fyrir verkalýðinn og hann leiddi rök
að því. En nú er ekki á þetta minnst.
Allt er sami verðbólgu-
söngurinn
Hefurðu heyrt prestana minnast á
erfðasyndina í prcdikunum síðustu
árin? Nei, þcir tala bara um verð-
bólguna. Það er alveg búið að heil-
aþvo fólk með þessu verðbólgutali.
En hvað um það. Ég hef aldrei
litið á sjálfan mig sem neins konar
forgöngumann í verkalýðsmálunum,
heldur aðeins sem cinstakling sem
hef áhuga á þessu. Hafi nienn ekki
erindi sem erfiði við að koma sínum
sjónarmiðum á framfæri, þá nær það
ekki lengra, þá þýðir ekkert að
halda áfram að kaldhamra það. Það
þurfa að koma nýir menn. Nýir
vendir sópa best segir þar.
eitthvað út af þessu, en það þýddi
ekkert að mögla, þetta varð bara að
vera svo.
Bankastörf og
pólitík
Það varð úr að ég hélt áfram að
vinna í Útvegsbankanum en þar
störfuðu margir merkismenn um það
leyti, margir félagar í Leikfélagi
Reykjavíkur, eins og þeir Brynjólfur
Jóhannesson, Indriði Waage og
síðar, Sigfús Halldórsson. Þarna
mátti segja að allir biðu eftir að
vinnudeginum lyki, svo þeir gætu
gefið sig að tómstundastörfunum.
„í Landakotsskóianum skrifaði ég þessa líkafallegu koparstunguskrift .U (Tímamynd: Róbert)
*