Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. maí 1986 Tíminn 3 Kaup á notuðum bifreiðum: T rassaskapur fyrri eigenda reynist dýr - ótilkynnt eigendaskipti geta kostað þúsundir Margir kaupendur notaðra bif- reiða hafa orðið óþyrmilega fyrir barðinu á trassaskap fyrri eigenda varðandi umskráningar á bifreiðum. Að sögn Guðna Karlssonar for- stöðumanns hjá bifreiðaeftirlitinu kemur það fyrir að menn þurfa jafnvel að greiða hált í verðmæti bifreiðar, í ógreiddarsölutilkynning- ar. „Það er mjög mikið um það að fólk kemur hingað grandalaust og ætlar að tilkynna eigendaskipti á bifreiðum, en þá liggja margar til- kynningar hér hjá okkur og viðkom- andi verður að greiða þær allar til þess að fá bílinn á sitt nafn,“ sagði Guðni. Gjöld fyrir skráningar á notuðum bifreiðum hafa hækkað umtalsvert upp á síðkastið. Það er því fyllsta ástæða að vara fólk við því að kaupa notaðar bifreiðar, nema kanna fyrst hvort gengið hefur verið frá eigenda- skiptum allt til þess dags að viðkom- andi kaupir bifreiðina. Þórarinn Eldjárnsson bílasali sem Tíminn ræddi við á bílasölu Matthí- asar sagði að það væri mikið um að nýir eigendur lentu í þeirri aðstöðu að greiða fyrir fyrri eigendaskipti og oft umtalsverðar upphæðir. Hann benti sérstaklega á að mikið væri um að bílar sem ekki hefðu verið urn- skráðir, væru seldir í gegnum bíla- markað Dagblaðsins og þyrfti fólk að kynna sér þetta atriði vel áður en það gengi frá kaupum. - ES Aprílhækkanir: Bílar hækk- uðu um 3,8% - Yen og mark hækkaöi Verð á nýjum bílum hækkaði að meðaltali um 3,8% frá byrjun apríl til byrjunar maímánaðar, samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar á framfærsluvísitölunni. Samkvæint því hefur t.d. 400 þús. króna bíll hækkað að meðaltali um rúmar 15 þús. krónur á einum mánuði. Þetta olli því aðeinkabíla- liðurinn í vísitölunni hækkaði í mánuðinum um 1,5% þrátt fyrir 6,7% verðlækkun á bensíni. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar var verðhækkunin nokk- uð misjöfn, eða frá 0-5% eftir tegundum og framleiðslulöndum. 1 aprílmánuði hækkaði verð á al- gengustu Evrópugjaldmiðlum og yeni um 4,5% sem skýrir hækkun bíiverðsins. _ HEI íslendingum þykir sopinn góöur: Landinn drakk fyriréÖÓmillj. - fyrstu þrjá mánuði ársins Tæpar 600 milljónir króna hafa íslendingar tínt upp úr buddunum sínum til kaupa á áfengi frá ÁTVR fyrstu 3 mánuði þessa árs. Áfengis- sala ÁTVR var 504 milljónir króna á þessu tímabili. En 17-18% þess áfengis (85-90 millj.) fer til veitinga- húsa þar sem það u.þ.b. tvöfaldast í verði þannig að heildarsöluverðið verður hátt í 600 millj. Til fróðleiks má t.d. geta þess að fyrir þær u.þ.b. 10,5 milljónir lítra af nýmjólk sem þjóðin hefur keypt á sama tímabili hefur hún þurft að greiða um 370 millj. króna, eða tæplega Vi á við „brjóstbirtuna". Söluaukningin frá sama tímabili 1985 er um 28,6%. Magns er ekki getið í skýrsium áfengisvarnarráðs. En áfengish'ður framfærsluvísi- tölunnar hefur aðeins hækkað unt 12,6% frá febr. 1985 til febr. 1986, sem ætti að gefa nokkurn saman- burð. Þótt meðalaukningin sé 28,6% er aukningin mjög mismunandi milli einstakra útsölustaða ÁTVR. Lang mest söluaukningin hefur orðið á Selfossi, 42,4%. Einnig tölu- vert umfram meðaltalið í Vest- mannaeyjum með 39,4% aukningu og Akranesi með 35,4%. Siglfirðing- ar hafa aftur á móti aukið áfengis- kaupin lang minnst, aðeins 20,7% milli ára. Aukningin í Reykjavík, þar sem 70% allrar áfengissölu þjóð- arinnar fer fram, er aðeins undir landsmeðaltalinu eða 27,8% frá fyrsta ársfjórðungi 1985 til sama tíma í ár. - HEI Alfreð á f undi hjá SKÝRR Nú er sá tími sem frambjóðendur í bæjarstjórnarkosningunum heimsækja vinnustaði og kynna stefnu sína og flokks síns. Þessi mynd var tekin þegar Alfreð Þorsteinsson, sem skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, heimsótti Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar í hádeginu í gær. Tímamynd -Svcrrir HVERS VEGNA FRAMSÓKNARFLOKKINN? Sigrun Magnúsdóttir, kaupmaður • Framsóknarflokkurinn er félagshyggjuflokkur • Framsóknarflokkurinn er samvinnuflokkur • Framsóknarflokkurinn er flokkur fólks á öllum aldri Sveinn Grétar Jónsson, Helgi S. Guðmundsson, Guðrún Einarsdóttir, kennari Pruður Heigaaonir, iðnverkakona Hallur Magnússon, nemi Margeir Danielsson, framkvæmdastjóri Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur ÞAU SKIPA 10 EFSTU SÆTIN Á B LISTANUM í REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.