Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.05.1986, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. maí 1986 Tíminn 23 lll MYNDBÖND Umfjöllun um myndbönd hefur verið fastur liður hjá dagblöðu . og tímaritum undanfarin ár. Myndbandasíðu þessari er ætlað að koma fyrir augu lesend vikulega. Hún verður með hefðbundnu sniði, þ.e. fjallað verður myndir á markaðinum, vinsældalisti verður birtur mánaðarlega samráði við tíu stærstu myndbandaleigurnar á höfuðborgarsvæðinu og sagt verður frá væntanlegum myndum og smáseríum. Myndbandstæki eru nú á þriðja hverju heimili á landinu, og fer notkun þeirra stöðugt vaxandi. Mörg þúsund tæki seldust fyrir páskana, þegar ljóst var að röskun yrði á útsendingum sjónvarps. Sá hópur sem notar myndbönd að staðaldri er því orðinn nær helmingur þjóðarinnar og dreifist hann um allt land. Þessari síðu er ætlað að þjóna þeim hópi. Því tökum við tillögum lesenda um efni fegins hendi, hikið ekki við að senda okkur línur ef þið hafið áhugamál sem viðeigandi væri að fjalla um á þessari síðu. Utanáskriftin er: Tíminn, myndbandasíða, Síðumúli 15. HLATURim LENGIR LÍFIÐ - Leave ’em laughing Leikstjóri: Jackie Cooper. Framleið- andi: Julian Fowles. Framleidd árið 1981. Aðalhlutver: Mickey Rooney, Anne Jackson, Allen Goorwitz, Elisha Cook, Red Buttons og William Windom. Mynd þessi er mjög góð fjöl- skyldumynd og hefur boðskap að færa til okkar allra. I mynd- inni fer Mickey Rooney á kost- um sem cirkustrúðurinn Jack Thum. Myndin er sannsöguleg og var Jack þessi einn frægasti trúður í Chicago á síðustu ára- tugum og fjallar myndin um síð- asta æviár hans. Jack var mjög sérstakur maður, vel gefinn og sérstaklega barngóður. Á ævinni hafði hann tekið að sér í lengri eða skemmri tíma 40 munaðarlaus börn og komið undir þau fótunum að nýju með dyggri aðstoð eigin- konu sinnar Shirleyjar (Anne Jackson). Hann var óþreytandi A MOVINO AND MEANINGFUL STORY OF A MaN WITH AN EXTR AORDINARY HEART LAUGHING STakhing MiCKCY R(X)NEY ANNfcJAOCSON AtXENGOOKWITZ EUSItA COOK Rtt> BtTTONS ANO WlLLIAM WlN'DOM R».X»X«»CUA*( 1 sfR»S ft.T.:AN 1<OWlXS t»*l<lACKWCtKWá'ft M(Vt *» JtNMII: »ÍA«KAt við að heimsækja spítala og stofnanir til að skemmta og hafa ofan af fyrir sjúklingum og þá án nokkurrar greiðslu. Var því oft þröngt í búi fjárhagslega. En nú steðjar að vandamál. Læknirinn vill fá Jack í lungnaaðgerð og það kostar tekjumissi í 2 mánuði að því er hann telur. En það kemur í ljós að Jack er með krabbamein og eftir aðgerðina segir læknirinn honum hreint út að hann eigi aðeins eftir ólifað 6 mánuði í það hæsta. Heimur Jacks hrynur og hann byrjar að drekka. En góður vinur hans segir við hann: Njóttu þess sem eftir er af lífi þínu, njóttu vina þinna. Ef til vill eru næstu dagar og mánuðir þeir hamingjusömu- stu sem þú hefur lifað.... Leikur Mickey Rooney í myndinni svo og annarra er mjög góður og af mörgum er Mickey Rooney tal- inn leika þarna besta hlutverk á leikferli sínum. Mynd sem hægt er að mæla með og allir hafa gott af að sjá. Væntanlegmyndbönd JB myndbönd munu á næst- unni senda frá sér smáseríuna Blóð og orkídeur, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Norm- ans Katkov. Þessi æsispennandi saga, sem kom út árið 1984, gerist á Hawaii árið 1930. Að- skilnaðarstefna er í algleymingi, eins og í öðrum nýlendum eru innfæddir í þjónustustörfum og hvíti „aðallinn“ gætir þess vand- lega að óbreytt ástand haldist. Fjórir ungir Hawaii-menn keyra fram á konu sem barin hefur verið til óbóta. Þeir keyra hana rænulausa að sjúkrahúsi, þar sem hún kemst til meðvitundar. Móðir hennar og eiginmaður eru kölluð á vettang og konan játar fyrir móður sinni að hún sé ófrísk eftir manninn sem hafi misþyrmt henni. Móðirin vill allt til vinna að komast hjá hneyksli, og leggur á ráðin um að dóttirin segi ungu mennina fjóra hafa nauðgað sér. Þeir eru handteknir og réttarhöld í mál- inu hefjast... Það væri bjarnargreiði við les- endur að rekja söguþráðinn frekar, en óhætt er að segja að hér er á ferðinni mögnuð spennumynd. Allir fordómar þessa litla eyjaþjóðfélags magn- ast við þá atburði sem réttar- höldin hafa í för með sér. í aðalhlutverki sem Maddox lög- regluforingi er Kris Kristoffer- son og Lenore Bergman er leik- inn af Jane Alexander. Gerð myndarinnar lauk í janúar og óhætt er að fullyrða að hún mun verða með eftirsóttara efni Námur Salomons konungs - þriðja og nýjasta útgáfa nýkomin á myndbandaleigur Austurbæjarbíó hefur nýverið sent frá sér þriðju og nýjustu útgáfu af Námum Salómons konungs. Eins og hinar tvær útgáfurnar er þessi mynd byggð á 100 ára gamalli sögu H. Rider Haggard, sem fjallar um leit að afríkanskri demantsnámu. Fyrsta myndin sem gerð var eftir sögunni var gerð í Bretlandi árið 1937, sú næsta var útgáfa MGM árið 1950, með þeim Deborah Kerr og Stewart Granger í aðal- hlutverkum. Nú er það hinn valinkunni heiðurspiltur Ric- hard Chamberlain sem fer með hlutverk Allans Quatermain og Sharon Stone sem leikur kven- hetjuna. Leikstjóri er hin aldna kempa J. Lee Thompson. Hann hefur nú verið við stjórnvölinn. í 36 ár og fer enn létt með leik- stjórn, þó orðinn sé 72 ára. Hann er fyrrverandi leikari og leikskáld sem hóf leikstjóraferil sinn með því að leikstýra eigin verki, Murder Without Crime. Tvær mynda hans hlutu frægð og frama í kvikmyndahúsum víða um heim, Byssurnar í Navarone, árið 1961 og Gull iftt uxiimturt- a ttfeivœ iiijumiMiJBirtm ÍSLENSICUR TEXTI anna með því að lesa með þeim bókina áður en spólan er sótt. Þessi útgáfa er fyndnari en fyrirrennarar hennar, gerð í svipuðum stíl og Leitin að týndu örkinni og aðrar vinsælar ævin- týramyndir. Þau skötuhjú lenda í hinur.i ýmsu háskurn áður en MacKenna, árið 1969. Það er námurnar finnast, eins og vera ekki hægt að segja að Lee ber. Hið góða sigrar hið illa og Thompson komi á óvart sem áberandi er háðuleg útreið leikstjóri, en sem afþreying er Wagnerspilandi Þjóðverja, sem þessi aldargamla saga öldungis framleiðendur myndarinnar, frábær. Börn eru yfirleitt mjög gyðingarnir Golan og Globus hrifin af söguþræðinum og þar gera að pylsuétandi fasista, sem eð skáldsagan er til í íslenskri veður um með innantómar litla- þýðingu væri ekki úr vegi að kallshótanir, geislandi af mann- glæða bókmenntaáhuga pjakk- vonsku og heimsku. sumarsins. VINSÆLDAUSTIMYNDBANDALEIGANNA MYNDIR: ÞÆTTIR: 1. Vitniö 1. A fortunate life 2. Invasion USA 2. Golden Pennies 3. Stick 3. Jack Holborn 4. Cat’s eye 4. Holocaust 5. Nightmare on Elmstreet 5. Til lífstíðar 6. Best defense 6. Tvö á flótta 7. Chateos land 7. A death in California 8. Fire Fox 8. Metorðastiginn 9. Brúin yfir Kwaifljótið 9. Erfinginn 10. Byssurnar frá Nvarone 10. Falcon Crest

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.