Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 15
Sunnudagur 11. maí 1986
Tíminn 15
Tryggasti
vinurinn
Örfá orð um umhirðu hunda
Að sjálfsögðu þarf hundurinn snyrtingu oftar en einu
sinni í mánuði. Reyndar á maður að líta eftir honum á
hverjum degi. Það tekur ekki langa stund og getur orðið
til þess, að hundurinn losni við þjáningar og þrálát
óþægindi. Hann er þolinmóð skepna og á það frekar til
en hitt, kenni hann til eymsla, að sleikja sár sín í felum.
Alltaf þarf að viðhafa nákvæma heilsugæslu og við og
við snyrtiaðgerðir.
Með því að skoða hundinn á þann hátt sem lýst er í
þessari grein, má athuga náið, hvort líkamsástand
hundsins sé í fullkomnu lagi, - hvort hann sé hraustur,
hvort honum liði vel og loks, hvort hann líti ekki vel út að
öllu leyti.
(Venjulega sjá menn strax hvort eitthvað amar að
hundinum. Það sést á augum, feldi og hegðan og þá er
yfirleitt rétt að hafa samband við dýralækni.)
FYRST í BAÐ
Ef hundurinn er rólegur í baði og
vanur því að láta þvo sér, þá er rétt
að byrja á því, - eftir að hafa greitt
úr flókum og burstað feldinn.
Um leið og hárþvottaleginum
(ath! nota skal sérstakan lög fyrir
hunda) er núið í feldinn, er hægt að
fylgja þessum lista.
Hundur, sem ekki er vanur baði
eða, eins og oft er raunin, kann ekki
að meta sltka aðferð, er yfirleitt
æstur og óöruggur að baðinu loknu.
Þess vegna er ráðlegra að þvo hann
deginum áður eða eftir yfirferðina.
(Sjálft baðið er sér kafli út af fyrir
sig).
NÁKVÆM SKOÐUN
Lítið nú á hundinn öðrum auguni
er venjulega og hefjist handa, - en
stundum þarf maður að beita mátu-
legri hörku.
t>að er stórum auðveldara, ef
hvolpurinn hefur verið vaninn við
skoðun reglulega, frá blautu hunds-
beini. Þó er ástæðulaust að missa
móðinn, þó illa gangi í fyrstu;
hundurinn sættir sig við það, ef
honum er sýnd ákveðni og þolin-
mæði.
Ekki má gleyma að spjalla við
hvutta á meðan, - og skjall og hrós
sakar ekki.
Augun eiga að vera frískleg og
himnan Ijósbleik. Fjarlægið stírur
reglulega úr augum hundsins.
Ef augun eru sljó og himnan
dökkrauð, er það yfirleitt tákn þess,
að eitthvað ami að hundinum.
Tönnunum þarf að líta vel eftir.
Lítið eftir gulum tönnum og tann-
stein, sem bæði skemmir tennurnar
og orsakar andremmu.
Það er ekki óalgengt nú á dögum,
að hundar fái fyllingar og gert sé við
tennur,-en það má komast hjá því!
Tennurnar þarf stundum að
hreinsa með sérstöku verkfæri, svip-
uðu því sem tannlæknirinn skrapar
tennur okkar mannanna með. Rétt
er að láta dýralækni líta upp í
hundinn um leið og hann er færður
til ormahreinsunar.
Þá er einnig hægt að bursta tennur
hundsins með litlum, hörðum tann-
bursta en athugið í leiðinni að
hundum líkar ekki það tannkrem
sem við mennirnir notum.
Tannsteinn kemur af of miklu
sagfæði. Hundurinn hefur gott af
harðfiski og hnútubeinum af og til,
sem skrapa tannsteininn að ein-
hverju leyti af.
Og fyrst menn eru á annað borð
uppi í kjafti hundsins, er rétt að
ganga úr skugga um, að tannholdið
sé bleikt og ekki blóðlítið eða illa
farið!
Eyrun eiga að vera hrein! En
endilega ekki gera tilraunir til að
hreinsa djúpt inn í innra eyra!
Þvoið ytra eyrað með sérstöku
hreinsiefni sem má kaupa í dýrabúð-
inni, - og varist að skemma eðlilegt
vaxlag eyrnanna með yfirdrifnum
þrifnaði.
Stundum vex hár í eyrunum
sjálfum, - sérstaklega þó á síðhærð-
um hundum. Þessi hár má fjarlægja
með flísatöng eða fingrum; venju-
lega eru þau lausgróin.
Fæturnir verða fyrir stöðugum
ágangi (að sjálfsögðu) og áreitni.
