Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 9
Sunnudagur 11. maí 1986
Tíminn 9
TEXTI: Þór Jónsson
TIMAMYNDIR: Pétur Sigurðsson
Ennfremur ræddi
blaðamaður við gest í
Kreml, Ragnheiði Thor-
steinsson, sem ekki var
par hress með fang-
brögð stúlknanna og
þótti skemmtun sem
þessi ekki boðleg í þess-
um siðsama hluta
heimsins:
„Svo skilur stjórnandinn
ekki í því, að fólk klappi ckki
með heldur standi agndofa
yfir þessu sjónarspili. Það
sýnir bara að einhver náttúra
leynist með íslenskum karl-
möndum, fyrst ónáttúra eins
og þetta kemur þeim ckki til!“
ndanfarnar tvær vikur
hefur mikil kvennabarátta farið
fram við Austurvöll, nánar til-
tekið á skemmtistaðnum
KREML. Hann er kuldalegur á
að líta, en þegar járntjaldið
lýkst frá kemur í ljós allviðkunn-
anlegur staður og ólíkur öllum
öðrum. í samkeppnisstríðinu
við sterka andstæðinga á
skemmtanasviðinu hafa Kreml-
arherrar tekið til þess bragðs að
brydda upp á nýjung í skemmti-
haldi íslendinga og bjóða hverri
stúlku sem vill að sýna hvað í
henni býr, og takast á við aðra í
fjölbragðaglímu íolíubaði. Fjöl-
bragðaglíma er tegund af bar-
daga án vopna, hún er reyndar
ein elsta íþrótt mannkyns og
gengur út á að tveir menn keppa
um hvor komi hinum í völlinn
og takist að halda honum þar.
Fjölbragðaglíma varð keppnis-
íþrótt á Olympíuleikum árið
704 f. Kr. Allt frá því, að
reglurnar voru staðfestar og tak-
markaðar á 18. öld, hefur glím-
an farið fram í þremur þriggja
mínútna lotum, - og að sjálf-
sögðu bregða Kremlarherrar
ekki út af vananum frekar en
fyrri daginn. í Evrópu voru
grísk-rómversku fangbrögðin
vinsælust, en í Bandaríkjunum
er stunduð glíma með frjálsri
aðferð (allt í plati, segja þeir
sem vita hafa á!) í Japan stunda
þeir SUMO glímu, en í henni
sigrar sá sem kemur andstæðingi
sínum út úr hringnum. Keppend-
ur eru yfirleitt um 130 kg og eru
ógnvænlegir að sjá. Einnig má
finna anga af fjölbragðaglímu á
Bretlandi og í Sovétríkjunum
glíma þeir á enn annan hátt. í
Kreml hinsvegar glíma stúlkur í
lægri þyngdarflokkum en í Japan
og verðlaunin eru ferð til sólar-
paradísarinnar Ibiza suður í
höfum.
Orð eru máttlítil gegn mynd-
um og þess vegna eru þær látnar
tala sínu máli á þessum síðum.
Skömmu eftir leikinn
var haft tal af Tryggva
Guðmundi Árnasyni,
kynni og stjórnanda:
„Ég lít á þetta sem íþrótt,
auk þess sem gaman er að
horfa á sýninguna. l’að sent
gerir þetta svona erfitt er
olían. en vegna hennar ná
þær illa tökur hvor á annarri
og eiga óhægt með að halda
jafnvægi tjiringnunt, sem all-
ur er smurður olíu. Þær þurfa
því að vera mjög sterkar, því
aö það reynir mjög á kraftana
að koma hinni niður á axlirn-
ar. Eins er bannað að taka
hálstak, ríía í hárið og grípa
í sundboli hvor annarrar,
þannig að bæöi er þetta erfitt
og svo geta þær ekki meiðst.
Dómarinn fylgist líka vel með
og hringurinn er allur svamp-
dúðaður.
Staðurinn er með þessu að
kynna íþrótt eða vissa tegund
skemmtunar sem mikið er
stunduð í Ameríku. Við
leggjum áherslu á íþróttaand-
ann og liður í því er mikið
úrval óáfengra drykkja sent
fást á börunum!
Nú, - og þrátt fyrir feitina
er það ekkert slor að fá aö
keppa, því að vegleg verðlaun
eru í boði. Allir kcpþendur
fá fataúttekt, árskort á
skemmtistaðinn og ýmislegt
fleira og fyrstu verðlaun, en
þetta er útsláttarkeppni, eru
þriggja vikna ferö til Ibiza á
vegum Pólaris."