Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 20
Tíminn Sunnudagur 11. maí1986 I Bílasíminn er nýjasta æðið í Bandaríkjunum N,_ ríkjunum er bílasímaæði. Fram- leiðendur og sölumenn bílasím- tækja upplifa um þessar mundir gósentíð. Og spádómar gera ráð fyrir að innan 15 ára verði fjórði hver bíll í Bandaríkjunum búinn símtæki. En meðan bílasíminn er ekki orðinn almenningseign er hann eftirsótt stöðutákn. „Það er algjört æði að hringja í vini sína og spjalla við þá áður en lagt er út á hraðbrautina,“ segir 18 ára stúdent frá Virgina fylki, sem fékk bílasíma í af- mælisgjöf frá foreldrum sínum. Hann segir einnig að stúlkurnar verði uppnumdar af hrifningu, þegar hann hringir í þær og segir þeim að hann sé að tala við þær úr bílnum sínum. í byrjun ársins 1985 voru „ein- ungis“ 100 þúsund bílasímar í notkun í Bandaríkjunum, í árs- lok voru þeir orðnir 340.213 þúsund. Aukningin var 271%. „Þetta er allt í einu orðið milljarða dollara iðnaður,“ segir einn framleiðandi. Fjárfesting í þess- um iðnaði er nú þegar farin að nálgast einn milljarð dollara. Sérfræðingar í Wall Street segja að bílasímtækjaframleiðslan hafi vaxið svo hratt, að slíkt sé dæmalaust í sögunni. Bílasímar eru til í ýmsum gerðum og framleiðendur gera sitt til að fullnægja kröfum glys- gjarnra viðskiptavina. Skraut- legustu símtækin kosta um 4 þúsund dollara, eða liðlega 160 þúsund íslenskra króna. En verð á venjulegum tækjum hefur á hinn bóginn farið hríðlækkandi undanfarna mánuði. En hverjir nota bílasíma? All- ur sá fjöldi. manna sem hefur atvinnu af viðskiptum af ýmsu tagi og eyðir löngum og ein- manalegum stundum á hrað- brautum hefur af honum augljós not. Þeir geta rætt við vini sína og fjölskyldur á leiðinni og verið í sambandi við viðskiptafund á leiðinni frá einum stað til annars. En þarfir þessara manna skýra ekki sölusprengjuna á bílasímunum. Hún verður ekki skýrð á annan hátt, en að bíla- síminn sé orðinn stöðutákn, sá sem hefur bílasíma nýtur meiri virðingar en sá sem hefur hann ekki. En bílasíminn er dýrt sport. Fyrir utan kostnaðinn við að afla sér slíks tækis, kostar mínútan í hverju samtali frá þrem dollurum. Margir óttast að almenn notk- un bílasíma eigi eftir að minnka öryggi á þjóðvegunum og valda mörgum slysum. Ökumaður, sem er upptekinn í símtali við félaga eða fjölskyldumeðlim með aðra höndina á símtólinu er ekki líklegur til að bregðast við óvæntum atvikum með jafn- skjótum hætti og ef hann væri laus og liðugur. En bílasímaæð- ið er svo nýlega hafið að engar rannsóknir sem mark er takandi á hafa verið gerðar á þessu atriði. Hins vegar hafa fram- leiðendur velt fyrir sér lausnum á vandamálinu og þær vanga- veltur eiga mögulega eftir að fæða af sér nýtt tækniundur, síma sem stjórnast aðeins af rödd ökumannsins. Þannig sími gerði ökumanninum kleift að tala í símann sinn en hafa eigi að síður báðar hendur á stýrishjól- inu. Ef að líkum lætur mun þessi nýja della ekki staðnæmast við landamæri Bandaríkjanna. Ekki :kæmi t.d. á óvart að landinn kunni að reynast veikur fyrir þessu tískufyrirbæri eins og sum- um öðrum. Nú tekur listinn yfir bílasímaeigendur aðeins eina síðu í símaskránni og þar eru aðeins fáir einstaklingar. Megn- ið af bílasímum á Islandi er skráð á fyrirtæki og stofnanir. L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.