Hundar, sem ekki ganga mikið á
malbiki og steyptum stéttum, slíta
ekki nöglunum og þá er oft nauðsyn-
legt að klippa þær.
Til þess þarf sérstakt verkfæri svo
maður klippi rétt og ekki of mikið.
Neglurnar eiga að snerta gólf
þegar hundurinn stendurá jafnsléttu
og eiga ekki að vera styttri; önnur
þumalfingursregla er, að þegar
hundurinn gengur um á gólfinu, á að
heyrast þegar neglurnar skella í.
Ef þær hins vegar eru klipptar
stuttar, er hætta á að skorið verði á
taugina, en það er mjög sársauka-
fullt og þá getur blætt úr nöglinni.
Sumir hundar hafa mjög ljósar negl-
ur og þar er hægt að sjá taugina í
gegn, en hún er rauð eða dökk rák.
Þófarnir og bilið á milli þeirra
þarfnast líka meðferðar. Smáskrám-
ur og sár getur maður sjálfur annast
með því að þvo þau úr vatni og bera
á græðandi smyrsl.
Enn getur hárvöxturinn angrað
síðhærða hunda og það borgar sig að
klippa í burtu hár á milli þófanna.
Það skal gert með oddlausum
skærum. en aldrei á að nota odd-
hvöss verkfæri við snyrtingu dýra.
Feldurinn á alltaf að vera sléttur
og skínandi fallegur. Það gildir um
alla hunda, - síð-, krull- eða snögg-
hærða. Feldur í góðu ásigkomulagi
þýðir að hundurinn fái gott fæði og
líði að öðru leyti alveg prýðilega.
En kaflinn um feldinn er mun
lengri en svo, að taki að fjalla í
smáatriðum um hann. Það er fátt
hægt að alhæfa um hann, því að
feldirnir eru eins margir og tegund-
irnar eru margar og nokkrir til.
* Síðhærða hunda á að bursta dag-
lega, svo að feldurinn flækist ekki. Það
angrar bæði hundinn og hundeigand-
ann, næst þegar hann ætlar að snyrta
hundinn. Það cru til margs konar
burstar og best er að velja hann í
samráði við dýrakaupmanninn.
* Snögghærða hunda ætti einnig að
bursta daglega, en með gúmmí-
bursta sem nuddar húðina og fjar-
lægir laus og óþægileg hár.
Það er hentugt að nota gúmmí-
bursta á snögghærðan hund. Með
því að bursta hundinn daglega
eru minni óþægindi af hundshár-
um út um allt hús, þegar hann
fellir hár.
Ef neglurnar slitna ekki af notkun,
verða þær of langar og valda
hundinum óþægindum við gang.
Útvegið rétt verkfæri og farið að
með gát þegar neglurnar eru
klipptar.
Á SNYRTISTOFUNNI
Púðluhunda á að klippa og terrier-
hunda á að snyrta. Þennan þátt
snyrtingarinnar er varasamt að taka
að sér, án eftirlits kunnáttumanns. í
þessari íþrótt þarf tækni, handlagni
og rétt verkfæri - og þar að auki
tekur það á krafta og þolinmæði.
Sumum tekst aldrei að læra réttu
handbrögðin. Þess vegna er best að
láta kunnáttumennina um þcirra fag.
KANNSKI BEST AÐ
EIGA EINN SNÖGGHÆRÐAN!
Við val á hundi skiptir feldurinn
mjög miklu máli.
Hundar með mikinn og þykkan
feld þurfa mikils liðsinnis og tíma
með burstann. Þar að auki fylgir
slíkum feldi meiri kostnaður en
snögghærðum.
Vilji eða geti maður ekki fórnað
tíma og peningum, er kannski best
að eiga einn snögghærðan.
Um þetta verður að hugsa, áður
en fenginn er hundur, því hann á
erfitt með að aðlaga sig nýjum
eigendum. Þeir eru margir sem af
óvitaskap eða í hugsunarleysi hafa
keypt hundinn í sekknum.
Tryggasti vinurinn.
Það þarf góðan kamb á síðhærðan feld. Spyrjið fagmanninn ráða, þegar
keyptur er bursti.
Með eyrnarpinna og hreinsiefni má hreinsa ytra eyrað og því lyft eins
og myndin sýnir. Varast skal yfirdrifinn þrifnað og að fara of djúpt í
eyrað.
Tannstein og annan óþverra sem festist á tönnum þarf að fjarlægja.
Kennið hvolpinum strax að láta sér lynda að maður bretti upp
munnvikin til að líta á tennurnar.
Á milli þófanna getur myndast óþægilegur hárvöxtur, sem þarf að klippa
burt. Ávallt skal nota oddlaus skæri og munið að suma hunda kitlar
undir iljum.